Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 23. ágúst 1974. RGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND 5 Umsjón: B6/GP KLERIDCS VILL Þyrla meb þrem kvlkmyndatökumönnum innanborðs hrapaöi i sjóinn fyijr utan New Port á Rhode Island i gær.þegar þeir voru aö taka myndir fyrir sjónvarp af káppsigiingu um Amerikubikarinn. Einn mannanna lét Ilfiö, en tveim varö bjargaö, og sézt hér á myndinni fyrir ofan annar þeirra I höndum björgunarmanna. SAMBANDSRÍKI TYRKJIIM Glafkos Klerides, forseti Kýpur, kom i morgun til Aþenu til fundar við Konstantin Karaman- lis, forsætisráðherra Grikkja. Sagt er, að Klerides hafi fariö þeirrar skoðunar frá Kýpur, aö rétt væri að semja um stofnun sambandsrikis á eyjunni við Tyrki. Tilgangur hans með Aþenuferðinni væri að fá sam- þykki grisku stjórnarinnar við þetta sjónarmiö. I væntanlegum viðræðum um stofnun sambandsrikis verður vafalltið deilt um það, hversu stórt yfirráöasvæði tyrkneska þjóðarbrotsins á Kýpur skuli vera. Tyrkneski herinn ræður nú um 40% af eyjunni. Samningaviö- ræðurnar um framtiðarskipan mála á Kýpur fóru út um þúfur, vegna þess, að deiluaðilar gátu ekki komið sér saman um, hversu stórt tyrkneska yfirráðasvæðið skyldi vera og hvernig skyldi háttað stjórn þess. Sadruddin Aga Khan, prins, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, kom til Kýpur i gær. Hann ferðast nú um flóttamannabúðir á eyjunni og kynnir sér aðstöðu þeirra um 200.000 manns, sem hafa flúið heimili sin. t gær sagði talsmaður sænsku hermannanna I friðargæzlusveit Sameinuðu þjóðanna, sem eru að störfum á austurhluta Kýpur i nágrenni Famagusta, að tyrkn- eski herinn hefði reynt aö koma i veg fyrir hjálparstarf friðar- gæzlusveitanna við flóttafólk. Fyrr I vikunni kröfðust Tyrkir þess, að lið SÞ yrði kallað á brott frá Famagusta-héraðinu. Að þeirri kröfu hefur ekki verið farið, hins vegar er Tyrkjum skýrt frá öllum ferðum gæzlu- sveitanna. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri SÞ, er væntanlegur til Kýpur nú um helgina til að ræða við Klerides og Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, um flótta- mannavandamálið. Klerides og Denktash hafa ekki ræðzt við um vandamálin á eyj- unni og talsmaður þess siðar- nefnda sagði i gær, að hann teldi slikar viöræður ótimabærar. Tillögu Rússa illa tekið Bandariskir embættismenn eru að kanna á hvern hátt þeir geta á vinsamlegastan hátt hafnað ósk Lik Rodgers P. Davies, am- bassadors USA I Nikosiu, var flutt núna á þriðjudag heim til Bandarikjanna. Hann lézt af skotsári, sem hann hlaut, þegar Kýpurbúar geröu aösúg aö sendiráðinu á mánudag. Sovétmanna um alþjóðaráðstefnu um Kýpur, að þvi er Lars-Erik Nelson, fréttaritari Reuters I Washington segir I morgun. Stjórnarerindrekar I Washington gáfu það fyllilega til kynna i gærkvöldi, að þeir teldu sovézku tillögurnar njóta litils fylgis þar i borg. Það væri ekki liklegt, að Henry Kissinger, sem hefði ýtt Sovétmönnum til hliöar Daglega fara skip frá hafnar- borginni Piraeus i Grikklandi til Kýpur með hjáipargögn og mat- væli til flóttafólksins, sem flúiö hefur af svæöum, sem Tyrkir hafa hernumið. ' > við lausn deilu ísraelsmanna og Araba, mundi hleypa Rússum inn i Kýpur-málið. Tillaga Sovétmanna er um það ið efnt verði til ráðstefnu 15 rikj- tnna, sem eiga sæti i öryggisráöi iameinuðu þjóðanna og deilu- aðilanna út af Kýpur, þar sem rætt verði um framtið eyjunnar. Þá vilja Rússar einnig, að allur erlendur her verði kvaddur frá Kýpur. Saka Nixon um blekkingar^'Vi' sem vitm Dómsmálanefnd fulltrúadeild- ar Bandarikjaþings hefur ákært Richard Nixon, fyrrv. Banda- rikjaforseta, fyrir að hafa af ásetningi blekkt bandarisku þjóö- ina I Watergate-málinu. 