Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 16
ám 69. tbl. Vestmamweyingar sjá enn ekki á- stæiu til svartsýni SJ-Reykjavík, miðvikudag. í samtali við Tímann sagði Bald ur Ólafsson, bankastjóri Útvegs banka íslands í Vestmannaeyjum, að vissulega væru vertíðarhorfur ekki góðar. Á land hefur ekki borizt nema einn þriðji hluti afla miðað við sama tíma í fyrra, og er þá átt við þorsk og ýsu. Það hefur að sjálfsögðu mikla þýðingu fyrir Vestmannaeyinga, og reyndar landið allt, ef afla- brestur verður á vertíðinni, þar sem Vestmannaeyingar hafa að undanförnu átt um 15% af heildarútflutningi fiskafurða. í febrúarmánuði var mikið Hótel Víkingur boðið til sölu •FB-Reykjavík, miðvikudag. Hótel Víkingur á Hlíðar- jvatni í Hnappadalssýslu hef- ur nú verið auglýst til sölu. Eins og kunnugt er, er þetta fyrsta „flótelið“ á íslandi, fljótandi hótel hyggt á stálpramma. Víking ur var fyrst opnaður um mitt sumar 1964, en vatns- leysi í Hlíðarvatni mun nokkuð hafa háð starfsem- inni síðasta sumar, en þá vpru óvenju langvarandi þurrkar, eins og menn muna. Kom það sér heldur illa, þar sem eitt hið skemmti iegasta við Hótel Víking er að geta siglt um á Hlíðar vatni á góðviðrisdögum og rennt fyrir silung, en ekki mun hafa verið nægilegt vatnsmagn í Hlíðarvatni í fyrra til þess að það væri hægt. Hótel Víkingur er eins og tvrr segir byggt á stál- pramma, en í honum eru 12 vatnsþétt hólf. Skipið er 30 metra langt og 8% metri breidd. Það ristir 40 cm og er knúið tveimur utan- borðsmótorum. Káetur eru 13 talsins, þar af eru 10 fvrir gesti, allt tveggja manna káetur, úr Ijósum viði, og mjög skemmtilega ig nýtízkulega innréttaðar. F’ramimi í stafni er borð- stofa, sem rúmar um 30 manns. Eldhús er um borð í Víkingi og snyrtiherbergi. Uppi á þaki hótelsins er gert ráð fyrir að gestir geti ólað sig á góðviðrisdögum. Upphaflegu hugmyndina rð þessu fljótandi hóteli á ílíðarvatni átti Ingólfur iJétursson hótelsstjóri á City Hóteli, en hann gefur nú aílar upplýsingar varð andi sölu hótelsins. minni veiði en undanfarin ár og kenna menn gæftaleysi eink um um. Marzmánuður hefur löng um þótt erfiður til sjósóknar ,en sjómenn eru enn þeirrar skoðun ar, að búast megi við góðri veiði og leggja allt sitt traust á páska hrotu. Ljóst þykir, að ekki fáist eins mikið aflamagn og í fyrra. Gagnvart útflutningi bætir all mikill loðnuafli nokkuð úr skák, en fólkið í landi hefur ekki miklar tekjur af loðnuveið um, þar sem sárafátt fólk vinnur við verkun hennar. f fyrradag var einn bezti afladagurinn til þessa og komu þá á land um 500 tonn. Framboö Framsóknar- manna á Akureyri ákveöiö Listi Framsóknarflokksins á Akureyri við kosningarnar í vor er þannig skipaður: 1. Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri. 2. Stefán Reykjalín, bygginga- meistari. 3. Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari. 4. Arnþór Þorsteinsson, verk- smiðjustjóri. 5. Haukur Árnason, bygginga fræðingur. 6. Sigurður Jóhannesson, skrifstofumaður. 7. Rikharð Þórólfsson, fram- kvæmdastjóri. 