Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1966, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRfR ÁTTU MÖGULEIKA Á SIGRI í SfÐUSTU UMFERÐ RÆTT VIÐ 6UNNAR GUNNARSSON.SKÁKMEISTARA ÍSLANDS 1966 SJ—Reykjavík, fimmtudag. f gærkvöld, miðvikudags- kvöld, var tefld síðasta umferð í laudsliðsflokki á Skákþingi íslands 1966. Áður en umíerð- in hófst, ríkti mikill spenntng ur um, hver myndi hreppa efsta sætið, en þrír menn áttu möguleika á sigri. Leikar fóru svo, að Gunnar Gunnarsson, hinn gamalkunni skákmaður og knattspyrnumaður, hreppti fslandsmeistaratitilinn eftir jafntefli gegn Braga Kristjáns syni. f 2. — 3. sæti urðu Björgvin Víglundsson og Jón Hálfdanar son með 7% vinning og fjórði Guðmundur Sigurjónsson með 6% vinning. Þessir þrír harð snúnu piltar eru allir nemend- ur í Menntaskólanum. í 5.—7. sæti urðu Jón Kristinsson, Bragi Kristjánsson og Haukur Angantýsson með 6 vinninga hver. f samtali við Tímann í dag sagði Gunnar, að hann hefði hlotið 8 vinninga af 12 mögu- legum, — tapað fyrir Björgvin Víglundssyhi, Jóni Kristinssyni og gert tvö jafntefli, gegn Jóni Hálfdanarsyni og svo Braga Kristjánssyni í sfðustu umferð. — Áður en síðasta umferð hófst vorum við Björgvin jafn ir, báðir með 'lVz vinning. — Björgvin tefldi við Hauk Ang- antýsson, sem hafði hvítt, og ég við Braga. Mikill spenning- ur ríkti, þar sem álitið var, að ég hefði við erfiðari mann að glíma. Haúkur kom dálítið á óvart og vann Björgvin, og var það eina skákin, sem Björg- vin tapaði. Jón Hálfdanarson gerði aftur á móti jafntefli; ef hann hefði unnið, hefðum við orðið jafnir. Það var greinilegur spenn- ingur hjá keppendum, eins og við má búast. Mér var boðin þáttaka í þessu móti, ég var í fjórða sæti á Haustmóti Taflfélagsins, og þar af leiðandi kom það mér og fleirum á óvart, að ég skyldi vinna nú. Sigurstranglegastir voru Jón Kristinsson og Guð- mundur Sigurjónsson. Jón leniti í 5.—7. sæti, og ég hugsa að það hafi gætt þreytu hja honum, því að hann hefur teflt svo mikið að undanfömu. Það voru dálítil vonbrigði með Guð mund Sigurjónsson, því að hann stóð sig svo vel á Skák- þinginu í fyrra. Eg vann hann snemma á mótinu og kann það að hafa komið honum nokkuð á óvart. Hann byrjaði illa í fyrstu skákunum. Aftur á móti hjálpaði það mér mikið, að ég vann þrjár fyrstu skákirnar og komst við það vel á skrið. Eg hafði reyndar mikinn hug á 1. sætinu, þar sem fyrirhug- uð er för á Olympíumótið á Kúbu í lok október, og það set ur kapp í mann, ef tækifæri býðst til að komast í slíka ferð. Að vísu standa þrír-fjór ir menn fyrir utan þessa keppni, sem eiga rétt til að fara á þetta mót, — menn eins og Friðrik, Ingi R., Freysteinn og Guðmundur Pálmason Það má segja um þessa pilta sem komu næstir mér, að þeir eru virkilega efnilegir, tví- mælalaust efnilegasti hópur, sem fram hefur komið í lengri tíma. Þeir eru vel að sér í byrjununum og taka skákina alvarlega. Björgvin kom ekki svo mjög á óvart meðai okkar, sem þekkjum til hans: hann teflir örugglega, hættir ekki of miklu, og er greinilega mjög fróður í byrjununum. Þó var eins og hann væri ekki alveg með á nótunum í seinustu skákinni, en þess ber að gæta, að hann var að sjálfsögðu taugaspenntur. Tveir efstu menn í meistara flokki vinna sér rétt til að tefla r'landsliðsflokki, en það eru aðeins fjórir menn í lands liðsflokki, sem teljast íands liðsmenn, — þ.e. skipa lands- liðið, ásamt tveimur varamcnn um. Toppmennirnir okkar, sem ekki mættu þarna til leiks eiga sér afsökun — Friðrik er að lesa undir lögfræðipróf, Ingi R. er í endurskoðendaprófi, Freysteinn fór á mót í Eng- landi og tók það fram yfir fs- landsmótið. Hann hefur tæki- | færi til að keppa þar við sterka | skákmenn, og er sú afstaða | skiljanleg. í sumar hefst svonefnt svæð ismót, sem er undirbúnings- | mót undir heimsmeistarakeppn 1 ina, og verður það sennilega | haldið í A-Þýzlcalandi eða | Tékkóslóvakíu, og verða tveir I menn sendir þangað. Senniiega I verður Friðrik og Inga boðið | að taka þátt í því móti. Að lokum sagði Gunnar, að | þetta hefði verið erfitt mót, | sem hefði kostað andvökunæt- f Framhald a 14, síðu — ■■ I J FORSrn iRAKS FÖRSTIFLUGSLYSI Formaður Iðnsýningarnefndar, Bjarni Björnsson, Þorkelsdóttur verðlaunin. afhendir Kristínu NTB—Bagdad, fimmtudag. Útgöngubann var í dag í Bag- dad og yfirvöldin í frak gáfu fyrirskipun um eins mánaðar þjóðarsorg vegna fráfalls