Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 15. aprfl 1966
TÍMINN
f SPEGLITÍMANS
Hér á myndinni er Julie
Christie og er nú búin að
klippa sitt síða hár, og hefur
talsvert breytzt frá því hún
lék í sinni síðustu kvikmynd,
„Darling“. Nú er hún að leika
í kvikmyndinni „Fahrenheit
451“ og var það skilyrði af
Frú Ethel Kennedy, sem er
gift Robert Kennedy öldunga
deildarþingmanni og níu
barna móðir, vakti mikla at-
hygli í samkvæmi einu í Was-
hington nýlega. Þegar sam-
kvæmið stóð sem hæst, hvarf
hún allt í einu inn í svefn-
herbergi og skipti þar um kjól
og kom aftur í svörtum kjól,
sem var vel fyrir ofan hné.
Frúin gaf þá skýringu á hegð
an sinni að allir hefðu setið
og talað um Viet-Nam svo
henni fannst tími til kominn
að dreifa huga gestanna örlít
ið.
★
The Beatles ætla nú til Vest
ur-Berlínar í sumar en eru nú
í vandræðum með það, hvar
þeir eigi að búa, því þegar
keppinautar þeirra, The Rolling
Stones voru þar í fyrra eyði
lögðust húsakynni þau, sem þeir
bjuggu í, svo mikið, að það
kostaði yfir fimm milljónir að
gera við skemmdirnar, sem að
dáendur þeirra höfðu valdið.
Mú vilja hóteleigendur í Vest-
ur-Berlín ekki eiga það á hættu
að þurfa að borga milljónir fyr
r viðgerðir á húsakynnum sin
um og vilja ekki leigja Bítlun
um.
hendi leikstjórans að Julie
klippti hár sitt. Leikstjórinn
er Oskar Werner, sem gert hef
ur tvær mjög þekktar kvik-
myndir, „Jules et Jim“ og
Njósnarinn, sem kom inn úr
kuldanum.“
Brasilíska knattspyrnuhetjan
Pelé og kona hans Rosmary
fóru í brúðkaupsferð til Evr-
ópu og í þeirri ferð heimsóttu
þau meðal annars páfann, sem
veitti þeim áheyrn. Lét páf
inn svo ummælt að hægt væri
að segja, að Pelé, sem alltaf
væri í sviðsljóðinu, gæti ekki
átt neitt einkalíf. — Það er
næstum hægt að segja, að við
spum í sömu sporum, sagði
páfi.
*
Fimm ára gömul stúlka Fat
imah Mohmoud kom grátandi
inn á lögreglustöðina í litla bæn
um Kom el A'hmar í Egypta-
landi, og bað lögreglumann um
að biðja föður sinn um að
kaupa handa henni nýjan
kjól. — Hann á svo marga pen
inga, því að hann prentar þá
sjálfur, sagði hún.
Lögreglan lofaði að hjálpa
henni og bað hana um að visa
þeim veginn til föður hennar
og það gerði hún og fundu
lögreglumennirnir þúsundir
falskra tíu punda seðla.
Lögreglan tók hinn óheppna
peningafalsara höndum, en
keypti nýjan kjól handa Fat-
ima. Það var lögreglan, sem
borgaði.
Biliy Graham, presturinn
frægi og trúboðinn, hélt ný-
lega trúarfund í Atlanta í
Bandaríkjunum. Þar lét hann
þessi orð falla, söfnuðinum til
mikils sálarléttis: — Guð er
ekki dáinn. Það veit ég því
ég talaði við hann í morgun.
★
Lögreglan í Westfalen í
Þýzkalandi hefur nú fengið skip
un frá æðri stöðum um að
fylgjast vel með sínum eigin
starfsmönnum. í fyrra voru
nefnilega 125 lögreglumenn
teknir fyrir ölvun við akstur
bæði í einkabifreiðum og lög-
reglubifreiðum. 27 af þessum
125 voru með yfir 2,0 promille
áfengismagn í blóðinu.
h
Leikkonan Ann Margret flaug
fyrir skömmu til Suður-Viet-
nam til þess, eins og hún sjálf
sagði, „að sýna amerísku her
mönnunum það, að minnsta -
kosti ein lítil stúlka hugsi til
þeirra“. Hermennirnir hafa
þegar þakkað henni hugulsem
ina með því að kjósa hana sem
fegurðardrottningu.
★
Stærsta hótel í Evrópu verður
tilbúið áður en þetta ár er
liðið. Það er hótel Rosissa í
Moskvu, og mun hótelið hafa
3200 herbergi og rúma 6000
gesti. í rótelinu eru 93 lyft
ur og hljómleikasalur með 3000
sœtum.
★
Málarinn frægi Pablo Picasso
er 85 ára og er núna að hefja
nýtt starf. Hann ætlar að
stjórna kvikmynd um nautaat
og leikur nautabaninn frægi
Luis Miguel Dominguin aðal-
hlutverkið.
★
Stúlkan, sem myndin er af
er finnsk og heitir Eya. Fyrir
skömmu var hún sæmd titlin-
um „fegursti njósnari í Frakk
landi. Voru fjórir keppendur
um titilinn og varð Eya hlut
skörpust. Hún er 26 ára og er
nú að leika L kvikmynd, sem
fjallar auðvitað um njósnir.
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
BRIDGESTONE
sannar gæðin
veitir aukíð
öryggi i akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viðgerðir.
Gúmmíbarðinn h.f.,
Brautarholti 8,
sími i 7*9-84.
Einangrunargler
Framleitt einungis úr
úrvals gleri — 5 ára
ábyrgS.
Pantið tímanlega.
KORKIÐJAN h.f.
Skúlagötu 57 Sími 23200
Skíðastökk er glæsileg íþrótt
og þegar stokkið er úr stórum
bakka, þarf mikla fífldirfsku
Og stökkmaðurinn finnski
Kankkonen hér á myndinni
virðist svífa inn yfir borgina
Garmisch í Austur-Þýzkalandi,
úr stóru stökkbrautinni við
borgina.
*
Síaukin sala
*
Utgerðarmenn
Fiskvinnslustöðvai
Nú er rétti tíminn að at-
huga um bátakaup fjrrir
vorið. Við höfum til sölu-
meðferðar úrval af skipum
frá 40-180 lesta. Hafið sam
band við okkur, ef þér
þurfið að kaupa eða selja
fiskiskip.
Uppl. í símum 18105 og
16223, utan skrifstofutíma
36714.
Fyrirgreiðsluskrifstofan,
Hafnarstræti 22.
Fasteignaviðskipti:
Björgvin Jónsson.