Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 7
7 Vlsir. Föstudagur 23. ágúst 1974. Ættu flest hjón ekki að eiga börn? • Ungt fólk i dag hefur mörg áhugamál. Eitt af þeim er að ferðast. Þá vaknar sú spurning; Hvar á barnið að vera á meðan? Verður kannski annað hjónanna að sitja heima? KONUR VORRA TIMA HAFA ENGA LIFFRÆÐILEGA MÓDURHVÖT, SEGIR BANDARÍSKUR VÍSINDAMAÐUR — Flestar konur ættu ekki að eignast börn, þvi að aðeins fáar konur eru verulega vel til þess fallnar|. Það er gömul trú, að við eigum endilega að eignast þau. Það er aðeins fimmti hluti af öllum foreldrum hamingju- samur — og barnlaus hjónabönd eru áber- andi hamingjusamari, en sá hluti býr við hefð- bundin form.— Þetta segir þekktur banda- riskur liffræBingur,Paul Ehrlich aö nafni. Hann mælir með, að fólksfjölgun verði á núlli. — Stoppið við tvö — þ.e.a.s. eigið ekki nema tvö börn. Astæðan er auðvitað hin ógnvekjandi fjölgun mannkyns- ins, mengunin, sem eykst og auðlindirnar tæmast vegna þess, hvað viö erum orðin mörg — i stuttu máli, heimsendir. Þessa dagana er einmitt verið að fjalla um fólksfjölgunar- vandamálið á ráðstefnu, sem haldin er i Búkarest á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hættið áður en tvö eru komin í heiminn Paul Ehrlich segir, að i raun ætti að hætta áður en tvö eru komin i heiminn, þvi að tækju allir jarðarbúar upp á þvi að eiga tvö, hvorki meira né minna, stæði fólksfjöldinn ekki i stað fyrr en að liðnum mörgum áratugum. Hann leggur fram þá spurningu, hve vænt okkur þyki i rauninni um börn, þvi að ef okkur þætti i raun og veru vænt um þau, mundum við ekki eign- ast fleiri en rúm er fyrir i heim- inum. — Það er bara gömul bábilja að segja, að okkur þyki svo vænt um börn, að við þurfum endilega að eiga þau sjálf segir hann. Það liggur i loftinu, að svona eigi maður að hugsa, segja og gera, en raunverulega erum við ekkert sérlega hrifin af börnum. önnur hlið á málinu er sú, að börn virðast sizt tengja hjón saman. Geðheilsustofnun Bandarikjanna hefur staðið fyrir mörgum rannsóknum, sem sýna, að skilnaður eigi sér oftast stað hjá hjónum, sem eiga börn. Barnlausu hjónaböndin hamingjusömust „Barnlausu hjónaböndin eru þau hamingjusömustu. Hvert nýtt barn, sem fæðist stofnar hamingju hjónabandsins i hættu,” segir forstjóri stofnun- arinnar, dr. Liebermann, eftir að hafa rannsakað mjög náið 800 hjónabönd. Það þýðir auðvitað ekki, að allir foreldrar séu óhamingju- samir, annars myndu engin börn fæðast. Nokkrir eru mjög hamingjusamir, og þeir foreldr- ar ættu að eignast börn, en eftir niðurstöðum rannsóknanna eru það aðeins u.þ.b. 13-17% af þess- um 800 hjónaböndum. Paul Ehrlich heldur ekki upp á hugtakið — hið heilaga móður- hlutverk, — sem allt of oft er lagt út þannig, að konan sé fædd með þá skyldutilfinningu, að henni beri að eiga börn. Hann heldur þvi fram, að konur nú á dögum hafi ekki neina eðlishvöt til að sinna móðurhlutverki, enga dular- fulla liffræðilega hvöt til að fæða og gæta barna, og séu konur spurðar i fullri hreinskilni, hvort þær vilji eignast börn eða hvers vegna þær eigi þau, þá sýnist honum, að það sé erfitt að finna skýringuna — Fólk eignast börn, af þvi að það tilheyrir — þetta er bara siður og orsökin er ekki su, að fólk hafi ætlað sér það að yfirlögðu ráði eða að þvi þyki raunverulega vænt um börnin. Foreldrahlutverkið eiga þeir HHMHBUDBanHVH einir að taka aö sér, sem eru til þess fallnir — segir Ehrlich. Það er sérstakt hlutverk að vera foreldri Til þess að vera til þess fallinn ætti maður að uppfylla ýmsar kröfur. Kona gæti t.d. aðeins verið til þess fallin, ef hún er þess albúin að taka barn I fóstur, ef hún að frjálsum vilja og um langan tima hjálpar fötluðum börnum til þess að fá eitthvað út úr lifinu, eða ef hún gjarnan og oft lítur eftir börnum nágrannans. Og Ehrlich lýkur máli sinu með þvi að segja, að ef við vildum aðeins hætta að einblina á móðurhlutverkið, en horfast i staðinn i augu við það, að margar, jafnvel flestar konur ættu ekki að vera mæður, er það mögulegt, að hið sanna og heilbrigða móðurhlutverk kæmi fram i dagsljósið. Kannski gæti heimurinn orðið góður og tryggur fyrir þau börn, sem eiga eftir að byggja þessa jörð I framtiðinni. En getum við i hreinskilni rökrætt þessi mál? Getum við talað hlutlaust og þá látið vera að hugsa um þau börn, sem við þegar eigum og þykir auðvitað vænt um? Þessum spurningum verður hver að svara fyrir sig. — EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.