Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 6
6 Vtsir. Föstudagur 23. ágúst 1974. vísm (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Svcinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Fréttastj. erl.frétta: Björn Bjarnason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Rítsljörn:'" Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. .Blaðaprent hf. Vinstri stjórn gufaði upp Þegar herforingjastjórnin i Grikklandi áttaði sig á, hve hörmulega var misheppnuð stjórnar- bylting hennar á Kýpur, hljóp hún frá allri ábyrgð heima fyrir. Ráðherrarnir gufuðu upp hver á fætur öðrum og landið varð stjórnlaust, unz forsetinn hafði náð saman borgaralegri rikis- stjórn. Svipað er að gerast hér á landi eftir þjóðar- gjaldþrotið mikla. Rikisstjórnin starfar ekki lengur sem stofnun. Sem dæmi um stjórnleysið má nefna, að rikisstjórnin sem heild og einstakir ráðherrar vilja ekkert kannast við stjórnarfrum- varp sitt frá i vor um tekjuöflun til Vegasjóðs. 1 þetta sinn verður fjármálaráðherra að bera frumvarpið einn, án þátttöku hinna ráðherranna. Þetta stjórnleysi hefur kostað þjóðina hundruð milljóna i erlendum gjaldeyri. Vinstri flokkarnir fjölluðu fram og aftur um 15% gengislækkun i þingflokkum sinum og gáfu bröskurum tækifæri til að gera áhlaup á gjaldeyrisvarasjóðinn. Seðla- bankinn gat ekki upp á sitt eindæmi lækkað geng- ið til að stöðva spákaupmennskuna og þvi fór sem fór. Seðlabankinn á að hafa samráð við rikisstjórn um gengislækkanir. í þetta sinn vildi rikis- stjórnin ekkert um slik mál ræða og Seðlabankinn var bjargarlaus. Gjaldeyririnn rann út eins og! heitar lummur, unz Seðlabankinn stóðst ekki mátið, setti fyrst strangar gjaldeyrishömlur og stöðvaði siðan gengisskráningu án þátttöku | rikisst jórnar innar. Seðlabankinn tók sér á þann hátt vald til að hindra formlegt þjóðargjaldþrot, þvi að rikis- stjórnin var óstarfhæf og lét reka á reiðanum. Þvi miður dugar þetta aðeins til að hindra formlegt þjóðargjaldþrot en ekki til að hindra hið raun- verulega gjaldþrot, sem þegar er orðið. Og stöðvun gjaldeyrisviðskipta er skammgóður vermir, þvi að hún getur ekki haldizt nema i mesta lagi viku, án verulegs skaða fyrir þjóðar- búið. Það liggur þvi við, að Seðlabankinn verði að tilkynna nýtt gengi, úr þvi að rikisstjórnin er óstarfhæf. Það er þvi ekki furða, þótt almenna óánægja sé með, að ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar viki fyrir nýju ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar. En þar stendur einmitt hnifurinn i kúnni og tefur myndun rikisstjórnar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Eftir að samstaða hefur náðst um nauðsynlegar björgunaraðgerðir og meginatriði stjórnarsáttmálans, tefst málið þessa dagana á þvi, að forustumenn Framsóknarflokksins neita að fallast á nauð- synleg skipti á forsætisráðherrum. Dagarnir liða siðan hver af öðrum, án þess að ný rikisstjórn sé mynduð. Á meðan magnast stjórnleysið. Gamla rikisstjórnin er að gufa upp andspænist þjóðargjaldþrotinu. Yfirdráttar- og lánamöguleikar eru þrotnir erlendis og innan- lands skrimtir þjóðfélagið á óhóflegri seðlaútgáfu. Rikissjóður og sjóðir sveitarfélag- anna eru skuldugir upp fyrir haus og opinberir sjóðir eru bjargarlausir. Taprekstur atvinnu- lifsins er orðinn svo ofboðslegur, að aðeins i fisk- veiðum og frystingu er árlegt tap komið yfir þrjá milljarða. Hrunadansinum er lokið og gamla rikisstjórnin hefur i raun og veru