Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.03.1966, Blaðsíða 11
nMMTUDAGUR 24. marz 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA 23 og talið var að tekjur hans skiptu milljónum dollara á ári. Eftir afnám bannlaganna þornaði sú auðsuppspretta, og hann sneri sér að eiturlyfjasölu. Hringur hans varð einn hinn um- fangsmesti sem um getur í Bandaríkjunum, og þegar loks tókst að koma lögum yfir hann hlaut hann ævilangt fangelsi. Vörubirgðir sínar fékk Waxey Gordon eins og aðrir eitur- lyfjasalar í Bandaríkjunum austanverðum aðallega frá Evr- ópu. Eitt smyglarafélagið, sem Joseph Orsini réði yfir, náði í ópíum frá Júgóslavíu, flutti það til Frakklands og lét vinna úr því heróín, sem átti að smygla til Bandaríkjanna. Menn úr bófaflokknum, svokallaðir „sendlar,“ voru gerðir út til Marseille og Parísar til að taka við birgðunum og koma þeim síðan til New York. Seinna náði Orsini sambandi við aðila í Frakklandi og á Ítalíu, sem höfðu heróín á boðstólum, og frumleg aðferð var reynd til að koma eiturlyfjabirgðun- um inn í Bandaríkin. Menn úr glæpaflokknum buðust til að lána bandarísku skemmtiferðafólki í Evrópu bíla til ferða- laga um Frakkland og Ítalíu gegn þvi að ferðalangarnir flyttu bílana með sér fyrir þá til Bandaríkjanna. Fólkið sem fékk þessi góðu boð, vissi ekki að á ökuferðunum áttu aðrir félagar úr flokknum að koma eiturlyfjabögglum fyrir í bílnum .Þá átti svo að hirða, þegar fólk sem engar grunsemdir vakti var búið að koma bÚunum inn í Bandaríkin. Sex vandaðir bílar voru keyptir í þessu skyni, en áætlunin stóðst ekki nema að litlu leyti, aðeins einn bíll kom aftur með fólginn eiturlyfjafarm. Þeir sem áttu að koma bögglunum fyrir í hinum fimm misstu af þeim sökum lélegs undir- búnings. Það átti líka þátt í að nýta fyrirætlun Orsinis, að lögreglan á ftalíu náði í miklar eiturlyfjabirgðir um þessar mundir. Loks komst allt upp og höfuðpaurinn fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir eiturlyfjaprangið og að auki önnur fimm ár fyrir skjalafals. En ekki er fyrr búið að sprengja einn bófaflokkinn en annar tekur við af honum. Heilum flokki var sundrað, þegar Joseph Pellegrino og Genaro Rizzo voru handteknir á Ítalíu með tvö kíló af heróíni á sér. Pellegrino var gamali glæpamaður frá New York en hafði verið vísað til föður- lands síns eftir að hann hlaut dóm fyrir að smygla eitur- TOM TULLETT lyfjum á land í New York fyrir mág sinn, Eugene Giannini, einn af stórtækustu eiturlyfjasölum Bandaríkjanna. Honum og félögum varð sú höfuðskyssa á að velja einn af leynilög- reglumönnum Eiturlyfjaskrifstofunnar til að fara fyrir sig sendiferð til Ítalíu. Keypt var fyrir hann far á fyrsta far- rými og honum fengin í hendur innsigluð fyrirmæli. Skömmu eftir handtökurnar, sem hann kom í kring á ítaliu var Giannini myrtur í New York. Lögreglan taldi að hann hefði verið látinn gjalda með lífi sínu fyrir glámskyggnina að láta dulargervi lögreglunjósnarans blekkja sig. Að sjálfsögðu fjallar bandaríska fjármálaráðuneytið einnig um peningafölsun, því Bandaríkin verða meira fyrir barðinu á þeim, sem þá iðju stunda, en nokkurt ríki annað. Á síðustu ráðstefnu Alþjóðalögreglunnar var sérstakur fundur haldinn til að ræða þessa tegund afbrota, sem hefur færzt stórum í vöxt á síðustu árum. Falsaðir peningaseðlar og falsaðar ferðaávísanir skjóta upp kollinum í öllum heimshlutum, og starfsmenn fjármálaráðuneytisins eru sífellt á höttunum eft- ir fölsurunum og körlum og konum, sem setja framleiðslu þeirra í umferð. Árin 1947 og 1948 greindi Falsanaskrifstofa Alþjóðalög- reglunnar í Haag 127 mismunandi falsanir, og einungis 24 þeirra voru falsanir á mynt. Ástæðan er að framfarir í prent- tækni hafa auðveldað seðalafölsun. Falsarar þurfa ekki leng- ur að fást við óþjált efni og ekki þurfa þeir heldur á aðstoð snjallra stungugerðarmanna að halda, þvi að ljósprentunar- aðferðir eru fölsurunum jafn tiltækar og heiðralegum fyrir- tækjum. Falsarar hófust handa strax við lok heimsstyrjaldarinnar síðari og fölsuðu gjaldmiðil, sem hernámsyfirvöld