Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTÍR TÍMINN ÍÞRÓTTiR FÖSTUDAGUR 15. aprfl 1966 Leynivopn Frakklands birtist í gervi dómarans! Frakkar unnu ísland 16:15 í sögulegum leik Alf-Eeykjavílc. — Það er aS- eins eitt orð yfir 34. landsleik ís- lands í handknattleik, sem var gegn Frökkum í gærkveldi, HNEYKSLI. OG monsieur Nelson Paillou, forseti franska handknatt leikssambandsins, á „heiðurinn“ af því, en hann dæmdi síðari hálf- leik letksins og var eitt skæðasta vopn franska Iiðsins. Aldrei hefur nokkur dómari, sem dæmt hefur fcmdsleiki hér í handknattleik, gert sig eins berlega sekan um Mntdrægni og þessi franski dóm- ari, sem virtist staðráðinn í því aUt frá þvi að hann fékk flautuna í hendur, að láta Frakkland vinna, hvað sem það kostaði. Og það var engin furða, þótt lokatölurnar yrðu 16:15 fyrir Frakkland. Ástæðan fyrir því, að Frakkinn var látinn dæma, var sú, að sænski dómarinn Lennart Lars- son komst ekki í tæka tíð til lands ins til að dæma leikinn og var það ráð tekið, að láta Hannes Þ. Sig- urðsson dæma fyrri hálfleik, en Paillou þann síðari. Hannesi tókst vel upp og dæmdi sanngjarnt, en því miður fylgdi hinn franski „kollegi" ekki fordæmi hans. Allt ætlaði um koll að keyra í Laugar- dalshöllinni að leik loknum og mannfjöldinn „baulaði" í kór að franska dómaranum, sem mátti þakka fyrir að vera staddur úti á miðju gólfi en ekki uppi í áhorf endastæðinu. En þrátt fyrir lélegan dómara, sem greinilega dró tanm franska liðsins í gærkveldi, er ekki hægt að hrósa ísl. liðinu fyrir góðan leik. Leikur liðsins var sá lakasti, sem maður hefur séð til þess í vetur, og nú freistast maður til að álíta, að ísl. liðið hafi lítið er- indi í lokakeppni HM í Sviþjóð. Fyrri hálfleikurinn var mjög slappur, þrátt fyrir, að ísl. liðið hefði eitt mark yfir í hálfleik, 9:8. „Stjörnurnar", Gunnlaugur og Ingólfur áttu afleitan leik, sérstak lega Ingólfur, sem virtist eitthvað miður sín og skavrt í tíma og ótíma. Það voru hins vegar yngri menn liðsins, sérstaklega Geir Hall- steinsson, sem björguðu því, sem bjargað varð, með því að skora flest mörkin. Franska liðið, með Richard René (4), sem beztan mann, lék léttan og skemmtileg- an handknattleik, en tókst illa að útfæra leikkerfi sín. Og það var fyrst og fremst fyrir slakan varn- arleik íslands, sérstaklega í horn- unum, að þeim tókst að skora svo mörg mörk. Snemma í síðari hálfleik virtist svolítið ætla að birta til, því á skömmum tíma tókst Gunnlaugi að skora 3 mörk í röð mjög glæsi lega og tryggja fslandi þriggja marka forskot, 13:10. En eftir það fór að syrta í álinn. Frökkum tókst fljótlega að jafna, 13:13, og síðan fór að verða áberandi þáttur franska dómarans, sem hvað eftir annað dæmdi knött- inn af íslenzka liðinu og lokaði augunum jafnframt fyrir brotum frönsku leikmannanna. Svo rammt kvað að hlutdrægni Frakkans, að hann