laumazt i burtu. Og þjóðin biður nú eftir nýrri rikisstjórn með nýrri viðreisn. —JK Ibúar Tokyo þyrpast I sundlaug I skemmtigarði borgarinnar til að kæla sig I miklum hitum. En fremur virðist erfitt aö finna nægilegt vatn til að láta svala þess ieika um sig. Hve margt manna getur jörðin þolað? Hve margt manna getur jörðin þolað? Hver getur metiö það og siðan ákveðið fjöldann? Þessar spurningar og margar fleiri eru til umræðu á mannfjöldaráö- stefnu þeirri, sem efnt er til á vegum Sameinuðu þjóðanna i Búkarest, höfuöborg Rúmeniu, um þessar mundir. A hverri sekúndu, sem liöur, koma tvær nýjar mannverur i heiminn. Á hverjum degi fæðast 200.000 fleiri en deyja á sama tima, sex milljónir á mánuði. Samkvæmt siöustu töium jókst heildaribúatala jarðar um 74 milljónir manna á einu ári. Aukningin vex frá ári til árs. Vegna þess hve langur timi liður frá þvi að ákvarðanir eru teknar, þar til áhrif þeirra koma i ljós, er nauðsynlegt að gera út- tekt á ástandinu og reyna að meta, hvert stefnir. Þetta er i stuttu máli markmiðið með þvi, að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu> að árið 1974 skyldi vera mann- fjöldaár. Þetta er einnig megin- verkefni ráðstefnunnar, sem efnt er til I Caracas, en hún hófst á mánudag og á að standa 112 daga. 1 mörg horn er að lita, þegar teknar eru ákvarðanir um tak- mörkum mannfjölda. Sameinuðu þjóðirnar eru I starfi sinu háðar mörgum takmörkunum, þegar hagsmunir einstakra rikja segja til sin. Taka verður tillit til trúar- bragða, og ekki má setja sllkar skorður, aö mannréttindi séu skert. Þrátt fyrir allar þessar hindranir, er það von þeirra, sem að ráðstefnunni standa, að þar náist samkomulag um „heildar- stefnu”. Von starfsmanna Sam- einuðu þjóðanna er sú, að verði tillögur þeirra samþykktar og þeim hrint i framkvæmd, verði uiiní að færa fólksfjölgun i van- þróaðri rikjum úr 2,4% árlega niður i 2% frá og með árinu 1985, um leið og meðaltalsfjölgunin i þróuðu rlkjunum haldist óbreytt 0,9% á ári Fulltrúar Sovetrikjanna og Kina á ráðstefnunni hafa strax látið það álit i ljós, að fólks- fjölgunar-vandinn sé að miklu leyti tilbúinn af auðvaldsrikjun- um. Fulltrúi Kina notaði raunar orðið „risaveldi” og átti þar við bæði Sovétrikin og Kina. Komm- unistarikin halda þvi fram, að undir kommúnisma geti fólks- fjölgun aldrei oröið vandamál Ýmis þróunarriki, sem ráða yfir miklum auðlindum og við- feðmu landrými, hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar ráðstafanir til að takmarka fólks- fjölgun. Fulltrúi Brasiliu á vett- vangi Sameinuöu þjóðanna sagði eitt sinn þar á fundi, að hann gæti ekki skilið, hvernig þéttbýl iðnriki leyfðu sér að ráðleggja strjál- býlum rikjum að draga úr Ibúa- fjölda sinum. Hann spurði, hvort ekki væri nær fyrir þessi iðnriki að flytja eitthvað af verksmiðjum sinum og fjármagni til þróunar- landanna I stað þess að flytja ódýran vinnukraft inn fyrir þétt- býl landamæri sin. Brazilia og ýmis önnur riki halda þvl fram, að of mikil áherzla hafi verið lögð á hættuna af aukningu mannfjölda. Þau halda þvi fram, aö framfarir hafi ávallt breiðzt út frá þéttbýlum svæðum til þeirra, sem eru minna byggð- Með sögulegum stað- reyndum megi benda á það, að skjót fólksfjölgun hafi ávallt veriö merki um framfarir. Þess vegna felist raunveruleg lausn á mann- fjölda-vandamálum i þvi að auka efnahagslega velmegun en ekki i þvi að finna nýjar leiðir til getnaðarvarna. Fulltrúi Chile