Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 7
WfcHMBÐ&GCR 15 .marz 1966 ÞíNGFRETTiR TÍMINN ÞINGFRETTIR Framleiðnilán eru atvinnu- vegunum brýn lyftistöng Á fundi efri deildar Alþingis í gær fór fram fyrsta umræða um frumvarp Framsóknarmanna um framleiðniiánadeild við Fram- kvæmdabanka íslands, en flutn- ingsmenn eru sex þingmenn Fram soknarflokksins í efri deild, Helgi Bergs, Karl Kristjánsson, Her- mann Jónasson, Páll Þorsteinsson, Ásgeir Bjarnason, Ólafur Jóhann- esson. Helgi Bergs fylgdi frumvarpinu úr hiaSi og lýsti tilgangi þess, sem væri að stuðla að meiri fram- leiðni í atvinnuvegum landsins, en framleáSni er skilgreind sem hlut- faSið á miBi nettóvinnsluvirðis og þeirrar vinnu, sem í viðfangsefnið er Kgð. Framleiðnin er þannig mælikvarði á þau verðmæti, sem skapast eftir hverja vmnueiningu. Helgi minnti á þá staðreynd, að framleiðsluaukning þjóðarinnar á síðustu árum ætti ekki rót sína að rekja nema að nokkru leyti til framleiðmaukningar og fólksfjölg unar, heldur kæmu þar til óvenju leg aflabrögð og að fólk leggur á sig stóraukna vinnu. Vinnutímann yrði að stytta, og til þess yrði að auka framleiðnina, ef tekjur ættu ekki að minnka. Þá minnti hann á, að breytingar á tollalög- gjöfinni hefðu mirmkað tollvernd ýmiss íslenzks iðnaðar, og enn væru boðaðar ráðstafnir til þess að draga úr samkeppnisgetu iðn- aðarins. Þetta yki mjög nauðsyn meiri framleiðni. Hann sagði, að nokkrar ráðstafanir hefðu þegar verið gerðar í því skyni að auka framleiðni, svo sem efling iðnlána sjóðs 1963 og áætlun félagsmálá- ráðuneytisins um menntun hagræð ingarsérfræðinga 1964. Þetta væri góðra gjalda vert, en meira þyrfti til, og af hálfu iðnrekenda hefði verið á það bent, að nauðsyn væri aukinna lána til þess að koma fyrir þeirri nýskipulagningu, sem fylgja hlýtur fullkomnari fram- leiðsluháttum og aukinni vél- tækni og hagræðingu. Helgi benti og á, að tæknibylt- ing fiskveiðanna hjá okkur hefði raunar aðeins náð til sfldveið- anna enn, en innleiða yrði nýja tækni við fleiri veiðar, ef þær ættu ekki að dragast aftur úr. Undanfarið hefði hraðfrystihúsun- um verið veittur styrkur sem nefndur hafði verið hagræðjngar- fé, én þó í framkvæmd verið út- hlutað sem niðurgreiðslu á fisk- verð. Sum frystihúsin hafa getað notað þetta fé til hagræðingar, en önnur ekki, og forsvarsmenn þeirra telja þörf fyrir lánsfé til framleiðniaukningar mjög brýnt. Svipuð sjónarmið væru og í land- búnaði og öðrum atvinnugreinum, og í þessum efnum væri þjóðinni í heild mikill vandi á höndum, og þörfin hefði enn aukizt stór- lega við óha'gstæða þróun fram- leiðsiukostnaðar á síðustu árum. Mörg önnur rök styddu og nauð- syn þessa og þarfir. Helgi vék síðan að efnisgrein- um' frumvárpsins. Það gerir ráð fjrrir stofnun sérstakrar lánadeild- ar er sinni þessu hlutverki, og í samræmi við tilgang og starf Framkvæmdabankans væri eðli- legt að tengja rrana við hann. Honum hefði upphaflega verið ætlað að nokkru svipað hlutverk, en hér væri skýrar kveðið á og gert ráð fyrir framlögum til lán- anna. Ríkissjóður skal leggja fram 10 millj. árlega og Seðlabanki ís- lands tryggja sölu skuldabréfa að upphæð 40 millj. en ríkið ábyrgð- ist skuldabréfin. Þá skal Fram- kvæmdabankinn og leggja deild- inni til fjórðung tekjuafgangs síns og heimild er til þess að taka allt að 300 millj. kr. erlent lón í þessu skyni. f frumvarpinu eru og ýmis