Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 8
8 -a£>—» TÍMINN FÖSTUDAGUR 15. aprfl 196« Verðtryggingarfrumvarp i5 er mjög varhugavert! Flest bendir til að það muni frémur auka verðbólguna en draga úr henni - og verður atvinnuvegunum og hús- byggingum erfiður fjötur um fót. Fram var haldið í neðri deild í gær 3. umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga. Einar Ágústsson sagði, að Gylfi Þ. Gíslason, bankamálaráðherra, hefði ekki enn gefið svör við mörgum þeim fyr irspumum, sem hann hefði bor- ið fram í um- ræðum um mál- ið. Megininn- tak ræðu bankamálaráðherra hefði fjallað um verðbólguna, hver hún mætti mest vera, og að meiri verðbóigu- vöxtur en 10% á ári bæri vott um óstjórn, og geta víst allir tek- ið undir þau orð. Aðeins einni spurningu hefði ráðherrann svar- að og það ófullkomlega og þó að mestu endurtekið í því sambandi það, sem áður hefði verið fram komið hjá Jóhannesi .Nordal um framkvæmd Seðlabankans á verð- tryggingunni, þ.e. að innlánsvext- ir af verðtryggðu fé skyldu verða 4—5% á sama tíma og vextir af óbundnu fé verði 7—9% og enn- fremur að þessum kjörum þyrfti að vera unnt að breyta svo til fyrirvaralaust, ef framboð á fé til verðtryggðra innlána yrði mun meira en eftirspurn eftir verð- tryggðum lánum. Einar sagði, að þegar frumvarp- ið hefði verið lagt fram hnfði ekki verið gert ráð fyrir sam- ráði Seðlabankans við viðskipta- bankana um framkvæmd verð- tryggingarinnar. Nú væri sú breyt ing komin inn í frumvarpið að lögfesta á að Seðlabankinn skuli hafa samráð við viðskiptabankana. Þessi breyting er til bóta, en mjög finnst mér að þetta samráð hefði átt að hafa áður en Alþingi tek- ur endanlega ákvörðun um málið, heldur en á eftir. Skv. frumvarpinu á það að vera á valdi stjórna fjárfestingarsjóða, hvort verðtrygging verður tekin upp á útlánum sjóðanna eða ekki. En hins vegar er ekki tekið fram í frumvarpinu við hvað verðtrygg- ingin skuli miðast. Verðmiðarnir á þeim verðtryggingarlánum, sem nú eru í útlánum, þ.e. Húsnæðis- málastjórnarlánum og skuldabréfa lánum ríkissjóðs, eru ákveðnar í iögum og væri eðlilegast að sá háttur yrði á hafður í sambandi við þessar verðtryggingar. Skv. 4. grein frumvarpsins á aðalreglan að vera sú — en þó með hugsan- legum undantekningum, — að miða skuli við framfærsluvísitölu. Tók Einar nokkur dæmi um út- lán fjárfestingarsjóða til sjávarút- vegs, landbúnaðar og iðnaðar og benti á hve framfærsluvísitala ætti illa við þær lánveitingar. T. d. hefði framfærslukostnaður ekki úrslitaáhrif á endursöluverð iðn- aðarvéla. Búast mætti við, að stjórnir allra lífeysissjóða ákvæðu að taka upp verðtryggingu á útlánum eft- ir samþykkt frumvarpsins. í 7. gr. frumvarpsins segir, að slík lán skuli veitt með sömu kjörum og íbúðalán Húsnæðismálastjómar. Spurningin er þá, hvort það tek- ur einnig til veðréttarins, en Hús- næðismálatsjórnarlán má aðeins veita út á 1. veðrétt fasteignar. Þetta atriði skiptir afar miklu máli fyrir þá, sem eru að byggja eða ætla að ráðast í byggingu og er nauðsynlegt að fá um þetta skýr svör frá ráðherra. Það er for- sendan fyrir því að þorri hús- byggjenda geti komið húsum sín- um upp, að þeir geti fengið bæði húsnæðisstjórnarlán og lán úr líf- eyrissjóði, eins og húsbygginga- kostnaðir er nú komið. Ráðherrann segir aðaltilgang þessa frumvarps að vinna gegn verðbólgunni. Ég held, sagði Ein- ar, að verðtryggingin verði að vera mjög almenn, ef hún á að draga úr verðbólgunni, en skv. frumvarpinu á spariféð í bönkum og sparisjóðum, sem nú nemur um 7700 milljónum króna, að vera áfram óverðtryggt að mestu. Fyrstu áhrifin af samþykkt pessa