á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur sagt, að fólksf jölgunar-vandinn sé „til- búningur, sem þróuðu rlkin leggja áherzlu á til af afsaka flótta sinn frá skyldum þeirra gagnvart þjóðasamfélaginu. „Fulltrúi Senegal benti á það i ræðu á allsherjarþinginu, að framfarir hefðu orðið I Evrópu á 19. öldinni, án þess að menn legðu Umsjón: B. B. sig eftir þvi að takmarka fæðingar, og hann bætti við: „Mér er' það ljóst, að lækkun dánartölu nú á tlmum eykur fólksfjölgunar-vandann, en á sama tima hefur tæknin aukiö framleiðsluna. Það mundi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir Senegal, ef fólksfjölgun yrði tak- mörkuð þar, þvi að I landinu búa að meðaltali aðeins sjö manns á hverjum ferkilómetra”. Til samanburðar má geta þess, að hér á landi búa aö meðaltali tveir á hverjum ferkllómetrar Af þessu er ljóst, aö sjónar- miðin er ólik um það, hvernig gripið skuli á þessu vandamáli. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið viöfangsefnin saman i stutt mál, þar segir: . Fólksfjölgunin eykst nú hraðar en nokkru sinni fyrr I sögu mannkyns. Jarðarbúar eru nú nálægt 4000 milljónum, tvisvar sinnum fleiri en 1920, árið 2000 ‘getur heildarfjöldinn verið kominn i 7000 milljónir. Einn fjórði allra manna, sem fæðzt hafa siðan sögur hófust, er á llfi núna. • Miðað viö núverandi vöxt fæöast tvisvar sinnum fleiri en deyja á ári hverju i öllum heiminum. Lækkun dánartölu sýnir ekki aðeins, að fólk lifir lengur en áður, heldur einnig, að börn eru mun liklegri til að lifa nægilega lengi til aö eignast af- kvæmi. • Efnahagslega gjáin milli rikra þjóða og fátækra er næstum jafn stór og gjáin milli fólks- fjölgunar I þessum rlkjum. Mannfjöldinn eykst mun hraðar I fátækarirlkjum, hann verður þvl æ stærri hluti heildaribúafjölda jarðar. Fimm.sinnum fleiri börn fæðast I vanþróuðum rikjum en hinum þróaðri. • Börn og unglingar eru nú I meirihluta meðal Ibúa heims. Fjöldi væntanlegra foreldra mun þvi enn aukast á næstu áratugum. • Almennt er viðurkennt, að viljinn til aö takmarka fjöl- skyldustærð er oft tengdur efna- hagslegri og félagslegri velferð. Við slikar aðstæður fá foreldrar vissu fyrir þvi, að þeir þurfi ei að eignast tólf börn til að fimm þeirra komist á legg. Miðað við þetta virðist mega fullyrða, að tækniframfarir, efnahagsleg vel- megun og félagslegt öryggi leiði til minni fjölskyldustærðar. • Enda þótt fólksfjölgunin sé örust I vanþróuðu rikjunum koma vandamál hennar einnig fram I iðnrikjunum. Þau lýsa sér á margvíslegan hátt: öldruðum fjölgar, þéttbýli I borgum verður alltof mikið ekki er til nægilega mikið af hráefnum og mengum vex. . Næstum þvl hvar sem er I heiminum, flytur fólk frá sveitum til bæja I leit að betra lifi. Borgin- ar eru oft yfirfullar fyrir og erfitt er að afla sér húsnæðis og mann- sæmandi lifsaðstöðu. 1 þróuðu rikjunum búa um 64% ibúanna i þéttbýli. í vanþróuðu rikjunujm eykst flóttinn úr sveitunum með hverju ári og nú búa um 660 milljónir Ibúa þeirra I þéttbýli, meira en tvisvar sinnum fleiri en 1950. • Og að lokum er hér tölfræði- leg spá. Þar sem nú búa um 4000 milljónir manna á jörðinni, má búast við þvi, að barn, sem fæðist 1974, kunni á efri árum að byrggja jörðina I hópi 15 þúsund milljón manna. Barnabarn þess á kannski eftir að deila jöröinni með 60 jiúsund milljónum manna — ef þeir komast fyrir. — Einn fjórði allra manna, sem fœðzt hafa síðan sögur hófust, er á lífi núna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.