Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 11
f FÖSTUDAGUR 15. aprfl 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 38 tekinn, kreditbréfið gert upptækt og leitað í hótelherbergi hans. Ekki fundust nema 900 dollarar í peningum, en í skúffu lá svissneskt vegabréf með komustimpli útlendingaeftirlits- ins í Bombay frá 11. júlí. Ertei komu tveir 1000 rúpíu seðlar í leitirnar. Með þeim höfðu verið greidd flugför 18. júlí. Annað var keypt fyrir Tom Ept, hitt fyrir Chan Blumenberg. Lögreglan yfirheyrði Blumenberg, sem gerði þá grein fyrir peningaseðlinum að hann hefði hitt í járnbrautarlest frá Dlehi mann að nafni Wemborg, sem skipt hefði fyrir sig peningum. Þetta staðfesti David Wemborg, sem reynzt hafði sami maður og Ept og Intaler, svo Blumenberg var sleppt en eftirlit haft með honum. Ekki fékk hann að ganga lengi laus, því lögreglan í Bombay komst brátt að raun um að hann var sá sem skipt hafði nokkrum eftirlýstum seðlum þar í borg. Leitað var í herbergi hans og fílslíkanið fannst en engir peningar. Þegar herbergisþernan bjó um rúmið í herberginu næsta dag, heyrði hún skrjáfa í pappír inni í dýnunni. Hún kallaði á hótelstjórann og dýnuverinu var sprett upp. Út hrundi hver peningabunkinn af öðrum, þarna var fengur svika- hrappanna kominn. Nokkurra klukkutíma verk var að telja peningana. Sam- tals reyndust þetta vera 243.000 rúpíur, 660 sterlingspund og 2452 dollarar. Síðar fann lögreglan 110 pund í viðbót í annarri dýnu. Eftir að þeir kumpánar voru komnir bak við lás og slá, gat lögreglan rakið ferðir þeirra. Blumenberg hafði skipt þrjátíu og sex 1000 rúpía seðlum, og allir nema einn komu í leitirnar. Aldrei fannst vegabréf Thoms Epts né kredit- bréfið sem framvísað var í Bombay, en vegabréf á nöfn- in David Wemborg og Chan Blumenberg náðust og sömu- leiðis kreditbréfið sem notað var í Lloyds Bank í Karachi. Máiið tók nú að skýrast. Ljóst varð hvemíg í þvi lá að vegabréf Wemborgs bar komustimpil frá Bombay, enda þótt þangað hefði aldrei komið neinn maður undir því nafni, þegar borinn var saman sá stimpill og stimpillinn í vegabréfi Blumenbergs. Undir eins og það var stimplað hafði Blumenberg skundað í klefa sinn og flutt rakt stimpilblekið í vegabréfið á nafni Wem- borgs með þrykkipappír. Sama bragð var notað til að flytja stimpilinn úr vegabréfi Toms Epts í það sem hljóðaði á nafnið Intaler. Þegar Victoria kom næst til hafnar var gengið úr skugga um að Intaler, öðru nafni Wemborg, hafði komið til lands ins undir nafninu Tom Ept með kanadiskt vegabréf. Yfirvöld í Sviss og Þýzkalandi lýstu vegabréfin á nöfnin Wemborg og Blumenberg fölsuð og Intaler reyndist margdæmdur glæpamaður. Hann hafði fengizt við flestar tegundir auð- gunarglæpa — fjársvik, innbrotsþjófnað, vasaþjófnað, skipti á demöntum. Allrei tókst að rekja feril Blumenbergs, en vissa fékkst fyrir að hann hafði lagt á ráðin um að hafa fé út úr bönkunum. Hann hafði séð um kreditbréfafalsanim- ar, sem voru svo snjallar að skjölin blekktu heilan hóp reyndra bankastarfsmanna. Báðir voru mennimir sakfelldir fyrir samsæri, svik og skjalafals og dæmdir í fimm ára fangelsi. Þeir voru látnir lausir sama daginn og fóru saman til Bombay og þaðan til Madras. Nú kölluðu þeir sig Lucien Crabe Chaumette og Moritz Levy. í Madras kynntust þeir gimsteinakaupmanni að nafni Alexis Pelzman. Kynnin af honum hafa líkast tii gefið þeim hugmyndina að fara til Amsterdam, miðstöðv- ar gimsteinaverzlunarinnar í heiminum, til að hitta þennan kunningja sinn aftur. Hann kynnti þá fyrir frægum starfs- bróðum sínum. Ekki höfðu þeir félagar bætt ráð sitt og kænska þeirra var söm við sig. Skömmu eftir að fundum þeirra og gimsteinasalans bar saman, kváðust þeir ætla að kaupa af honum nokkra