Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 15. marz 1966 14_____________TÍMINN_ Stjórnmálaályktun aðalf. miðstjórnar Framhald af bls. 1. er mest og vinnuaflsskorturinn til finnanlegastur. Hefur þó jafnvæg- isleysi í byggð landsins farið ört vaxandi. Óðaverðbólgan speglast einnig í fjásmálum ríkisins. Þrátt fyrir samdrátt opinberra framkvæmda og þyngstu skattabyrðar, sem hér hafa þeikkzt, hefur meira að segja orðíð greiðsluhalli í ríkissjóði. Afleiðingar þessarar óheilla- stefnu blasa við í öllufn áttum, m.a. í skólamálum, samgöngumál- um, raforkumálum og sjúkrahús- málum. f þéttbýlinu eru skólarn- ir þannig tví- og þrísetnir, og í dreifbýlinu er allt of víða skortur á skólahúsnæði. í vegamálum drög umst við þeim mun lengra aftur úr sem umferðaþörfin vex. Strand ferðamálin eru beinlínis vanrækt af ríkisvaldinu. Engin áætlun ligg- ur fyrir um áframhaldandi rafvæð- ingu dreifbýlisins. Ríkisstjórnin hefur gefizt upp við eðlilegar og sjálfsagðar virkjunarframkvæmdir án þess að þær séu tengdar er- lendum atvinnurekstri. Sjúkrahús, Ihálfbyggð standa árum saman og sjúkrahússkorturinn verður til- finnanlegri með ári hverju. í góðærinu hafa mörg og mik- ilvæg tækifæri til myndarlegra átaka í framkvæmdamálum þjóð- arinnar verið látin fara njá garði en framkvæmdaaflið verið notað um' of í þágu handahófskenndra verðbólguframkvæmda. Ráðstafan ir í peningamálum hafa orðið til þess að draga ■ úr eða jafnvel hindra framkvæmdir einstaklinga og fyrirtækja, sem þarfasta at- vinnureksturinn hafa með hönd- um. Er enn ráðgert að herða á þessum höftum til þess að rýma fyrir erlendum stórframkvæmd- um, sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir í stað þess að styðja skipu- lega innlent framtak og atvinnu- rekstur. Ber þetta vitni um háska- lega vantrú valdhafanna á höfuð- atvinnuvegum þjóðarinnar. Á sviði þjóðernis- og menning- armála er sama forystuleysið og í efnahagsmálum. Afleiðingin er upplausn og rótleysi á æ fleiri sviðum þjóðlífsins. fstöðuleysi Auglýsið í Tímanum gagnvart erlendum öflum veldur vaxandi áhyggjum. Samskipti við aðrar þjóðir, sem eðlilega verða æ meiri og mikilvægari þurfa að mótast af einurð og festu og réttu mati á þjóðlegum verðmætum. Öllum má ljóst vera, eins og n,ú er komið, að ríkisstjórnin ræður alls ekki við verkefni jsín, en læt- ur reka á reiða eða grípur til ósamstæðra skyndiráða, sem gera vont verra strax og frá líður. Miðstjórn Framsóknarflokksins vill brýna fyrir þjóðinni nauðsyn þess að hér verði gagnger breyt- ing á. Ábyrg öfl verða að taka höndum saman til að knýja fram breytta stefnu og víðtæka sam- stöðu um nýja forystu. Baráttuna gegn óðaverðbólgu verður að hefja af fullri einurð. Beita verður fram kvæmdaaflinu skipulega m.a. með því að raða verkefnunum eftir gildi þeirra og nauðsyn og taka upp á ný öflugan stuðning við atvinnulíf þjóðarinnar og framtak landsmaiwa. Stjórnarvöldin verða að tilemka sér kerfisbundin og samræmd vinnubrögð og marka skýra stefnu í atvinnu- og menn- ingarmálum. URÐU AÐ KEPPA Framhald aí b)s. 2. af stað kl. 8 á sunnudagsmorg- un og voru komnir til Akur- eyrar kl. 4 um daginn. Þáttur- inn var síðan tek’inn upp á Hótel KEA, en úrslit má Tím- inn að sjálfsögðu ekki birta. Eins og getið er hér að fram- an var ferð Norðmýlinga sögu- leg. Ingibjörg Jónsdóttir hús- freyja á Vaðlabrekku lagði af stað í ferðina á þriðjudaginn. Hún fór ríðandi í mikill ófærð og eftir tveggja daga ferð kom hún að Skjöldólfsstöðum í Jök- uldal. Þaðan fór hún í snjólbíl ásamt Skildi Einarssyni, skóla- stjóra í 14 tíma ferð til Égils- staða, en þangað komu þau kl. 4 á föstudagsmorgun og sama dag flugu þau ásamt Matthíasi Eggertssyni á Skriðuklaustri til Akureyrar! Með þessum þætti lauk 2. umferð í „Sýslurnar svara.