frumvarps verða þau að lífeyris- sjóðir, tryggingafélög og fjárfest- ingarsjóðir taka upp verðtrygg- ingu, en flest annað er afar óljóst um framkvæmdina. Því hefði ver- ið hyggilegt að samþykkja tillögu Framsóknarmanna um að fresta málinu til hausts og vísa því til milliþinganefndar, sem grandskoð aði það í samvinnu við Seðlabank- ann og viðskiptabankana. Það myndi ekki tefja málið mikið en yrði því án efa til betrumbóta og myndi tryggja heillavænlegri árangur að verðtryggingunni. Gylfi Þ. Gíslason, bankamálaráð herra, sagði að aðalreglan væri A Þ ★★ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um rýmkun lánsheimilda atvinnu- leysistryggingasjóðs var afgreitt sem lög frá Alþingi í efri deihl í gær. ★★ Gunnar Gíslason mælti fyrir frumvarpi landbúnaðarnefndar neðri deildar um framlengingu á búnaðarmálasjóðsgjaldinu til Bænda liallarinnar. Frumvarpið var samþykkt til 2. umr. •fck Frumvarp um eflingu iðnlánasjóðs var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Ennfremur frumvarp um fuglaveiðar og fuglafriðun. sú að framfærslu vísitala yrði til viðmiðunar við verðtrygginguna, en þar sem önn- ur viðmiðun þætti heppilegri skyldi hún við- höfð og myndi það á valdi sjóðanna að ákveða hana. Ennfremur lagði ráðherr- ann áherzlu á, að það væri ekki tilgangurinn með frumvarpinu að skerða á nokkurn hátt lánsmögu- leijca hjá húsbyggjendum og myndu þeir með krókaleiðum eft- ir sem áður geta fengið lán frá Húsnæðismálastjórn og lífeyris- sjóði. Lúðvík Jósepsson minnti á, að ráðherrann hefði talið megintil- gang frumvarps ins að draga úr fjárfestingu. Spurði hann, hvort of mikið væri nú lánað til húsbygginga, sjávarútvegs, iðn aðar. Taldi Lúð- vík að frumvarpið myndi síður en svo hitta í mark heldur beinlínis verða til þess að auka verðbólg- una í landinu og auka á erfið- leika atvinnuvega og húsbyggj- enda. Þeir, sem hefðu tekið hús- næðismálastjórnarlán 1964 með ákvæðum um verðtryggingu þyrftu nú að greiða 12% álag á afborg- anir og vexti og eftir 2 ár þyrftu þeir að borga 20% álag, ef verð- bólgan héldi áfram eins og flest benti til. Þórarinn Þórarinsson sagði, að eðlilegt væri að styðja heilbrigðar ráðstafanir til að tryggja kjör f§ sparifjáreigenda, og vel gæti kom- komið til greina að verðtryggja allt sparifé, en .... nú væri mikill MI misskilningur að halda, að unnt væri að draga úr verðbólgunni með verðtryggingu fjárskuldbindinga einni. T. d. ætti iðnrekandi, sem yrði að greiða álag á lán sín ekki annars úr- kosti en hækka framleiðslu sína og það hækkaði verðlag og fram- færsluvísitölu, útgerðarmaður sem greiða yrði slíka hækkun yrði að leita á náðir ríkisvaldsins, sem gripi ef til vill til gengislækkun- ar, sem magnaði verðbólgu, hækk un afborgana og vaxta af hús- byggingarlánum myndi hafa í för með sér auknar kaupkröfur, því það hefði sýnt sig, að það væru fyrst og fremst þeir, sem hefðu nýlega staðið í húsbygging- um eða hefðu með öðrum hætti við háan húsnæðiskostnað að glíma, sem fyrst og fremst knýðu á um kauphækkanir. Þórarinn sagðist vilja taka undir umsögn Landsb. um þessi mál, þar sem segði, að ef tryggja ætti spariféð, þyrfti að vinna gegn þvi, f gær tók Jón Kjartansson, forstjóri, sæti Skúla Guðmunds- sonar 1. þm. Norðlendinga vestri, Skúli mun dveljast erlendis nokkrar vikur. f gær tók Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, sæti Halldórs Ás- grímssonar 2. þm. Austfirðinga. Þá tók Sigfús Johnsen, kennari, í gær sæti Guðlaugs Gísla- sonar, 3. þm. Sunnlendinga. sem verðrýrnun þess ylli, þ. e. verðbólgunni, en verðtrygging ein gerði það ekki, eins og sannaðist bezt í Finnlandi, sem