Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 2
2 TIMINN FIMMTUDAGUR 24 marz 1966 Kína og Alhanía fara ekki á flokksþingið í Moskvu Kúiuvéiar með ísienzku HZ-Reykjavík, þriðjudag. í dag var fréttamönnum boðið að skoða hjá Otto A. Michelsen nýja gerð IBM ritvéla, sem veldur byltingu í heimi ritvéla. Ritvél þessi er kölluð „Kúluvél." Þessi kúluvél kom fyrst á markaðinn árið 1961 í Bandaríkjunum, sló í gegn, og nú er svo komið að helmingur af framleiðslu IBM, sem er um 55% af öllum rafrit vélum, sem seldar eru í dag í heiminum, er kúluvélar. Vél þessi kom fyrst á markað er- lendis árið 1961, en hefur ekki fengizt til fslánds fyrr, þar sem mjög dýrt er að búa til kúlu með íslenzkum stöfum. En í þakklætis- og viðurkenningarskyni til þeirra nærri þúsund viðskiptavina, sem sýnt hafa IBM rafritvélunum traust á undanförnum árum, ákvað IBM nýlega að framleiða íslenzka kúlu. Síðan hefur verið ötullega unnið að þjálfun viðgerðar- og sölumanna og uppbyggingu vara- hlutabirgða. Öllu er þessu nú.lok- ið, og er fyrsta stóra kúluvélasend ingin væntanleg um miðjan næsta mánuð. Á kúlu þeirri, sem hér um ræð- ir, eru allir stafir og tákn, sem venjuleg ritvél hefur á fjörutíu og fjórum stafaörmum. Kúluvélin tekur minna rúm en venjuleg rit- vél, þar sem vals hennar hreyf- ist ekki til hliðar. Hins vegar hreyfist kúlan meðfram valsinum. Kúluvélin er með svokallaðri álsláttargeymslu. Ef slegið er á tvo stafi nær samtímis, geymist seinni stafurinn þar til sá fyrri er skrifaður, en skrifast síðan. Kúlan er skiptanleg og má því með einu handtaki skipta um let- urgerð. Þó verður aðeins fáanleg ein tegund íslenzks leturs fyrst um sinn. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu. að íslenzkir notend- ur geti kéypt og notað enskar kúlur af ýmsum leturgérðum við erlendar bréfaskriftir. Þess má geta til gaimans, að þegar vél þessi var sett á markaðinn í Dan- mörku 1961, var aðeins ein dönsk kúla fáanleg, en nú má velja um 12 mismunandi gerðir. Vegna þess, hve kúluvélin er létt í vinnslu, örugg og fljót (15,5 stafir á sekúndu á móti 10 stöf- um á sekúndu, miðað við eldri gerðir), er hún mjög eftirsótt til viðtengingar við rafreikna og ým- is konar fjarrita, og er m.a. keypt og notuð af aðilum, sem að öðru leyti eru í samkeppni við IBM. Firmað IBM var stofnsett árið 1911 við samruna þriggja fyrir- NTB-Hong Kong, Tirana og Moskvu, miðvikudag. Kína og Albanía hafa ákveðið að senda ekki fulltrúa á 23. flokks þing sovézka kommúnistaflokks- ins, sem hefst í Moskvu n.k. þriðju dag. Albanía hefur til og með neit að að taka við boðsbréfiriu. Blað albanska kommúnista- flokksins, Zeri í Popullit, skrifar í dag, að miðstjórnin hafi „með fyrirlitningu" neitað að taka við sovézka bréfinu. Sagði blaðið, að hinir „krústjoffsku" leiðtogar í Kreml hefðu móðgað kommúnista- flokk Albaníu með því að bjóða þeim. letrí tækja. Árið 1914 kaus stjórn fyrir- tækjanna Thomas .J Watson, eldri, sem þá hafði langa' og mikla reynslu í verzlun og viðskiptum, sem framkvæmdastjóra fyrir fyrir- tækið. Fyrsta verk Watsons var að endurskipuleggja allt fyrirtækið og gera margra ára áætlun um vís- indalegar rannsóknir og þróun verkefna, koma á stofn skólum fyrir starfsmenn þess og bæta vinnuskilyrði þeirra. Með þessu var lagður grundvöllur að þeirri gífurlegu stækkun, sem