Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 24. marz 1966 TÍMINN tærsta mál- verk í heimi Stærsta málverki heims var nýiega bjargað frá gleymsku, en það gerði Joe ICing frá Winston-Salem í Norður Karo línu. Hann hafði leitað að málverkinu árum saman O'g fann það nú í vöruhúsi í Ohi cago, en þar hafði málverk- inu verið stungið inn, eftir að það hafði verið á sýningunni „Öld framfaranna" árið 1933. Málverkið — sem sýnir há- punkt orustunnar við Gettys- burg, 3. júlí, 1863 — er 123.45 metra langt og 21,35 metra hátt og það vegur 12000 pund. Þetta óhemju stóra mál- verk, sem þakið er 4 tonnum af málningu, er verk Paul Philippoteaux, fransks lista- manns, sem hafði það að sér grein sinni að mála risastór ar myndir af frægunr orustum. Philippoteaux kom til Banda ríkjanna 1880 til þess að safna efni í málverk af úrslitaorust- unni í Þrælastríðinu. Hann ræddi við fjöLmarga menn, sem barizt höfðu við Gettysburg, þar á meðal Hannock, Hund og Doubledap, sem allir voru liðsforingjar í her Norðurríkj anna í orustunni. Einnig fór hann í gegnum opinber skjöl um orustuna og rannsakaði bort í hernaðarmálaráðuneyt- inu í Washington, gerði ná- kvæma eftirlíkingu af einkenn isbúningunum og heimsútti stað inn þar sem orustan var háð. . Eftir að PhiKppoteaux kom aftur til Parísar, unnu hann og sextán aðstoðarmenn hans við málverkið í tvö og hálft ár, og þegar því var lokið 1883 var kostnaðurinn orðinn 200. 000 dollarar. Þúsundir her manna úr herjum Norður- og Suðurríkjamanna koma greini lega fram á málverkinu. Mál verkið var fyrst sýnt í Chicago árið 1883, og hermálaráðuneyt ið lýsti því yfir, að það væri sannasta heimild, sem nokkru sinni hefði verið gerð um bardagann, nákvæmari, heldur en nokikuð það, sem hingað til hefur verið skrifað um Gettys burg orustuna. í fimmtíu ár var þetta stór virki Philippoteaux sýnt bæði í Evrópu og í Bandaríkjunuin. Minna málverk (108x8,23 m), einnig eftir Philippoteaux var fyrst sýnt í Boston 1884, er nú til sýnis í Gettysburg, en stóra málverkið hvarf algjör lega sjónum manna. Þá kom til sögunnar iistmál ari, King að nafni, en hann málar undir listamannsnafninu „Vinziata", og hefur haldið sýn ingar í París, Bóm og New York við góðan orðstír. Hann fékk fyrst áhuga á hinni „týndu" mynd árið 1933 og lét eftirfarandi orð um hana falla: „Sem afkomandi uppreisnar seggja, siem börðust af hjartans einlægni, hafði sú staðreynd sérstök áhrif á mig, að hápunkt ur myndarinnar er árás Pieketts. Margir af mönnum Picketts voru frá Norður Karo línu, þar af leiðandi er þetta veigamikill hlutur í arfleifð rfkis okkar“. Árum saman gerði King sí- endurteknar tilraunir til þess að finna málverkið, en án árangurs. Fyrir tveimur árum vildi svo til, að kunningi hans, sem heimsótti hann í Winston- Salem, heyrði hann minnast á málverkið og gat sagt bonum, hver hafði verið síðasti eigandi þess. Hann hét E. W. MeConn ell, og hafði einu sinni átt og haldið sýningu á 30 geysistór- um stríðsmyndum, þar á með al „Alamo" og „Siðasta bar- daga Custers.