Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 8
TÍMINN I a nMMTUDAGUR 24 marz 1966 UTNESJAFOLKIÐ ER FÁTÆKT OC SPAKT Annarra dæmi um áfengis- Svo er stundum að heyra, sem málglaðir menn líti svo á, að það sé með fádæmum, að á íslandi sé reynt að sporna gegn ofkrykkju með einhvers konar hömlum. Tvívegis hef ég beðið ákveðna menn, að segja til hvað annað þekktist, en svör þeirra hef ég ekki séð. Vonandi hafa þeir farið að J hugsa og kynna sér þau mál, sem þeir höfðu talað djarf- lega um. Lengi var vitnað í Frakk- land sem fyrirmyndarland um frjálsan drykkjuskap. Vel má vera, að það hafi átt mestan þátt í falli Mendes France hér um árið, að hann lét leiða í ljós ný sannindi um áfengis- nautn í Frakklandi og lögbauð að skólabörn drykkju heldur mjólk en rauðvín milli kennslu stunda. Samt fóru Frakkar eitthvað að hugsa og nú virð ist það alviðurkennt, að 20 þúsund Fransmenn drekki sig í hel á hverju ári. beint og óbeint — láti líf sitt af völd- um áfengisneyzlu. Og það virð ist ekki vera neitt álitamál lengur, að takmarka beri fjölda vínveitingastaða þar í landi og þá auðvitað með iögbönnum. í Bandaríkjunum er það nýj ast, að hert er á löggjöf sem bannar áfengisneyzlu ungs fólks. í öllum ríkjum Banda- ríkjanna — 50 að tölu — er ný löggjöf í gildi um þau efni og í flestum þeirra er vikið frá því, sem almennast var, að refsa aðeins þeim, sem selur. Nú er kaupandinn líka sekur um refsivert athæfi sam- kvæmt hinum nýju lögum. Hingað til hefur engin réttarfarsleg hætta fylgt því fyT ir ungt fólk að kaupa áfengi, en nú liggur við því fésekt eða jafnvel fangelsi, ef ítrekað er. Hafi einhverjir meiri áhuga á því hvernig Rússar taka á þessum málum, er rétt að geta þess, að afbrot eins og heima- bruggun og launsala áfeng- is getur varðar fangelsi í 3-5 ár. Jafnfram má svo geta þess, að bæði í Rússlandi og Bandaríkj unum gera ríkisstjórnir ýmis legt til að vinna gegn drykkju- skap unglinga. Reynt er að benda unglingunum á, að ölv- an og áfengisneyzla sé ekkert merki um þroska fullorð- ins manns. Miklu fremur gæti það bent til hrörnunar, því að nokkur rök mætti færa að því, að sá, sem farinn er að sljóvgast, þurfi örvunarlyf, en ekki sá, sem er í æskufjöri. Ekkert megum við elta Í blindni, en fróðlegt er að fylgj^st með, hvernig aðrir hugsa og mæta vandanum. Því má svo hnýta hér aftan við, — svona til umhugsunar — að vegna okkar bindind- ismanna þarf enga áfengislög- gjöf, og væru íslendingar allir bindindismenn væru þeir sjálfsagt lausir við alla áfengis löggjöf. Það eitt væri fullkom in lausn — og góð. H.Kr. Samkvæmt réttu ritúali er 1. marz 1966 genginn í garð og þá er Birni Sveinbjörnssyni, sem um | nær tvo áratugi hefur gegnt einu | umsvifaimesta sýslum.emb. lands-1 ins og að allra dómi með ágælum, \ vikið úr starfi af húsbændum sín um, þeim, sem öllum öðrum fremur hafa verið settir til að gæta réttar og mannhelgi í landi voru. Sem betur fer hefur nokkur brestur orðið við brott- vikning Björns Sveinbjörns- sonar úr embætti og gæti svo farið að það með öðru fleira kynni að verka fyrir núverandi stjórn arvöld eins og Einar Þambar skelfir spáði um stjórn Ólafs Tryggvasonar í Noregi, er boga strengur Einars brast i