forseta landsins, Abdul Salam Arif, sem lét Iífið, þegar þyrla hans hrap- aði til jarðar í kröftugum sand- stormi skammt frá bænum Basra á miðvikudagskvöldið. Slysið varð 11 mönnum að bana. Meðal þeirra, sem létu lífið, voru j tveir ráðherrar; Latif Al-Darraji,! innanríkismálaráðherra, og Mas- tapha Abdullah, iðnaðarmálaráð- herra, og ríkisstjómin í Babya- fylkinu. Forsetinn og fylgdar- menn hans voru í eftirlitsferð í Basra-héraðinu, og þyrlan hafði rétt hafið sig til lofts frá þorpinu Al-Aqranah, þegar stormur skall á. Nokkrum mínútum síðar til- kynnti flugmaðurinn, að skyggni væri ekkert. Eftir það heyrðist MERKIIDNSYNINGARINNAR VALID SÝNINGARNEFND Iðnsýning- arinnar 1966, sem haldin verður í sepfcember í Sýningar- og íþrótta höllinmi í Reykjavík, ákvað að efna til samkeppni um hugmynd <ð merki sýningarinnar og var það auglýst þann 6. marz s. 1. í skiltmálum samkeppninnar var =agt, að merkið yrði notað sem tákn sýningarinnar og það þyrfti að vera unnt að gera af því prjón merici. Frestur til að skila hug- myndum rann út 20. marz. 14 aðilar tóku þátt í samkeppn ini og skiluðu þeir alls 26 úr- lausnum. Ein verðlaun voru vetit, að upp- hæð 10 þúsund krónur, og hlaut þau frú Kristín Þorkelsdóttir, teiknari, Lindarhvemmi 13, Kópa vogi. Dómnefnd skipuðu sýníngar- nefndin og fulltrúi tilnefndur af Félagi íslenzkra teiknara. Fulltrúi F. í. T. var tilnefndur Ástmar Ólafsson, en í sýningar- nefnd eiga sæti Bjarni Björnsson, formaður, Björgvin Frederiksen, Davíð Seh. Thorsteinsson og Þórir Jónsson. ekkert frá þyrlunni. Tvær aðrar þyrlur, sem voru í fylgd með for- setanum, komust til baka til Al- Qumah. í dögun í morgun fóru 10 þyrl ur að leita að braki þyrlu forset ans, og fannst það brátt. Er talið að hún hafi sprungið í loft upp, er hún skall á jörðina. Klukkan 12 í dag var útgöngubann fyrir- skipað i Bagdad. og öllum opin- berum skrifstofum og skólum lok að. Forsetinn verður iarðsettur á laugardag. í tilkynningu fra ríkisstjórn landsins segir, að forsætisráðherr ann, Abdul Rahman Al-Bazzaz, hafi tekið við störfum forsetans þar til nýr þjóðhöfðingi hefur ver ið kjörinn Samkvæmt stjórnar- skrá landsins á að kjósa nýjan for seta innan einnar viku frá láti for Framhald a bis. 15. IÐNlSÝNlNGIN Merki Iðnsýningarinnar 1966 FÖSTUDAGUR 15. apríl 1966 Eruð þér fús til að taka bandarískan ungling til sumar- dvalar? HZ—Reykjavík, fimmtudag. Eins og kunnugt er hefur Am- erican Field Service gengizt fyrir ársdvöl íslenzkra nemenda í Bandaríkjunum um áratugs skeið og hafa 126 íslenzkir unglingar orðið þessarar góðu reynslu að- njótandi. Annar liður í starfsemi AFS, eins og það er venjuiega kallað, er að veita bandarískum unglingum kost á tveggja mánaða sumardvöl hérlendis- Hafa 15 slíkir unglingar dvalið á íslenzk um heimilum um tveggja mánaða skeið undanfarin sumur. Ef einhver hefur áhuga á að taka bandarískan ungling á heim ili sitt í sumar, þá má fá frekari uplýsingar um þessa starfsemi AFS í síma 19422 kl. 2—4 á laug ardögum og bréf skal senda til American Field Service, pósthólf 739, Reykjavík. Það skal tekið fram, að allar fjölskyldur, hvar sem þær búa á landinu og upp- fylla fyrrnefnd skilyrði eiga kost á að taka að sér bandarískan sum argest. Vorfuglar komnir Stjas, Vorsabæ. Skógarþröstur sást hér fyrst ur vorfugla síðustu dagana í marzmánuði, lóan sást fyrst 3. apríl og grágæsir sjást í smáhópum á leið inn yfir land ið. Athafnasamar ffæsaskvttur STJAS—Vorsabæ, fimmtudag. Gæsaskyttur hafa verið athafna samar um páskahelgina, og Þótt gæsin sé nú friðuð, láta skytturn ar ekki þar við sitja. Jafnvel á Páskadaginn voru þær staðnar að verki, og hefur málið nú verið kært og er í rannsókn. Þykir bændum langt gengið, þegar slík- ur háttur er hafður á á stórhátíð- um. LÍK RAFNS MAGNÚSSON- AR FUNDIÐ KT—Reykjavík, fimmtudag. Er v. b. Murnrni var að leggja net sín suður af Reykjanesi í gær, kom skip stjórinn auga á eitthvað sem flaut á sjónum. Við nán ari eftirgrennslan kom í ljós að hér var um að ræða lík af manni. Var þegar siglt með líkið inn til Sandgerð is, en þaðan var það flutt i líkhús í Keflavík. í dag fór Jón Halldórsson hjá Rannsóknarlögreglunni suður til Keflavíkur og var þá hægt að staðfesta, að hér er um að ræða lík Rafns Magnússonar, sem féll fyrir borð á Þorkatli mána á páskadag. Líkið var flutt í dag til Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.