“ „Eg reyndi þegar í stað að ná sambandi við hr. McConnell í New York, sagði King. ,Hann var sjúkur, og dvaldist nú, 96 ára gamall, á hvíldar- heimili, svo ég gat ekki talað við hann sjálfan. Lögfræðingur hans sagði mér, að málverkið væri óskemmt, en ég gæti því aðeins fengið að sjá það, að ég keypti það. Þar sem ég var búinn áð bíða í þrjátíu ár eftir að fá að sjá það, bauð ég þegar þarna í símanum eitt þúsund dollara fyrir það.“ King átti fljótlega eftir að komast að raun um, að það er ekki verðið, sem skiptir máli,> þegar um stórt málverk er að ræða. Fyrst af öllu varð hann að borga vöruhúsinu í Ohicago 495 dollara til þess að rifinn yrði niður veggur, sem byggður hafði verið eftir árið 1933, en með öðru móti var ekki hægt að færa málverkið úr stað. Þar við bættist, að flutningskostn aðurinn frá Chicago til Win- ston-Salem varð 500 dollarar, og enn bættust 500 dollarar við, þegar málverkið var tekið úr lestinni. „Vissulega var málverkið vel með farið, að því undanteknu þó, að víða mátti sjá sfcotgöt, líklega eftir einhverja ofsa Orustan við Gettysburg - á striga, sem er lengri en íótboltavöllur Hér virSir King fyrir sér hluta málverksins, sem er hvorki meira né minna en 123.45 metrar að lengd. fengna Norðurríkjamenn, eða uppreisnarseggi, sem alveg höfðu misst stjórn á sér við að horfa á hið raunverulega málverk, og fundizt þeir verið komnir á orustuvöllinn að nýju. En ég gat ekki látið mér detta í hug neina leið til þess að geta athugað það allt i senn, þar til einn vina minna sagði, „En hvað er þetta, það er eins stórt og fótboltavöllur!" King fór á stúfana með 17 menn sér til aðstoðar og hélt með málverkið sitt til Brow- man Gray vallarins þar sem hann rúllaði því út yfir völlinn. King hafði fyrst hugsað sér að horfa á málverkið úr þyrlu, en hætti svo við það, og fékk í þess stað slökkvilið borgarinnar til þess að lyfta sér upp í rúmlega 20 metra hæð í björgunarstiga. Honum líkaði heldur en ekki vel, það sem fyrir augun bar og keypti málverkið á stund inni. „Þetta er í alla staði gott málverk," sagði hann, „sönn lýsing á einu atriði í sögu þjóð ar ok'kar — og það yrði aldrei aftur hægt að gera annað þessu Iíkt.“ Það, sem King þarf nú að fá, og það getur átt eftir að taka hann önnur 30 ár — er bygging, sem er um 40 metrar í ummál, með sérstökum ljósa útbúnaði og hita- og raka- stillum. Hún mundi aðeins kosta 400.000 dollara. (17.2 milljónir ísl. króna). I SJÓNVARPSMÁL Nokkrar athugasemdir við grein Baldurs Steingrímssonar, rafmagnsverk- fræðings, sem birtist í Morgunblaðinu 19. marz s.l. Eitt af þeim vandamálum, sem skapazt hafa samfara aukinni menntun er sú hætta,, sem sér- menntunin kann að hafa í för með sér, þrátt fyrir kosti sína. — Þegar menn taka að sérhæfa sig, er stundum hætta á, að þeir einblíni um of á sérgrein sína og skorti þess vegna þá víðsýni, sem sannmenntuðum rnanni er nauðsynleg. Nýlega birtist í Morgunblaðinu grein, sem fjallaði um sjónvarps málið. í þessari grein ræðst greia arhöfundur að þeim 600 háskóía stúdentum, sem undirrituðu áskor un til Alþingis um takmörkun á ameríska hermannasjónvarpinu. Virðist greinarhöfundi vera mjög mikið niðri fyrir vegna þess að islenzkir stúdentar hafa enn sjálf stæðar skoðanir og þora að láta þær í ljósi. Vitnar hann til atviks frá Gagnfræðaskólanum á Akur eyri 1921, er nemendur fóru þess á leit ,,að manni, sem ekki hefði gert kennslustörf að aðallífsstarfi sínu, yrði ekki veitt skólameistara staðan.