Svoldar- orrustu. Sérstöðu þessarar embættis veitingar sýnir bezt allt, sem um hana hefur verið rætt og ritað Rök veitingarvaldsins fyrir brott vikningu Björns úr embættinu eru flest að finna í Morgunblað inu frá 14. nóv. sl., koma þau flestum á óvart, þar sem viður- kennd hæfni og löng og giftu- drjúg þjónusta er svo sniðgengin, sem hér er gert. í sama pistli Morgunblaðsins er og það, að skrifstofufólk geri sig svo breitt að vilja ráða skipan í sýslumannsembættið. Þetta eru getsakir einar, en engan hef ég heyrt efast um, að embættisveit- ing þessi væri hápólitísk og fyrir því hafi hinn vellátni sýslumaður orðið að beygja sig, og hrekjast úr starfi eftir svo langa og far- sæla þjónustu. En þegar málum var svona kom ið, mun samstarfsfólki Björns sýslumanns, hafa fundizt eðli- legast, að veitingavaldið með hinn nýja sýslumann í fylkingar- brjósti, fengi að ráða alla verðuga til embættisins alla leið niður til hreppstjóra, svo að sem fæsta skugga bæri á hina pólitísku línu. Enda á það lögð megin- áherzla, í f.n. Morgunblaðsgrein, hver hafi veitingarvaldið og hon um beri fyllsti réttur til að beita því eftir eigin sannfæringu, ekki minnzt á að hefð og reglur kunni að skipta máli. Og enn er starfsfólki embætt isins brugðið um siðleysi fyrir að sætta sig ekki möglunarlaust við þessar harkalegu aðgerðir. Þá er enn brugðið á gamalt húsráð i þessum herbúðum og heilasérfræð ingur flokksins kallaður til. Sjúkdómseinkennin eru hinum „aldna sérfræðingi" gamalkunn „ Audleg kö!duflog“ — og sjúk- dómsgreiningin á prúðan og hóg væran hátt orðrétt: „Fólkið hér við sunnanverðan Faxaflóa virð- ist vera sérstaklega næmt fjTÍr þeim bakteríum, sem sóðafcngn ir smitberar bera út meðal lýðs- ins.“ En þessi vammlausi heiðurs- maður bætir þó við, að þetta mjög svo bágstadda fólk hafi batavon, ef það hljóti rétta meðferð, sem taki þó alltaf nokkurn tíma. II. Ekki er ein báran stök, er gam alt máltæki. Má segja, að það eigi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í garð okkar, sem Reykjanesskag ann byggjum á aflíðandi því herr ans ári 1965. Það má segja, að fyrsta báran hafi verið hinn margumtalaði vega tollur. Þeir, sem þekkja til vega- mála hér á Reykjanesskaganum vita, að Reykjanesbúar hafa frá upphafi akfærra vega hér á landi verið mjög hlunnfarnir umfram aðra landsmenn, þar sem fyrsti ak færi vegur frá Hafnarfirði til Keflavíkur var iagður fjrrir fé að hálfu úr ríkissjóði og Vt úr sýslu- sjóði Gullbringusýslu, en ’A átti að taka hjá viðkomandi hreppum. Sýslusjóður Gullbringusýslu mun hafa verið fyrstur til að nota heimildarlög um fasteignaskatt, sem nefndur var vegasjóðsgjald til að standa undir byggingar- kostnaði vega í sýslunni. Þessum sjóði var oft fjárvant þar sem honum var ætlað að standa undir svo stórum hluta vegagerða í sýslunni og var löng um eina úrræðið að hækka skatt- inn. Hér í Grindavík var kostn- aðar Grindavíkurvegar tekinn úr sveitarsjóði og náð með því að taka Vz hlut af hverjum bát, sem gekk á vetrarvertíð árin 1914 til 1919. Þetta mun hafa verið undirstað an að öllum akfærum vegum á Reykjanesskaganum og var látið duga þar til setuliðið á stríðsár- unum var búið að hreiðra um sig hér á Reykjanesskaganum, en þá var ráðizt í breikkun vegarins svo að bílar gátu mætzt, án þess að fara út af veginum. Ekki veit ég, hvort kostnaður- inn við breikkun vegarins var þá allur greiddur úr ríkissjóði, en líklegt má telja, að setuliðið hafi eitthvað lagt af mörkum í þá end- urbót. Eftir að setuliðið kom til sög- unnar, óx umferð gífurlega um veginn, og vegna óeðlilega lélegs viðhalds miðað við umferð var Reykjanesvegurinn hin síðari ár lÖngum talinn „Ódáðahraun allra vega.