Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 11
MHÐJUDAGUR 13 .marz 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 15 ofskynjanir, sem þeir héldu stafa af að þeir væru komnir til paradísar. í þessu ástandi fannst þeim að þeir gætu ailt, og höfðmginn gat skipað þeim að drepa hvern sem honum sýntfist Ertnrij'fjasalan er líklega flóknasta vandamál, sem lög- reglulið heimsins eiga við að fást. Eiturlyfjasalarnir græða of fjár og geta borgað þjónum sínum vel. Þess vegna er erfitt að afla vitna gegn höfuðpaununum, það sem helzt get- ur komið mönnum, sem flæktir eru orðnir í eiturlyfjasölu tfl að sjá sig um hönd er ef bölið hittir þá sjálfa og þeir mega horfa upp á vin eða ættingja verða ánauðugan þræl eitursins. Ópíumframleiðsla er snar þáttur í atvinnulífi sumra þjóða og lyfin sem úr því eru unnin ómissandi fyrir læknavisind- in. Útbreiddust er ræktun ópíumvalmúans í héruðunum þar sem Thailand, Burma, Kína og Laos koma saman. Þetta er afskekkt svæði og erfitt að koma við lögreglueftirliti. íbúar þessara héraða nota ópíum sem hressingarlyf og ræktun þess er eini lífsbjargarvegur þeirra. Yfirvöldin láta þvi oft af- skiptalaust þótt sáð sé í stærra svæði en reglur heimila. Umframræktunin fer til eiturlyfjasalanna og veldur heims- vandamáli. Ávanahættan af morfíni er sex til tíu sinnum meiri en af ópíum, en af heróíni þrítug til áttugföld. Hvers vegna ánetjast hundruð þúsunda manna þessum þræl- dómi? Baudelaire lýsti áhrifunum á þessa leið: Ópíum stækkar hið óendanlega. þenur út hið takmarkalausa, dýpkar tímann, örvar unaðinn og fyllir sálina svo útaf flóir svörtum og dimmum lystisemdum. Svipað er hægt að segja um öll þau nautnalyf sem nú er sótzt eftir, en þótt menn leiti hjá þeim ánægju eru eftir- köstin hroðaleg. Forfallinn eiturlyfjaneytandi verður með tímanum svo tálgaður að hann á jafnvel erfitt með að finna stað þar sem hann getur gefið sér sprautu. Án eiturlyfsins missir hann stjórn á sér, srpiklar öllum öngum og fær krampaflog. Hvar skyldi þá eiturlyfjaneytendur vera að fina? Nokkuð er um ópíumneytendur f Arabalöndunum og Tyrklandi, en í íran eru þeir hálf milljón talsins, skipta þúsundum í Afghanistan og Pakistan en nokkru færri eru í Egyptalandi og á Indlandi. í Thailandi eru skrásettir 70.000 menn sem reykja ópíum að staðaldri og 20.000 í Singapore. Hashishneytendur í Egyptalandi eru taldir vera um milljón, og þeir skipta nokkrum tugum þúsunda í öðrum löndum Norður-Afríku, í Mið-Afríku, Kenya, Pakistan, Indlandi og Ceylon. Þeir eru einnig fjölmennir í Brasilíu, Mexíkó, Vestur- Indíum og Bandaríkjunum. Eftirspurn eftir morfíni og heróíni, háskalegustu og dýr- ustu eiturlyfjunum, er mest í Norður-Ameríku. í Banda- ríkjunum eru að minnsta kosti 45.000 forfallnir eiturlyfja- neytendur og 12.000 í Kanada. í Japan eru þeir 3000 en hvorki meira né minna en 150.000 í Honkong, þar af 100.000 sem neyta heróíns. Suður-Ameríkumenn vilja helzt kóakaín sem er ræktað þar. Um fjórar milljónir indíána tyggja kókablöð, og því er haldið fram, ef tfl vill með nokkrum rétti, að það geri þá færari um að þola þunnt loft og óblítt veðurlag í Andes- fjöllum. í Evrópu eru eiturlyfjaneytendur tiltölulega mjög fáir og auðvelt að hafa eftirlit með þeim. Lögreglan slakar þó í engu á árvekni sinni, því yfirvöldunum er vel kunnugt að eftir að eiturlyfjanautn náði fótfestu í Bandaríkjunum breidd- ist hún út með örskotshraða. Prangararnir eiga ekki erfitt með að koma út vöru sinni, því forfallnir eiturlyfjaneytendur eru áfjáðustu viðskiptavinir sem hægt er að hugsa sér. Þeir taka við því sem að þeim er rétt, gæta þess að móðga ekki prangarann og prútta sjald- an um verðið. í þessari viðskiptagrein er eftirspumin stöðug engar árstíðasveiflur og aldrei samdráttur. Smyglararnir