Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 1
Augiýsing i Tímanum kcemor daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda Gerizt áskrifendur að Timanum. Hringið 1 síma 12323. 69. tbl. — Fimmtudagur 24. marz 1966 — 50. árg. Horfur á góðri fisk- sölu í Hull miðvikudag. Samkvæmt frásögn enska blaðsins Sunday Express getur verkfall togaramanna í Hull hækkað verð á fiski mikið um páskahelgina og bendir allt til að íslenzkir togarar ættu að fá gott verð fyrir afla í HuU, ef verkfallið dregst á langinn og breiðist út. Verkfallið hófst fyrir nokkr- um dögum, er skipverjar á togaranum Lord Ancaster gengu á land í mótmælaskyni við ráðningu tveggja ófélags- bundinna manna. Áhafnir ann arra togara gerðu samúðarverk fall og hefur aðeins einn tog- ari siglt frá Hull frá því að verkfallið hófst á mánudaginn 14. marz. Verkfallið átti að standa í eina viku, en á sunnu- Framhald á 14 síðu Hambrosbanki þakkaði fyrir með kampavíni IGÞ—Reykjavík, miðvikudag. Síðan um jól liefur ekki verið hægt að skipta meiru en tvö þús und og fimm hundruð krónum íslenzkum í Hambrosbanka í Lond on, sem er hin leyfilega upphæð er má hafa með sér héðan. Áður höfðu þeir hjá Hambros-banka ekki verið eins strangir. Það sem olli sinnaskiptum þeirra voru við skipti bankans við kaupsýslumann íslenzkan, sem að sögn skipti hundr. þús. kr. í bankanum. Bank inn greiddi honum tvö hundr. og fimmtíu pundum of mikið, en þar sem maðurinn hafði skrifað nafn sitt ógreinilega á skiptibeiðn ina, gátu þeir ekki lesið nafn hans, þegar komst upp um of- greiðsluna að kvöldi. Bankinn sneri sér til íslenzkra aðila í London og bað um aðstoð við að hafa uppi á manninum. Það mun hafa verið starfsfólk Flug félags íslands, sem komst fyrir um það, hver þessi peningaskipti hafði gert við bankann. Gekik greið lega að leiðrétta þetta eftir að maðurinn var fundinn, en Ham bros-banki sýndi starfsfólki Flug félagsins þakklæti sitt fyrir að- stoðina með því að senda því einn kampavínskassa. Síðan þetta gerðist fá menn elcki skipt nema tvö þúsund og fimm hund^uð krónum í einu í Hambros-ba-nka, og gengið er eft ir því að menn skrifi nöfn sín með prentstöfum á þá pappíra, er fylgja peningaskiptum. Að sjálfsögðu gilda engin lög um það, hvað erlendur banki má skipta miklu fé héðan. Ákvæðið um að hafa megi með sér 2500 Framhald á 14. síðu. VEGIR OFÆRIR EFTIR ÚVEDRID KT-Reykjavík, miðvikudag. Óveðrið, sem geisaði um allt norðanvert landið í gær, hefur nú iægt mikið. Hefur norðanáttin gengið mikið niður, en gengið hef ur á með éljum norðanlands og jafnvel snjókomu, en sunnanlands er léttskýjað. Frost er talsvert fyr ir norðan, allt að 10 stigum og meira. Veðrið hefur gert það að verk- um, að nú eru svo að segja allir vegir norðanlands lokaðir, en bíl- fært var orðið um flest héruð, áður en veðrið skall á. Tíminn hafði í dag samband við fréttaritara sína á norðanverðu landinu og fara frásagnir þeirra af veðrinu hér á eftir. Veðurofsinn var einna mestur á Sauðárkróki í gær. í dag eru allir vegir í Skagafirði ófærir og hafa engir bílar komizt til Sauðárkróks í dag. Hefur af þessum orsökum orðið að fresta sæluvikunni, sem hófst um helgina, þar til 11. aprll, en það er annar í Páskum. f gær var mjólkurbíll á leið úr Hofshreppi til Sauðárkróks, en hann strandaði í Hegranesi og var ýta send til aðstoðar, en án árangurs. Fleiri bílar stöðvuðust í Skagafirði í gær, m.a. áætlunarbif- reið, sem stanzaði í Varmahlíð. Á Ólafsfirði og Dalvík var allt orðið ófært, er blaðið hafði sam- band við fréttaritara sína þar. Eins og skýrt hefur verið