Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 1
Auglýsmg í Tímamun
temar daglega fyrtr augu
80—100 þásnod tesenð&
Gerizt áskriíendur aO
Tímanum.
Hringið 1 stma 12323.
á aðalfundi
flestir fulltrúanna
VlSIR
SELDUR
Mjólkursamsalan seldi vörur fyrir
um 470 miHjónir á síðastliðnu ári
SJ-Reykjavík, fimmtudag.
Aðalfundur Mjólkursamsöl-
nnnar var haldinn dagana 14. —
15. apríl og vorn mættir til fundar
ins kjömir fulltrúar á sölusvæði
Mjólkursamsölunnar.
Á fundinum var flutt skýrsla
stjórnar, skýrsla forstjóra og kos-
j® í stjórn og varastjórn.
Á fundinum voru lagðir fram
reikningar Mjólkursamsölunnar
ftnir árið 1965. Samkvæmt rekstr
arreikningi Mjólkurstöðvarinnar
í Reykjavík, námu tekjur af mjólk
og mjólkurvörum tæpum 63 millj
ónum. Aðalgjaldliður er greiðsla
tfl framleiðanda, er nemur tæpl.
44.5 milljónum og launagreiðslur
nema tæpum 12 milljónum króna
og hafa hækkað um 12.09% frá
árinu áður.
Vörusala Mjólkurstöðvarinnar á
Akranesi nam rúmlega 17 milljón
um króna, og vörusala Mjólkur-
samlagsins í Búðardal nam tæp-
lega 27 millj. króna, og vörusala
Mjólkursamlagsins í Grundarfirði
nam tæplega 13 milljónum króna.
Hagur Emm-ESS-ísgerðar var
góður á árinu, vörusala nam rúm
lega 11 milljónum króna og var
tekjuafgangur liðlega 2 milljónir
króna.
Brauðgerðin skilaði einnig rúm
lega 600 þús. kr. tekjuafgangi, en
aftur á móti var allmikill halli á
rekstri Mjólkurbarsins.
Á árinu 1965 var seld mjólk,
mjólkurvörur brauð o. fl. fyrir kr.
470.086.354.38
Innvegin mjólk til Mjólkursam-
sölunnar árið 1965 nam 58.537.891
kg.
Úr stjórn áttu að ganga Ólafur
Bjarnasón og- Sigurgrímur Jóns
IGÞ—Reykjavík, fimmtudag.
Eftirmiðdagsblaðið Vísir hefur
nú skipt um eigendur. Vísir var
eina blaðið hér í höfuðborginni,
sem Sjálfstæðisflokkurinn var
eignaraðili að, en flokktirinn fékk
greiddar 125 þús. krónur að sögn
og er úr spilinu. Talar hann því
í gegnum hlutafélög í framtíðinni.
Hinir nýju eigendur Vísis 'ver
hlutafélagið Reykjaprent. Hluta-
féð er 5,9 milljónir. Hluthafar eru
Kristján Jóhann Kristjánsson,
Kassagerðinni, Sigfús Bjarnason,
Heklu, Ágúst Hafberg, Þórir Jóns
son, (Ford) Pétur Pétursson Magn
ússonar. Gunnar M. Bjarnason og
Guðmundur Guðmundsson í VíðL
Hlutafélagið yfirtók skuldir
blaðsins, en þær námu ellefu millj
ónum króna. Þeir sem áttu hluti
í Vísi þegar hann var seldur tengu
greiddar samtals 250 þúsund krón
ur, þar í falin greiðsla til Sjálfstæð
son, en þeir voru báðir endur-1 isflokksins. Mun hlutaféð áður
kjörnir. I Framhald á 14. síðu.
Ljósmynd Tímlnn Bj. Bj.
Vetur í N-Evrópu
NTB-London og Stokkhólmi, Að-
ils-K’höfn, fimmtudag.
Mikil snjókoma og kuldi olli
miklum samgöngutruflunum víða
í Evrópu í dag. Flugvöllum var
lokað, einkabílar festust í snjón-
um og ýmis almenningsfarartæki
voru langt á eftir áætlun Brezk-
ir veðurfræðingar segja, að kuld-
inn eigi rætur sínar að rekja til
sjaldgæfs loftstreymis frá norður-
pólnum, Síberíu og Norður-Rúss-
landi. f mörgum Evrópuríkjum hef
ur ekki verið jafn kalt og nú í
miðjum apríl í manna minnum.
Skyndilega er komið mikið vetr
arveður í Danmörku, og veðurfræð
ingarnir fullyrða, að þetta sé kald-
asti aprílmánuður frá því árið
1888, og versta vorveður síðustu
40 árin. í gær og nótt snjóaði
um mestan hluta landsins, og kom
þessi veðrátta öllum ger-
samlega á óvart, en afleiðingarn-
ar eru þær, að alger ringulreið
er ríkjandi í umferðarmálunum.
Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar
Endurgreiddi 7.5 milfj.
Sigurður Benediktsson
j IGÞ—Reykjavík, fimmtudag.