kunna mörg brögð til að koma hráu ópíum áleiðis tfl þeirra staða þar sem unnið er úr því morfín og heróín. Stundum er það látið í málmhylki sem troðið er niður vélindað á úlföldum, sem síðan er gefið hægðalyf þegar komið er á áfangastað. Nægi það ekki er úlfaldanum UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 9 — Ein af frænkum mínum, Sesselja, þú þekkir hana ekki, en ég hef oft sagt þér frá henni, það var hún, sem var svo rík eino sinni, en svo varð maður hennar gjaldþrota, hún lokaði sig inni í herbergi sínu, hvað efSr annað og eyddi mörgum Urtkkntimum í að snyrta á sér hár ið og snurfunsa sig, og klæddist bezta skarti sínu, sins og hún væri að fara í óperuna. Ef ein- hver barði að dyrum, kallaði hún fram og kfaðst vera með höfuð- verk. Einu sinni gægðist ég á skráargatið, og sá, hvar hún sat fyrir framan spegilinn, brosti og bar sig eins og drottning. — Það er langt um liðið. — Þú heldur að konur hafi breytzt? Það bJýtur að hafa verið brýnni þörf, sem knúði unga stúlku til að kveðja dyra hjá mademoiselle Iréne klukkan níu að kvöldi, og biðja um sam- kvæmiskjól blásnauð, fara strax í kjólinn og flýta sér út í rign- inguna. — Ég átti aðeins við, að það getur legið ástæða til þessa, sem ekki liggur í augum uppi. Hann skildi, hvað hún var að fara, en lét sér fátt um finnast. — Ertu syfjaður? Hann kinkaði kolli. Þau fóru snemma í háttinn. Næsta morg- un var skýjað og útlit fyrir hagl- él, svo að hún fékk hann til að taka regnhlífina með. Á skrif- stofunni þurfti hann ekki að bíða lengi unz síminn hringdi. — Maigret... — Einhver, sem ekki vill segja til nafns, vill tala við yður, sagði símastúlkan. — Gefið mér samband. Um leið og hann fékk sam- band, heyrðist ískrandi rödd í símanum, sem skar í eyrun. Hann gat ekki varizt því að álykta, að hér hringdi einhver, sem ekki var vanur að handfjatla símtól. — Er það lögregluforing- inn Maigret? — Já, það er ég. Hver er það með leyfi? Það varð hlé. — Halló. Eruð þér þarna? — Já, ég get sagt yður dálítið um ungu stúlkuna, sem var myrt. Svo varð aftur þögn. Honum datt í hug, að þetta væri krakki að hringja. — Áfram. Þekktuð þér hana? — Já, ég veit, hvar hún bjó. Þessar þagnir hlutu að stafa af því, að viðvaningur væri að hringja, en ekki vegna þess, að viðtalandinn væri að hugsa sig um. Hann heyrði útarpstón og barnsgrát gegnum símann. — Hvar bjó hún? — í Rue de Clichy númer 113B. — Hver eruð þér? — Þér getið snúið yður til gömlu konunnar á annarri hæð, frú Cremieux, heitir hún. Hann heyrði aðra rödd, sem kallaði: Rósa! Rósa! . . . Hvað ertu að . .. Tólinu var skellt á. Hann tafði litla -stund, en skund aði síðan af stað með Janvier. Janvier hafði kvöldið áður þeytzt árangurslaust um alla París. Lognon, sem átti að grennslast fyrir hjá bílstjórum og á næturklúbbum, hafði ekki látið heyra frá sér. — Mér heyrðist þetta vera ung þjónustustúlka, sem er nýkom in til borgarinnar utan úr sveit, sagði Maigret við Janvier. Hún tal aði mállýzku, en ég er ekki al veg viss hvaða mállýzku. Húsið númer 113B í Rue de Clichy var snoturt borgar- legt hús, eins og flest önnur hús þar í hverfinu. Maigret og Janvier gengu fyrst inn til hús- varðarins, sem var kona um fer- tugsaldur. Hún horfði tor- tryggnislega á þá. — Rannsóknarlögreglan, sagði Maigret og sýndi skilríki sín. — Hvað viljið þér? — Hér í húsinu býr kona að nafni Cremieux, ekki satt? — Jú, á annarri hæð til vinstri. — Er hún heima? — Já, ef hún hefur ekki farið til að kaupa inn. En ég hef ekki séð hana fara hjá. — Býr hún ein? Húsvörðurinn virtist ekki hafa tandurhreina samvizku. — Ein og ekki ein . . . — Hvað eigið þér við? — Stundum búa einhverjir hjá henni. — Ættinigjar? — Nei. Ég veit reyndar ekki, því skyldi ég gera það að ein- hverju leyndarmáli. Hún verð ur að