Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 8
Kvöldið sem knattspyrnuliðið FC Barcelona sigraði i fyrsta skiptið i 14 ár i spönsku deildarkeppninni — vann Madrid 5-0 — var heimavöllur þess, Las Ramblar, eitt stórt mannhaf, sem fagn- aði látlaust. Lögreglan þurfti að nota táragas til að hreinsa völlinn og fang- elsa marga. Hvers vegna? Aðeins sigur- gleöi? Já, stór hluti, en ekki eingöngu, þvi að þessi fögnuður var lika leynd uppreisn gegn Franco. FC Barcelona er nefnilega ekki bara stolt samnefndrar borgar, frá íþrótta- legu sjónarmið’.heldur lika stjórnmála- legu. Barcelona er höfuðstaður Katalónlu, sem er héraðið á norð-austur hluta Spánar, nálægt landamærum Frakk- lands. Þar búa Katalóniumenn, sem lifa I sifelldum ótta við stjórn Francos. Mál þeirra er likt spönsku og er svo til bann- að. Stjórnmálaréttur þeirra er minni en hinna héraðanna á Spáni. FC Barcelona. Þegar Barcelona og Espanol keppa innbyrðis, er það eins og landsleikur á milli Katalóniu og Spánar, og stjórnmálatilfinningar eru ekki siðri en þær knattspyrnulegu. Meðal rikustu félaga heims FC Barcelona er eitt rikasta félag i heimi. Það er fjármagnað af hinum 70.000 styrktarmeðlimum og af hinum 100.000 stæðum og sætum, sem völlurinn tekur. Fastagestirnir borga hver 2200 kr. fyrir stæöi á ári — fastamiðar — og um 3000 kr. fyrir sæti, sem eru um FC Barcelona, eða „Barca” eins og Katalóniumenn kalla það, er þess vegna ekkert spánskt lið heldur katalónskt. Sigrinum yfir Madrid er þess vegna tvö- falt fagnað, þvi að þetta var lika sigur yfir stjórn Fancos. Astæðan. Jú, árið 1936, þegar borg- arastyrjöld geisaði á Spáni, unnu menn Francos I baráttunni við Katalóniu- mennina og eftir það var þeirra mál- lýzka bönnuð með lögum. Þá byrjuðu Katalóniumenn með FC Barcelona, sem varð eins konar frelsistákn fyrir þá, og héldu með liöinu til að sýna andúð slna á Franco. Framkvæmdastjóri liðsins, Augustin Montal, segir: „Við erum það sem við erum og viö kynnum það sem við kynn- um... Neeskens — Hollendingurinn númer tvö I liðinu. Hann þoröi auðvitað ekki að segja að þeir kynntu Katalóniuhérað, þvi að það er næstum bannorð og hefði getað kost- að réttarhöld. Stjórnin 1 Madrid leit þessa þróun hornauga og skipaði svo fyrir fyrir nokkrum árum, að stofnað yrði nýtt félag f Barcelona með hinu spánska nafni „Espanol”, en það hefur aöeins 12000 styrktarmeðlimi á móti 70.000 hjá Cruyff — Hollendingurinn númer eitt i liöinu. 50.000. Einn af stjórnarmeðlimum félagsins segir: „Fjárhagur okkar er mjög góður, þvi að við fáum mikinn að- gangseyri. Minni háttar laugardags- leikur gefur okkur rúmlega 3.4 millj. i okkar hlut, en ef stórleikur er, fáum við um 17 millj. inn.” Hann heldur áfram: „Við borguðum nálægt 110 millj. fyrir Cruyff, en af þvi fékk hann um helming en Ajax hitt. Eftir eitt keppnistimabil hefur hann borgað sig og er nú beinn hagnaður af honum. Enginn af leik- mönnunum fær minna en 3.4 millj. I árs- tekjur og flestir fá um 5.2 millj. Ahangendur félagsins gefa út tvö blöð, sem koma út vikulega, hvort um sig 20.000 eintök, og eru bæði stjórnmála- lega sinnuð, annað með Katalóniu en hitt á móti. Meistaratitillinn kostaði Barcelona yfir 154 millj. einungis i laun og auka- þóknanir. 