Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 15. apríl 1966
«
#
u .........................TÍMINN
Hef vélbáta tU sðlu einnip
fiskverkunarstöð og skreið
arhialla á Suðurnesium
Hef kaupanda að 2S ti 40
tonna vélbátl.
Hef kaupanda að 8 lii 5
fbóða bóseign (ma þurfa
sáandsetningar víð
Aki jakobsson,
logf rœðiskrif stof a
Austursfrastt 12,
*lmi 15939 og á kvöldin
20396.
BÍLAKAUP
Seljum í dag og næstu daga:
Fólksflutningabifreiðir:
MERCEDES BENZ ‘64 33ja m.
ZETRA BUS ‘59 22ja manna.
ZETRA BUS ‘57—22ja manna
MERCEDES BENZ 319 17 m.
árgerðir ‘57, ‘58‘ ‘59, ‘60, ‘61
og ‘62.
FORD ‘54 28 manna m/Benz
diesel.
FORD ‘47 28 manna, verð og
gr. samkomulag.
★
Vörubifreiðir:
TRADER ‘64 6 tonna ekinn 50
þús. km. ,(
TRADER ‘63 7 tonna, ekinn 40
þús. km.
SCANIA VABIS ‘63 9 tonna.
BEDFORD árg. ‘61, ‘62 og ’63.
VOLVO ‘59 m. 15 feta stálpalli
VOLVO 375 ‘60 m. 6 manna
húsi og 15 feta palli.
MERCEDES BENZ 322 '60, ‘61
og ‘62.
★
Vöntflutningabifreiðir:
VOLVO á75 ‘61, vill skipta á
fólksbifr.
TRADER ‘63 3ja tonna m. upp
hituðu húsi.
TRADER ‘63 3ja tonna rými
4x2.
★
INTERNATIONAL ýtuskófla,
þyngd 6 tonn, ársgömul belti
tönn og skófla.
★
MERCEDES BENZ ‘63 220 S ek
inn 70 þús km.
MERCEDES BENZ ‘62 220 S.
Steingrár.
MERCEDES BENZ ‘60. Falleg-
ur einkabíll.
MERCEDES BENZ ‘60 190.
Diesel.
MERCEDES BENZ ‘59 220 S.
MERCEDES BENZ ‘59 219 Bíll
í sérflobki.
MERCEDES BENZ ‘59 190.
Diesel.
MERCEDES BENZ ‘58 219.
MERCEDES BENZ ‘58 190
Diesel.
MERCEDES BENZ ‘57 190.
MERCEDES BENZ ‘56 220.
MERCEDES BENZ ‘56 219
MERCEDES BENZ ‘56 180.
MERCEDES BENZ ‘56 180,
diesel.
MERCEDES BENZ ‘55 220.
MERCEDES BENZ ‘55 180.
BÍLAR VIÐ ALLRA HÆFI.
KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI.
Gjörið svo vel að líta inn.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 (Rauðará),
Sími 15 8 12.
Lúðrasveit lék á
Vatnsnestorgi
GS-Keflavík, þriðjudag.
Mjög gott veður var hér
yfir páskahelgina og umferð
hingað úr Reykjavík og ná-
grenni mjög mikil. Þrátt fyrir
óvenjumibinn umferðaþunga
voru engin teljandi óhöpp eða
slys.
SKÓR -
INNLEGG
Smíða OnhoD-skö og tnn-
legp eftir máli Hef einnig
tilbúna barnaskó með og
án innleggs
Oavíð Garðarsson,
Orthop-skósmiður-
Bergstaðastræti 48,
Sími >8893
BÍLA & BÚVÉLASALAN
TIL SÖLU
FARMAL B-250-414 ‘58-’64.
FERGUSON ‘55-'63
FORDSN MAJOR ’55-’64.
J.C.B.4 ‘63-‘64
Skurðgrafa i touppstandi. góð
björ. til sýnis á staðnum.
Tætarar og reimskifur.
Sláttuvélar
Jeppakerrur e<
Jeppar. allar gerðir o
Vörubflar! £• 2 ÞT L—
M-Benz ‘55-‘64 3 e> HJ g
322 og 327.
Volvo ‘55-‘63 o>
Trader ‘62-‘63 3
Bedford ‘61‘63
Ford og Chevrolet.
Bændur, látið skrá tækin, sem
eiga að seljast.
BÍLA & BÚVÉLASALAN
v/Miklatorg,
simi 2-311-36.
Sú nýbreytni var tekin upp
hér, að Lúðrasveit Keflavíkur
lék á Vatnsnestorgi á páskadag.
Var þar margt fólk saman kom
ið, enda veður mjög gott.