“ Vor og haust var að jafnaði lít- ils háttar borið í veginn og þá helzt í verstu ófærurnar og það látið duga árið yfir. Að öðru leyti en því, að vegheflar reyndu að slétta veginn eftir föngum. f þurrkatíð, einkum á sumrin, rauk allur ofaníburður burt, svo að vegurinn nálgaðist það oft að verða ófær öllum farartækjum. Reykjanesskaginn er það þétt- býll, að allir vita, að við lögðum til vegamála langt umfram það, sem í okkar vegi fór og hef ég ekki heyrt neinn uiögla yfir því, að leggja ríflega sinn skerf til uppbyggingar landvega- en þó var vitanlega lifað í þeirri von að við fengjum um síðir sæmilega, ak- færan veg árið um kring. Loks kom svo að þvi, að Ólafur Thors, sem var búinn að vera þing maður kjördæmisins yfir 40 ár, lagði til, að vegur yrði steyptur út á Reykjanesið- og þar sem hann var þá forsætisráðherra með stjórnarmeirihluta, var það sam- þykkt í þinginu og var verkið haf ið fjrir þrem árum siðan og því lokið á sl. hausti. Töldu nú flestir Reykjanesbtfar, að nú væri langþráðu takmarki náð og íbúar hér þyrftu ekki lengur vegna ills aðbúnaðar frá hinu opinbera í vegamálum að verja meira fé til þess að eiga og nýta bíla sína en aðrir lands menn. Þá var hinn illrændi vega- tollur á Reykjanesvegi samþykkt- ur og vitanlega ber réttlætiskennd in málstaðnum vitni, því sama gildir, hvort þú ekur Vápart vegar ins á suðurleið eða allan veginn, fullt gjald skaltu greiða Menn spyrja: Á þessi þéttbýla sýsla, hið vinnandi fólk í sjávar- þorpunum við sunnanverðan Faxa flóann og Grindavík enga for- sjá í þingsölum íslendinga nú í dag. Sumir íbúar Reykjanessins trúa því eflaust, að vegurinn hafi verið steyptur þeirra vegna. Nú er það vitað. að stjórnarvöldin voru kom in í vanda með að Ieysa flugvall armálið, vegna hinna stóru flug- véla Loftleiða, því að Reykjavíkur flugvöllur var orðinn of lítill fyrir bær og áætlað að nýr flugvöllur mundi kosta 1% til 2 milljarða. Sáu þá allir ,að góður vegur á Keflavíkurflugvöll væri hvoru- tveggja góð og mjög ódýr lausn á flugvallavandamálinu, en stjórn arvöldin fundu enn ódýrari tausn á málinu, nefnilega þá að láta íbúa Reykjanesskagans bera kostnað inn. Og þannig skulu þeir alltaf bera þyngri byrðar af vegamálum héildarinnar. svo sem verið hefur frá upphafi. Þeim herrum, sem að vegatoll inum stóðu, mun samt einhvern veginn hafa fundizt, að einhvers þyrfti með til þess að fá Suður- nesjamenn til þess að taka á sig þennan okurskatt með ljúfu geði. Vitnaði stjórnarliðið þá í norsika sérfræðinga, sem væru búnir að reikna út, að þrátt fjrir tollinn græddu íbúar Reykjanessins á þessu hærri upphæð en sem toll inum nemur. En hræddur er ég um, að þessi póstur (vegaskatturinn) verði þeim þungur í skauti, sem vegna atvinnureksturs