Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 24 marz 196G 12 TÍMINN Myndina her a3 ofan tok Ijósm. Tímans, Bjarnleifur, af unglingalandsliði kvenna í handknattleik, sem nýlega var valið. Fremri röð frá vinstri: Heiða Gunnarsdóttir, Breiðabl., Steinunn Pétursdóttir, Kefla vík. Edda Jónasdóttir, Fram Bjarney Valdimarsdóttir, Fram, Hanna María Karlsdóttir, Keflavík, Geirrún Theódórsdóttir, Fram, Björg Guðmundsdóttir, Val. Aftari röð: Viðar Símonarson, þjálfari, Edda Hall- dórsdóttir, Breiðablik, Halldóra Guðmundsdóttir, Fram, Fríða Proppé, Fram, Sigrún Guðmundsdóttir, Val, Ragnheiður Blöndal, Val Eygló Einarsdóttir, Árm., Hansína Melsted, KR og Júdý Westley, Keflavík. Staöa Þróttar og ÍR bezt Enska landsliðið Alf Ramsey valdi í gær enska landsliðið, sem leika á gegn Skot- landi í Glasgow hinn 2. apríl — og í fyrsta skipti í langan tíma valdi hann útherja, Conolly hjá Manch. Utd. — Liðið er annars þannig skipað. Banks, Lcicester, Cohen, Fulham, Wilson, Everton, Stiles Manch. Utd., J. Charlton, Framhald á bls. 13. Staða Þróttar og ÍR er bezt í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik, en staða Víkings, sem flestir töldu fyrirfram, að vinna myndi mótið, er vonlítil, þar sem liðið hefur tapað 4 stigum, en hin liðin ekki nema tveimur. Staða Þróttar er öllu betri en ÍR, þar sem Þrótt ur á eftir leik gegn Keflavík og ÍR, en ÍR á eftir leik gegn Vík- ingi og Þrótti. Annars er staðan þessi: ÍR 6 5 0 1 170:143 10 Þróttur 6 5 0 1 136:119 10 Víkingur 6 4 0 2 126:106 8 Keflavík 7 2 0 5 148:170 0 Akranes 7 0 0 7 88:130 0 Gunnlaugur leikur með Fram í kvðld Fram - Haukar og Valur - KR í kvöld Alf-Reykjavík. — Tveir þýðing armiklir leikir í 1. deild ís- landsmótsins í handknattleik fara fram að Háiogalandi í kvöld. Fram og Haukar leika fyrri leikinn, en Valur og KR mætast í þeim síðari. Gunnlaugur Hjálmarsson, beitt- asta vopn Fram, hefur verið frá æfingum að undanförnu vegna meiðsla og var tæplega reiknað með, að hann léki í kvöld. En Gunnlaugur verður með Fram í kvöld. Hann fór á æfingu í fyrra kvöld og kenndi sér þá einskis meins. Eru það góð tíðindi fyrir landsliðið, að Gunnlaugur skuli vera orðinn heill aftur. Engu skal spáð fyrir um úrslit leiksins, en bæði liðin þurfa á stigunum að halda — Haukar til að losna betur úr fallhættunni — og Fram til að styrkja stöðu sfna á toppinum. Búast má við hörkuleik milli KR og Vals, en bæði liðin eru í fallhættu, sérstaklega þó KR, sem hefur aðeins hlotið 4 stig. Takist KR ekki að sigra í kvöld, er að- eins einn möguleiki fyrir liðið að hljóta fleiri stig — gegn Fram, nema KR vinnj kæruna í sam- bandi við leikinn gegn FH. Með því að sigra KR í kvöld gæti Val- ur losnað úr mestu fallhættunni. Samkvæmt síðustu leikjum Vals og KR, eru KR-ingar sigurstrang legri í kvöld. Fyrri leikur hefst klukkan 20.15. Einar Bollason er stigahæstur íslandsmótinu í körfuknattleik verður haldið áfram annað kvöld, föstudagskvöld, og verða þá leikn ir tveir leikir í 1. deild. f fyrri Framhald á bls. 13. KÆRAN TEKIN STRAX FYRIR Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, kærðu KR-ingar leikinn gegn FH í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. Blaðið fregnaði það í gær, að Handknattleiksráð Reykjavíkur hefði þegar' sent hana til dómstóls síns og verður hún tekin fyrir þar strax. Er niður stöðu að vænta mjög fljótlega. Myndin lengst til vinstri var tekin í Frakklandi W38 úr leik Tékka og