Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15 .marz 1966 TÍMIWW 3 — íslendingar eiga nú stærstu farþegaflugvél á Norður-Atlantshafsleiðum Um fimmleytið á sunnudag lenti Rolls Royce flugvél Loftleiða, Bjarni Herjólfsson, sem nú heitir Þorsteinn Eiríksson, á Keflavík- urflugvelli, eftir aðra sína jóm- frúarreisu, en síðan í september hefur vélin verið í Montreal i Kanada, þar sem hún hefur ver- ið lengd Jim 4,63 metra og auk þess endurbætt á ýmsa lund. Leng ingin gerir það að verkum, að nú rúmar vélin 189 farþega og sé áhöfnin, sem er 11 manns tal- in með, rúmar hún alls 200 manns. Nú er svo komið, að íslendingar, þessi örsmáa þjóð úti á hjara ver- aldar, eiga stærstu flugvél, í far- þegaflugi yfir Norður-Atlantshaf. Þetta hefði heldur betur þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum ár- um. Loftleiðir eiga alls fjórar vél- ar af gerðinni Rolls Royce, og tvær þeirra, Leifur Eiríksson og Vilhjálmur Stefánsson eru um þessar mundir úti í Montreal, þar sem þær sæta sömu meðferð. Leif- ur Eiríksson er fullbúinn og kem- ur hinigað 24. þ. m. og gert er ráð fyrir, að Vilhjálmur Stefáns son verði fullbúinn snemma í maí. Þá er Guðríð- ur Þorbjarnardóttir ein eftir, en að öllum líkindum verður hún tek in fyrir snemma á vetri komanda. Vélarnar eru þannig lengdar, að tveimur gjörðum er skeytt inn í skrokkinn, annarri framan við vænginn, en hinni rétt aftan við, og svo sem fyrr segir nemur leng- ingin 4.63 metrum, en þrátt fyrir það virðist munurinn ekki svo ýkja mikill frá því sem fyrr var enda voru vélarnar feykistórar fyr ir lenginguna, svo stórar, að starfs menn Loftleiða kölluðu þær Monsa, sem er afbökun úr monst- ers. '] Þegar Þorsteinn Eiríksson lenti á KeflavíkHrflugveÍli á sunnudag var þar saman kominn múgur og margmenni til \ að fagna vél og áhöfn. Um leið og flugstjórinn Jóhannes Markússon sté út úr vél- inni færi frú Milla Thorsteinsson honum blómvönd og óskaði hon- um til hamingju með velheppn- aða flugferð. Einnig var saman kominn á flugvellinum talsverður slatti af blaðamönnum, en þeim hafði verið lofað að verða fyrstu LAUGAVEGI QO-92 Stærsta úrval bifreiða á einum stað — Salan er örugg hjá okkur. % Frú Milla afhendir Jóhannesei flugstjóra blómvöndinn. farþegar Þorsteins Eiríkssonar, og skyldi vera lagt af stað með þá í stytta kynnisför, jafnskjótt og áhöfnin hefði fengið sér einhverja hressingu að lokinni 6 klukku- stunda ferð yfir Atlantshafið. Að- ur en lagt var af stað náðum við stuttu viðtali við Jóhannes Markússon flugstjóra, sem sagði að ferðin heim hefði tekizt með ágætum, og þær litlu breytingar, sem hann fyndi á vélinni síðan fyrir stækkunina væru til bóta. Þegar við spurðum hann, hvort ekki væri ástæða tjl að óttast að fljúga með bættri vél, hlo hann og sagði, að með 100 klukkustunda reynsluflugi hefði verið sannreynt að tryggilega væri frá öllu geng- ið frá verksmiðjunnar hendi. Að lokinni kaffidrykkju í Hóteli Loft- leiða á Keflavíkurflugvelli var síð- an stigið upp í vélina, og þegar inn kom, sá maður greinilega, að hún hafði tekið talsverðum stakka skiptum og var töluvert stærri en áður. Það var flogið með okkur í mjög lítilli hæð yfir Reykjanes- skagann, Reykjavík og næsta ná- grenni og síðan var ætlunin að líta eftir Surti, en veðurguðirnir og skyggnið meinuðu það, svo að haldið var aftur til Keflavíkurflug- vallar. Eftir þessa stuttu flugferð sannfærðumst við um, að þrátt fyrir lengingu'na var vélin eins og hver