“ f þriðju umferð eigast við Barð- strendingar, Árnesingar, Borg- firðingar og sigurvegaramir frá Akureyri, þannig að eftir er að taka upp þrjá þætti og útvarpa fjórum. Samkvæmt frainansögðu hefur ríkisstjórnin eklci haldið heit sín frá seinustu kosningum og hyggst nú fara langt út fyrir það umboð, sem telja má að flokkum hennar hafi þá verið gefið, og veita er- lendum aðilum heimild til stór- iðju í landinu á háskalegum of- þenslutímum og það með samn- ingi, sem út af fyrir sig er efnis- lega mikill ágreiningur um. Ekki má lengur draga að leggja málin í dóm þjóðarinnar. Krefst því miðstjórnin þess, að Alþingi verði rofið og efnt til nýrra kosn- inga.“ LÍDO Framhald af bls. 2 ur aðgangur að veitjngahúsum borgarinnar. Frá fyrstu tíð hefur Lídó þótt einkar smekklegur stað ur og mjög strangt eftirlit hefur verið haft með því, að unglingar hefðu ekki vín meðferðis á stað inn. Þrð er alkunna, að unglingar á aldrinum 18 ára og eldri hafa mjög sótt inn á vínveitingahús borgarinnar, en þeir, sem sótt hafa Lídó, eru talsvert yngri og mikil brögð hafa þótt að því, að börn innan 16 ára aldurs hafi komizt inn. Slíkt varð ekki fyrir- byggt fyrr en nafnskírteina- skyldan kom til skjalanna á síð- astliðnu hausti og við tilkomu hennar varð mikill fjöldi þeirra unglinga, sem áður höfðu sótt Lídó gerður afturreka, enda þótt suma vantaði aðeins einn til tvo mánuð; til að hafa náð tilskyldum aldri. Forráðamenn staðarins fóru fram ú það, að 15 ára gamlir ung íingar fengju aðgang að staðnum en fengu afdráttarlausa synjun. Sjá þeir nú ekki fram á að geta rekið staðinn lengur stórhalla- laust á sama hátt, og hafa því gripið til þess ráðs að breyta hon um í vínveitingastað, og kemur það væntanlega til framkvæmda helgina eftir Pressuballfð, en svo sem kunnugt er, verður Pressu ballið í Lídó og hafa forráðamenn kjostað hundruðum þúsunda til að gera staðinn sem glæsilegastan fyrir þann fagnað. INNBROT Framliald af 16 siðu. sem hann staldraði við, því að þrír armstólar lágu hrotnir, borði hafði verið velt um koll, blómapottar orotnir og smádót út um cllt í stofunni. Frúin sagði lögreglunni, að maðurinn hefði hlaupið út í bifreið rétt áður en hún kom, og ekið á brott. Ekki var lögreglan búin að bafa upp á árásarmannin- um í kvöld, en taldi ekki iangt að bíða þar til hann vrði klófestur. --------------, ...... TILBUIN HÚS Framhald af bls. 2. að nú yrði hægt að fá einbýlis- hús fyrir mun lægra verð en sarm svarandi hús kosta nú hér, og jafnvel fyrir lægra verð en íbúð- ir í blokkum kosta. Er þá miðað við að tollur verði lækkaður eins og ríkisstjórnin hefur lofað. Nú er tollur á húshlutum, sem þess- um ,60% en Sæmundur hefur reikn^ð með 35% tolli í verði því, sem hann gaf blaðamönnum upp á húsunum. Um margar tegundir einbýlis- húsa er að velja. Sem dæmi um verð má nefna að einbýlishús 100 99 ferm. með fjórum herbergjum og eldhúsi á einni hæð mundi kosta ca 460 þús. ísl. krónur (miðað við 35% toll) hingað