Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda Gerizt áskrifendur aB Tlmanum. Hringið í síma 12323. ÞriSjudagur 15. marz 1966 — 50. árg. Krafa miðsijórnar Framsóknarflokksins: Þingrof og kosningar ViS stjórnarborS síðasta fundardag miðstjórnarfundarins. Tailð frá vinstri: Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri flokksins, Helgi Bergs, ritari flokks ins, Eysteinn Jónsson formaður 'Framsóknarflokksins, Kristján Benediktsson, varagjaldkeri, Jóhannes Elíasson, vararitari, en hann var fundar- stjóri þessa fundar. í ræðustól er Ólafur Jóhannesson, varformaður flokksins, en hann var framsögumaður stjórnmálanefndar fundarins. Miðstiórn lýkur aðalfundi AK—Reykjavík, mánudag Aðalfundi miðstjórnar. Fram- sóknarflokksins lauk síðdegis á sunnudaginn með ávarpi ritara flokksins, Helga Bergs, og fund- arslitaræðu formanns, Eysteins Jónssonar. Fundur hófst á laugar- daginn kl. 2 síðdegis, en árdegis höfðu nefndir starfað. Fundar stjóri var Daníel Ágústínusson. Fyrst fóru fram kosningar. Formaður flokksins var endur- kjörinn Eysteinn Jónsson, og sömuleiðis ritari, Helgi Bergs, og gjaldkeri Sigurjón Guðmundsson. Varaformaður var og endurkjör- inn Ólafur Jóhannesson, og vara- ritari Jóhannes Elíasson og vara- gjaldkeri Kristján Benediktsson. f framkvæmdastj órn floícksins voru kjörnir: Einar Ágústsson, Er- lendur Einarsson, Hermann Jón- asson, Jóhannes Elíasson, Sveinn Tryggvason, Tómas Árnason og Þórarinn Þórarinsson. Og til vara Steingrímur Hermannsson og Sig- ríður Thorlacius. í blaðstjórn Tímans voru kjörn- ir: Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Helgi Þorsteinsson, Jó- | hannes Elíasson, Jón Kjartansson, Óðinn Rögnvaldsson, Ólafur Jó- hannesson, Sigríður Thorlacius og Sigurjón Guðmundsson, og til vara Jón Skaftason og Steingrímur Her mannsson. Hannes Pálsson frá Undirfelli og Jón Rafn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri voru kjörnir endur- TOGARAR LOKA BREIDA- FIRDI VIÐ LANDHELGISLÍNU SJ-Reykjavík, mánudag. Sjómenn og útgerðarmenn 'við Breiðafjörð eru mjög uggandi *•. .iinta frá Faxaflóahöfnum og Vestfjörðum, og sagði Alexander Stefánsson á Ólafsvík í viðtali við Tímann í dag, að skipaumferðinni á firðinum væri helzt að jafna við umferðina í Austurstræti. Breiðfirðingar eru lítt þakklátir útvarpinu fyrir stöð- ugan fréttaflutning af „góðri“ veiði á Breiðafirðinum, því að tog- arar, innlendir jafnt sem erlendir, hreinlega Ioka firðinum við land- helgislínuna og skapast af þessu mikið öngþveiti. Þessi ágangur á Breiðafjarðar- miðin á ekki sína hliðstæðu. Skip- stjórar, sem eru ókunnir staðhátt- um og miðunum, leggja trossur sínar sem næst Breiðarfjarðarbát- unum og stór eyðileggja fyrir þeim. Er vandséð að áliti Breið- firðinga hvaða gróði er fyrir sunn anbáta að sækja Breiðarfjarðar- miðin, þar sem þeir koma í heima- höfn með hálf ónýtan fisk, 3ja til 4ra nátta gamlan. Framhald á 14. síðu. skoðendur reikninga flokksins, en endurskoðendur reikninga Tímans voru kjörnir Björn Kristjánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri og Jón Abraham ðlafsson, lögfræð- ingur. ' Að kosningum loknum hófust umræður um tillögur nefndá og afgreiðslu mála, fyrst tillögur skipulagsnefndar og fjárhags- og blaðanefndar. ' Urðu umræður miklar og kom fram mikill áhugi á að efla félagsstarf og blaða- kost flokksins. Voru þeim mönn- um, sem unnið hafa að félagsmála starfi flokksins og blaðaútgáfu viðs vegar um land færðar sérstakar þakkir. Fundur hófst á sunnudagsmorg- uninn kjukkan 10 og var Jóhannes Eliasson bankastjóri fundarstjóri. Stóðu umræður um flokksstarfið fram að hádegi, en eftir hádegið fóru fram umræður um stjórnmála viðhorfið og stjórnmálaályktun miðstjórnarinnar, sem stjórnmála- nefndin hafði lagt fram tillögu að. Að þeim loknum var stjórnmála- álytkun sú, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu í dag, sam- þykkt samhljóða, en þar krefst miðstjórnin þingrofs og nýrra kosninga. Að þessu ioknu flutti ritari Framhald á 14. síðu. í niðurlagi stiórnmálaáfykt- unar þeirrar, sem aðalfund- ur miðstjórnar Framsoknar- flokksins samþykkti, og birt er í heild hér á eftir, segir, að ríkisstjórnin hafi ekki „haldið heit'sín frá sein- ustu kosníngum og hyggst nú fara langt út fyrir það umboð, sem telja má, að flokkum hennar hafi verið gefið, og veita erlendum aðil- um heimild til stóriðju í landinu á háskalegum ofþenslutímum, og það með samningi, sem út af fyrir sig er efnislega mik ill ágreiningur um. Ekki má lengur draga að leggja málin í dóm þjóðarinnar. Krefst því miðstjórnin þess, að Al- þingi verði rofið og efnt til nýrra kosninga". Ályktunin er svohljóðandi í heild- „Á seinustu árum hafa fslend- ingar búið við sérstakt og óvenju- legt góðæri frá náttúrunnar hendi, þegar á heildina er litið, m.a. metafla ár eftir ár, hækkandi verð- lag á útflutningsafurðum og vax- andi þjóðartekjur. Samt hefur stjórn ríkisins stefnt málefnum þjóðarinnar í óefni. Dýrtíðin hefur magnazt ár frá ári, kaupmáttur tímakaups er minni en hann var fyrir nokkrum árum og framleiðsluatvinnuvegirn ir eiga við sívaxandi erfiðleika að etja vegna óðaverðbólgu og óstjórnar í efnahagsmálum. Aukn- ing framleiðslukostnaðar hefur sprengt verðlagskerfi landbúnað- arins með því að eta upp þær útflutningsbætur, sem sagt yax að allan vanda ættu að leysa. Útgerð- in verður ekki lengur rekin án uppbóta, ef frá eru talin nokkur stærstu skipin, sem búið hafa við áður óþekkt aflabrögð á síldveið- um. Samkeppnishæfni innlends iðnaðar hefur razkast svo til stöðvunar horfir í mörgum grein- um. Dýrtíðarþenslan hefur þannig eyðilagt rekstrargrundvöll atvinnu greinanna hverrar af annarri, og nú hyggst ríkisstjómin bæta gráu ofan á svart með því að leyfa bygg- ingu erlendrar aluminbræðslu á því landssvæði, þar sem þenslan Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.