Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. marz 1966
Cltgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karisson Aug-
lýsingastj. Steingrimur Gistason Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingaslmi . 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 95.00 a mán tnnanlands — f
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Spurningar Stefáns
Stefán Aðalsteinsson, ráðunautur, varpar fram nokkr-
um athyglisverðum spurningum í seinasta hefti Búnaðar-
blaðsins eftir að hann hefur lýst áll rækilega efnahags-
astandinu í Víetnam, þar sem amerískir aðilar ná sífellt
meiri tökum á atvinnurekstrinum. Stefán spyr:
„Hver er trú íslendinga á, að þeir geti séð sér farborða
í landinu af eigin rammleik?
Hefur sú skoðun ekki verið ríkjandi í Bandaríkjunum
að engin hætta væri á, að íslendingar segðu upp varnar-
samningnum við Bandaríkjamenn, vegna þess að efna-
hagslífið væri svo háð hersetunni, að við hefðum ekki
efni á því að missa herinn úr landi, því að þá værum
við komnir á hausinn?
Hvað eru margir íslendingar, sem trúa þyí, að þetta
sé sannleikurinn um efnahagslífið í landinu?
Eru ekki rökin fyrir nauðsyn þess að stofna til stóriðju
með erlendu fjármagni þau, að grundvöllur efnahags-
lífsins í landinu sé of ótraustur, eins og hann er?
Er það ekki staðreynd, að vegið hefur verið að land-
búnaðinum æ ofan í æ undanfarið á þeim forsendum, að
hann væri „dragbítur á hagvöxtinn í þjóðfélaginu“, enda
þótt ekki hafi verið bent á neinar leiðir til að nýta fjár-
magn og vinnuafl landbúnaðarins á hagkvæmari hátt
innanlands heldur en þar er hægt?
Hefur ekki lánastarfsemi til fiskiðnaðarins verið skor-
in við nögl, þannig að hann hefur átt æ erfiðara upp-
dráttar, en fé verið veitt í stórum stíl í skrifstofuhallir,
verzlunarhúsnæði og til mjög dýrra íbúðabygginga, sem
skapa stórfellda þenslu í efnahagslífinu, valda skorti á
vinnuafli og erfiðleikum fyrir framleiðsluatv.vegina?"
Stefán spyr ennfremur:
„Getur verið, að það sé af hreinni einfeldni, að sú þró-
un í efnahagsmálum, sem átt hefur sér stað á íslandi und-
anfarið, er látin viðgangast, eða er hægt að benda á, að
þar sé stefnt vísvitandi að einhverju ákveðnu marki?
Getur verið, að til séu þeir ísléndingar, að þeim sé það
keppikefli, að íslenzkt efnahagslíf lamist svo, að erlend-
ir aðilar eigi auðveldara með að koma hér upp blómleg-
um atvinnurekstri, þegar íslenzkir atvinnurekendur eru
búnir að gefast upp?
Getur verið, að svo margir íslendingar séu búnir að
missa trúna á það, að við getum lifað hér sjálfstæðu
efnahags- og menningarlífi, að þeir telji sjálfsagt að
leggja árar í bát og telji slíka þróun æskilega?
Getur hugsazt, að Keflavíkursjónvarpið sé fyrirboði
þess, sem koma skal á íslandi í menningarmálum, og
efnahagsástandið í Víetnam mynd af því, sem verða muni
í framtíðinni í framleiðslumálum fslendinga?
Hvað munum við þá lengi geta kallað okkur íslend-
inga?“
Fullkomið trúleysi
Vissulega bendir málflutningur þeirra, sem fastast
mæla með erlendu álbræðslunni, á fullkomið trú-
leysi á íslenzkt framtak og íslenzkt atvinnulíf. Annars
myndu þeir ekki sætta sig við þá afarkosti, sem felast
í hinum fyrirhugaða samningi, eins og fast raforkuverð,
stórfelld skatta- og tollahlunnindi, undanþágur frá ís-
lenzkum lögum, innflutningi verkafólks o. s.. frv. Slíka
samninga geta ekki þeir gert, sem trúa á, að þjóðin hafi
atorku og framtak til að byggja landið af eigin rammleik.
____TÍMINN________________________________
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Er fjárfestingin aö verða
of mikil í Bandaríkjunum?
Gera verður ráðstafanir til að halda henni innan eðlilegra marka
Nokkur háhýsi í a'ðalviðskiptahvcrfi New York borgar. Empire
State gnæfir yfir.
ÖRVUN efnahagslífsins í
Bandaríkjunum er örari en við
gerðuim okikur grein fyrir um
áramótin, og hefur miðað til
muna hraðar en hagfræðingar
gerðu ráð fyrir, þegar þeir
gengu frá áliti sínu um þessi
mál fyrir tveimur mánuðum.
í febrúar var skýrt frá aukn-
um horfum á verðbólgu, eink
um í aukningu birgða og auk-
inni fjárfestingu í nýjum verk
smiðjum og tækjum.
Viðskiptamálaráðuneytið birti
fyrir miðjan þennan mán
uð yfirlit um fyrirhugaðar fjár
festingar í atvinnulífinu, en yf-
irlitið var af forsetans hálfu
til þess ætlað að draga úr ótta
við fjárfestingarkapphlaupið.
í ljós kemur samt sem áður,
að jafnvel hinar hófsamari töl-
ur ríkisstjórnarinnar um fjár-
festingu í atvinnulífinu sýna
nokkru meiri aukningu en gert
var ráð fyrir við samningu fjár
laganna fyrir árið 1967. „Ekki
er framar um að ræða val milli
örvunar og kyrrstöðu”, segir
hinn kunni fræðimaður Sam-
uelson prófessor. „Nú er um
að ræða viðvarandi langtíma
aukningu annars vegar og hins
vegar öra, eyðandi keppni um
takmarkaða útvegu”.