8. Bjarni Jóhannesson, skip- stjóri. 9. Sigurður Karlsson, iðnverka maður. 10. Karl Steingrímsson, verzl- unarmaður. 11. Hólmfríður Jónsdóttir, kennari. 12. Björn Guðmundsson, fram- færslufuUtrúi. 13. Jón E. Aspar, loftskeyta- maður. 14. Hafliði Guðmundsson, skrifstofumaður. 15. Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirkjameistari. 16. Þorsteinn Magnússon, vél- stjóri. 17. Svavar Ottesen, prentari. 18. Páll Magnússon, bílstjóri. 19. Ármann Dalmannsson, skógarvörður. 20. Gísli Konráðsson, forstjóri. 21. Erlingur Davíðsson, rit- stjóri. 22. Sigurður Á. Björnsson, prentsmiðjustjóri. Að lokum sagði Baldur, að enn væri ekki ástæða til að vera mjög svartsýnn hvað aflabrögð á vertíðinni snertir. VARÐSKIP AD- ST0ÐAR BÁTA í fyrrinótt aðstoðaði varðskip þrjá báta á Breiðafjarðarmiðum, en þeir höfðu allir fengið net í Framhald á bls. 15. Basar í Kópavogi Talsverðar skemmdir af völdum veðurs fyrir austan HÚS BRENNUR Á EIÐUM - ÞÖKFJÚKA ÍNESKAUPSTAÐ HA, Egilsstöðum, BS, Neskaup- stað, miðvikudag. f óveðrinu í gær urðu talsverð ar skemmdir á verðmætum á Nes kaupstað, og eldur kom upp í útvarpssendinum á Eiðum. Um kl. 18.50 í gær varð stöðv arstjórinn á Eiðum var við að útvarpssendirinn var hættur að starfa. Hljóp hann þá niður að húsinu, þar sem sendirinn er staðsettur, en veðurhæð var um þetta leyti mjög mikil. Þegar nið ur að húsinu kom, hafði komið þar upp eldur og logaði upp um þakið. Vegna veðurs var ekkert við eldinn ráðið, en stöðvarstjórinn, Framsóknarkvennafélagið Freyja; júlíus Bjarnason, tók þegar i Kópavogi heldur mjög fjölbreytt an basar í Framsóknarhúsinu að Neðstutröð 4 á sunnudaginn 27. marz kl. 3 e.h. Þarna verður til sölu á mjög hagstæðu verði alls konar fatnaður, páskaskraut, dúk ar og ýmsar gjafavörur. Notið þetta einstaka tækifæri til hag- stæðra kaupa. Freyja. slökkvitæki og reyndi eftir megni að ráða niðurlögum elds ins. Er blaðiö hafði samband við Júlíus í dag, sagðist hann ekki geta sagt um tjónið, sem varð í þessum bruna, . en þar hefði brunnið allt, sem brunnið gat. Ekki væri heldur unnt að segja til um upptök neinni nákvæmni. eldsins með Nú er útvarpað um Austur land með gamla sendinum á Eiðum, en búizt er við að hægt verði að taka upp sendingar á langbylgjum eftir hálfan mánuð. Frá Neskaupstað bárust þær fréttir í dag, að um kl. 8 í gær hafi skollið á aftakaveður af norðaustri, örugglega það versta sem komið hefur á vetrinum. Stóð það til kl 2. í nótt. Skemmd ir urðu miklar í þessu veðri, þak tók af nýju íbúðarhúsi og af húsi í byggingu. Hluti af þaki á Netagerð Friðriks Vilhjálmsson ar fór einnig í þessu veðri. Rúð ur brotnuðu í allmörgum húsum í bænum og a. m. k. einn bfll stórskemmdist, þar sem hann stóð, er hluti af húsþaki lenti á honum. SVANASONGUR KJARVALS Á 75 ÞÚSUND KRÓNUR NOKKUÐ DREGID UR MISNOTKUN TÉKKA SJ—Reykjavík, miðvikudag. S.l. laugardag fór fram skyndi-1 hendi. Mun Seðlabankinn halda áfram aðgerðum til þess að vinna könnun hjá Seðlabanka íslands á I á móti misnotkuninni, bæði með innstæðulausum tékkum og kom í