1 hvert skipti — þ.e.a.s. eftir hverja umferð i deildinni — sem liðið var i fyrsta sæti,þar fékk hver leikmað- ur um sig 13.200 kr. i sinn hlut. Hver styrktarmeðlimur borgaði 2200 kr. til félagsins eftir að þeir urðu meistarar. Nú nýlega hefur félagið fest kaup á hollenzka knattspyrnusnillingnum Johan Neeskens — sem er einn bezti vinur Cruyffs. A fyrstu æfinguna eftir sumarfri komu hvorki meira né minna um 8000 manns til að horfa á þessa snill- inga. Það er þvi engin furða, þótt áhang- endur liðsins segi, að þeir muni vinna Evrópumeistaratitil meistaraliöa á næsta ári, en litil áherzla mun vera lögð á spönsku deildina. — ey — Lœknar og hjúkkur í golf Spilað verður m.a. umferð í alþjóða golfkeppni lœkna, sem haldin verður í Frakklandi í nœsta mónuði tþróttasamtök lækna I Frakklandi hafa boðið einum islenzkum lækni að koma til Frakklands og taka þar þátt i alþjóða golfkeppni lækna, sem fram fer I Vichy I Frakklandi þann 29. september n.k. Læknar hafa nú ákveðið að heyja einvigi — með golfkylfunum og golf- boltanum um þetta girnilega boö — á velli Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi n.k. þriðjudag og þá jafnframt að finna út, hver sé bezti kylfingurinn meðal lækna á íslandi. Heildverziunin Austurbakki hefur ákveöiö að gefa verðlaun I þessa keppni, sem vonast er til, að veröi haldin árlega úr þessu, og hefur jafnframt látið þau boð út ganga meðal lækna um allt land, að þeir mæti á Nesvellinum n.k. þriðju- dag klukkan fjögur — eða þar um bil — og leiki um verðlaunin, sem eru mjög vönduð. Þegar er vitaö um marga Iækna>sem ætla i mótið... sumir með hjúkrunarkon- ur sinar meö sér til að rétta þeim rétt verkfæri til að slá boltann meö, en einnig munu nokkrar þeirra ætla að taka þátt i keppninni. Óvœnt úrslit í 3. deild Austri Eskifirði sigraði Þrótt Neskaupstað og Reynir Arskógströnd vann Stefni 1 gærkvöldi voru leiknir fjórir fyrstu leikirnir I 3. deildarúr- slitunum I knattspyrnu, en þeirri keppni verður haldið áfram alla þessa helgi. A Melavellinum léku Aust- fjaröarliðin Þróttur Neskaupstaö og Austri Eskifirði og lauk þeim leik með óvæntum sigri Austra 2:0. Þróttararnir voru taldir sieurstranglegastir i þessum riðli, en útlitið hjá þeim versnaöi allmikið við þessi úrslit. Hinn leikurinn i riðlinum var á milli Reynis af Árskógströnd og Stefnis frá Súgandafirði. Lauk honum með sigri Reynis l:0,og komu þau úrslitekki siður á óvart en hin. 1 B-riðlinum iéku á Árbæjar- velli Stjarnan Garðahreppi og KS Siglufirði. Stjarnan sigraði i leiknum 2:1, og er þaö minni munur en búizt var við. 1 Hafnarfirði léku Vikingur Olafsvik og Reynir, Sandgerði og varö jafntefli i þeim leik 1:1. 1 kvöld verður mótinu haldið áfram og verða þá þessir leikir: A-riðill:Arbæjarvöllur.. Austri — Reynir Ar., Kaplakrikavöllur: Þróttur — Stefnir. B-riðill: Valsvöllur: Reynir Sandg- — KS, Sigluf., Melavöllur Vikingur — Stjarnan. Allir leikirnir hefjast kl. 19,00. — klp — Fleiri kœrur? Eftir að dómur var kveoinn upp I Elmarsmálinu svonefnda, hafa ýmsar sögusagnir veriö á kreiki um ólöglega leikmenn með 1. deildarliðunum og alls konar kærur sem séu I undir- búningi. Sú sem lengst hefur iifað i er sú fullyrðing, að Fram ætli að kæra Viking fyrir að leika með tvo menn — Kára Kaaber og örn Guðmundsson, en þeir hafi báðir leikið með liðum erlendis á siðasta keppnistimabili. Samkvæmt upplýsingum, sem við höfum aflað okkur frá einum stjórnarmanna I Fram, mun félagið ekki ætla sér að kæra út af