skil- yrði, sem lántakandi verður að uppfylia, og lán úr deildinni má nema allt að 90% af kostnaði við framleiðniendurbætur. Helgi sagði að lokum, að því væri oft haldið fram, að hagræð- ingaratriði og skipulagsbreyting- ar í því skyni væru auðveldár og gætu gefið mikinn hagnað um- svifalaust. Þetta væri misskilning- Ungur maður misþyrmir og hótar unglingum GB—Beykjavjk, mánudag. Maður um tvílugt gerði sig sek an um misþyrmingar á ungling- um og líflátshótanir s.l. laugar- dagskvöld, að því er lögreglan í Keflavík tjáði biaðinu í kvöld. Það vdr rétt um miðnættið næst síðasta, að lögreglunni í Keflavík var tiikynnt, að maður væri að misþyrma unglingum í húsi einu þar í bæ. Er lögreglan kom á stað inn, var maðurinn á bak og burt en það hafðist upp á honum skömmu síðar. Hefur hacin síðan verið j gæzluvarðhaldi. í húsi þessu var ung stúlka að sitja víir börnum, og komu í heim sókn til hennar tveir piltar, 15 og 16 ára. og stúlka á líku reki. Eru þau öll úr Reykjavík og Kópa- vogi. Voru þau þarna öll, er mað- ur, sem raunar er leigjandi í þessu sama húsi, 22 ára gamall, kemur til þeirra og biður um að fá að hringja i síma. Fór hann þegar að beita piltana ofbeldi, barði þá högg meg símaheyrnar- tólinu, misþyrmdi þeim á annan hátt, tók upp hníf og otaði að þeim. Skipaði hann þeim að að- hafast eitt og annað, svo sem að drekka vín, hótaði að drepa þá ella, og þorðu þeir ekki annað en hlýða skipunum hans. Loks tókst öðrum piltinum að komast út og gerði hann lögreglunni viðvart. Voru piltarnir mjög miður sín er lögreglan hitti þá, virtust hafa fengið taugaáfali og voru með á- verka í andliti. Lögieglan kannast við mann þann, er hér var að verki, telur hann tæpast hafa þroska á við aldur sinn, og virðist hann eink- um missa allt vald á sér, er hann bragði vín. Hann kveðst ekki muna, hvað hafi gerzt þama í húsinu, eftir að hann kom þangað inn ~f, unglinganna. Tekur lögregl an fram, að hann hafi ekki framið kynfer'öisafbrot. ur. Þessar aðgerðir væru oft mjög dýrar, svo sem rannsóknir og truflanir á rekstri, svo að fram- leiðsla minnkaði jafnvel um skeið meðan breytingin og ný aðlögun stæði yfir, þö að þetta gæti marg- borgað sig þegar frá liði. Þess vegna væri nauðsyn á aðstoð og lánum í þessu skyni, svo að þetta tefðist ekki um of. Helgi sagði, að frumvarp svipað þessu hefði verið lagt fram 1964 af nokkrum öðrum þingmönnum í deildinni, en það hefði ekki fengið af- greiðslu. Kvaðst Helgi leggja til, að málinu yrði nú visað til fjár- hagsnefndar og treysta því, að það fengi þar fljóta og jákvæða afgreiðslu, en það yrði síðan tek- ið á dagskrá deildarinnar að nýju og afgreitt. Kvaðst Helgi vilja minna á, að stjórnarandstæðingar væru oftast reiðubúnir til þess að hliðra til og flýta afgreiðslu mála, þegar stjórnin legði kapp á hraða Á ÞINGPALLI Á fundi neðri deildar Alþingis í gær, sem var mjög stuttur, var aðeins afgreitt eitt mál til nefndar. Skúli Guðmundssyon og Halldór E. Sigurðsson gerðu nokkrar athugasemdir við frumvarpið, frumvarp ríkisstjórnarinnar um lax- og silungsveiði. Frumrvarp um ferðamál og frumvarpið um loðdýrarækt voru tekin af dagskrá en eru á dagskrá í dag ásamt nýkomnu stjórnarfrumvarpi uim alþjóðasamþykkt um vamir gegn óhreinkun sjávarins og frumvarpi um sveitarstjórnarkosn- ingar. Fundur efri deildar varð nokfcru lengri í gær. Þar var fyrst á dag- skrá frumvarp rtm atvinnuleysistyggingar, önnur