sinnti engu, þegar Magnús Pétursson, marka- dómari, veifaði hvað eftir annað á línu, og fyrir bragðið skoruðu Frakkar ólögleg mörk. Leikurinn tók á sig leiðinlegan svip, enda svo augljóst, að dómarinn var fimmta hjólið undir franska vagn inum. fsland hafði síðast forustu 15:14, og voru þá eftir 13 mínút- ur, og á 17 síðustu mínútunum skoraði liðið ekki eitt cinasta mark, en Frakkar skoruðu tve og unnu Ieikinn 16:15. Síðustu 15 mínútur leiksins var lítið um skiptingar hjá ísl. liðinu og voru yngri menn liðsins, Geir og Hermann sáralítið inn á. Var þetta hæpin ráðstöfun, ef fyrri hálfleikurinn er hafður til hlið sjónar. Var synd að sjá, hve hin um reyndari leikmönnum okkar gekk illa að opna frönsku vörnina og er þó haft í huga, að íranski dómarinn gerði þeim margar skrá veifur. Eins og atburðarásin í síðari hálfleik var, finnst manni nú sem um hreinan skrípaleik hafi verið að ræða, hneyksli, sem vonandi endurtekur sig ekki oftar. Við höfum því góða og gilda ástæðu til að strika 34. landsleikinn út, og legg ég til, að svo verði gert. Það er tæplega hægt að hrósa neinum sérstökum í ísl. liðinu fyr ir gegnumgangandi góðan leik. Gunnlaugur var góður af og til, en þess á milli langt niðri. Sömu sögu var að segja um Ingólf og Hörð. Geir Hallsteinsson kom einna bezt frá leiknum, en var því miður allt of stutt inn á. Hvor ugur markvörðurinn stóð sig nógu vel, en þó var Þorsteinn ágætur í síðari hálfleik. — Mörk fslands: Gunnlaugur 5 (2 víti), Geir 3, Hörður 2, Stefán Jónsson 2, Stef án Sandholt, Ingólfur og Hermann 1 hver. í franska liðinu var Roger Lamb er (5) beztur, en hann skoraði 4 mörk, einnig var Portes Maures (9) góður, að ógleymdum mark- verðinum, Jean Ferignac, sem varði oft stórkostlega. íhorfendur í gærkyöldi voru um 2000. Partizan og Reai Madrid sigruðu Partizan frá Júgóslavíu sigraði Manchester Utd. með 2:0 í fyrri ieik liðanna í undanúrslitum Ev- rópubikarkeppninnar í fyrrakvöld, en leikurinn fór fram í Belgrad. f hálfleik var 0:0 ,en í síðari hálf- Ieik höfðu Júgóslavarnir yfirburði. Þá léku Real Madrid og Inter Milan í Madrid og sigraði heima- liðið með 1:0. Reykjavíkurmóf í hadminton Reykjavíkurmótið í badminton 1966 verður háð í Valshúsinu á laugardag og sunnudag og hefst kl. 15 báða dagana. Skráðir kepp- endur eru 40 talsins. Má búast við mjög spennandi keppni. Gunnlaucjur reynir markskot í leiknum í gærkvöldl. (Tímamynd GE). Málið fór fyrir dómstól HSÍ Margir hafa hringt til blaðs- förnu og er úrskurðar að ins og spurt, hvort kærumáli vænta um helgina. Komist dóm KR vegna leiksins við FH, sé stóllinn að sömu niðurstöðu fer endanlega lokiA Þessu er til leikurinn fram aftur og eiga að svara, að FH afryjaði ur- , , , ..... ... . skurði dómstóls HKRR til dóm ^ FH-mgar þrja leiki eftir í stóls HSÍ. DómstóU HSÍ hef- mótinu, þ.e. gegn KR, Val og ur fjallað um málið að undan- Fram. Sheff. W. 35 12 7 16 48:54 31 Newcastle 36 12 7 17 44:55 31 Nottingh. F. 36 12 7 17 49:64 31 Sunderl. 