Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. marz 19GG -k Á funtti sameinaðs þings í gær voru mörg mál á dagskrá en aðeins þrjú rædd. ★ Samþykkt var að láta fara fram útvarpsumræðu eitt kvöld um vantrauststillöguna, og verður hún annað kvöld. -k Þá var haldið áfram fyrri umræðu um tillögu Ragnars Arnalds um kosningu þingnefndar er fjalli um endurskoðun á aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu, og töluðu flutningsmaður og Einar Olgeirs son, og tillögunni síðan vísað til annarrar umræðu. ■Á Þá fór fram framhald fyrri umræðu um tillögu Einars Olgeirs- sonar um reikningsskil hinna rændu þjóða við þær ríku, og talaði fyrst Pétur Sigurðsson og síðan Einar Olgeirsson, og dugði fundar- tími ekki til annars, og voru önnur mál tekin af dagskrá. Meiri ríkisstuðning við vatnsveitur Fjórir þingmenn Framsóknar- flokksins í neðri derld, Björn Fr. Bjömsson, Daníel Ágústínusson, HaHdór Ásgrímsson og Óskar Jóns son flytja frumvarp um breytingu á lögum um aðstoð til vatnsveitna, og er þar lagt til, að styrkur rík- issjóðs nái til greiðslu hluta af stofnkostnaði við stofnæðar, aðal- dreifiæðar, vatnsgeyma, dælur og jarðboranir, en styrkur þessi skuli þó aldrei nema meiru en helm- ingi alls kostnaðar. Einnig sé rík- isstjórninni heimilt að takast á hendur fyrir hönd ríkissjóðs sjálf- skuldarábyrgð gegn tryggingum á lánum, er sveitarstjórnir taka til vatnsveitna og megi ábyrgðin ná til allt að 90% al'ls stofnkostnaðar. í greinargerð segir: Frutnvarp þetta er endurflutt. Síðast er það var til umræðu á Alþingi, árið 1964, var því vísað til ríkisstjórnarinnar til athugunar. Með því, að ekkert hefur heyrzt frá ríkisstjórninni um málið, svo að okkur flm. sé kunnugt, þykir okkur rétt að flytja það að nýju. í lögum nr. 93 5. júní 1947 er kveðið á um efnahagslega aðstoð ríkissjóðs við sveitarfélög sem koma sér upp vatnsveitum. Enn fremur hafa álcvæði laganna gert ýmsum sveitarfélög- um og vatnsveitufélögum fært að stofna til vatnsveitugerðar, sem að öðrum kosti hefði reynzt þeim erf-. itt eða ókleift. Að fenginni reynslu af fram- kvæmd laganna hefur þó komið í ljós, að eðlilegt má telja, að lög- unum verði breytt til annars horfs um nokkur atriði. Skulu þau rakin nokkru nánar. Styrkurinn úr ríkissjóði getur orðið æði takmarkaður og langt fram yfir það, sem ætla má, að löggjafinn hafi hugsað sér, þegar svokölluð stofnæð er einungis lít- ill hluti alls vatnsveitukerfisins. Þá koma aftur á móti svokallað- ar aðaldreifiæðar snemma til og verða í rauninni höfuðhluti dreifi- línukerfisins. Miðast þá styrkur- inn aðeins við stofnæðina sjálfa, en hún er sá hluti vatnsæðar, sem liggur frá vatnsbóli eða upptök- um vatns að fyrstu greiningu. Þannig er stofnæð skilgreind af hálfu þeirra aðila, sem styrkjum úthluta. Skal út af fyrir sig eigi dregið í efa, að þessi túlkun sé rétt. En auðséð er hins vegar, að þegar svo stendur á um stofnæð, er nauðsynlegt, að styrkurinn nái einnig til aðaldreifilínukerfisins, ef verulegt gagn á að verða að. Slík aðstaða getur hæglega komið til, og eru þess dæmi bæði í kaup- túnunum, þorpum og ekki hvað sízt í sveitum, þar sem strjálbýlt er og dreifingarkerfið er víðáttu- mikið. Við þessar aðstæður getur framkvæmd vatnsveitugerðar stöðvazt eða orðið ónóg, nema ríf- legur styrkur komi til. Skortir þannig heimild í lögunum til nauð- synlegrar aðstoðar, þegar þörf hennar er hvað brýnust. Til þess að bæta nokkuð úr í þessu efni leggjum við flm. frv. til, að styrk- ur úr ríkissjóði skuli einnig ná til