Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 1
o VÍSIR 64. árg. —Föstudagur 23. ágúst 1974— 156. tbl. Hve margt manna þolir jörðin? Mannfjöldaráöstefna Sameinuöu þjóöanna hófst i Búkarest i Rúmeníu 19. ágúst og henni lýkur þann 30. ágúst. Einn islenzkur fulltrúi situr ráöstefnuna, Siguröur Gústavsson, fulltrúi i Fram- kvæmdastofnun rikisins, en stofnunin sinnir þeim verk- efnum hérlendis, sem falla undir dagskrá ráöstefnunn- ar. 1 tilefni ráöstefnunnar hef- ur Siguröur tekið saman stutt yfirlit yfir þróun fólks- fjölgunar á Islandi siöan 1950. Þar kemur m.a. fram, að i árslok 1973 voru ts- lendingar 213.3 þúsund. Karlar voru 50.5% og konur 49.5% ibúanna. 54% lands- manna bjuggu i Reykjavik og nágrenni hennar, 33% i öðrum bæjum og þorpum og 13% I sveitum. 1950 var dreifingin þessi 46% i Reykjavik, 31% i öörum bæj- um og 23% I sveitum. Sjá grein um mannfjölda- ráöstefnuna bls. 6. Ný stjórn ■ dag — Ólafur Jóhannesson líklega forsœtisráðherra ,,Ég vonast til að gengiö verði fró þessu í dag. Viöræöu- nefndin hefur lokið störfum I sambandi við málefnasamn- ing. Skipting ráðuneyta er það siðasta,sem gera þarf, og þaö er þaö.sem viö erum að leggja siöustu hönd á núna”. Þetta sagði Gunnar Thor- oddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, i viðtali við blaðið I morgun, rétt áður en fundur þingflokksins hófst I Alþingishúsinu kl. 10.30 I morgun. Geir Hallgrimsson, for- maður flokksins, var ekki al- veg viss um, að endanlega yrði gengið frá öllu i dag. „Það eru ýmsir lausir endar eftir, sem þarf að ganga frá, en ég vona.að við göngum frá þeim hið fyrsta”, sagði hann. Þessi þingfundur Sjálf- stæðisflokksins, og svo þing- flokksfundur Framsóknar- flokksins kl. 14 i dag, eiga að vera þeir fundir, sem loka- ákvörðun um öll málefni verði tekin á, I sambandi við stjórnarmy ndunina. Það var á þeim þingmönn- um, sem við ræddum við i morgun, að heyra, að Sjálf- stæðisflokkurinn mundi ekki hafa forsætisráðherra I hinni nýju stjórn. Bendir þvi allt til þess, að óiafur Jóhannesson verði áfram forsætisráðherra. Óvist ei; hverjir muni skipa önnur ráðherraembætti. • HVENÆR SEGJA ÖKUMENN STOPP!!? Vísir spyr á bls. 2 í tilefni enn einnar bensínhœkkunarinnar „Fœstar konur œttu að eiga bðrn" — segir bandarískur liffrœðingur - INN-síða á bls. 7 Dilkakjötið búið að mestu hjá SÍS og SS: íNGIN HíLGARSTEIK FRAM AÐ SLÁTRUN - NEMA HJÁ HAGSÝNUM FRYSTIKISTUEIGENDUM //Við eigum aðeins kjöt til þess að halda vinnslunni Högni Jónsson hjá Slátur- handa sjúkrahúsunum og gangandi hjá okkur," sagði félagi Suðurlands, er við ræddum við hann um vönt- un á dilkakjöti í gær. Magnús Magnússon hjá Sam- bandinu sagði, að þeir hefðu ekk- ert kjöt getað látið kaupmenn fá i þes’sari viku. Kaupmenn hefðu fengið fullan skammt i júli eða svipað magn og þeir hefðu keypt i april, þegar kjötsala var eðlileg. t ágúst hefði strax farið að verða minna um kjöt og erfitt fyrir Sambandið að fá það til Reykja- vikur. „Það er eðlilegt að fólk kaupi mikið þegar ein vörutegund lækkar svona mikið i verði,” sagði Magnús. Auðvitað hefur fólk úti á landi keypt mikið af kjöti ekki siður en Reykvikingar. 1 kaupfélaginu i Borgarnesi hafa selzt rúm 8 tonn I þessum mánuði, en nú er kjötið búið. Kjötið hefur ekki verið skammtað, en það hefur ekki ver- ið hægt að kaupa það i heilum skrokkum. t Kaupfélagi Borgfirð- inga við Stillholt á Akranesi feng- um við þær upplýsingar að þar hefðu selzt um 120 skrokkar frá mánaðamótum. Sé skrokkurinn 16 kg. að meðaltali eru það tæp 2 tonn og það eru 4 aðrar kjötbúðir á Akranesi, sumar stærri en þessi, svo að þarna hefðu getað selzt yfir 10 tonn það sem af er þessum mánuði. Þar er enn til kjöt, og það er ekki skammtað. Hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, sem sér Akureyringum, Dalvik, hluta af Siglufirði og Eyfirðingum fyrir dilkakjöti, var okkur sagt að meðalneyzla væri um 50 tonn, en nú væri mikið meira borðað af dilkakjöti en vanalega og hefðu þegar selzt i þessum mánuði um 50 tonn. Þeir eiga nóg fyrir sig fram að næstu sláturtið. Kjöt er ekki selt i heilum skrokkum, en það er ekki skammtað. A umræddum stöðum hafa þvi farið 68 tonn i þessum mánuöi fyrir utan það sem selzt hefur á öðrum stöðum á landinu og það litla sem Reykvikingar hafa feng- ið. Má þvi gera ráð fyrir, að kjötið endist ekki fram að næstu haust- slátrun. Alla vega er ekki útlit fyrir, að við á höfuðborgarsvæð- inu fáum neitt dilkakjöt. — EVl. Hún kann svo sannarlega aö meta berin þessi litla hnáta, og það kunna reyndar fleiri. Reyndar líkar flestum að stinga berjum úr fullum lófa upp i sig og smjatta á. Mönnum gefst tækifæri til þess að bregða sér i berjatinslu nú scm áður, en eftir þeim upplýsingum, sem við höfum fengið, er mest um ber á Vest- fjörðum, og reyndar er þar sér- staklega mikið um ber nú. Ferðafélagið býður fólki upp á berjaferðir. Til dæmis er ferð I Vatnsfjörð á fimmtudaginn kemur, og stendur sú berjaferð I 4 daga. 6. september verður svo haldið á Snæfellsnes, og verður dvalizt þar yfir helgina. Þeir, sem ekki komast svo langt einhverra hluta vegna, geta þá brugðið sér i fjölskyldu- bilnum i Heiðmörkina eða eitt- hvað í nágrennið. —EA Visir byrjar i dag að birta lesendum sinum erlendar fréttir frá Reuter-fréttastof- unni. Fram til þessa hefur blaðið verið áskrifandi að fréttaþjónustu norsku frétta- stofunnar NTB og banda- risku fréttastofunnar Associ- ated Press, AP, og með Reuter bætist brezk frétta- stofnun i hópinn. Skeyti NTB og AP hafa borizt með loftskeytum hing- að til lands, og þvi hafa þau oft verið trufluð, þegar þau koma á fjarritara blaðsins. Skeyti Reuters eru hins veg- ar send um sæsimastreng frá Bretlandi til tslands, þau truflast þvi ekki, og á til- koma þeirra að tryggja lcsendum blaðsins betri þjónustu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.