Tíminn - 23.03.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 23.03.1966, Qupperneq 1
STÚRHRÍÐ GEISAR A NORÐURLANDI KT-Reykjavík, þriðjudag. f dag geisar stórhrið um alit Norðurland og sér víða ekld úr augum fyrir veðurofsanum. Á Sauðárkróki mældist skyggni t.d. 0 metrar og skýjahæð 0 metrar. Viða á Norðurlandi hefur veður- hæðin komizt í 10 vindstig og snjó hefur kyngt niður um allt norðanvert landið. í Skaga firði mældist í dag 19 mm úr- koma í miðri sæluviku. Tíu stiga frost mældist á norðanverðum Vestfjörðum í dag, en snjó- koma minni en á Norðurlandi en talsverð þó. Snjókoma var alla leið suður í Borgarfjörð og á Hveravelli og austur á Austfirði. Veður var miklu betra sunnan lands, snjólítið, en víða hvasst, t.d. mældust tíu vindstig á Stór höfða í Vestmannaeyjum. Tíminn hafði í dag samband rið nokkra fréttaritarar sina á Norðurlandi til þess að kanna ástandið. f V-Húnavatnssýslu var kom- in blindhríð og var skyggni talið 10-20 metrar. Hafði kyngt nið- ur snjó á þessum slóðum, en snjó létt hefur verið þar í vetur. Á Skagaströnd var versta veð ur í dag, en það hafði versnað mjög eftir hádegið. Alger stöðv- un var orðin á umferð vegna dimmviðris. Afleitt veður er í dag á Sauðár króki, eins og getið hefur verið um. Geisar þar norðanstormur með hörkustórhríð, og komst eng inn bíll til staðarins í dag. Nærri má geta, að veðurofsinn kemur á slæmum tíma, því að sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst. Karlakórinn Feykir átti að Lltvarpsumræður um vantraustið IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Útvarpsumræður um van traustið hafa verið ákveðn- ar á föstudag. Umræðurnar hefjast klukfkan 8 og er þeim skipt í þrjár umferð ir. Þeir sem tala af hálfu Framsóknarflokiksins eru Eysteinn Jónsson, Ólafur Jó hannesson og Helgi Bergs og eru þeir fyrstir í röðinni. Framhald á bls. 15. skemmta í dag á Sauðárkróki, en komst ekki til staðarins, svo af lýsa varð söngnum, svo og öllum öðrum skemmtunum í sambandi við sæluvikuna. Þetta er eitt versta veður, sem komið hefur i Skagafirði í vetur, en ekki er talið stætt úti við. Akureyringar hafa ekki farið varhluta af veðrinu í dag, en þar hefur verið afleitt veður. Þó mun óveðrið ekki hafa skollið á fyrr en um kl. 15. Drangur, sem átti að fara á Ólafsfjörð, Siglufjörð og Sauðárkrók, varð að snúa við fyr ir utan Ólafsfjörð, og þykir það bera vott um, hve veðrið hefur verið ofsafengið. Aftakaveður var í Hrísey í dag, stórhríð og rok, 10 metra skyggni. Drangur kom til Hríseyjar í morg un, en þá var veðrið orðið mjög slæmt, en orðið glórulaust eftir hádegið. Bátar voru að vitja Framhald á bls. 15. Urho Kekkonen, forseti iFinnlands, sést hér greiSa atkvæði. Vlð hllð hans er frú Sylvi Kekkonen. Finnar verða að mynda stjórn í sátt við Moskvu NTB;Helsingfors, þriðjudag. — Finnsku þingkosningarnar leiddu til valdabreytingar í finnska þing- inu, eins og flestir höfðu búizt við, en þó hafði engan dreymt um, að sigur jafnaðarmanna yrði svo mik- ill, sem raun varð á, en sigur þcirra er sá mcsti, sem finnskur flokkur hefur unnið í þingkosningum. Mjög er óvíst um, hvaða flokkar myndi stjóm í Finnlandi, en þó er talið, að jafnaðarmcnn verði með í nýju stjórninni. Er talið, að Urho Kekkonen, forseti Finnlands, muni fyrst fara þess á leit við jafn- aðarmenn, að þeir beiti sér fyrir stjórnarmyndun. Jafnaðarmenn fengu sam- kvæmt bráðabirgðatölunum — en þá er eftir að telja póst- send atkvæði — 56 þingsæti, og juku því þingsætatölu sína um tæp 50%. Virðist því svo, sem flokkurinn hafi náð sér aftur eftir margra ára klofning, sem bæði hefur einkennt flokkinn og verkalýðshreyfinguna í Finn landi, en sá klofningur