eiga vörubíla í för um á Reykjanesvegi flesta daga ársins, hætt við að reynslan sanni ekki útreikninga sérfræðinganna. III. í brimlendingum í gamla daga var talið, að i hverju ólagi væru þrjár öldur, og hin þriðja og síð- asta alltaf stærst. Ólög af hendi stjórnarvaldanna hafa riðið á okkur íbúum Reykja nessins nú um skeið og þriðja aldan sú holskeflan, sem nú er risin og ekki er vitað um, nema hún eigi eftir að kaffæra og gera að engu það blómlega atvinnulíf, sem hér hefur dafnað undanfarin ár, er hér um að ræða hina fjrir- huguðu aluminum verksmiðju í Straumvík. Undanfarin ár hefur með hverju ári reynzt erfiðars að fá mannskap á bátana til oolfisk- veiða og til vinnu í fiskiðjuverun um að útflutningsframleiðslunni. Mundi nú horfa til stórvandræða, ef Færeyingar hefðu ekki fengizt á vetrarvertíðum. En þeir hafa nú að síðustu árin bjargað vinnuaflsþörfinni og forðað frá stórvandræðum. Lands feðurnir láta óspart prenta hag- fræðilega útreikninga og segja m. a„ að vinntfaflsþörfin muni leys ast af einhverju leyti með auk- inni fólksfjölgun í landinu er það vitanl. rétt svo langt sem það nær. Reynsla þeirra, sem fiskiðnað stunda er sú, að með hverju ári gerist æ erfiðara að fá fólk í þá vinnu og er það vitanlega vegna skorts á vinnuafli almennt, einnig er fiskvinna óhreinlegri og erfið- ari en flest önnur vinna, svo að þótt fólk beri oft meir úr býtum við fiskiðjuna kýs það oft hina Framhald á bls. 13 í HLJÓMLEIKASAL Alfred Brendel í annað sinn á tveim árum hefur Tónlistarfélagið fengið Alfred Brendel til að leika fyr ir hlustendur sína. — Þótt fyrri heimsókn hans hafi skil ið eftir sterk áhrif listar hans, hefur sú síðari með sónötu kveldi hans opnað áhejrendum nýjan heim í túlkun Wienar klassikeranna Beetovens og Schuberts. — Fjórar sónötur þeirra, fengu hver um sig aðra breidd og dýpri liti í túlkun Brendels. Smáatriði, sem stund um skolast til þótt um ágæta listamenn sé að ræða. færði listamaðurinn í nýjan og fersk an búning. — Allir þekkja lengdina á sónötum Schuberts en Brendel þjappar með ein- hverju óskiljanlegu móti form inu saman. þannig að það smæsta verður stórt. — Þegar Schubert eins og honum ein- um er lagið, varpar enn einu sinni fram sínu stefi sem eft- ir öllum sólarmerkjum ætti að vera óhugsandi tekur Brendel við og færir áheyranda þetta sama stef í endurnýjaðri mynd líkt og heimurinn væri að eign ast það rétt í þessu og heyrði það nú í fyrsta sinn. Slík end- urnýjun í leik er harla fágæt og einungis listamanni, með al- gjöra yfirburði möguleg, — þá var túlkun Brendels á tveim sónötum Beetovens stórkostleg. í op. 109 tjáði/ listamaðurinn þann innri styrk og skilning, sem einungis verður leystur úr læðingi, þegar andlegt næmi býr í jafn ríkum mæli með túlk andanum og þarna varð raun á, og allar tæknilegar hindran- ir eru niður fallnar. — Ég hygg að þær fjórar sónötur, sem Brendel flutti þetta kvöld muni lengi gnæfa upp úr annarri túlkun í huga hiustanda svo frábær var leikur hans. Tónlistarfélaginu og forráða- mönnum þess ber að þakka sem vert er komu listamanns- ins hingað og honum sjálium þá uppsprettu sannrar listar er hann flutti. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.