Þau skip, sem stundað hafa
loðniuveiði héðan, eru hætt
þeim veiðum, og búin að taka
þorsknót. Afli netabáta var
fremur lélegur í gær,,meðalafli
var 1—16 tonn á bát af
tveggja nátta fiski eða eldri.
Mestan afla hafði Ingiher Ólafs
son II 46 tonn sem hann fékk
á Selvogsbanka. Eru mikil von-
brigði með aflabrögð á þessum
bezta tíma ársins.
GUNNAR SKÁKMEISTARI
Framhald af bls. 2
ur, en vissulega væri sigurinn
sætur.
Efstu menn í öðrum flokk-
um:
Meistaraflokkur: 1. Ólafur
Magnússon 7%, Halldór Jóns-
son 6y2, 3. Bragi Halldórsson
5y2 og unna biðskák.
1. flokkur:' 1. Jón Briem 6,
2.—3. Ari Guðmundsson og Jó
hannes Lúðvíksson 5%.
2, flokkur: 1. Gísli Sigur-
karlsson 6, 2.—3. Snorri Þor
valdsson og Guðmundur Vig-
fússon 5.
Unglingaflokkur: 1. Ragnar
Þ. Ragnarsson, 2. Sigurður Ei-
ríksson, 3. Einar N. Sigurðs-
son.
BIFREIÐA-
EIGENDUR
VatnskassaviSgerðir
Elementaskipti
Tökum vatnskassa úr og
setjum í
Gufuþvoum mótora o.fl.
Vatnskassaverkstæðið,
Grensásvegi 18
sími 37534.
FRÁ ALÞINGI
FYamhald af bls. 8.
fá bæði húsnæðismálastjórnar
lán og lífeyrissjóðslán.
Sigurvin Einarsson, sagði, að
það væri ekki sanngirni að segja,
verkalýðshreyf-
ingin hefði sam-
ið af sér í júní
samkomulaginu
þar sem lánin
voru þá hækkuð
verulega, og
verðtryggingin
var samþykkt í
trausti þess, að
ríkisstjórnin lof
aði, að verðlaginu yrði haldið í
skefjum. En fram hjá því verður
hins vegar ekki litið, að þetta
atriði er orðið eitthvert mesta
vandamál húsbyggjenda, og verð-
ur enn meira er tímar líða fram.
Meðalíbúð hefur hækkað um 250
þús. síðan þessir samningar voru
gerðir, en lánin hækkuðu um 130
þús. kr. Þessu hefur verkalýðs-
hreyfingin sjálfsagt ekki átt von
á, þegar hún gerði samninga sína.
Ársgreiðslan af húsnæðisstjórnar
láni er 18.600,- á ári. Ef verð-
bólgan héldi áfram með sama
hraða og undanfarið, er þessi ár-
lega afborgun komin upp í 33
þús. krónur. Þó er þetta lán að-
eins um 29% af byggingarkostn-
aði meðalíbúðar og allir vita, að
menn þurfa að fá meira að láni
en húsnæðisstjórnarlán, til að
koma upp húsi. Ef nú á að setja
sömu kvaðir á önnur lán, hvar
enda þá þau ósköp. Eitthvað
verða menn að hafa í tekjur til
að borga þær viðbótarfúlgur, sem
bætast við afborganir og vexti. Ef
gert er ráð fyrir að menn taki
500 þús. kr. að láni með þessum
kjörum, verða aflborganir, sem eru
33 þús. á fyrsta ári, komnar upp
í 53 þús. á fimmta ári og 86 þús.
eftir 10 ár. Allir hljóta að sjá,
að hér er gífurlegur háski á ferð
— og ekki víst, að fólk veiti þessu
athygli, — og þó húsnæðislaust
fólk veiti þessu athygli, hvað get
ur það gert annað en tekið þessi
ókjaralán. Vegna þessa háska er
breytingatillagan flutt og hvort
sem ríkisstjórnin vill bægja hon-
um frá með því að samþykkja til-
löguna eða leysa málið með öðr-
um hætti, er ljóst, að þegar til
lengdar lætur, verður ekki fram
hjá þessum vanda gengið.
Einar Olgeirsson sagði, að af-
leiðing af þessum lögum, myndi
verða stöðvun íbúðabygginga
unga fólksins í landinu, og er
ástandið þó þannig, að leiguhús
næði er ófáanlegt hér íi Reykjavík
og eru mörg dæmi þess, að ungt
fólk verður að flytja úr borginni
vegna húsnæðisvandræða.
Gylfi Þ. Gíslason sagði, að verð
Itryggingin í ísrael og Finnlandi
væri álitin hafa gefið góða raun
en nokkuð væru þó deildar mein
ingar um það, að það væri rétt,
að verðtrygging væ~i ekki einhlít
til að hamla gegn verðbólgu —
þar þyrfti fleira að koma til.
ENDURGREIDDI 7.5 MILLJ.