37 12 7 18 45:67 31 Aston V. 37 12 6 19 61:71 30 Northamt. 38 9 12 17 50:83 30 Fulham 36 11 5 20 55:74 27 Blackburn 35 7 4 24 51:76 18 Staðan í 1. deild á Englandi er nú þessi: Liverpool 38 24 8 6 74:30 56 Burnley 37 21 7 9 73:44 49 Leedn 36 19 8 9 67:34 46 Chelsea 35 20 6 9 58:43.46 Manch. Utl. 34 15 12 7 65:46 42 Leicester 35 17 7 11 67:55 41 Everton 38 15 10 13 55:53 40 WBA 36 14 11 11 75:62 39 Tottenham 36 14 11, 11 71:60 39 Stoke 37 13 11 13 60:59 37 Sheff. Utd. 37 13 11 13 48:54 37 West Ham 37 12 9 16 62:77 33 Arsenal 35 10 12 13 57:63 32 Blackpool 37 12 8 17 47:58 32 Staða efstu og neðstu deild: Huddersf. 37 18 12 7 Manch. City 35 18 12 5 Wolves 38 19 9 10 Coventry 37 17 12 8 Bristol C. 38 14 16 8 Southampt. 35 18 7 10 Preston 36 9 14 13 Charlton 33 10 11 12 Cardiff 36 10 9 17 Middelsbro 37 8 13 16 Bury 36 10 7 19 Leyton O. 36 5 10 21 liða í 2. 56:27 48 62:37 48 82:53 47 64:46 46 54:46 44 75:50 43 50:61 32 53:60 31 62:73 29 49:74 29 53:67 27 32:70 20 Tekst Rvíkurúrvali að sigra í kvöld? Hreinn úrslitaleikur milli Rvikur og varnarliðsmanna f kvöld kl. 8,15 fer fram að Hálogalandi leikur í körfuknatt- leik milli Reykjavíkurúrvals og úr- vals Bandaríkjamanna á Keflavík- urflugvélli. Þetta er þriðja ájið, sem keppn þessi fer fram og hefur Reykja- víkurúrvalið sigrað tvisvar sinn- um. í kvöld fer fram fimmti og síðasti leikur þessa keppnistíma- bils. Leikar standa þannig, að hvort lið hefur unnið tvo leiki. Er því hér um hreinan úrslita- leik að ræða. Vafalaust má því búast við tví- sýnum leik. Reykjavíkurútvalið er þannig skipað: Agnar Friðriksson ÍR Hólmsteinn Sigurðsson ÍR Einar Bollason KR Gunnar Gunnarsson KR Kolbeinn Pálsson KR Kn'stinn Stefánsson KR Einar Matthíasson KFR Ólafur Thorlacíus KFR Birgir Ö. Birgis Á Hallgrímur Gunnarsson Á Er þetta sama lið og sigrnði Dani i Polar Cup um páskana. Körfuknattleiksunnendur eru hvattir til að kom? og sjá fjörug- an og skemmtilegan leik. Á undan leik þessum fer fram úrslitaleikur íslandsmótsins í II. fl. karla milli Ármanns og KR. Khafnar-úrval til Reykjavíkur Danska blaðið „Berlingske Tidende" skýrði nýlega frá því, að ákveðið væri, að Kaup- mannahafnarúrval í handknatt leik færi í heimsókn til Reykja víkur næsta vetur. Verður Kaupmannahafnarúrvalið lík- lega á ferðinni i febrúarmán uði, eða þegar lokakeppni HM í Svíþjóð verður lokið. Íþróttasíðan snéri sér til Jó- hanns Einvarðssonar, for- manns Handknattleiksráðs Reykjavíkur og innti hann nán ar eftir bessu. Cagði Jóhann, að HKRR hefði í hyggju að efna til afmælismóts næsta ár og bjóða í bvi tilefni Kaup- mannaúrvali hingað upp, en hann sagði, að málið væri á byrjunarstigi og ekkert ákveð- ið endanl. :nnþá. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.