vaida steina á 31.000 gyllini. Stein- ar voru látnir í umslag sem kaupmaðurinn innsiglaði síðan og áritaði. Kaupendurnir tilvonandi lofuðu að koma með peningana að tveim dögum liðnum. Þegar þeir komu ekki á tilsettum tíma, opnaði kaupmað- urinn umslagið, en þar var þá ekki annað en nokkrir verð- lausir glermolar. Ekki hafðist upp á bófunum, en nöfn þeirra eru enn á skrá hjá Alþjóðaloki'égiú&'m‘i';íí6kkí ‘ofprbietran- legra glæpamanna. Svikahrappurinn notfærir sér ævinlega trúgirni meðbræðra sinna, en hann breytir um starfsaðferðir eftir því sem tím- UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON hvað um var að ræða, varð Mai gret að nefna öli dulnefni Julius ar van Crams: Lemke, Stieb, Siej dler Marek, Erixon, Spangler, Doi ley . .. Það var undir nafninu Donle; sem hann hafði verið grafinn fyr ir mánuði i fangelsiskirkjugarðin um í Sing-Sing þar sem hann a plánaði átta ára fangelsisdón fyr ir svik. 32 þorði ekkert að eiga á hættu eftir það, sem gerðist. — Til ítaliu? — Sennilega. — Það var aðeins ætlunin að taka töskuna hennar? — Já, þeir fylgdu henni eftir í bílnum. Bianchi fór út úr bíln- um, þegar þeir voru komnir fram úr henni. Hvergi var mann að sjá. Svo þreif hann af henni töskuna. án þess að gruna að hún var fest við úlnliðinn með keðju Hún féll á kné og þegar hann sá hún ætlaði að hrópa á hjálp, þá sló hann hana í höfuðið. Hún læsti um hann handleggjunum og reyndi að hrópa á hjálp. Þá tók hann hnúajárn úr vasanum og sló hana niður. — Og þú spannst upp söguna um hinn Ameríkumanninn til að fá Lognon í burtu? — Hvað hefðuð þér gert í mín- um sporum? Lurður lét plata sig. Meðan á rannsókninni stóð, hafði Lognon alltaf verið sjónar mun á undan rannsóknarlögregi unni. Og hefði hann skilið eitt- hvað i sálarilfið stúlkunnar, þá hefði hann haft upp á morðingj- anum. Hvað ætli hann hugsaði þessa stundina í lestinni á leið til París- ar? Sjálfsagt kenndi hann óheppni um þetta allt saman. Hann hafði ekki misstigið sig á neinn hátt og ekkert var hægt að finna að verki hans. Hann hafði farið algerlega eftir þeim reglum, sem kenndar eru í öllum lögregluskólum. Samt hafði hann látið leika á sig og tap að af bráðinni. Hann hafði ekki verið fær um að skilja sálarlíf ungrar stúlku frá Nice. Árum saman hafði Louise reynt að ryðja sér rúm í lífinu, fuil þrjózku og þvermóðsku. Hún hafði lent á refilstigum í veröld, sem hún kunni engin skil á, og í ör væntingu hafði hún reynt að ’.eita athvarfs hjá þeirri, sem næst henni stóð og hún hafði hlaupizt frá henni. Hún var ein síns liðs og barðist í bökkum, reyndi að ná fótfestu í fjandsamlegri veröld, en tókst ekki að læra leikreglurnar Áreiðanlega vissi hún ekkert um föður sinn. Ung að aldri hlaut hún að hafa velt því fyrir sér, hvers vegna móðir hennar var frá brugðin öðrum konum. hvers vegna þær tvær lifðu öðru lífi en fólkið í kringum þær Af öllum kröfturo hafði hún reynt að aðlaga sig. Hún nafði hlaupizt að heiman. Hún ias aug lysingar i blöðunum. En jafnframt því sem Jeanine Armenieu var ekki skotaskuld úr að fá góða vinnu, þá var henni hvarvetna vís að á dyr. Hafði hún að lokum farið að ímynda sér, að samsærj hefði ver- ið gert á móti henni? Að hvaða leyti var hún frá- brugðin öðrum Hvers vegna var hún slíkur hrakfallabálkur? Jafnvel dauði hennar einkennd- ist af kaldhæðni. Ef keðjan hefði ekki verið um úlnliðinn á henni, mundi Bianchi hafa náð töskunni og hlaupið leiðar sinnar. Ef hún hefði sagt lögreglunni sögu sína, þá hefði enginn lagt trúnað á hana. — Hvers vegna var ekið með líkið út á Vintimille-torgið? — Ekki var hægt að skilja hana eftir nálægt barnum mínum. Og auk þess var hún þannig klædd, að hún gat verið götumella á Mont marte. Ög auk þess var enginn þarna á ferli. — Hafa