Framhald af bls. 1.
samlögunum allt andvirði seldra
vara frá árinu 1965 og jafnframt
er búið að gera skil til þeirra á
tekjuafgangi, sem nam 7.5 milljón
um króna.
í stjórn Osta- og smjörsölunn-
ar eiga sæti:
Stefán Björnsson, forstjóri, for-
maður, Erlendur Einarsson, for-
stjóri, Einar Ólafssop, bóndi, Grét
ar Símonarson, mjólkurbússtjóri,
Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri,
Jónas Kristjánsson, mjólkursam-
| lagsstjóri.
Tíminn sneri sér til Sigurðar
Benediktssonar, framkvæmda-
stjóra í dag, og spurði hann um
horfur á smjörsölu. Hann sagði,
að eins og kæmi fram í fréttatil-
kynningunni, þá hefðu smjörbirgg
ir eftir árið numið rúmum sjö
hundruð lestum, en birgðir við
áramótin 1964—65 voru rúm fjög
Ur hundruð tonn. Smjörbirgðimar
1. apríl í ár voru tíu hundruð tutt
ugu og fimm lestir. Sigurður sagði
að mjólkurárið 1965 hefði verið
það langstærsta, sem komið hefði
hér á landi. Afleiðingin var m.a.
sú, að ostaframleiðslan jókst um
330 lestir, og smjörframleiðslan
um 220 lestir.
Eins og kom fram á aðalfundi,
tókst ekki að selja neitt smjör úr
landi árið 1965. Þetta var vegna
mjög aukinnar smjörframleiðslu
í öðrum löndum, en árið áður
nam útflutningurinn 550 lestum.
Sigurður sagði, að ef ætti að
fara að tala um smjörfjall hér,
þá skyldu menn hafa í huga, að
vegna geysilegra smjörfjalla ann-
ars staðar í veröldinni, værum við
hindraðir í því að komast á mark
aðinn. Þama kæmi til kvótaskipt-
ing hjá löndum eins og Dan-
mörku, Nýja Sjálandi og Ástralíu
sem binda markaðinn í Brefclandi.
Þótt Bretar flytji inn 450—480
þúsund lestir af smjöri á ári, geta
þeir ekki tekið af okkur fimm
hundruð lestir. Það eru hin smjpr
fjöllin, sem ryðja okkur út, jafn-
vel þótt við kaupum 80% af öll-
um jarðvinnslutækjum, sem not-
uð eru við ísl. landbúnað í Bret-
landi.
Vel hefur gengið að selja ost-
inn. Hann hefur farið á þýzkan,
brezkan og bandarískan markað
og við höfum fengið tiltölulega
gott verg fyrir hann. En fyrir ut-
an ostinn flytjum við út nýmjólk
urmjöl og kasein, sagði Sigurður
að lokum.
VÍSIR SELDUR
Framhald af bls. 1.
hafa numið tveimur og hálfri
milljón og hlufchafar því íengið
greidd 10%.
Þá hefur Tíminn heyrt, að um
leið og Reyikjaprent h. f. tók við
blaðinu og skuldum þess, hafi
skuldimar verið greiddar niður
um nokkrar milljónir.
VETUR í N-EVRÓPU
Framhald af bls. 1.
var einnig í Briissel, þar sem tré
hafa þegar komizt í vorskap, og
í Finnlandi var 10 gráðu frost í
dag. Á norðvesturströnd Frakk-
lands, þar sem hið bezta vorveð-
ur hefur verið síðustu dagana, var
allt í einu komið vetrarveður í
dag og fimm gráðu frost. f suð-
vestur hluta Englands var mesta
snjókoma, sem þar er munað eftir
síðustu þrjátíu árin, í dag.
Þetta mun vera eitt kaldasta
veður, sem Svíar hafa fengið í
miðjum apríl, svo lengi sem menn
muna. Og veðrig var verst í suð-
urhluta landsins, þar sem vorið
er venjulega í fullum blóma á
þessum árstíma. íbúar á Skáni búa
nú við versta vetrarveður síðustu
25 árin — hríðarbyl, algert um-
ferðaöngþveiti og mikinn kulda.
Miklir samgönguerfiðleikar hafa
skapazt á vötnunum í suður- og
miðhluta Svíþjóðar. Er útlit fyrir,
að þetta verðl kaldasti aprílmán-
uðurinn í sögu sænskra veðurmæl-
inga.
Snjókoma á Skáni hófst fyrir
alvöru um páskana. Víða voru
bændur þar bsrrjaðir á vorverk-
um og t.d. búnir að setja niður
kartöflur. Hafa vorannir bænda nú
þegar tafizt í þrjár vikur miðað
við venjulegt árferði.
Víða í Norður-Svíþjóð var 20—
30 gráðu frost.
/