væri eina landið í Evrópu sem tekið hefði upp slíka verðtryggingu. Þar hefði verðbólga aukizt meira en í nokkru öðru landi Evrópu að íslandi einu undanskildu. Þórarinn kvað sig furða á, að ríkisstjórnin skyldi dirfast að ætla að leggja nýja þunga bagga á þá, sem í framkvæmdum við atvinnu- vegi og húsbyggingar stæðu, en láta þá, sem eyðslulánin taka, en stór hluti víxillánanna væru eyðslu lán, ósnerta. Þetta frumvarp væri aðeins stað festing á því að ríkisstjórnin hefði gefizt upp við að leysa verðbólgu- málin eftir eðlilegum leiðum, þ.e. með því að leita eftir sem víð- tækastri samvinnu við verkalýðs- samtök og stjórnmálaflokka um heildarlausn þeirra. í þessu írum- varpi fælist og stórkostlegt rang- læti fyrir unga fólkið í landinu. Ungir menn, sem vildu leggja í atvinnurekstur yrðu að taka á sig þessar nýju byrðar, en hinir gamalgrónu, sem búnir væru að kóma sér fyrir fengju að sitja áfram að mun ódýrari víxilvið- skiptum og yfirdráttum. Þetta væri hið hróplegasta ranglæti gagn vart ungu kynslóðinni. Ef hefta á framkvæmdir með þessum hætti, ætti einhver ábyrg- ur aðili að velja úr, hvaða fram- kvæmdir eigi forgangsrétt og hverjar megi víkja eða bíða, en það verði ekki aðeins þeir hinir minni máttar, sem verði látnir víkja án tillits til þeirra fram- kvæmda, sem um er að ræða í hverju einstöku tilfelli. Nær væri að vísitölubinda eyðslulánin svo sem víxillán, en láta framkvæmda- og húsbygginga lán frekar fá undanþágur, ef um undanþágur er að ræða. í þá átt hnigi breytingatillaga sú, er hann flytti ásamt Sigurvin Einars- syni, um ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi: „Meðan ekki hefur verið kom- ið á verðtryggingu innlánsfjár í bönkum og öðrum lánastofnun- um, skulu lög þessi ekki ná til lífeyrissjóða einstakra stétta, nema að fengnu samþykki við- komandi stéttarfélaga. Meðan ekki hefur verið komið á verðtryggingu innlánsfjár f bönkum og öðrum lánastofnun- um, skulu lög þessi ekki ná til fjárfestingarsjóða, sem njóta fram laga frá atvinnuvegunum, nema að fengnu samþykki viðkomandi stéttarsamtaka, Stéttarsambands bænda, varðandi stofnlánadeild landbúnaðarins, Landssambands íslenzkra útvegsmanna varðandi fiskveiðasjóð, stofnlánadeild sjáv arútvegsins, og fiskimálasjóð og Félags íslenzkra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna varðandi iðnlánasjóð. Meðan ekki hefur verið komið á verðtryggingu innlánsfjár í bönkum og öðrum lánastofnun um, skulu falla niður vísitölu- hækkanir á lánum Húsnæðismála stofnunar ríkisins samkv. lögum nr. 19, 10. maí, 1965.“ Sagði Þórarinn, að sér hefði fundizt það mjög undarlegt, þeg- ar verkalýðssamtökin i júní sam komu laginu svonefnda, skyldu hafa fallizt á það, að húsnæðislán skyldu ein verða vísitölubundin. Þar samdi verkalýðshreyfingin af sér og verkalýðshreyfingin verður að viðurkenna það ranglæti, sem þessu hefur orðið samfara, og vinda bráðan bug að því að fá úr þessu bætt. Það er hennar skylda. Þá spurði Þórarinn, ráðherrann hvernig reynslan hefði orðið af verðtryggingu útlána í Finnlandi og fsrael, þar sem þetta ráð hefði verið reynt, en engar upplýsingar kæmu fram um það, þótt þess sé getið í greinargerð frumvarpsins, að verðtrygging fjárskuldbind- inga hafi verið reynd í þessum löndum. Þórarinn sagði, að sér hefði skil izt, að sá háttur væri nú upp tek inn hjá Húsnæðismálastjórn að veita síður lán til þeirra, sem hefðu aðgang að lífeyrissjóðum. Kvaðst hann vilja spyrja ráðherr- ann sérstaklega um þetta atriði vegna fyrri ummæla hans um þaf að menn ættu þess fullan kost. a"» . Framhald a 14 siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.