Tíminn - 23.03.1966, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. marz 1966
TJMJNN
13
FALLEG RITHÖND
Framhald af 8. síðu
um. Þannig vakna'ði áhugi hans oig
síðar varð hann ágætur í teikn-
ingu.
— Eg hef fylgzt dálítið með mín
um fyrri nemenduim, og hef veitt
■því athygli, að þeir er voru á sín
um tíma iðnastir við föndrið eru
núna beztu kennaramir. Þetta er
vitanlega ekki einhlítt, en það er
eðlilegt, að þeim sem frá blautu
barnsbeini hafi vanið sig á iðni
og þolinmæði, gangi vel við bama
kennslu. Eg held að öllum sé
nauðsynlegt að geta eitthvað í
teibningu, og það er ánægjulegt
að vita til þess, hve teiknikennsla
í skólum hefur brej’zt til batnað
ar á undanförnum árum, það er
lögð meiri áherzla á hana nú em
fyrr og meira gert til að leyfa hug
myndaflugi barna að njóta sín.
Föndur og teikning er mjög þrosk
andi fyrir bamið og þó að það
sé ef til vill klaufskt í höndun
um og margt vilji fara úrhendis
hjá því í fyrstu, kemur árangur
inn smátt og smátt með þolinmœði
og iðni. Ég finn það alltaf
betur og betur, hversu nauðsyn
legt það er að kunna undirstöðu
atriði dráttlistar, ef fólk ætlar að
gera eitthvað í höndunum er mjög
gott að g*ta dregið upp mynd af
viðkomandi hlut áður, og sé fólk i
statt í fKimandi landi getur það |
oft gert sig skiljanlegt með teikn
ingum, ef málakunnáttu brestur.
Fyrir nofckrum árum var ég stödd
á Spáni, kunni ekkert í spænsku,
en gat verzlað fyrirhafnarlaust
með því að draga upp myndir af
þeim hlutum, er ég vildi fá.
Hvers konar föndur hefur þú
aðallega lagt stund á?
— Það er nú orðið ærið marg
víslegt, tágavinna, leðurvinna,
pappírsföndiu:.,hef ég bennt í
Kennaraskólanum, og svo hef ég
veifð með alls kyns handavinnu.
í þessum greinum er ég að mestu
sjálfmenntuð, ég lærði að vísu
grófustu undirstöðuatriði í leður
vinnu á námskeiði fyrir mörgum
árum. Síðan hef ég fikrað mig
áfram þar upp á eigin spýtur lært
að móta mynstur og gera ýmsa
hluti úr leðri. Þetta hef ég svo
kennt nemendum svo hundruðum
skiptir, bæði í Handíða- og Mynd
listasfcólanum. Kennaraskólanum
og svo á námskeiðum. Einu sinni
var ég með hattagerð oig þegar
ég var ung stúlka lék ég dálítið
á fiðlu. Já, maður hefur svo sann
arlega komið nálægt ýmsu um dag
ana.
— Og nú er það skrautritunin,
sem er númer eitt?
— Já, það má víst heita svo, að
vísu kenni ég svolítið ennþá, en
það er nú orðið fremur lítið. Eins
og ég sagði áðan hef ég aldrei
lært að sfcrifa, þetta er bara í
mér og ætli ég hefði ebki verið
fengin til að Skrifa eitthvað af
skinnhandritum, ef ég hefði verið
uppi á þeim tímum.
gþe.
Óskast
Tvær bræður óska eftir
herbergi eða lítilli íbúð.
Skilvísri greiðslu og
reglusemi heitið.
Upplýsingar í síma 38183.
PRINCE ALBERT
.... í PiPUNA!
FERSKT BRAGÐ
- SVALUR REYKUR
MADE IN U.S.A.
MEST SELDA PÍPUTÓBAK t AMERÍKU!
ÞÓRSKLÚBBURINN
ÞÓRSKLÚBBURINN
SKEMMTIFUNDUR
verður í félagsheimili Kópavogs (efri salur) föstu
daginn 25. þ. m. kl. 8.30.
FÉLAGSVIST — DANS
Allir Akureyringar og Eyfirðingar velkomnir.
Nefndin.
AUGLÝSING
Orðsending frá Kaupfélagi Árnesinga til bifreiða
eigenda.
Eigendur bifreiða eru hvattir til þess að koma
með bifreiðar til ljósastillingar nú þegar. Að öðr-
um kosti má reikna með að ekki verði hægt að
annast lögboðnar breytingar á ljósabúnaði um
leið og hin almenna bifreiðaskoðun fer fram.
Kaupfélag Árnesinga.
Selfossi.
Baröstrendinga- og
Breiðfirðingafélagiö
Efna til sameiginlegs skemmtikvölds í Breið-
firðingabúð fimmtudaginn 24. marz kl. 20,30 Dag
skrá: Kvikmyndasýning, spurningakeppni milli
félaganna, félagsvist.
Nefndin.
Miðstjórn Alþýðusambands íslands færir alúðar-
þakkir öllum þeim, sem með gjöfum, kveðjum,
heimsóknum og á annan hátt sýndu Alþýðusam-
bandi íslands vinsemd og virðingu á 50 ára afmæli
þess hinn 12. marz síðastliðinn.
Miðstjórn Alþýðusambands íslands.