1 Aðalfundur Osta- og smjörsöl-
unnar var haldinn 1. apríl s.l. Á
sundinum upplýsti Sigurður Bene
diktsson, framkvæmdastjóri, að
: búið væri að greiða mjólkursam-
: lögunum allt andvirði seldra vara
| frá árinu 1965 og jafnframt er bú
ið að gera skil til þeirra á tekju-
. afgangi, sem nam 7.5 milljónum
j króna. Kom m.a. fram í ræðu
i framkvæmdastjórans, að verið er
að undirbúa allmiklar breytingar
[ í framleiðsluháttum mjólkursam-
laganna með það fyrir augum að
draga úr smjörframleiðslunni.
Auk stjórnar og framkvæmda-
stjóra sátu fundinn stjórnir Mjólk
ursamsölunnar og Sambands vsl.
samvinnufélaga. Formaður Osta-
og smjörsölunnar, Stefán Björns-
son, stjómaði fundi.
Framkvæmdastjórinn, Sigurður
Benediktsson, flutti ítarlega
skýrslu um starfsemi fyrirtækis-
ins á s.l. ári, ræddi framleiðslu-
og sölumál og lagði fram rekstr-
ar- og efnahagsreikning ársins
1965, sem var sjöunda starfsár
fyrirtækisins. Innvegin mjólk til
mjólkursamlaganna varð á árinu,
sem leið 106.515.226 kg. og hafði
vaxið um rösk 6 milljón kg. frá
því árið áður.
Heildarframleiðsla mjólkursam
laganna jókst því verulega eftir
svo mikið mjólkurár, og hafði
ostagerð vaxið miðað við árið áð
ur um 330 lestir og smjörfram-
leiðslan um 220 lestir.
Framleiðslan varð þessi;
Smjör 1763 lestir
Ostur 1424 —
Nýmjólkurmjöl 453 —
Undanrennumjöl 447 —
Mysuostur 51 —
Kasein 471 —
Fóðurostur 25 —
Vegna mjög aukinnar smjör-
framleiðslu í öðrum löndum tókst
ekki að selja neitt smjörmagn á
erlendum vettvangi á árinu, en
árið áður nam útflutningur 550
tormum, aðallega til Bretlands.
Ost var hins vegar hægt að
flytja út, og var hann seldur á
vesturþýzkan, brezkar og banda-
rískan markað.
Heildarsala á framleiðsluvörum
mjólkursamlaganna árið 1965
varð þessi:
Smjör 1051 lest
Ostur 1364 lestir
Nýmjólkurmjöl 443 —
Undanrennumjöl 150 —
Kasein 486 —
Verðmæti arssölunnar varð ná-
lægt 345 millj. kr.
í skýrslu Sigurðar Benediktsson
ar kom fram, að verið er að undir
búa allmiklar breytingar í fram-
leiðsluháttum mjólkursamlaganna
sem miða að aukinni og afmark-
aðri verkaskiptingu en var áður.
Þannig verður lögð áherzla á
aukna ostagerð' og mjölframleiðslu
í því augnamiði að draga úr smjör
framleiðslunni.
Framkvæmdastjórinn upplýsti,
að búið væri að greiða mjólkur-
Framhald á 14. síðu.
Meira að segja kranabílar og
snjóplógar vegagerðarinnar hafa
festst, og þeir sem þurfa á hjálp
að halda mega ,bíða í að minnsta
kosti 5 tíma áður en hjálpar er
von. Mikil umferðaróhöpp urðu í
og utan við Kaupmannahöfn og
einnig á norðanv. Mið-Jótlandi
í nótt. Metraháir snjóskaflar eru
nú víða á Sjálandi, Láglandi, Fjón
og á Borgundarhólmi, en þar var
veðrið einna verst í dag.
Alls staðar má sjá bíla liggjandi
í skurðum meðfram vegköntunum
og á miðjum vegum, en eigendurn
ir hafa orðið að skilja þá eftir
þar, sem þeir voru komnir. Ferðir
áætlunarbíla og lesta liggja niðri
á mörgum stöðum, og fjölmargir
skólar hafa orðið að aflýsa
kennslu, þar eð nemendurnir hafa
ekki haft tækifæri til þess að kom
ast í skólana.
Víða í Schleswig-Holstein í V-
Þýzkalandi einangruðust þorp al-
gerlega vegna hríðarbyls, sem
gekk yfir landið Mikii snjókoma
Framhald á 14. síðu
Vísitalan
EJ—Reykjavík. fimmtudag.
Blaðinu barst í dag tilkynning
frá Hagstofu íslands um vísitölu
framfærslukostnaðar í aprílbyrjun
1966. og hafði hún hækkað að
venju Var vísitalan 1. apríl 185
stig samkvæmt þessum útreikn
ingi, eða einu stigi hærri en 1.
marz s. 1.
Vísitala vöru og þjónustu var
1. apríl komin upp í 215 stig.
Hækkunin var mest á matvörum,
en vísitala matvara var 1. april
236 stig miðað við 234 stig 1. marz.
Vísitala húsnæðis er óbreytt í
þessum útreikningi — 127 stig.