Banda- manna í Evrópu gáfu út. Síðan gengu þeir á lagið og fölsuðu . seðla frá ríkjum með „harðan“ gjaldmiðil, svissneska franka, dollara, sterlingspund, vesturmörk, belgíska franka og spanska peseta. Lagt hefur verið til að öll ríki leitist við að torvelda fölsurunum iðju sína með því að skipta um peninga oftar en þau gera, að mynztur og litaskipting í seðlum sé höfð flóknari og að seðlapappír sé hafður sem sérkennilegastur. Sú bandaríska leynilögregla, sem stendur vörð um lif UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 17 Hún hafði enga peninga, rétt fyrir einni máltíð. Gamla frú Cremieux hafði vísað henni á dyr. Hún hafði tæpast komizt langt. Einhvers staðar hafði hún _ fengið þungt hnefahögg, og hafði fallið á kné, síðan hafði einhver barið hana í höfuðið með þungu vopni. Samkvæmt réttarkrufningu hafði það gerzt um tvöleytið. Hvað hafði hún haft fyrir stafni milli klukkan 12 og 2. Eftir það hafði hún ekkert aðhafzt, en morðing inn hafði ekið með líkið og skilið það eftir á Vintimille-torginu. — Undarleg stúlka, tuldraði hann. — Hvað þá? spurði þjónninn. — Það var ekki,neitt. Hvað er klukkan? Hann fór heim og borðaði. — Þessi spurning, sem þú spurð ir mig í gær . . . hóf kona hans máls yfir borðum. Ég hef verið að velta því fyrir mér í morgun. Það er önnur ástæða til að ung stúlka klæðist samkvæmiskjól. Hann sýndi henni ekki sama umburðarlyndi og Lognon, en tuldraði annars hugar: — Já, ég veit Brúðkaup. Konan hans sagði ekkert frekar. Fimmti kafli Um konu, sem dregur fram líf- ið í spilavíti, gamla piparmeyju, sem ólm vill leysa fra skjóðunni og um unga stúlku, sem felur sig undir rúmi. Meðan Lognon þeyttist um borg ina fótgangandi, beizkur ,á svip, og sorgfullur, eins og gamall spor hundur, sat Maigret á skrif- stofunni og hugsaði sitt ráð. Ilvað tafði Lognon? Hann hafði ekki hringt. Hann gekk aldrei með regnhlíf. Hann var ekki heldur af þeirri gerð mana, sem leita sér skjóls undan hagléli í dyra- gætt, skoti eða porti, þvert á móti hafði hann nautn af því að verða holdvotur og gegndrepa fyrir köll un sina. Janvier koan aftur til baka um þrjú leytið, örlítið blautur. Hann var venju fremur glaður í bragði. — Þá er það komið á daginn! — Hvað þá? — Ég hafði á réttu að standa. — Leystu frá skjóðunni. Ég hef verið á öllum krám og knæpum. Ég sé það ! \ — Það var fyrst á hominu á Rue de Caumartin og Rue Saint Lazare, að hún gekk inn. Þjónn inn, sem afgreiddi hana, heit ir Eugéne Hann er sköllóttur og á dóttur á aldur við þá myrtu. Janvier drap í sígarettunni í öskubakkanum og kveikti í nýrri. —■ Hún kom klukkan hálf ellefu og settist í skot. Henni virtist kalt og bað um toddí. Svo fór hún inn í símaklefann og kom næstum strax út aftur. Til klukkan 12 reyndi hún hvað eftir annað að hringja, en virtist ekki ná - sam- bandi. — Hvað drakk hún mikið? — Þrjá toddí. — Og fékk aldrei samband? — Það veit Eugéne ekki með vissu. Hann bjóst við, að hún myndi bresta í grát þá og þegar. Hann reyndi að fitja upp á um- ræðuefni, en tókst ekki. Hún yfir gaf verzlunina í Rue de Douai rúm lega tiu. Hún hefur gengið til Rue Caumartin. Hún hélt kyrru fyrir á kránni og reyndi að ná sam- bandi við einhvern í síma áður en hún lagði af stað til Romeo. Þrjú toddíglös er ekki lítið fyrir unga stúlku. hún hefur áreiðanlega fundið á sér. — Og orðin auralaus, sagði Maigret. — Það er rétt. Ég hafði ekki hugsað um það. Hvað á ég nú að gera? — Þú hefur ekkert fyrir stafni? — Ekkert markvert. Hann sat og þótti sýnilega leið inlegt, að sendiferðin 4 knæpur og ölkrár varaði ekki lengur. Þá kom Prioller skyndiiega inn. — Ég er ekki að trufla? — Hreint ekki. — Þú þekkir vist Lucien, einn af mínum mönnum, hann býr f grennd við þig. Maigret rámaði í hann. Það var lítill, feitur maður, konan hans verzlaði með lyfjagrös í Rue de Chemin-Vert. Hann hafði oft séð hana í búðardyrunum. Prikollet hélt áfram: Konan hans mundi eftir rauðhærðri, barmfagurri stúlku, sem bjó í húsinu við hliðina á þeim. Hún verzlaði stundum við hana og því veitti konan því at- hygli, þegar blöðin skýrðu