komið. Innifali í því verði er m.a. máluð eldhús- imnrétting með stálvaski og stór- um fjögurra dyra kæli- og ísskáp. Skápar eru á göngum og í svefn- herbergjum, harðviðarhurðir, park etgólf á setustofu, þurkklefi er fyr ir þvott með blásara o. m. fl. Áætlun hefur verið gerð um kostnað við að fullgera framan- greint hús til íbúðar hér, og er þá miðað við, að öll vinna sé að- keypt, enda þótt húsin séu þannig gerð, að menn eigi sjálfir að geta unnið mikið við að koma þeim upp. Kemur í ljós, að með gatna- gerðargjaldi (ca. 140 þús. kr.) og ríflega áætlauðum kostnaði við grunn, lagnir og annan frágang kostai húsið um 900 þúsund. Með því að sleppa ýmsum aukahlutum, sem eru innifaldir í verðinu er hægt að fá húsin mun ódýrari. HSB hefur mikinn hug á að verða við óskum íslenzkra hús- byggjenda um ýms gæða- og fyr- irkomulagsatriði, sem hér tíðkast. Er unnið að því hjá HSB að teikna hús, sem sérstaklega eru miðið við íslenzka staðhætti og þann smekk, sem hér ræður ríkjum. Vegna fj ölbreyttra framleiðslumöguleika HSB er tiltölulega auðvelt að laga framleiðsluna eftir óskum al- mennings hér svo og þeirra, sem breyta .vilja einstökum atriðum. Sæmundur Óskarsson hefur fengið líkön af einbýlishúsum og eru þau til sýnis, ásamt myndum og fleiri gögnum í sýningarglugga Málar- ans þessa viku. Söluumboð fyrir húsin á Akureyri hefur Sigtrygg- ur Stefánsson byggingaiðnfræðing ur. FYRIRHEIT Framhald af 16. síðu vilja sambandsins. Loftleiðir senda bréf, þar sem tilkynnt var ag féiagig gæfi ASÍ tvö ókeypis flugfór, hvort sem er til Evrópu eða Ameríku, og vörubílstjórafé- lagið Þróttur gaf silfurhníf. Þá gáfu nokkur sambandsfélög fjöl rjtara Auk hejllaskeyta barst samband inu m'kill fjöld blóma. Um kvöld ið fóru tniðstjórnarmenn ASf í veizlu ; ráðherrabústaðnum. Á VÍÐAVANGl endurbyggingar á herstöð í Hvalfirði? Er þér Ijóst, að gengi is- lenzku krónunnar gagnvaTt erlendri mynt skekkist meira og meira með dýrtíðarvextinum, og gengisfellingarskráning fær ist óðfluga nær? SMYGL Framhaid af 16 síðu. Hafði verið steypt yfir niðurgang inn niður í tómarúmið og að því búnu lagðar strámottur yfir og loks hellt grút yfir allt saman til að hylja staðinn enn betur. Unn steinn Beck tollgæzlustjóri hefur sent sakadómara málið til með- ferðar. í ljós hefur komið að eig endurnir að smyglvarningnum eru fleiri en einn. Rangá kom í gær frá Hollandi, Þýzkalandi og Bretlandi og var gerð mikil leit í því. Fannst sem fyrr segir 34 kassar'af áfengi og 55 þús vindlingar, allt á sama stað. Sá staður var neyzluvatns- geymir aftast í skipinu. Hafði mæl irinn verið stilltur þannig að hann sýndi að þó nokkuð vatn væri í geyminum. Ekki létu tollverðirn ir blekkjast af svo einföldu viðvan ingstiltæki. Málið verður á morg un sent sakadómara til rannsókn ar , Gróflega reiknað mun verð- mæti þessa smyglvarnings vera um 800 þúsund krónur miðað við búðarverð á íslandi. Nokkuð hefur borið á smygli að undanförnu en ekki í eins stór um stíl og hér er um að ræða. Öllum þeim sem sýndu mér og mínum vináttu og samóð við lát og jarðarför konu minnar Sigurlínar SigurSardóttur Reynihvammi 2, Hafnarfirði, þakka ég hjartanlega. Jón Vigfússon. Innilegar þakklr færum við öllum er sýndu okkur samúð og Hlýhug vtð fráfall mannslns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Einars Jónssonar frá Neðri-Hundadal Dalasýslu Lára