önnur, og ekki var að finna hinn minnsta mun frá því sem var fyrir aðgerðina. Þorsteinn Eiríksson verður ekki hafður í áætlunarflugi fyrr en 24. þ.m. eða þar til Leifur Eiríksson stækkaður er væntanlegur, þar sem flugmennirnir hér heima eiga að þjálfa sig á henni til fullnustu, áður en hún verður tekin til far- þegaflugs. Hins vegar eru staddir nokkrir íslenzkir flugmenn úti í Montreal um þessar mundir til að æfa sig á Leifi Eiríkssyni, en leng- ingunni á honum hefur verið lok- ið. í sumar, þegar umferðin er sem mest, verða allar fjórar Rolls Royce vélarnar í notkun, en svo sem fyrr segir, verður Guðríður Þorbjarnardóttir ekki tekin til lengingar fyrr en í haust, þegar annirnar minnka. Hér er tilfinn- anlega skortur á flugstjórum, sem flogið geta Rolls Royce-vélum, og gert er ráð fyrir því að vandinn verði leystur þannig, að ráðnir verði 3 bandarískir flugstjórar. G. Þ. E. Farþegar láta fara vel um sig um borð ! VirfkMynl. Tímamyndlr. Á VÍÐAVANGI Græskukveðja Bjarna Bjarni forsætisráðherra sendi Aiþýðuflokknum afmæliskveðju í Reykjavíkurbréfi sínu á sunnudaginn eins og við mátti búast, og hefði þess verið að vænta, að hún væri hjartahlý og einlæg. Til dæmis um það má nefna eftirfarandi smápistil úr bréfinu: „En um Jón Baidvinsson var á sínum tíma deilt ekki síður en þá, sem tóku við af honum. Sá er þetta ritar minnist þess til dæmis í bernsku sinni að hafa verið staddur þar, sem Jón kom að heimsækja góð- kunninga sinn. Sá hrá á glens og sagði við Jón: — Þér þýðir ekki að koma til mín, ég á engin bréf. Þetta var sagt vegna þess, að Jóni Baldvinssyni var þá brugðið um, að hann væri að kaupa upp eignarheimildir á Aiþýðubrauðgerðinni og sölsa þar með undir sig yfirráð henn ari‘. Ekki fara sögur af því enn, hve viðeigandi Alþýðuflokks- mönnum hafi þótt þessi afmælis kveðja eða minningaþáttur um hinn látna foringja sinn, en þeim, sem hvorki eru í fylkingu þeirra, sem sendu þessa kveðju eða fengu á afmæiinu sínu, finnst hún merkilegust heim ild um innræti sendandans. Spurningar til kiósenda Dagur á Akureyri ávarpar kjósendur í smápistladálki svo s. 1. Iaugardag: „I umræðum um stjórnmálin koma fram margar spurningar í hugann, sem krefjast þess, að hinn almenni kjósandi svari þeim, hver fyrir sig. Hvers vegna kaust þú t. d. Sjálfstæðis menn á þing síðast, eða Alþýðu fiokksmenn, eru spurningar sem stuðningsmenn þessara flokka þurfa að fá svar við, við eigin athugun mála. Ertu ánægður? Ertu ánægður yfir því nú, þegar sýnt þykir að þorskstofn inn verður fyrir ofveiði á fs- landsmiðum, þá er skyldugt vegna linku núverandi meiri- hluta, sem skipar Alþingi, að sækja um leyfi Breta til út- víkkunar á íslenzkri landhelgi. Finnst þér ríkissjtórnin bregð ast fljótt og manndómlega við ofveiðiréttunum og augljósri nauðsyn á stækkun landhelginn ar? Telur þú það giftu- samlegt? Telur þú — eins og sakirnar standa — giftusamlegt að heim ila erlendum auðhring fjárfest ingarathafnir en fyrirmuna með Iánsfjárhöftum íslenzkri framleiðslustarfsemi að bæta aö stöðu sína og afkastagetu? Hefur þú skap til að þola pað, að íslcnzk stjórnarvöld semji um verri kjör við auðhringinn svissneska en Norðmenn hafa í skiptum við hann? Getur þú afsakað það, að ál- verksmiðjuna á að staðsetja, þar sem hún verður mest H' óþurftar fyrir jafnvægi í byggð landsins? Geðjast þér vel að því, afl ríkisstjórnin gefur leyfi silt tfl Framhald á 14. síðu. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.