WALTER HELLER, sem
farnaðist frábærlega vel mót-
un örvunarstefnu Kennedys
forseta, hélt ræðu 23. febrúar
og tók einkennin þar
til meðferðar. Hann talaði af
fullri gát, en lagði fram spurn
inguna, hvort „þörf” væri á
„hamlandi aðgerðum". Samuel-
son prófessor hefur verið til
muna_ ákafari í sínum málfh'tn
ingi. Hann reit um málið viku
eftir að Heller flutti erindi
sitt og sagði ástandið þannig,
að forsetinn ætti að koma á
„nýjum sikattaákvæðum fyrir
mitt ár”.
Síðan þessi álit komu fram
hafa fleiri og fleiri hagfræð
ingar snúizt til fylgis við þpssa
tillögu. Þarna er ekki aðeins
um að ræða hina eldri „rétt-
trúnaðar”-hagfræðinga, sem
hafa um langt skeið þótzt sjá
verðbólgubliku á lofti, heldur
einnig nýju háskólahagfræðing
ana. Þeir benda einnig á
helztu einkennin og hvetja til
athafna.
Heller komst þannig að orði
að við værum búnir að taka fot
inn af benzíngjöfinni og héld
um honum á lofti yfir hemi.un
um. En hemlunin eigi ekki,
þegar til hennar taki, að koma
fram sem allsherjar samdráti-
arvaldur í öllu efnahagslífinu,
•með áhrifamiklum aðgerðum í
peningamálum. Hemlunarinn-
ar eigi miklu fremur að gæta
í ákveðnum skattaaðgerðum
eins og afnámi á skattfresti
vegna fjárfestingar og aukn-
um hömlum við greiðslur af-
borgana.
HAGFRÆÐINGUM þeim,
sem mælt hafa með ráðstofun
unum, sem valdið hafa fimm
ára blómgun í efnahagslifinu.
hefur komið saman um, að
mjög ör aukning fjárfestingar
táknaði varasöm timamót. Fjár
festing í verksmiðjum og tækj
um er mikilvægasta atriðið,
bæði í samdrætti og örri aukn
ingu, eins og Keynes kenndi
fyrir langa löngu. í háþróuðu
nútíma efnahagslífi hefur eng
inn einn þáttur jafn mikil og
margfaldandi áhrif a neyzlu-
straumana og hækkun eða
lækkun fjárfestingar
Þegar mál er að hægja á
aukningunni — en ekki að
ráða niðurlögum hennar með
kjötöxl — er skynsamlegt að
afnema um stundarsakir 7%
skattfrest vegna fjárfestingar,
sem nú er gert ráð fyrir í
skattalögunum. Heller segir,
að þessari frestun þurfi að
fylgja örug6 irygging fyrjr, að
hún verði veitt aftur. þegar
að því kemur að efna'jag.dífið
þurfi á örvun að halda á ný.
Með hliðsjón af því h/e þing
ið þarf langan tíma til meðferð
ar nýrra laga, seinlegir kann-
anir beggja deilda ig síðan
langvinnar iökræður má eng-
an tíma missa, ef setir á nauð
synleg rök tyrir júniljfc Bezt
væri, að þingið hæfist und>r
eins handa með satnþykkt
heimildar til skattahækkunar,
svo að unnt verða að beita
hemlum þegar í stað ef verð-
bólguhneigðin eykst veruleya
með vorinu.
ÞARNA er um að iæða að-
gerðir, sem aldrei hefur ver;ð
beitt áður, eða að beita ábrif
um til að hægja á blómgun,
svo að ekki komi til stóðvunar,
heldur haldi velmogunia á-
fram án verðbólgu. Þessi til-
raun táknar stórmerkileg og
æsandi tímamót í sögu nútima
ríkja, tilraun til að sýna. að
þjóðir geti með ákveðnu vaii
ráðið við jötunafl viðskipta-
lífsins. Nútíma ríkisstjorn get
ui ekki fengizt við neia verk
vandasamara, nema ef vera
skyldi að koma í veg fyrir styrj
öld.
Heillavænlegur árangur na-
lega allra annarra verka, sem
inna þarf af hendi i nútíma
ríki veltur á því, að þessi til-
raun takist vel. Ríki menntaðar
ar þjóðar verfSur að leysa hin
verkéfnin farsællega. Velmeg
unarþjóðfélag, eins og þjóðfé-
lag okkar Bandaríkjamar.na,
getur ekki aðeins haiaið áfratn
við að sigrast á fátæktinni,
heldur verður óhjákvæmilegi
að gera það. Þegar sýnt er orð
ið, að fátæktin ér ekki tangró
ið eðlislögmál, verður hún ó-
líðandi. Enn stórfelidara verk
efni er þó að láta sér skilj.ast
til fulls, að menntun þjoðarinn
ar verður að taka sömu tökum
og hernaðarlegt öryggi. Henni
verður að koma í Krin > hvað
sem hún kostar.
Handan þessara vexKefna
blasir svo við nauðsyn biss að
láta sér skiljast til fulls. að til h
þess að lifa góðu lífi góðu I
þjóðfélagi verður að finna
nýtt iafnvægi milli einka
neyzlu og fjárfestingar í skói
um, sjúkrahúsum, endurnýjun
þéttbýlis, samgangna o.s.frv
Að því þrepi kemur í neyzlu
stiganum — einhvers staðar
milli fyrsta og annars fjöl-
skyldubílsins skulum við segja
— að peningunum fyrir öðrum
bílnum væri betur varið tii
byggingar betri skóla en áður.
J