þessum mönnum — nóg sé komið af leiðindamálum innan knattspyrnunnar siðustu vikurnar. Aftur á móti sagðist hann ekkert vita. hvað önnur lið ætluðu sér að gera i málinu. —klp — Janus Guðlaugsson og Jón Hinriksson halda hér á einum aðalniarka skorara liðsins ólafi Danivalssyni. Evrópumótið í sundi: Austur-þjóðverjar komnir með 23 verðlaunapeninga Austur-þýzku stúlkurnar eiga nú öll heimsmet i sundgreinum kvenna nema i 400 og 800 metra bringusundi. Kornelia Ender, sem þegar er búin að setja heims- met i 100 metra skriðsundi, bætti heimsmet Shane Gould i 200 metra skriðsundi á Evrópumót- inu er hún synti á 2:03,22 sek eba 0,34 betri tima en Gould. 1 fyrsta skiptið i keppninni fengu austur- þýzku stúlkurnar ekki bæði gull og silfur, þvi að hollenzka stúlkan Enith Brigitha varð önnur á að- eins lakari tima 2:03,73. Rússinn Samsonov sigraði naumlega i 400 metra fjórsundi karla, synti á 4:02,11 min Gingsjoe Sviþjóð varð annar á 4:03.79. Skipting verðlaunapeninga I mótinu til þessa er sem hér seeir: Gull Silfur Brons. Austur-Þýzkaland 10 9 3 Vestur-Þýzkaland 3 Sovétrikin 2 Ungverjaland 2 Holland 0 Bretland 0 Sviþjóð 0 Frakkland 0 ttalia 0 2 1 2 4 0 2 2 1 1 2 1 2 0 1 0 1 Carla Linke frá Austur-Þýzkalandi, sem setti heimsmetið I 200 metra bringusundi á Evrópumótinu....synti á 2:34,99 min. Lokaspretturinn hefst í kvðld Baróttan í l.deild byrjar aftur með leik KR og Fram t kvöld hefst 1. deildarkeppnin i knattspyrnu aftur eftir nokkurt hlé og þar með lokaspretturinn I þessari spennandi keppni. Það er KR og Fram.sem byrja balliö og þá að sjálfsögðu á Laugardalsvellinum, en leikurinn hefst kl. 19.00. Þetta er mikilvægur leikur — eins og allir leikirnir, sem eftir eru I deildinni — KR-ingarnir hafa að 2. sætinu i deildinni að keppa og Framararnir um tilveru sina þar, en hún er heldur vafa- söm þessa dagana. Þá verða tveir leikir I 2. deild i kvöld. 1 Kópavogi leika Breiða- blik og Ármann, og á Selfossi leika Selfoss og Haukar. Þessir leikir skipta litlu máli nema fyrir Ármann, sem enn er I fallhættu og þarf á stigi að halda til að tryggja sér sætið I deildinni næsta ár. FH fer upp í 1. deild Sigraði Þróft í gœrkveldi 1:0 og þar með eru „óskabörnin hans Árna" í fyrsta sinn í 1. deild í gærkveldi var háður úrslitaleikurinn i 2. deild milli FH og Þróttar. Sigruðu FH-ingar i ieiknum 1:0 og er það i fyrsta skipti siðan knatt- spyrnudeild FH var stofnuð, sem þeir kom- ast i 1. deild. Leikurinn I gær var þófkenndur og fremur illa leikinn, en það, sem eitthvert vit var i, kom þó frá FH-ingum. Þeir voru friskari og lagnari með knöttinn, og þau fáu tæki- færi, sem komu i leiknum, voru j þeirra. Strax á 11. minútu fyrri hálfleiks skoraði Helgi Ragnars- son fyrir FH, eftir að Janus Guð- i laugsson haföi gefiö vel fyrir markið. Mark þetta má skrifa á reikning markvarðar Þróttar,! sem kom út á röngu augnabliki. Stuttu siðar fengu FH-ingar annað dauðafæri, er bezti | Munu standa sig vel í 1. deild" ,/Strákarnir hafa æft sig mjög vel í sumar og áttu reglulega skilið að vinna 2. deildina, því að ég tel þá vera með bezta liðið í deildinni. Því að ég tel þá vera með bezta liðið í deildinni. Þeir unnu alla sína leiki á útivöll- unum en gerðu þrjú jafn- tefli í heimaleikjunum", sagði Pat Quinn, hinn skozki þjálfari FH- ingana. „Ég tel, að þeir muni standa sig vel i 1. deildinni á ári komanda, því