Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 9
FÖSTCDAGUR 15. apríl 1966 TÍMINN 9 Það er sýnt, að erlendir kvik myndagerðarmenn geri tíðreist til fslands í ár, a. m. k. tvær meiriháttar sögumyndir verða teknar hér á landi í sumar, báðar byggðar á fornfrægum ástarsögum, sem varðveitzt hafa f ýmsum gerðum. Áður hefur verið sagt frá þýzkum kvik myndaleiðangri, sem hingað verður gerður í sumar til að vinna hér að feikilangri kvik Á blaðamannafundi að Hótel Sögu: Gabriel Axel kvikmyndaleikstjóri, Just Betzer framkvæmda- stjóri ©g Benedikt Árnason aðstoðarleikstjóri. Tímamynd—GB Kvikmynd tekín hér á landi með íslenzkum og erlendum leikurum mynd um Niflungakvæðið, og nú er ákveðið, að hingað komi annar hópur kvikmyndamanna til að taka hér að verulegu leyti kvikmynd, sem byggist á sög unni um elskenduma Hagbarð og Signýju, að því, er kvik myndastjórinn, danski leik- stjórinn Gabriel Axel, sagði á fundi með blaðamönnum að Hótel Sögu á annan í páskum, en hann hefur ferðazt um land ið nokkrar vikur í leit að sögu stöðum ásamt Benedikt Árna- syni leikara, sem verður að- stoðarmaður leikstjórans hér, og Just Betzer framkvæmda- stjóra ASA Film Studio í Kaup mannahöfn, en myndin verður gerð á vegum þess félags og tveggja annarra, Bonniers Film í Stokkhólmi og Edda Film í Reykjavík. Gabriel Axel er maður á létt asta skeiði og þó engin nýr græðingur á sviði kvikmynda gerðar. Hann hefur þegar stjórnað gerð tíu kvikmynda í Danmörku (ein þeirra, Para- dísareyjan, hefur verið sýnd hér, og sú mynd, er hann lauk við síðast, nefnist „Paradis for to“), en auk þess hefur hann gert miklu fleiri kvikmyndir fyrir sjónvarp. Þótt Gabriel Ax el sé danskur að þjóðerni, ólst hann alveg upp í Frakklandi, komst þar fyrst í tæri við kvikmyndagerð og þarf ekki að efa, að þar hefur hann þótt efnilegur, því að hann starfaði um skeið með sjálfum Louis Jouvet, einum af áhrifamestu mönnum í franskri kvikmynda list um margra ára skeið. Axel kvaðst hafa harla lítið getað komið fyrir sig orði í móður málinu, er hann fluttist heim til Danmerkur, en þar kynnt ist hann franskri stúlku, upp- alinni í Danmörk, hún varð síðar eiginkona hans, og var helzt á honum að skilja, að það hefðu að vissu leyti orðið kaup kaups, hún hefði kennt honum dönsku, en hann henni frönsku í staðinn. Gabriel Axel tjáði blaða mönnum, að sagan um Hag- barð og Signýju í hinni fyrir huguðu kvikmynd væri byggð á þeim gerðum, er til væru í dönskum bókmenntum, sög- unni eins og danski sagnritar inn Saxi fróði (Saxo Grammat icus) færði í letur I Danasögu sinni svo og stuðzt við dönsk þjóðkvæði. Kvaðst Axel hafa fengið danska skáldið Frank Jæger til að semja samtölin, en síðan hefði hann sjálfur gert breytingar og gengið frá samn ingu kvikmyndahandritsins og hefði ákveðið danskt nafn á myndinni, „Den röde kappe“ skal hún heita. Öll útiatriði myndarinnar verða tekin á fs landi, og verða rösklega helmingur af lengd myndarinn ar, en inniatriðin í kvikmynda veri Bonniers-félagsins í Stokk hólmi. Sem áður segir, verður út- gerð myndarinnar norræn, og leikendur og starfsmenn frá ýmsum löndum Norðurlanda. Leikstjóri verður Gabriel Ax el, og landi hans