Lýðsdóttlr, börn tengdabörn og barnabörn. Jarðarför Gísla Biörnssonar frá Skiðastöðum í Lýtingsstaðahreppi, sem andaðist 3. þ. m. fór fram 10. þ. m. í kyrrþey, eins og hann hafði óskað. Vandamenn. MIÐSTÓRN Framhald af bls. 1. Framsóknarflokksins Helgi Bergs alþingismaður snjallt hvatningar- ávarp, þar sem hann hvatti flokks- menn til ötullar baráttu í átök- um þeim, sem fram undan eru. Að síðustu sleit formaður flokks ins, Eysteinn Jónsson fundinum með ræðu. Þakkaði hann mið- stjórnarmönnum fundarsóknina og fundarstörfin, nefndum mikil og góð störf og tillögur og fundar- mönnum miklar umræður og þátt í afgreiðslu mála. Óskaði hann fundarmönnum síðan góðrar heim ferðar og sleit fundi.. STRANDSIGLING Framhald af 16. síðu. Setti hann á fullt aftur á bak, en ekkeri gerðist, og sat báíturinn fastur. Þá reyndi hann ag kalla uþp í íalstöðinni, en það bar eng an árangur heldur. Lagðist hann þá tii svefns og vaknaði ekki fyrr en um níu-leytið næsta morgun — en þá hafði bátinn rekið upp í stórgrvtta fjöruna á Geldinganes- inu. Revndi hann að stökkva í land en varö fótaskortur og rann í sjó inn. Vig illan leik skreiddist hann á land og haltraði yfir í Gufunes. Þar gerði hann grein fyrir ferð um sínum og þangað sótti lögregl an haíin. Hún fór fyrst með hann á Slysavarðstofuna, því eitthvað hafði hann skadaazt á fæti, en við rannsókn kom í Ijós, að hann var ekki brotinn. Við yfirheyrsl- una vjðurkenndi hann þetta sem satt og rétt, og í dag var hahfimi sjódómur í málinu. Báturinn er talinn mikið skemmdur, og óvíst er, hvort unnt verði að bjarga honum. NORÖURSTJARNAN Frambald af bls. 16. tæplega hálft ár, og allan þann tíma hefur orðið að flytja enest- megnis allt hráeínið af miðunum fyrir Austfjörðum, þar sem síld- veiðin hér við Suðvesturlandið hefur litil sem engin verið. Andrés sagði, að verksmiðjan ynni ekki úr síld, sem værí minni en 150 gr. eða þannig, að 7—8 síldar væru í kílóinu. Salan á framleiðslu verksmiðj unnar hefur gengið mjög vel, enda var í uphafi samið um sölu á 5 milljónum dósa á ári til Banda ríkjanna. Framleiðslan til þessa hefur aftur á móti ekki nág nema tveimur milijónum og nú veit eng inn, nve löng bið getur orðið á, þar tii síldin fer aftur að veiðast. Nokkurt magn hefur verið selt a innanlandsmarkað. Ef allt væri eðlilegr, sagði Andrés, að auðvelt ætti að vera að afkasta að minnsr; kosti ð milljónum dósa á ári. TOGARAR Framhald af bls. 1. Afli Ólafsvíkurbáta hefur verið misjafn að undanför.nu og tíðin rysjótt. Þegar á heildina er litið, hefur afli Ólafsvíkurbáta verið nokkuð góður og þeir fengið allt að 40 tonn eftir eins til tveggja sólarhringa veiðiferð. 16 netabát- ar róa nú frá Ólafsvík og hefur verið næg atvinna í landi, en 4 fiskvinnsluhús vinna úr aflanum. Netabátarnir sækja út fyrir iand heigislínuna, beint í slóðir togar- anna, sem reyna að ná sem mestu af göngufiskinum. Eru sögusagn- ir á kreiki um það, að togararn- ir fái heilu netatrossurnar í vörp- ur sínar. Innar í firðinum, þar sem alltaf hefur veiðzt fiskur á þessum árstíma, fæst nú ekki bein úr sjó vegna ágangsins úti fyrir. Alexander sagði að lokum, að þeir teldu að 80% af afla sunnan- bátanna væri mjög léleg vara og sýndist viturlegra að fiska í Faxa- flóa 10 tonn af eins nátta fiski en 40—50 tonn af ónýtum fiski í Breiðafirðinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.