ljós, að innstæða var ófullnægj andi fyrir tékkum sacntals að fjárhæð kr. 906.000,00. Heildar velta dagsins í tékkum við ávís- anadeild Seðlabankans var 169.2 millj. kr. og var því 0.54% fjár- hæðar tékka án fullnægjandi inn- stæðu. í<étta var 10. skyndikönnunin á vegum Seðlabankans. í fyrstu skyndikönnuninni voru innstæðu- Lausir tékkar að upphæð 5.8 cnillj. og reyndist sú upphæð 4.36% af veltu. Síðan hefur útkoman verið betri, og alltaf undir 1% af veltu utan einu sinni. í fréttatilkynningu frá Seðla bankanum ségir: „Undanfarin ávísanaskipti bera með sér, að nokkuð hefur dregið úr misnotkun tékka. Er þetta góðs viti, þó að meinið sé enn fyrir skyndikönnunum, svo og með samræmdri innheimtu allra inni stæðulausra tékka, sem berast bönkunum” GÞE-Reykjavík, miðvikudag. Olíumálverkið Svanasöngur eft- ir Kjarval fór á kr. 75 þús. á listmunauppboði hjá Sigurði Bene diktssyni í dag. Það eru áreiðan lega ekki mörg málverk, sem hafa verið slegin svo dýru verði á uppboðum hérlendis, en það var ekki svo breitt bil á milli meistaranna Kjarvals og Schev- ings að þessu sinni, því að olíu málverk Schevings, f vondum sjó 200x260 cm að stærð, var slegið á kr. 72 þús. Eins og fram kom í blaðinu í gær, hafði Sigurður Benedikts- son upp á margt að bjóða að þessu sinni. Þarna voru 12 málverk eftir Kjarval og seldust þær allt frá kr. 2 þús. og upp í kr. 75 þús. Stóra málverkið Heyþurrkur. eftir Heklugos var slegið á kr. 45 þús. eftir talsvert þóf, en málverkinu fylgdi 40 þús. króna lágmarks boð og svo var að sjá að fólki þætti það of mikið. Var ekkert boð gert í málverkið fyrr en á síðustu mínútum uppboðsins. Kjarvals- myndirnar, Stapafell, Vorleysing og Goodbye-painting fóru við mjög háu verði eða kr. 31, 28, Framhald á 14. síðu. Kaffiklúbbur Fram- sóknarfélaganna í Revkiavík. kemur saman laugardaginn 26. marz n. k. kl. 3 síðdegis að Tjarn argötu 26. Jónas Haralz hagfræð ingur forstöðu- maður Efnahags- stofnunarinnar _____svarar fyrirspum um um efnahagsmál. Allt Fram sóknarfólk velkomið meðan hús- rúm Ieyfir. Framsóknarfélögin. 1600 tonna dráttarbraut byggð á Akureyri HS—Akureyri, miðvikudag. Nýlega var ákveðið að byggja hér nýja dráttarbraut, sem á að geta tekið 1500 tonna skip. Er ákvörðun þessi afleiðing af umræðum hjá Hafnamefnd Ak ureyrar að undanfömu. Hina nýju dráttarbraut á að byggja á undirstöðu gömlu dráttarbrautarinnar, en þær undirstöður eru taldar mjög traustbyggðar. Það er talið mikilsvert að fá hér á Akureyri dráttarbraut, sem tekið geti togara af þeim stærðum, er notaðir eru hér við land, svo og minni flutn- ingaskip, en hin nýja dráttar- braut verður hin stærsta sinn- ar tegundar utan Reykjavíkur. Hafnarnefndin hefur gefið út samþykki sitt fyrir byggingu hinnar nýju dráttarbrautar, en beðið er eftir samþykki vita- málastjórnar. Þess ber og að geta, að Slipp stöðin h.f. hyggst byggja skipa smíðastöð í sumar 60 metmm norðar en dráttarbrautin er. Verður það stálgrindahús, 20x80 m að flatarmáli, 20 m hátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.