Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. apríl 1966 Cltgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krístján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Heigason og Indríð) G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar' Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason Ritstj.skrifstofui l Eddn húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastrætl 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrai skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr 95.00 á mán tnnanlands — f Iausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.í Meiri höft Það kom glöggt fram í ræðu þeirri, sem dr. Jóhannes Nordal hélt á ársfundi Seðlabankans, að ríkisstjórnin stefnir að auknum höftum í peningamálum. Ræða banka- stjórans var að ekki litlu leyti harmagrátur yfir því, að úöán banka og sparisjóða hefðu aukizt allmiklu meira á árinu 1965 en næsta ár á undan eða um 22%. Mun þó Aklrí fjarri lagi, að dýrtíðarstefna ríkisstjórnarinnar bafi aukið rekstrarkostnað fyrirtækja sem þessu nam, og hlutu útlán banka og sparisjóða því eðlilega að vaxa 1 svipuðu hlutfalli, ef ekki átti að koma til stórfellds sam- dráttar í atvinnulífinu og stöðvunar á framkvæmdum. Svo þröngur er fjölmörgum fyrirtækjum sniðinn stakk- urinn í lánamálum, að það stendur alveg í vegi þess, að þau geti aukið hagræðiagu í rekstri sínum og not- fært sér nýja tækni. Haraldur Böðvarsson á Akranesi sýndi t.d. nýlega fram á það í blaðagrein, hve mjög láns- fjárskorturinn stendur í vegi aukinnar hagræðingar í fiskiðnaðinum. En málpípu ríkisstjórnarinnar hjá Seðlaban'kanum fannst samt ekki nóg að gert og harmaði því, að útlán- in skyldu ekki hafa orðið minni á síðastl. ári. Lokanið- urstaða hans var að krefjast aukinna lánsfjárhafta, eða eins og segir í ræðu hans: „Brýna nauðsyn ber því til, að athugaðar séu leiðir til þess að tryggja jafnari þróun bankaútlána en við höfum átt að venjast. í ýmsum löndum hefur verið reyrit að ná þessu marki með sérstökum samningum við við- skiptabanka og sparisjóði um, að útlán aukist ekki nema um ákveðna hámarkshundraðstölu á ári. Slíkt samkomu- lag hefði getað komið í veg fyrir, að útlánin árið 1965 ykjust helmingi meira en árið áður. Önnur leið, sem til greina kemur, er að gera útlánastefnu Seðlabankans sjálfs sveigjanlegri, svo að hún hafi áhrif í þá átt að vega á móti sveiflunum, sem eiga sér stað í útlánum bankanna, en því mætti t.d. ná með því að breyta end- urkaupahlutföllum, jafnvel oft á ári, ef aðstæður krefð- ust”. Þessi ummæli bankastjórans sýna það bezt, að ríkis- stjórnin er enn við það heygarðshornið að auka láns- fjárhöftin. Henni finnst, að ekki sé þar enn nægilega þrengt að atvinnufyrirtækjunum. Jafnframt þykist svo stjómin vera á móti höftum! Hræsnina skortir ekki. Alreikningur Jóhanns Samkvæmt seinustu áætlunum um Búrfellsvirkjun mun framleiðslukostnaðurinn verða 10.4 aurar á kílóvatt- stund. Álhringurinn á að fá orkuna fyrir 10.7 aura á kíló- vattstund. Þó stofnköstnaðurinn færi ekki nema 5% fram úr áætlun, sem væri einsdæmi hér á landi, væri orðinn halli á orkusölunni til hringsins. Við þetta bætist svo. að innan fárra ára verða íslend- ingar vegna eigin þarfa að ráðast í nýjar virkjanir. sem verða mun dýrari en Búrfellsvirkjun. Þeir verða þó sjálf- ir að borga þessa dýrari orku meðan hringurinn fengi ódýru orkuna frá Búrfelli á óbreyttu verði. Þrátt fyrir þessar staðrevndir þvkist Jóhann Hafstein geta reiknað út, að rafmagnsverðið. sem íslendingar greiða sjálfir, muni stórlækka vegna orkusölunnar til hringsins! Ef Jóhann teldi málstað sinn góðan, myndi hann ekki grípa til slíkrar reikningslistar. TÍMINN Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Bandaríkjamenn standa á vega- mótum í Vietnam-styrjöldinni „Byrði hvíta mannsins" heyrir orðið fortíðinni til. HO CHI MINH Eftirfarandi grein Lipp- manns birtist í Parísarúr.gáfu New York Herald Tribun.e 4. þessa mánaðar. Þann dag var rætt um óeirðirnar í Suður- Vietnam í forustugrein blaðs ins. Þar var haldið frarn, að pólitísiks áhuga gætti ekki nema hjá litlum hluta búdda trúarmanna í Víetnam og þar á ofan skiptust þeir í marga stríðandi hópa. Framgjarnir leiðtogar, sem hefðu haldgóða þekkingu á austrænum stjórn málum og vestrænum sam- skiptum, ynnu þð kappsam- lega að því að ná völdum og létust vera leiðtogar alirar alþýðu. Herskáastur þessarra leið- toiga væri Thich Tri Quang, og virtist ekki vilja sætta sig við neitt minna en öll völd. Hitt væri meira á huldu, hvort hann ætlaði sjáltum sér völdin eða vinum sínum í Norður-Vietnam. Tri Quang sé greinilega fulltrúi hættu- legra og máttugra afla. Thich Tam Ohau, leiðtogi í Saigon, sé að miklum mun hófsamari, en virðist eigi að síður lúta stjórn þessara afla. Þarna sé að finna ern