aðaldreifiæða. Þá þykir okkur flm. rétt að setja inn í lögin ákvæði á þá leið, að ábyrgð sú, sem ríkissjóði er heimilt að veita sveitarstjórnum vegna vatnsveitugerðar, sé sjálf- skuldaábyrgð. Lög um ríkisábyrgð ir gera ráð fyrir því, að ábyrgð ríkissjóðs sé einföld, nema sér- staklega sé fram tekið. Vatnsveitu- gerðir eru mikilsverðar fram- kvæmdir í þágu almennings. Er því ærin ástæða til þess, að rík issjóður beri þyngri ábyrgð en elia. Að lokum er lagt til í frv., að hækkuð verði ábjrgðar- og styrks fjárhæðin sameiginlega í allt að 90% af stofnkostnaði allrar vatns- veitunnar. Ljóst er, að frv. þessu, ef að lögum verður, þurfa að fylgja stór hækkaðar fjárveitingar til vatns- veitna. Á fjárlögum fyrir árið 1966 eru í þessu efni ætlaðar 1,8 millj. kr. Þessi fjárhæð vegur að sjálfsögðu lítt á móti þörfinni eins og er, hvað þá síðar. Hér þarf stórátaks og tillagið að margfald- azt. Um það munu allir samdóma, að vatnsveitumál séu ein veiga- mestu hagsmunamál sveitarfélaga og ríkissjóði beri að koma til að- stoðar, svo að um muni. Því er það von okkar flm., að þessu frv. verði nú vel tekið og málinu síðan fylgt myndarlega eft ir með nauðsynlegum fjárveiting- um. qTj Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð Pantið tímanlega. KORKIÐJAN h.f. Skúlagötu 57 • Sími 23200 TÍMINN Guömundur og Ágúst Vöruflutningar Akranes—Reykjavík. Afgreiðsla í Reykjavík* Verzlunarsambandið, sími 38566, á Akranesi sími 2217, og heimasímar 1373 og 1186. ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir að taka á leigu 2ja—3ja herbergja íbúð. Aðeins tvö í heimili. Algjör reglusemi. Upplýsingar í síma 12854 og eftir kl. 6 í síma 32854. S Aðstoðarhjúkrunarkonu vantar við Sjúkrahúsið á Patreksfirði frá 1. maí n.k. Upplýsingar hjá hjúkrunarkonu og á Sýslu- skrifstofunni. SýslumaSur Barðastrandasýslu. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: AÐALFUNDUR safnaðarins verður haldinn sunnudaginn 27. marz n.k. kl. 3 e.h. strax eftir messu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Safnaðarstjórnin. ÍBÚÐ ÓSKAST Hjón með eitt barn óska eftir 1 til 3ja herbergja íbúð sem fyrst. Má þarfnast standsetningar. Fyr- irframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar 1 síma 60101. Iðnskólinn í Reykjavík Um 60 kennslustunda kvöldnámskeið fyrir um- sækjendur um störf á teiknistofum verður haldið á tímabilinu 13. apríl til 21. maí, ef næg þáttaka faest. Kennd verða undirstöðuatriði í teiknitækni. Innritun fer fram á skrifstofu skólans til 1. apríl. Námskeiðsgjald, kr. 500,00 greiðist við innritun.' Skólast jóri. Skrifstofuherbergi óskast Óska eftir að taka á leigu í Reykjavík eitt her- bergi fyrir skrifstofu. Tilboð sendist á afgreiðslu Tímans, merkt „Skrif- stofa”. 7 KRISTINN GUÐNASON hf KLAPPARSTÍG 25—27 LAUGAVEGI 1168 SÍMAR 12314—21965 T rilSa 4 tonna trilla til sölu, — skipti á bíl kæmu til greina Upplýsingar 1 síma 1488 á Akranesi. Óskast j Tveir bræður óska eftir herbergi eða lítilli íbúð. Skilvísri greiðslu og reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 38183. FRÍMERKJA- SAFNARAR Gangið í frímerkjaklúbb- inn Þór og fáið send heim úrvalshefti einu sinni til tvisvar í mánuði. Einnig gefst ykkur tækifæri til að selja frímerki með þvi að senda okkur úrvalshefti. Skrifið eftir nánari upplýs- ingum. Frímerkjaklúbburinn Þór, Lynghaga 14, Reykjavík. Herbergi Tveir piltar óska eftir her bergi, helzt í Hlíðunum Upplýsingar í síma 41230 frá kl. 5.30 — 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.