frá giftingu þessarar stúlku. — Er nokkuð nýtt um Santoni? — Ekkert merkilegt, nema hvað vinir hans furða sig á því, að hann gifti sig. Ástarævintýr hans hafa hingað til verið mjög skammvinn. Það var skin á milli skúra. Mai gret langaði út og hann var í þann veginn að taka hatt sinn og frakka, þegar síminn hringdi. — Maigret hér. Það var landsíminn frá Nice. Feret hlaut að hafa fréttir að færa. — Ég er búinn að finna móður ina! Ég varð að fara til Monte- Carlo til að ná í skottið á henni. Svona var það. Oft gerðist ekk ert nýtt langtímum saman, fyrr en allt í einu upplýsingarnar hrúg uðust inn. — Var hún I spilavítinu? — Já, og þar er hún alltaf. Hún sagði mér, að hún gaeti ekki yfir gefið spilaborðið fyrr en hún hefði fengið upphæðina aftur sem hún lagði undir og smávegis i við bót. til að draga fram tífií — Er hún þar á hverjum degi? — Já, rétt eins og aðrir fara á skrifstofuna. Hún spilar þar til _______________________________11 hún hefur unnið 100 franka, það nægir henni þann daginn. Maigret þekkti þessa spilahættí. — Hvernig er veðrið hjá ykkur? — Stórfínt. Á morgun er blómahátíðin og hingað eru komn ir margir útlendingar. — Heitir hún Laboine? — Á nafnskírteini hennar er Germaine Laboine en hún 'kallar sig Liliane. Hún er um sextugt, stífmáluð og ber marga skart gripi, þér þekkið þessa mann- gerð. Eg átti fullt í fangi með að fá hana frá spilaborðinu, hún sat þar eins og límd við stól- inn. Til að fá hana til að ranka við sér, varð ég að segja hrana- lega: — Dóttir yðar er dáin. Maigret spurði: — Hafði hún ekki séð það i blöðunum? — Hún les ekki blöð. Svona fólk hugsar ekki um annað en spil. Hvern morgun kaupir það lít ið blað, þar sem á eru prentuð þau númer, sem komu upp dag- inn áður og nóttina. Það er dá- lítill hópur, sem tekur alltaf stræt' isvagninn til Nice á sama tíma og afgreiðslustúlkurnar sem fara til starfa i stórverzlununum. — Hvernig tók hún fréttunum? — Það er erfitt að dæma. Rautt hafði komið upp og hún hafði lagt á svart. Fyrst fleygði hún nokkrum spilapeningum á borðið og varir hennar bærðust án þess að ég heyrði hvað hún sagði. Það var ekki fyrr en svart kom upp ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 24. marz. 7.00 Morgunútvarp 12.00 dádegls útvarp 13.15 Erindi bændavtk unnar 14.15 Við vtnnuna. 14.40 Vlð sem heima sitium Margrét Biarnason segir frá bandariska stríðsfréttamannlnuro og ijós myndaranum Dickev Chanel. 15. 00 Miðdegisútvarp 16 00 Síðdegis útvarp 17.40 Þingfréttir. 1800 Segðu mér sögu Þáttur vngstu hlustendanna 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleikar 19.30 Frétrlr 20. 00 Daglegl mál. Ami Böðvarsson flytur þáttinn 20.05 Pianótónleik ar 20.30 „Hirð t>ú sauði .nma" Föstuþáttur uro preststarfið. Fr. Sveinþjörn Sveinbjarnarson ’ Hruna stj 21.00 Sinfóniu.itióaa- sveit Islands heldur nliómieika í Háskólabiói 22.00 Fréttir >g veð urfregnir 22.20 „Heljarslóðar- omsta“ Láms Pálsson leikari les (4) 22.40 Dlassþáttur Ólafur Stephensen kynnir 23.10 Hialtí Elíasson og Stefán Guðjohnser ræðast vjð 23 35 Dagskrárlok, Föstudagur 25. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Fræðsluþáttur bænda vikunnar 14.25 við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum 15.00 Miðdegis- útvarp 16.00 Síðdegisútvarp. >7.00 Fréttir. 17.05 Tónlist á atómöid 18.00 Sannar sögur frá liðnum old um. 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tón leikar. 19.30. Fréttir 20.00 Kvöíd vaka bændavikunnar a. eæstur fornrita: Færeyinga saga b. Bóndi og borgarbúi taika ta) saman. c. Minnst gömlu bændanámskeið- anna. d. Glatt á Hjalla e. Samtals þáttur. f. Lokaorð. Þorsteinn Síg urðsson formaður Búnaðarfélags íslands slftur bændavikunni. 21. 30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nóttin" Hjörtur Pálsson les '13!. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22. 10 íslenzkt mál. Asgeir ilöndal Magnússon cand mag. flytur bátt inn 22.30 Næturhljómielkar: Frá :ónleikum Sinfóniuhliómsveltar ís lands. 23.05 Dagskrárlok. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.