umræða ÞorvaWur Garðar Kristjánsson hafði framsögu nm nefndarálit heilbrigðis- og félagsmálanefndar, sem lagði til að frumvarpið yrði í heild samiþyfckt með nokkrum breytingum, sem Eggert Þorsteinsson félagsmálaráð- herra taldi til hóta. Alfreð Gíslason tók einnig til máls. Þá hafði Jón Þorsteinsson framsögu fyrir nefndaráliti um vélstjóra nám og var því máli vísað til þriðju umræðu. Loks var fyrsta um- ræða um frumvarp Framsóknarmanna um framleiðnideild við Frarn- kvæmdabanka fslands, en frá ræðu fyrsta flutningsmanns, Helga Bergs er sagt á öðrum stað í blaðinu. Á dagskrá efri deildar í dag er frumvarp um lánasjóð sveitarfélaga, frumvarp um sölu á hluta úr landi Vorsabæjar fyrsta umræða mn frumvarp Framsóknarmanna um bústofnslánasjóð og frumvarp um fuglaveiðar og fuglafriðun. afgreiðslu, og væri ekki nema nanngjamt að ætlast til svipaðrar tijiliðrunarsemi af hendi stjórnar- flokkanna við þau mál, sem minni hlutinn teldi nokkru varða að fengju þinglega afgreiðslu án mik- illa tafa. VILJA LATA FRESTA AF- GREIÐSLU SKÓGRÆKTARLAGA IIZ-Reykjavík, mánudag. Fundur var í Búnaðarþingi í dag og lielzta mál þar á dagskrá var Bjargráðasjóður. Var hann til fyrri umræðu en seinni umræða mun fara fram á morgun. Að lokn um fundi í dag voru þingfulltrú- ar boðnir í síðdegiskaffi til Er- lends Einarssonar forstjóra Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Á laug- ardaginn voru noklcur mál af- greidd frá Búnaðarþingi og verð- ur hér greint frá nokkrum þeirra ályktana. Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags íslands að Iáta semja frumvarp til laga um breytingu á jarðræktarlögum, þar sem tek- ið sé upp meginefni frv. til laga um viðauka við skógræktarlög, sem landbúnaðarnefnd Neðri deild ar Alþingis hefur sent Búnaðar- þingi til umsagnar. Jafnfram skor ar Búnaðarþing á Alþingi að fresta afgreiðslu á málinu, unz tóm hefur gefizt til að semja um- rætt frumvarp. Fyrir Búnaðarþingi 1965 lá er- indi frá Búnaðarsambandi Suður- lands um verzlunarmiðstöð með hey. Erindi sama aðila, sem nú liggur fyrir, er efnislega um sama mál. Upplýst er nú í skýrslu bún- aðarmálastjóra til Búnaðarþings, að nefnd hefur verið skipuð í mál- ið, og er hún enn starfandi. f trausti þess, að nefndin hraði störfum og skili áliti og tillögum, sér þingið ekki ástæðu til frekari aðgerða að svo komnu máli. Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna að þvi við Rannsóknarstofn un landbúnaðarins, að þegar verði hafnar flokkatilraunir á mjólkur- kúm til að fá úr því skorið, hversu mikið eggjahvítumagn sé hag- hagkvæmt að hafa í kjarnfóðri svo og um það, hver áhrif verulegt magn grasmjöls í fóðurblöndu kunni að hafa á þrif og afurða- magn gripanna. Ennfremur hvaða þýðingu þvagefni kynni að hafa í fóðri hámjólka kúa. Búnaðarþing ítrekar enn á ný fyrri ályktanir sínar um nauðsyn þess að lokið verði rafvæðingu alls landsins. Þá undirstrikar þing ið réttmæti þess að raforkuverð verði hið sama um land allt og skorar á Alþingi að setja lög um það efni, og markmiðinu verði náð fyrir 1970. rulofunar RINGI R/^ 'ÁMTMANNSSTIG 2 Áyf- Ítr/'A Halldór Krisfinsson gullsmiður — Sími 16379. JÓN EYSTEINSSON, lögfræSingur Simí 21516. LögfræSískrifsfofa Laugavegi 11. ÞORSTEINN JÚLÍUSSON héraðsdómslögmaSur, Laugavegi 22 (inng. Klapparst.) Sfmi 14045. * BILLINN Rent an loeoar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.