frá, varð Drangur að snúa við í gær vegna veðurs, en fór síðan í morgun og ætlaði til Siglufjarðar og e.t.v. til Sauðárkróks. Sáttarkossinn í Páfagarði. Dr. Ramsey og Páll páfi VI. kyssast í sixtínsku kapellunni. — Simamynd. SÁTTAK0SS IKVENNA- STRÍÐIH/NRIKS VIII NTB—Páfagarði, miðvikudag. Páll páfi VI., æðsti maður Róm versk-kaþólsku kirkjunnar og dr. Ramsey, erkibiskup af Kantara- borg og yfirmaður ensku biskupa kirkjunnar, kysstust í dag sátta- koss og hétu hvor öðrum að vinna að því saman að koma á einingu kristinna manna. Þetta var í fyrsta sinn í fjórar aldir, að leið- togar rómversk-kaþólsku kirkjunn ar og ensku biskupakirkjunnar hittust, en samband kirknanna slitnaði á sínum tíma út af kvenna málum Hinriks áttunda Bretakon- ungs. Leiðtogarnir tveir hittust í hinni frægu sixtínsku kapellu. Þeir föðmuðust af miklum inni- leik og kysstu hvor annan. Þessi koss var þó aðeins til bráðabirgða því að hinn formlegi sáttakoss mun sjá dagsins ljós á morgun, fimmtudag. Páfinn og erkibiskupinn satu í hægindastólum undir hinu mikla málverki Michelangelos af dóms degi, og sneru þeir að aitarinu. | ans — þrá þess, að þeir gætu Dr. Ramsey sagði páfanum, að j styrkt einingu kristinna manna. hann hefði komið til Rómar með | Páfinn svaraði: — Þér hafið end eina sterka þrá í brjósti sér — i urreist brú, sem um aldir hefur þrá, sem hann sagðist vera viss i verið brotin, milli kirkjunnar i um, að væri einnig í hjarta páf-1 Framhald a 14. síðu. Á Akureyri hefur allt lokazt af snjó. Mjólkurbílum, sem voru á leið úr Hrafnagilshreppi og Önguls staðahreppi, var hjálpað til Akur- eyrar, en tveir snjóplógar voru sendir á móti þeim. Hins vegar var ekki reynt að halda uppi mjólkurflutningum frá Saurbæjar- hreppi. Ekki hefur verið mjög slæmt veður á Húsavík, talsverður snjór, en ekki mjög hvasst. Færðin hef- ur ekki spillzt innanbæjar, en ófært er um sveitirnar, en reynt er í dag að ryðja vegina. Óveðrið skall á um sjöleytið í gær á Héraði, en orðið bjart um kl. 6 í morgun. Lokuðust allir veg- ir á svipstundu, en talsvert hafði verið rutt af vegum í héraðinu. Þá er og ófært á Vopnafirði. Á Bíldudal og ísafirði varð veðrið ekki slæmt í gær og bezta veður var komið þar í dag. Bátar á leið til ísafjarðar af Breiða- fjarðarmiðum áttu þó í dálitlum örðugleikum vegna ísingar. Urðu þeir að leita undir land til þess að berja ísinguna af. Olof Lagerkrantz MÆLIR MEÐ STUÐNINGI VIÐ HÁÐ OG ÓHÁÐBLÖÐ NTB-Oslo, miðvikudag. Olof Lagerkrantz, aðalritstjóri Dagens Nyheter, sem er stærsta dagblað Norðurlanda, ræddi blaða dauðann á fundi blaðamanna- klúbbsins í Osló í dag og benti á ýmiss konar aðstoð, er hið op- inbera gæti veitt dagblöðunum. Lagerkrantz ræddi fyrst blaða- dauðann á Norðurlöndum og í Am eríku og sagði, að allir ættu auð- veldlega að geta verið sammála um, að heilbrigði þjóðfélagsins væri í hættu, þar sem eitt blað fengi einokunaraðstöðu. Hann ræddi ástandið í Svíþjóð og sagði, að þegar blað eins og Stockholms- Tidningegn myndi hætta að koma út, væri það í rauninni áfall fyrir lýðræðið í landinu. Það finnast ýmsar aðgerðir gegn blaðadauðanum, — ' sagði Lager- krantz. — Með löggjöf er hægt að bæta hag blaðanna. Ríkið get- ur auglýst meira í blöðunum en það gerir nú. Póststjórnin getur lækkað flutningsgjald blaðanna, og ríkið getur losað blöðin við ýmiss konar skatta og gjöld. Þess háttar aðgerðir eru réttlætanleg- ar, því að almenningur stendur í vissri skuld við blöðin. Og mað- ur getur fullyrt, að það sé í þágu ríkisins, að allir hafi efni á að Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.