að þá mun knatt- tækni leikmanna njóta sín betur á grasi, en allir eru þeir mjög tekniskir. Ég hef ekki ennþá tekið ákvörðun um það, hvort ég muni dvelja áfram næsta ár hjá FH, þó svo aðég hafi mikinn áhuga á því". maður þeirra.Magnús Brynjólfs- son, komst upp að endamörkum og gaf vel fyrir markiö, en ólafur Danivalsson var of seinn að skjóta og Þróttarar björguöu. Einu umtalsverðu tækifæri Þróttar i hálfleiknum voru, er Gunnar Ingvarsson, fyrirliði liðs- ins, átti skot, sem datt ofan á þverslá FH marksins og er Aöal- steinn Aðalsteinsson komst inn fyrir vörn FH en „kiksaði” i góöu færi. Siðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri nema FH-ingar voru öllu aðgangsharðari i honum, enda léku þeir þá undan vindi. A 55. minútu komst ólafur Dani- valsson einn inn fyrir vörn Þrótt- ar eftir góða sendingu frá Loga Ólafssyni.en markvörðurinn kom út á móti og náði að krafsa boltann af iionum, sem hrökk til Loga Ólafssonar, :sem skaut framhjá. Þorgeir Þorgeirsson komst upp að endamörkum FH marksins á 66. miaen skaut I staðinn fyrir að gefa knöttinn út I vítateiginn, og boltinn lenti i hronafánanum!! Rétt fyrir leikslok skaut Helgi Ragnarssori góðu skoti rétt fyrir utan vitateiginn, en knötturinn lenti i samskeytunum, og þaðan skoppaði hann út, og Þróttarar náðu að hreinsa. Þar með er allt markvert upptalið, sem skeði I þessum leik. Eins og fyrr segir voru FH-ing- ar vel að sigrinum komnir. Liöiö er nokkuð jafnt, en þó fannst mér vinstri bakvörðurinn, Magnús Brynjólfsson vera beztur FH-inga og vallarins. Hjá Þrótti var Halldór Bragason beztur. — ey — Glímuþing 11. glimuþing Glimusambands Islands verður haldið á Hótel Esju sunnudaginn 20. okt. n.k. og hefst kl. 13. Unglingamót í frjólsum Um aðra helgi....31. ágúst og 1. september...fer fram að Laugum I Suður-Þingeyjarsýslu unglingakeppni I frjálsum iþróttum. Keppt verður i þrem flokkum, drengjaflokki, sveinaflokki og stúlknaflokki. Rétt til þátttöku i þetta mót eiga fjórir beztu einstak- lingarnir i hverri keppnisgrein, en þeir eru vaidir meö hliðsjón af skrá, sem Laganefnd FRÍ hefur gert um árangur hjá hinum ýmsu féiögum og héraðssamböndum viðsvegar um landið. Flest okkar unga iþróttafólk, sem staðið hefur i eldlinunni i sumar verður þarna meðal keppenda og má búast við góðu móti og góðum árangri i m&rgum greinum. Unglingamót í sundi Um aðra helgi....31. ágúst og 1. september fer fram i Sundhöllinni i Reykjavik unglingameistaramót Islands i sundi. t þessu móti verður keppt i 32 sundgreinum og verða keppendur viös- vegar að af landinu, cn þarna verður keppt i stúlkna- og drengjaflokki og telpna- og sveinaflokki yngri og eldri en 12 ára. Mótið er stigakeppni milli félaga og héraössambanda og eru veitt stig fyrir sex fyrstu sætin I öllum greinunum. Sundsamband tslands sér um mótið, en I sambandi við þaö verður haldið sundþing I Reykjavik dagana 28. og 29. september. Sigurlið FH-inga I 2. deild. Efri röð frá vinstri. Janus Guðlaugsson, Ólafur Danivalsson, Jón Hinriksson Gunnar Bjarnason, Asgeir Arnbjörnsson, Pálmi Sveinbjörnsson, Jóhann Rikharðsson, Logi Ólafsson, Jón Rúnar Halldórsson. Neðri röð frá vinstri. Viðar Halldórsson fyrirliði, Leifur Helgason, Ómar Karlsson, Friörik Jónsson, Helgi Ragnarsson, Magnús Brynjólfsson og þjálfarinn, Pat Quinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.