síðan hef- ur orðið. Nýjar, enHjjjJ^sttar ar hafa komið 4ram og markað- urinn'héfúr stsékkað. Árið 1933 keypti IBM firmað Electromatic Typewriters Inc., Rochester, New York, og hófst þar með nýr og þýðingarmikill þáttur í framleiðslunni, það er smíði raf- ritvéla. Fijótlega eftir það kom á markaðinn IBM 01, fyrsta raf- ritvélin, sem náði verulegri út- breiðslu. Síðan hefur IBM ritvélin farið óslitna sigurför. Segja má, að aðeins tvær bylt- ingar hafi átt sér stað í ritvéla- iðnaðinum, síðan hin fyrsta rit- vél var byggð, um 1868. Þessar byltingar hafa báðar komið frá I IBM. Ilin fyrri var svokölluð IBM Executive, ritvélin sem skammtar hverjum staf bil eftir breidd sinni. Kínverski kommúnistaflokk- urinn hafnaði boðinu í mjög harð- orðu bréfi til miðstjórnar sovézka flokksins, en bréf þetta var birt í Peking í dag. Áður höfðu rnarg- ir talið, að Kína myndi senda full- trúa til fundarins í Moskvu. Mjög er nú rætt um það meðal fréttamanna í Moskvu, hvort so- vézkir kommúnistar muni nota 23. flokksþingið til endanlegs upp- gjörs við kínverska kommúnista. En flestir, sem hafa góða heim- ildarmenn í innsta hring komm- únista þar, telja þó, að leiðtogar Sovétríkjanna reyni að komast hjá endanlegum slitum. Muni þeir því meðhöndla þetta vandamál af mikilli varkárni. Heimsótti sam- vinnubú í fsraei EB-Tel Aviv, miðvikudag. Forseti íslands heimsótti í morg un samvinnubændaþorpið Rfar Vit kii^. Kom hann þar á einkaheim- ili "og leit á búskapinn. Þarna er ekki sameign, heldur séreign en samvinna um margt og samhjálp, og er það búskaparfyrirkomulag al gengt í ísrael. Þessu næst heimsótti forsetinn hinar fornu katakombur eða dauðra borg Gyðinga, Beitshear- im, skammt frá Haifa. Þetta eru miklar neðanjarðarhvelfingar Jiöggn^r í kletta, þar sem menn voru lagðir til hinztu hvíldar í steirikiáttím. Vitáð vár um þessa dauðraborg úr Thalmud og forn- um fræðum Gyðinga og að þetta þótti hinn helgasti greftrunarstað- ur trúaðra Gyðinga þegar á þriðju öld fyrir Krist. Það var þó ekki fyrr en á þessari öld að dauðraborgin var grafin upp, og vísindalegar fornminja- rannsóknir hófust þar 1936. Hafa þær varpað nýju ljósi á margan hátt á sögu Gyðingaþjóðarinnar. Miklar og verðmætar fornelifar hafa verið grafnar upp úr þessu dauðraríki, sem gert er af manna- höndum og þótti forsetanum þetta hin fróðlegasta ferð. Þá heimsótti forsetinn einnig borgina Sesareu við hafið og skoð- aði forn mannvirki frá tímum Rómverja þar. í kvöld er forsetinn gestur á heimili Ben Gurions í Tel Aviv. Dagskrá untaríkisráðherra ís- Framhald á 14. síðu. Rannsókn á HZ-Reykjavík, miðvikudag. Síðastliðna daga hefur rannsóknarlögreglan í Reykjavík haft til meðferð- ar sviplegt dauðsfall, er varð hér í borginni fyrir nokkru. Allroskinn maður, sem þjáðist af hvítblæði, lá rúm- fastur heima hjá sér og var honum vart hugað líf og tal- ið að hann ætti skammt eft- ir ólifað. Hann bjó með Framhald á bls. 15. Asahláka í Lóni TE—Lóni, þriðjudag. Mikinn snjó setti hér niður um mánaðamótin jan. — febr., sem nú er loks að leysa. — Olli þetta miklum samgöngu örðugleikum í hreppnum og hafa sumir bæirnir verið meira og minna einangraðir allan tímann. Einkum var 6- færðin mikil austur undir Lónsheiðinni. Vegagerðin lét veghefil búinn snjóýtu ryðja veginn af og til, en oft fennti jafnharð an