leiddi m. a. til þess, að árið 1962 fékk flokkur jafnaðarmanna aðeins 38 þingsæti. Kommúnistar misstu mörg þingsæti til Símónista, sem svo eru kallaðir — þ.e. klofnings flokkur úr jafnaðarmannaflokkn um en þessir tveir flokkar voru í kosningabandalagi í öllum kjör- dæmum landsins. Kommúnist arnir misstu fimm þingsæti, en Símonistar unnu fimm. Munu Kommúnistar ekki hafa búizt við slíkum árangri kosninga- bandalagsins. En samanlagt héldu þessir tveir flokkar þing sætatölu sinni, og í hinu nýja þingi verður því meirihluti sósí- alistisku flokkanna 105 þingsæti gegn 95 þingsætum borgaralegu flokkanna. Á síðasta þingi höfðu borgaralegu flokkarn- ir 113 þingsæti, en sósíalistar 87. Þingsætaskiptingin er svo hljóðandi: Jafnaðarmenn 56 (38 síðast), Miðflokkurinn 49 (53), Kommúnistar 42 (47), íhaldsflokkurinn 25 (32), Sænski þjóðarflokkurinn 12 (14), Frjáls- lyndi þjóðarflokkurinn 8 (14), Sí mónistar 7 (2) og Smábænda- flokkurinn 1 (0). Hugsanlegt er, að Kommúnistar fái tvö þing sæti til viðbótar við endanlega talningu. Ef svo verður, þá fá þeir eitt þingsæti frá jafnaðar- ! mönnum og eitt frá Miðflokkn j um. Eru þessi tvö þingsæti enn ! óviss. Hið nýja valdahlutfall í þing- inu mun að því er talið er leiða til þess, að jafnaðarmenn taki við stjórnartaumunum í fyrsta sinn síðan 1958. En flokks- foringinn, Rafael Paasio, hefur lýst því yfir, að ekki verði um neina hreina sósialistliska stjórn að ræða, og því vaknar sú spurn- Framhald á 2. síðu. BIFREIDAGJÖLDIN í VEGAKERFID AK, Reykjavík, þriðjudag. Fimm þingmenn Framsóknar- flokksins í efri deild þeir Helgi Bergs, Karl Kristjánsson, Páll Þor steinsson, Ólafur Jóhannesson og Hermann Jónasson hafa fluct frumvarp um það, að frá næstu áramótum renni 135% leyfisgjald ið, sem nú er innheimt af fob- verði bifreiða, til nýbyggingar þjóðvega. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. Á eftir 86. gr. laganna komi ný grein, sem orðist svo: Greiða skal sérstakt gjald af innfluttum bifreiðum og bifhjól- um, er nemi 135% af fob-verði hverrar bifreiðar eða bifhjóls- Gjald þetta skal innheimt með öðrum aðflutningsgjöldum. Ef fob-verð er ekki tiltekið, mið ast gjaldið við tollmat að frá- dregnu flutningsgjaldi og vátrygg ingargjaldi. Sama gjald skal innheimt af bif reiðum, sem settar hafa verið saman innanlands, og skulu slíkar bifreiðar metnar eftir sömu regl um og innfluttar, og er óheimilt að skrásetja þær, fyrr en gjald þetta hefur verið greitt. Ríkisstjómin úrskurðar í vafa- atriðum, hvdlfa bifreiðar skuli gjaldskyldar. Tekjum samkvæmt þessari grein skal varið til nýbyggingar þjóðvega, sbr. þó 32. gr. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1967. Um leið er úr gildi felld 16. gr. laga nr. 4/1960, um efna- hagsmál. Framhald á bls 7 SPÁÐ DEILU UM SKIPTIN Aðils-Kaupmannahöfn, þriðjudag. Berlingske Tidende skrif ar í forystugrein í dag, að of snemmt sé að gefa iof- orð um, að hin svokölluðu skuldaskil íslands og Dan- rnerkur séu að verða úr sög unni. Blaðið vísar til orða Jens Otto Krags á Pressu- ballinu i Reykjavík um helgina, þar sem Krag ræddi handritamálið og lýsti yfir gleði sinni vegna þess, að nú væri að vera lokið viðkvæmasta deilu- máli landanna- Berlingske Tidende segir, að forsætisráðherrann hafi augsjáanlega gengið út frá því sem vísu, að ríkisstjórn in muni sigra í máli því, sem Árna Magnússonar-stofnun- in hóf á hendur stjórninni vegna laganna um afhend ingu íslenzku handritanna. Blaðið ræðir þessa af- k stöðu forsætisráðherrans, og segir síðan: — Þótt hæstiréttur stað- festi lögin, mun það ekki leiða til lykta óvissuna um Framhald á bls. 15. \ v

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.