eina sönnun þess. að þegar hófsamir menn gangi til liðs við ákafa og öfluga andstöðu lúti þeir í lægra haldi og for- ustan lendi í höndum hinna herskáustu. „Vietnam er vettvangur al- varlegra, pólitískra átaka“. heldur forustugreinin áfram, „og möguleg lausn, — rilraun- irnar til að koma á nýrri valdasikiptingu — hefir í sér fólgin frjókorn nýrrar iiættu. Hugmyndin er að mynda ein- ingu um ríkisstjórn, þar sem hinir ýmsu hópar komi sér saman um að leggja á hilluna eigingjörn sjónarmið og sam einast um þjóðlega einingar- stjórn, sem fari með vötd unz stríðinu er lokið eða að minnsta kosti þar til að að- stæður leyfi að lagðiir sé traustur lýðræðisgrundvöllur og fram geti farið örugglega vemdaðar kosningar (í því fonmi, sem þjóðinni hentaði). En til þessa þyrfti óeigin- gjarnari þjóðhollustu en flokksbrotin hafa sýnt, sér í lagi pólitísku Búddatrúar- mennirnir". Hefst svo grein Lippmanns: FULL ástæða virðist til að ætla, að forustumennirnir bæði í Saigon og Washington hafi gert sér rangar hugmyndir um mikilvægi og umfang undirrót ar óeirðanna í Víetnam. Samt sem áður verður ebki betur séð en að forsetanum hafi tek izt að sneiða hjá hættulegustu og stærstu gildrunum. Hann hefir ebki gert örlög Kys for- sætisráðherra að sinum í atök unum, sem yfir standa. Ef þetta hefði verið gert. hefði aðstöðu og hagsmunum Bandaríkja- manna í Vietnam sannarlega verið hætt út á hálan ís. Eins og sakir standa er af- staða okkar í því fólgin, að við treystum hershöfðingjunum til þess að halda uppi löguin og reglu, — hvort sem það verð ur undir forustu Kys hershöfð inga eða ekki, — og lægja ó- ánægjuöldur Búddatrúarmanna og annarra með þvi að sem.ja og samþykkja stjórnarbót, sem veiti þeim hlutdeild í valdinu í Saigon. Takist að koma þessu í lcring ætti það að koma í veg fynr nýja borgarastyrjöld í Suður- Vietnam, en í slíkum átókum lægi beint við sá óhugnanlegi möguleiki, að bandarískir her menn skytu óróaseggina niður. En jafnvel þó að á daginn komi að takast megi að komast hjá nýrri borgarastyrjöld, hlýtur eigi að síður að koma fyrr eða síðar, að við stöndum andspæn is örlagaríku vali um stefnu. GETUM við leyft Suður-Viet nömum að ákveða sjálfir póli- tísk örlög sín og gera út um þau í skjóli bandarísks her- valds, eða er líklegt að við leyfum þeim að gera það? Eða fer ef til vill svo, að okkur finnist, að við séum sjálfir neyddir til að taka að okkur völdin í Suður-Víetnam, hernema landið og stjórna því og inna af höndum það gjald, sem sú aukna ábyrgð óhjá- kvæmilega útheimtir? Hvorugur kosturinn er á- hættulaus og báðir eru dýrir. Ef við hneigjumst að banda- rísku valdi í Suður-Viatnam tökum við efcki aðeins á okkar herðar þá hernaðarlegu skyldu að sigra í stríðinu. heldur einn ig þá pólitísku skyldu að stjórna þjóð. sem er okkur að öllu framandi. bæði að því er varðar reynslu og hugsunar- hátt. Enginn getur að svo stöddu gert sér til fulls í hug arlund, hve mikið þetta muni kosta í mannslífum eða minnk uðu áliti. HINN kosturinn felst t því að láta Vietnam framkvæma sjálfsákvörðun og sjálfsstjórn. Þetta þýðir, að þeir myndi í Saigon ríkisstjórn, sem styðst við helztu fylkingarnar. Vel get ur svo farið, að hin stríðandi öfl komist að raun um, að þau geti aðeins unnið saman að því markmiði að binda endi á stríðið með því að ná samkomu lagi við Viet Cong. Með ýmisskonar minni háttar aðgerðum kann að takast að slá slíkri stefnumörkun á frest um sinn. En undan henni verð ur ekki vikizt til langframa. Málið er þannig vaxið, að Suð- ur-Vietnam er alls ekki það land, sem Rusk utanrikisráð- herra heldur áfram að klifa á að það sé. Suður-Vietnamar eru með öðrum orðum alls ebki sérstök þjóð, sem er að berjast fyrir frelsi sínu gegn erlendum innrásarher. Suður-Vietnamar eru ekki sérstök þjóð og hafa aldrei ver ið. Mennirnir, sem nú berast á banaspjót í Vietnam, eru all ir Vietnamar, hvort sem þeir eru kvaddir til herþjónustu í sunnanverðu landinu eða ber- ast að úr norðri. En hitt er þó meira, að sé um nokkurn þjóð legan leiðtoga Suður-Vietnam að ræða er nafn hans Ho Chi Minh. í Saigon er ekki um neinn sambærilegan þjóðarleið toga að ræða. AF OPINBERRI hálfu er lýst yfir, að pólitisk markmið okkar sé að hefja nýja þjóð upp úr öngþveiti og baráttu flokkabrota, ættbálka og hers- höfðingja. En í raun og veru er engin ný þjóð að verða til og engar líkur á að svo verði með- f an styrjöldin stendur. Af þessum sökum er æski- legast fyrir okkur að forðast að reyna að stjórna Suður-Viet- nam, leyfa framvindu málanna og hafa sinn gang í stjórnmál um landsins og neita með öllu að taka á obkar herðar „byrði hvíta mannsins", sem allir aðr- ir hvítir menn hafa gert sér Ijóst að heyri fortíðinni til. | ...............................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.