í traðirnar og aldrei komst hann lengra en að Reyðará. — Einnig aðstoðuðu bændur við snjómokstur með vélskófl um og handverkfærum bæði í Almannaskarði, við ÞorgaiiS staði og víðar, þar sem skafl ar voru miklir á veginum. Ekki varg komizt að skóla húsinu í nær þrjár vikur Fór þá kennsla fram á heimili kenn arans, þegar nokkur tök wi á að ná börnunum saman en það reyndist stundum all tor- sótt. — Nú er hér asahláka og mikill vatnsflaumur. Hefur víða runnið úr vegum. T. d. ruddi Brunná i Volaselslandi miklum snjó fram úr gljúfnnu og stíflaði farveginn undir brúna og flæðir nú gegnum veginn sunnan brúarinnar. Nýja bryggjan senn tilbúin. AS—Ólafsvík, þriðjudag. Færðin er hér ekki mjög slæm. Fróðárheiði var rudd í nótt, en hún lokaðist i gær. Fara nú flutningabílar við- stöðulaust yfir heiðina. Hvasst er hér og hætt við að skafi í vegina aftur. Reiknaður hefur verið út heildarafli Ólafsvíku/báta 16. marz og var hann 3 þús. tonn. Aflahæstu bátarnir eru Hall dór Jónsson. 372 tonn. Vahfel! 300 tonn, Stapafell 283 tonn, Jón Jónsson 270 tonn, Stein- unn 280 tonn, Sveinbjörn Jakobsson 260 tonn. Einhverjir bátar eru nú á miðunum, en veðráttan er ó- hagstæð og má segja, að vind urinn blási af öllum áttum. Haldið hefur verið áfram að vinna að hafnargerð hér ug fer að líða að því að hægt v >rði að taka báta upp að nýju bryggjunni, en hún verður 110 metra löng og 15 metra breið á kafla. Þessi bryggja er sérstök að því leyti, að hún er byggð úr harðviði frá Suður- Ameríku. Búizt er við, að í næstu viku geti bátar lagzt við bryggjuna. Drangur sneri við. BJ—Siglufirði, þriðjudag. Hér er í dag norðaustan stórhríð og rok Af völdum ó- veðursins varð mjólkurbátur- inn Drangur að snúa við í Eyiafirði. en hann átti að koma hér við og á Sauðár- króki. Umferðartruflanir hafa ekki orðið teljandi af völdum snjókomu, en búast má við að færð fari versnandi með Kvöld inu. Vegum hér innanbæjar hefur verið haldið opnum i dag með ýtu. Framkvæmdir við Stráka- göng ganga eftir áætlun og eru göngin nú orðin nær þvt 450 metra löng. Göngin eiga. eins og kunnugt er, að verða rúml. 800 metra löng og er búizt við að þau verði full btiin í vor eða í sumar Við göngin vinna nú 20—30 menn á þremur vöktum, mest Sigl- firðingar. Kalt í Hreppum. SG—Hrunamannahreppi, þriðjudag. Hér er kalt í dag og dálítill snjór, en þó ekki til trafala. Vatnsleysið háir nú nokkrum bændum hér um slóðir, þó ástandið hafi mikið batnað síðan fyrir mánuði. Hér virðast allir hafa næg hey, þó talsvert hafi verið sent austur á land. Má bðast við nægum birgðum fram i júní. Alltaf er nóg að gera hér i félagsheimilinu og er næstum um hvert kvöld upptekið. Þar eru haldin bridgekvöld, tafi kvöld, föndur hjá konunum svo og fundir og aðrar skemmtanir. Vatnsleysið ekki úr sögunni EI—Holtum, þriðjudag. Dálítil snjóföl er hér í dag, en færð hefur ekki spillzt af hennar völdum. Hins vegar cná búast við, að vegir verði slæm ir í vor eftir þennan vetur. Vatnsleysið, sem háði mörg um bónda á þessum slóðum 1 vetur, er ekki fullkomlega úr sögunni. Mér er t. d. kunnugt um 3 bændur, sem enn búa við skort í þeim efnum. Fyrirlestur um um- ferðarmál. JRH, Skógum, þriðjudag. Fyrir skemmstu kom Bald- E vin Þ. Kristjánsson, erindreki m Framhald á bls. 15. fl nmn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.