Brasiliumanna. Verið er að vísa einum teikmanna út af. Þrír fótbrotnuðu í bessum leik. — Á mynd- inni fyrir mlðju sést leikmaður frá Uruguay hopa, þegar mexicanskur leikmaður reynir að sparka í hann, en honum er haldið. Myndin er frá HM 1950. Og á myndinni til hægrl sést þegar Bozik (Ungverjalandi) og Santos (Brasil íu) er vísað út af í hinum sögulega leik f Bern 1954. Harka / knattspyrnu ekki neitt nýtt fyrirbrigíi Er sífellt að færast meiri harka í knattspymuna? Það er orðinn nær daglegur viðburður að fréttir berist af slagsmála- leikjum úr ýmsum áttum, en hvergi er þó ólgan meiri í knattspyrnuleikjum en í Suð ur-Ameríku og hinum suðlæg ari Evrópuríkjum, t.d. ftalíu og Grikklandi. Og nýlega bár- ust fréttir af sögulegum leik í Grikklandi, þar sem leik- mönnum lenti saman og dansk ur dómari varð fyrir aðkasti. Ýmsir vilja kenna því um, að atvinnumennska í knatt- spyrnu ýti undir hörku, enda verði keppnin meiri, þar sem peningar eru í spilinu. Vel má vera, að einhver sannleikur fel ist í þessari fullyrðingu, en fróðlegt er að líta yfir farinn veg og gera athugun á því, hvernig knattspyrnan var leik- in áður fyrr, þegar atvinnu- mennskan var á byrjunarstigi, eða alls ekki til. Og sá saman burður verður ekki sérlega hagstæður fyrir hina „gömlu, góðu og prúðmannlegu knatt- spyrnu fyrri tíma.“ í ljós kem ur nefnilega, að harka og slags mál í knattspyrnuleikjum er ekki neitt nýtt vandamál, held ur vandamál, sem fylgt hefur knattspyrnunni um langt skeið. Til gamans má nefna dæmi úr sögu heimmeistarakeppn- innar. Árið 1930 fór keppnin fram í Uruguay, en þá fór allt í bál og brand í leik Rúmen- íu og Perú eftir að dómari leiksins, sem var frá Chile, vis aði fyrirliða Perú af leikvelli fyrir grófan leik. Allt lenti í einni kös, leikmenn slógust á vellinum, og forystumenn lið- anna og þjálfarar blönduðu sér í slagsmálin, slíkur var hama- gangurinn. Þó var þessi leikur World Cup Willie — verSa Ifka slagsmál 1966? hreinn barnaleikur miðað við úrslitaleik keppninnsar sem var á milli Argentínu og Urug uay, en Uruguay vann með 4:2 og þótti dómari leiksins dæma heimamönnum í viL í Argen- tínu varð allt snarvitlaust, og aðsúgur var gerður að sendi- ráði Uruguay, til að „hefna óréttlætisins.“ Varð lögregl- an að beina skotvopnum til að dreifa mannfjöldanum. Sjálfur var . leikurinn mjög harður á báða bóga og logaði í slagsmálum. Árið 1934 var keppt á Ítalíu. „Þetta var bardagi, en ekki knattspyrnuleikur," sagði fram kvæmdastjóri austurríska lands liðsins, en ítalir slógu lið hans í bókstaflegri merkingu, út í keppninni, því þrír leikmanna Austurríkis lágu í valnum eftir hnefahögg mótherjanna. Tvo varð að bera út, en einn þeirra gat haldið leiknum áfram. Árið 1938 fór keppnin fram í Frakklandi. Þá skeði það í leik Tékkóslóvakíu og Brazilíu, að bera varð tvo tékkneska leikmenn fótbrotna af velli. Þremur leikmönnum var vís- að út af. Árið, 1950 var leikið í Brazi líu. Þá varð brazilíski dómar- inn, sem dæmdi leik Uruguay og Mexiko, að fá lögregluvernd út af vellinum. Hann hafði dæmt réttilega af mark í leikn um og þá upphófust slagsmál milli leikmanna og þeir börð- ust af mikilli heift. Árið 1954 var leikið í Bern í Sviss. Brazilíumenn mættu liði Ungverjalands sem var með innanborðs stóru nöfnin í þá tíð, Puskas, Kocis, Bozik o.fl. Einn frægasti dómari ver- aldar þá, Englendingurinn Ell- Framhald á bls. 13. Jl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.