528 siöna álit nefndarinnar var gefið út i gær i framhaldi af sam- þykkt fulltrúadeildarinnar, um að með útgáfu þess væri máli Nixons formlega lokið fyrir þinginu. I raun lauk þvi, þegar forsetinn sagði af sér 9. ágúst. í álitinu segja flokksbræður Nixons, aö hann „hafi svo lengi dregið að skýra frá hinu sanna i Watergate- málinu.... að málinu hefði ekki getað lokið á annan veg en með eyðileggingu á forsetaferli hans.” 1 álitinu kemur sú skoðun fram, að meðferð þingsins á máli for- setans og undirbúningur þess, að honum yröi stefnt fyrir öldunga- deildina, hafi verið nauðsynlegur til að sýna, að jafnvel forsetar gætu ekki skotið sér undan lögun- um. A sama tima og álit dómsmála- nefndarinnar var birt, gaf dómari Charles (Bebe) Rebozo nánum vini Nixons fyrirmæli um aö mæta fyrir rétti til að skýra frá þvi, sem hann vissi um grun- semdir manna um þaö, að kosn- ingasjóður Nixons hafi verið notaður til kaupa á platinu-eyrna- lokkum handa Pat konu forset- ans. Einnig á Rebozo að greina frá vitneskju sinni um fé til endurbóta á sameiginlegri hús- eign hans og Nixons. Þvi hefur verið haldið fram, að það hefði einnig komið úr kosningasjóðn- um. verkfallsbrjóta Stofnuð hafa veriö á Bret- landseyjum tvenn leynisamtök, sem hvor I sinu lagi hafa á stefnuskrá sinni aö vinna aö skipulögöum verkfallsbrotum „til að bjarga Bretlandi frá af- leiöingum lamandi verkfalla.” Einn af stofnendum „Great Britain 75” er David Stirling, höfuðsmaður, sem gat sér orös fyrir vaska framgöngu i siðari heimstyrjöldinni, en þá starfaði hann gjarnan aö baki viglinunn- ar. Var hann þá stundum nefnd- ur „Draugamajórinn”, vegna þess, að fjandmönnunum gekk illa að hafa hendur i hári hon- um. Stirling höfuðsmaður segir, að leynisamtök sin þurfi ekki nema nokkur hundruð iðnlærða menn og sérfræðinga til þess að brjóta verkföll. Hefur hann hugsað sér að nota þyrlur til að komast hjá röðum verkfalls- varða og koma verkfalls- brjótunum til vinnu. — „En þessir menn mundu auðvitað ekkert hafast að, nema stjórn- völd gæfu merki um slikt,” sagði höfuðsmaðurinn i viðtali við fréttamann Reuters. Hin leynisamtökin heita „Unison”. Stofnandi þeirra er sir Walter Walker, fyrrverandi foringi i Nato. Stirling höfuösmaður sagði, að engin vandkvæöi mundu vera á þvi að fjármagna svona sam- tök, þvi „að okkur hafa þegar borizt fjárframlög frá atvinnu- rekendum”. Sagði hann, að það hefði kall- að á stofnun þessara samtaka, aö engin brezk rikisstjórn gæti unniö eftir áætlunum, þvi að þær færu allar úr skorðum vegna verkfalla stóru verka- lýðsfélaganna. Roy Mason, varnarmálaráö- herra i stjórn Wilsons og Verka- mannaflokksins, veittist að þessum „fasistasamtökum”, eins og hann nefndi þau I gær- kvöldi. — Sagði hann, að til- gangur þeirra væri að „koll- steypa þingræði og lýðræðis- stjórn okkar”. Bera fé ó bandamennina Bandaríkjastjórn hefur greint frá því, að henni hafi borizt njósnaskýrslur um, að Arabaríkin hafi boðið Portúgölum háar fjárhæðir til þess að þeir meinuðu USA framvegis að hafa herstöðvar á Azor. BRETAR ÓTTAST ÖNGÞVEITI ef ekki nœst samstaða á róðstefnunni i Caracas Sir Roger Jackling, formaður I sendinefnd Breta á hafréttarráð- stefnunni I Caracas, varaði við því i gær, að það kynni að leiöa til einhliða útfærsluaðgeröa rikja, ef ekki hefði tekizt að móta alþjóða- samþykkt um hafréttarmálefni á næsta ári. Fundum ráöstefnunnar I Cara- cas lýkur i næstu viku og þar hef- ur ekki náðst samstaða um meginlinurnar I slikri alþjóða- samþykkt. 1 viðtali við Reuter-fréttastof- una sagði Sir Roger: „Sterkustu rökin fyrir þvi, að lokið verði við gerð alþjóðasamþykktar á árinu 1975 eru þau, aö án hennar og ef ráðstefnan misheppnast, muuu rikisstjórnir hætta að hugsa um slika samþykkt og hliða aðgerða. gripa til ein- Sir Roger telur, að ekki hafi allt verið unnið fyrir gýg I Caracas, þvi að hann segir, að rikisstjórnir viti nú, hvaða ágreiningsatriði þurfi að leysa til að ná samkomu- lagi um 12 milna landhelgi og 200 milna auðlindasvæði. Þegar sumir bandamanna USA meinuðu Bandarikjunum afnot af flugvöllum þeirra I Yom Kippur- striðinu i október, fengu banda- riskar flutningavélar aö hafa viö- komu á Azoreyjum til að taka eldsneyti á leið þeirra meö her- gögn til Israelsmanna. Reuterfréttastofan greindi frá þvi i gærkvöldi, að Arabar hefðu boðið Portúgölum 400 milljónir Bandarikjadala. — Jafnframt eru þessi ónefndu Arabariki sögð hafa boðizt til þess aö aflétta oliubanninu af Portúgal svona i kaupbæti. t næsta mánuöi eiga að hefjast samningaviðræöur milli Banda- rikjastjórnar og Portúgalsstjórn- ar um afnot herstöövanna. Ætla að mynda sveitir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.