svara fyrir sig. Hún tekur leigjendur öðru hverju. — Um stuttan tíma? — Hún mundi helzt vilja hafa fastan leigjanda, en það tollir enginn hjá henni til langframa. — Hvers vegna sögðuð þér það ekki strax? — Vegna þess, að í fyrsta skipti, sem hún hafði leigjanda, — það var ung stúlka, sem af- greiddi í Galeries Lafayette, bað hún mig að segja, að það væri frænka hennar. — Gaf hún yður eitthvað fyrir að þegja? v Hún yppti öxlum. — í fyrsta lagi leyfir húseig andinn ekki, að leigjendur hans leigi út frá sér. Og auk þess á maður að tilkynna það og útfylia alls konar eyðublöð, þegar maður leigir út herbergi með húsgögn- um. Og ennfremur held, hún gefi þessar aukatekjur ekki upp til skatts. — Var það þess vegna, sem þér gerðuð okkur ekki viðvart? — Hún skildi, hvað hann átti við. Reyndar lá blaðið frá degin- n um áður á stól og þar blasti við myndin af hinni myrtu. — Þekktuð þér hana? — Hún var sú síðasta. — Síðasta hvað? — Síðasti leigjandinn. Síð- asta frænkan, svo að ég noti orð gömlu konunnar. Hvenær sáuð þér hana síð- ast? — Það veit ég ekki. Ég man það ekki. — Vitið þér, hvað hún hét? — Frú Cremieux kallaði hana Louise, en þar sem hún fékk engan póst, meðan hún var hér veit ég ekki, hvert eftirnafn henn ar var. Eins og ég sagði, var litið á það sem sjálfsagðan hlut, að ég vissi ekki, að þetta var leigjandi. Og af þeirri ástæðu á ég á hættu að missa stöðu mína. Því að þette kemur náttúrlega £ blöðunum. — Það getur verið. Hvemig var hún? — Unga stúlkan? O, ósköp venjuleg, hún kinkaði kolli til mín, þegar við hittumst, eða þeg ar hún mundi eftir því, en hún lagði aldrei á sig, að segja orð við mig. — Hafði hún búið hérna lengi? Janvier skrifaði niður í vasa- bókina og húsvörðurinn varð upp með sér og hugsaði sig vandlega um, áður en hún svaraði spurn- inigum Maigrets. ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 15. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.00 Við vinnuna. 14.40 Við, seim heima sitjum. Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðrakennari talar um þvottaefni. 15.00 Mið- degisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Tónlista tími barnanna. 18.20 Veðurfregn ir 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Eygló Viktorsdótiir syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á pianó og Egill Jóns son á klarinettu i síðasta laginu. 20.20 Frá Grænlandsstróndum Þorvaldur Steinason flytur ?nnað erindi sitt. 20.40 „Rómeó og Júl ía" forleikur eftir Tjaikovský. Fíl harmoníusveitin í Vín leikur. 21. 00 Þriðjudagsleikritið: „Sæfarinn“ Leikstjóri: Benedikt Árnason. 21.40 Semballeikur: Sylvia Mar- love leikur verk eftir Byrd og Vivaldi-Bach. 22.00 Fréttir <>g veð urfregnir. 22.20 Heliarslóðar- orusta Lárus Pálsson byrjar Iest ur hinnar góðkunnu gamansögu Benedikts Gröndals (1) 22.40 „Tveir gítarar“ o. fl. lög. 23.00 Á hljóðbergi Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efnið og kynn ir: 24.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 16. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum 15.00 Mið- degisútvarp. morgun 16.00 Síðdegis- útvarp 17.20 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þingfréttir 38. 00 Útvarpssaga barnanna: „Flótt inn“ Rúna Gísladóttir les eigin þýðingu; sögulok (10). 18.20 Veður fregnir. 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi. Björgvin Guðmunds son og Björn Jóhannsson tala um erlend málefni. 20.35 Raddir lækna Arinbjörn Kolbeinsson tal um matareitranir. 21.00 Lög unga fólksins Gerður Guðmundsdóttir kynnir. 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.20 „Burðarlaun'*, smásaga eftir Guðmund Frímann Jón Aðils leikari les. 22.50 Kamm ermúsik frá Bandarikjunum: 23. 30 Dagskrárlok. )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.