“ Virðist skoðun nemend anna eikkert óeðlileg sem slfk. Voru þeir nemendur, seim þessa skoðun höfðu og létu í ljósi með því að undirrita hana lækkaðir úr 8 ofan í 7 í hegðun og fengu stranga áminningu. Voru þetta fyrirmæli stjórnvalda. Virðist greinarhöfundur hrifinn af að- gerðum þessara stjórnarvalda og væntir þess auðsýnilega, að nú- verandi stjórnvöld bregðist á hlið stæðan hátt við „samslags áskorun arfrumhlaupi óþroskaðra skóla- pilta“, en þannig farast rafmagns verkfræðingnum orð um undir skriftirnar. — „Við almennir kjós endur ætlumst yfirleitt til að hið háa Alþingi láti ekki einhverja piltunga komast upp með að segja sér fyrir verkum um eitt eða neitt, heldur að þessar stofnanir, Al- þingi og stjórnarráð, sýni almennt af sér myndugleik." Slíkar setn ingar prýða grein höfundar. Skyldi maðurinn gera sér nokkra grein fyrir því, að þorri þessara 600 stúdenta hafa kosningarétt og teljast þess vegna til almennra kjósenda? Þess vegna er þarna um hreina rökleyisu að ræða, er rafmagnsverkfræðingurinn greinir þessa 600 stúdenta frá almennum kjósendum, því að þorri þeirra er almennir kjósendur, eins og áð ur segir. Síðar í greininni varpar hann þeirri spurningu fram að máske stafi þetta af því „að almennum menntunar- og menningarfögum sé þar ekki nægilegur sómi sýnd ur.“ (Þarna eiga sem sagt otjóm völdin að hirta „óþroskaða skóla- pilta“ fyrir „áskorunarfrum- hlaup,“ sem stafar af því, að þau (stjómvöldin) veita unglingunum ekki nægilega menntun. Þetta mundi danskurinn líklega kalla „kvindelogik"). Öllum getgátum og spákukli greinarhöfundar varðandi orsakir undirritunar hinna 600 háskóla- stúdenta má svara þannig í skemimstu máli: Víðsýni ríkir með al háskólastúdenta, þeir mynda sér skoðanir og þora að láta þær í ljósi. Yfirlýsing háskólastúdenta felur það ekki í sér, að þeir séu á móti sjónvarpi sem slíku, heldur eru þeir á móti því, að erlend þjóð hafi einokun á þessu sviði. Eg hygg, að ekki yrði nokkur há- skólastúdent á móti því að t. d. góðar fræðslukvikmyndir erlendis frá verði sýndar i hinu íslenzka sjónvarpi, eins og gert er ráð fyr- ir. Hins vegar gæti hið erlenda sjónvarp orðið hættulegur keppi nautur hins nýstofnaða íslenzka sjónvarps. Væri því betra ráð að efla íslenzkt sjónvarp og þar með „tæknina", heldur en kreppa að þvi með erlendri samkeppi. Eins og ég gat um í upphafi kann sú hætta að fylgja sérmennt uninni, að sérfræðingana skorti almenna víðsýni (rafmagnsverk- fræðingi gæti t. d. orðið mjög hætt við því að vita lítið um hver áhrif sjónvarp hafi á menningu o. s. frv„ þótt hann gjörþekki tækið sem slíkt). Þess vegna tel ég mjög heppi legt, að stúdentar, sem enn eru í tengslum við hina almennu skóla menntun og eigi hafa tafcmarkað sjóndeildarhring sinn við lítið sér svið, láti þjóðfélagsleg málefni til sín taka. Háskólastúdent, einn af hinum almennu kjósendum. Sparisjóður Alþýðu Reykjavík, óskar að ráða forstöðumann. Æskilegt er, að við- komandi hafi reynslu í bankastarfsemi. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist stjórn Sparisjóðs Alþýðu, Reykjavík, pósthólf 1406 fyrir 5. apríl n.k. Stjórn Sparisjóðs Alþýðu, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.