aðalmynda- tökumaður, Henning Bendsen, frægur maður í sinni grein, vann að töku myndanna „Ger trud“ með snillingnum Drey- er, og sömuleiðis „Orðsins", sem gerð var eftir leikriti Kaj Munks. Leikmyndir, hús og búninga teiknar sænski leik ■myndasmiðurinn Lundgren, sem hefur unnið sama verk ifyrir flestar kvikmyndir eftir llngmar Bergman. Verða tvö stór hús flutt hingað í flekum og reist hér við töku myndar innar. Aðalleikendur verða fimmtán, danskir, norskir, sænskir og einir þrír fs- lenzkir, en í hlutverk Hag- barðs verður fenginn kunnur rússneskur leikari, nánar vildi Axel ekki segja um það eða nafngreina leikendur að svo stöddu. Þrjátíu íslenzkir hest ar, allir hvítir eða gráir, koma fram í myndinni, og úlfur verð ur fluttur hingað til að gegna sínu hlutverki í myndinni. Sömu leiðis koma þeir félagar hing að með stærðar eikartré frá Danmörk, en í því dæmist Hag barður til að hengjast í leiks lok. Myndin verður tekin í litum og cinemaseope, og hyggur Ax el gott til að gera slíka mynd hérlendis. Fátt vildi hann segja um það, hvaða staðir hér hefðu orðið fyrir valinu til myndatöku, gat þó ekki orða bundizt um það, að honum hefði litizt sérstaklega vel á svæði við Jökulsá á Fjöllum, við Hljóðakletta og vfðar um land. Kostnaður við gerð myndarinnar verður gífurlegur, nemur a. m. k. tólf mUljón um íslenzkra króna, og mun Den danske filmforbund leggja fram nokkum fjárstyrk. Taka myndarinnar hér á landi tek ur minnst mánuð, við góð veðurskilyrði. En áformað er að kvikmyndin verííi fuUgerð fyrir jól og frumsýningar verði samtímis á jólum í höfuðborg um Norðurlanda og f Moskvu. GB Siguriur Björnsson Idinborgurhátíðinni Fjölbreytilegustu listahátíðir Evrópu og þær, sem íslendingar eiga stytzt að sækja, eru haldnar á hverju vori og sumri, hátíðirn ar í Björgvin og í Edinborg. Þeirra er Edinborgarhátíðin víð- frægari, og nú, er hún verður haldin í tuttugasta sumarið í röð, er það fréttnæmast fyrir íslenzk blöð, að þar koma fram íslenzkir listamenn. Þar er fyrst að nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara, sem verður í hópi frægra söngvara frá Stuttgart-óperunni, er flytur m. a. óperuna „Wozzeck" eftir Alban Berg í lok fyrstu og ann- arrar viku hátíðarinnar, en þau tvö tónskáld, er mest skil verða gerð á hátíðinni, eru Robert Schu mann og Alban Berg. Aðalsöngv arar f Wozzeck, auk Sigurðar, verða Irmgard Seefried, Josef Traxel, Gerhard Stolze, Hetty Plumacher, Fritz Linke og Ger- hard Unger. Þá höfum vér frétt, að komið hafi til mála, að Traverse-listafé- lagið muni sýna á hátíðinni verk eftir íslenzkan listmálara, Krist- ján Davíðsson, en ekki vill lista maðurinn staðfesta þá frétt að svo komnu máli. En undanfarið hafa myndir eftir Kristján verið á samsýningu i Englandi, á veg um þessa félags, sem var stofnað í Edinborg fyrir nokkrum árum og hefur vakið feiknaathygli vegna leiksýninga, listsýninga og bókmenntakynninga, er það hef ur beitt sér fyrir. Edinborgarhátíðin hefst 21. ágúst og stendur til 10. septemb er. Þar verða leiksýningar með fjölbreyttasta móti um árabil. Leikflokkur kemur frá Piraikon Theatron í Aþenu og flytur „Electra“ eftir Sófókles, og „Med ea“ eftir Evripides og „Vetrar- ævintýrið“ eftir Shakespeare. Skapgerðarleikarinn brezki Max Adrian kemur fram sem Bern- ard Shaw á sýningu, sem nefnist „Kvöld með GBS“ og leikfélagið Bradbury Plays stendur fyrir. Frá Brúðuleikhúsinu í Moskvu kemur leikstjórinn Sergei Obraztzov á- samt konu sinni og sýna þau með enskum skýringum gamla og nýja brúðuleiki. Látbragðsleikhúsið pólska í Wracolv, sem frægt er orðið, efnir til sýninga á hátíð inni. Og Traverse-leikhúsið stend ur fyrir leiksýningu, sem fjallar um leikskáldið spænska Lorca, í minningu þess, að liðin eru þrjá tíu ár síðan hann var myrtur i heimalandi sínu. Ríkisóperan í Stuttgart flytur fjórar óperur á hátíðinni. Töfra flautuna eftir Mozart. Lohengrin eftir Wagner, og tvær eftir Alb syngur á / sumur Sigurður Björnsson an Berg, „Lulu“ og „Wozzeck", sem áður greinir. Frægustu hljómsveitir, sem flytja verk á hátíðinni, eru Út- varpshljómsveit Moskvuborgar, stjórnandi Gennadi Rozhdest- vensky, Nýja Fílharmóníuhljóm- sveitin, stjórnendur Rafael Kube lik og Claudio Abbado. Hailé- hljómsveitin, stjórnandi Sir John Barbirolli, og Virtuosi di Roma, stjórnandi Ranato Fasano. Af einleikurum og einsöngvur- um, sem kom fram, má nefna Elisabeth Schwarzkof (sópran), Fritz Wunderlich (tenór), píanó leikarana Emil Gilels frá Rúss- landi, Annie Fischer frá Bandaríkj unum og Jörg Demus frá Austur ríki, sellósnillinginn Pierre Fourn ier, pólska fiðluleikarann Henryk Szeryng. Aðalmyndlistarsýningin á veg um hátíðarnefndarinnar verður yfirlitssýning á verkum eftir franska málarann Georges Rouault. Listahátíðin í Bergen hefst 26. maí og stendur til 12. júní. Fyrsta daginn verða eingöngu hátíðartón leikar sinfóníuhljómsveitar borg- arinnar, Musikselskapet Harmoni en‘s Orkester, stjórnandi verður Sixten Ehrling frá Stokkhólmi, en einleikari ítalski fiðlusnillingurinn Zino Fransescatti, í fiðlukonsert inum eftir Saint-Saens. Tvær sinfóníuhljómsveitir koma frá útlöndum til að leika á há- tiðinni, Útvarpssinfóníuhljóm sveitin pólska, undir stjórn Jan Krenz, og Útvarpssinfóníuhljóm- sveit Berlínar, en stjórnandi henn. ar á hátíðinni verður annarrar þjóðar, Lorin Maazel, og ein- leikari með henni í fiðlukonserti eftir Mozart verður einn frægur. Christian Ferras. Tvær óperur verða fluttar á hátíðinni, hópur frá Konunglegu óperunni í Stokk hólmi flytur „Cosi fan tutte“ eft ir Mozart, og svo verður frum- flutt óperan „Jeppi“ eftir norska tónskáldið Geir Tveitt. Frá Kan ada kemur Boyd Neel kammer- hljómsveitin og heldur síðdegis tónleika. Þjóðleikhúsið í Osló flytur leik ritið „Honningfuglen og leopard en“ sem Aslaug Vaa hefur samið upp úr afrískri þjóðsögu og sami leikflokkur flytiir „Landafræði og ást“ eftir Björnstjerne Björn son, og ennfremur leikritið „Hugh ie“ eftir Eugene 0‘NeiIl, og „Brand“ eftir Henrik Ibsen. Fleiri leiksýningar verða á há- tíðinni og margar ballettsýningar, þjóðdansasýningar, margir ein- leiks- og tvíleikstónleikar og þrjár myndlistasýningar. G.B. HJÖKRUNARKDNU vantar nú þegar að sjúkrahúsinu á Húsavík. Enn* fremur yfirhjúkrunarkonu frá 1 júlí n.k. Upplýsingar gefa yfirhjúkrunarkona og sjúkra* húslæknir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.