þeir þegar sent ein- hvern á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna? — Nei, áreiðanlega ekki. Þeir bíða. — Clark er í símanum! — Gefið mér samband. Eins og venjulega fór samtalið við Clark fram þannig, að nann talaði lélega frönsku, en Maigret lélega ensku. Áður en Clark skildi — Fannst féð, sem hann sveik út? í Aðeins lítill hluti af því. — Var það mikið, sem ekki fannst? — Um 100,000 dollarar? — Og meðsekur honum var Jimmy? — Jimmy 0‘Malley, já. Hann fékk ekki nema þrjú ár of var látinn laus fyrir tveim mánuðum. — Og fór til Frakklands? — Ég hélt, að dóttir hans ætl- aði að giftást. — Já, hann fór heim fyrir brúð kaupið. Peningarnir eru hjá pólsk um skraddara f Brooklyn, Luka- sek heitir hann. Þrátt fyrir allt var ekki laust við sigurhreim í rödd Maigrets. — Lukasek veit ef tii vill ekki, hvað hann hefur undir höndum. Hann hefur fengið skipun um að afhenda peningana ungri stúlku, að nafni Louise Laboine. — Kemur hún? — Því miður kemst hún ekki. Hann hafði sagt þetta óviljandi. Hann tók sig á og sagði: — Hún dó í París fyrir nokkr- um dögum. Hann rabbaði enn við Clark sem hann hafði ekki séð árum saman. Þegar hann lagði símtói ið á virtist hann hissa að sjá Al- bert enn í stólnum. _____________________________n FBI mundi áreiðanlega finna peningana og afhenda þá aftur einhverjum auðkýfingi eða trygg ingafélagi því að sennilega voru þeir tryggðir gegn þjófum. Pólski skraddarinn mundi hafna í stein inum. Og Jimmy O'Malley mundi drekka brúðaröl dóttur sinnar t gamla klefanum sínum f Sing- Sing. Örlög Louise voru kaldhæðnis- leg. Hefði Mademoiselle Irene lán að henni aðra tösku, keðjulausa þá væri hún enn á lífi. Og ef Löuise hefði komið tfm- anlega til Rue de Ponthieu, og fengið skilaboðin, þá væri hún nú 100,000 dollurum ríkari og enn á lífi . . . Hafði hún farið til Amerfku? Hvað hefði hún gert við 100, 000 dollara? Maigret tæmdi glasið sn*. hann sló öskuna úr pípunni. — Komdu Janvier. Hann benti á barþjóninn, sem strax áttaði sig á, hvað var um að vera. Hann kunni orðið um- gengnishættina. — Taktu hann með þér á skrif stofuna, skrifaðu allt, sem hann segir og láttu hann skrifa undir settu hann svo í gæzluvarðhald. Eg hringi í rannsóknardómarann. Nú gengi allt af sjálfu sér. , Hann hafði ekki áhuga á þvi, sem á eftir kom. f þeirri andrá að Albert var að ganga út um dyrnar. kallaði hann á hann aftur og sagði: — Ég gleymdi að borga þrjá pernod. — Það er á minn kostnað. — Það skal aldrei vera! Hann rétti honum seðlana og sagði eins og hann myndi hafa sagt á bamum: — Það passar. Og barþjónninn svaraði ósjálf- rátt eins og hann stæði enn inn- an við barborðið sitt: — Þakka yður. SÖGULOK. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fylg- izt vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32. Simi 13-100. ÚTVARPIÐ Föstudagur 15. aprfl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Lesin rtagskrá næstu vifeu. 13.30 Við vtnnuna. 14.40 Viö sem heima sitjum 15.00 Mið- ■■MH degisútvarp 16.30 Síð- í dag degisútvarp 17.00 Préttir. 1705 t veldi hliómanna Jón örn Mar inósson kynnir sigilda tónilst tvr tr ungt fólfe 18.00 Sannar sðgur frá liðnum ðidum 18.30 Tónlelk ar 19.20 Veðurtregnir. 1930 Fréttir 20.00 Kvöldvaka a. Lest ur fomrita: Færevinga «aga b. Minningar um Þlófa-Lása. e. Tökum lagið' d Genglð tU refa veiða Stefán lónsson flytur frá- söguþátf eftlr Njál PYiðbtamap son á Sandí i Aðaldal e. Kvæða lög Margrét Hjálmarsdóttir ftveð ur stökur eftir Marfu Bjarnadott ur 21.25 Otvarpssagan- „Daeur inn og nóttin- Lesari: Htörtnr Pálsson U6' 22.00 Frétttr og urfregnir 22 JO Islenzkt <n*l ma Aðaipteinn lónsson eand mag. fl.vtur báttinn 22 30 Næturhljów leikar 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.