Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 23. ágúst 1974. 3 Slegizt um byggingavöruna: TIMBURVERÐIÐ MED FYRIRVARA ,,Ég treysti mér ekki til að halda timbursöl- unni áfram, meðan allt er óljóst með gengið og við eigum allar okkar birgðir á erlendum vixlum”. Þetta sagði einn timbursalinn i morgun, en timbur- salar hafa nú ýmist stöðvað sölu á timbri, látið það af hendi gegn 20% tryggingargjaldi eða út i opinn reikning. Snorri Halldórsson hjá HUsa- smiðjunni, var einn þeirra timbursala, sem blaðið ræddi við i morgun. „Við seljum okkar viðskipta- vinum timbrið út I opinn reikning. Ef einhver kemur hér hins vegar og biður um mikið magn timburs, þá höfum við ekki séð okkur fært að verða við þeim óskum. 1 dag er þó heldur rólegra yfir timbursölunni en undanfarna daga. Við getum ekki tekið alveg fyrir timbursöluna, þar sem mikill hluti af okkar starfsemi er að vinna timbrið. Nú er öllu meira selt af unnu timbri en óunnu”. Hjá verðlagsstjóra leitaði blaðið upplýsinga um það, hvort fleiri aðilar hefðu tekið upp slikt tryggingargjald. „Þessi mál fara nú ekki um okkar hendur enda er i raun og veru ekkert, sem mælir gegn slikum ráð- stöfunum. Þetta er ekki óeðlileg sjálfsbjargarviðleitni, en við höfum ekki frétt af fleirum, sem tekið hafa upp þessa skilmála. Hjá byggingarvöruverzlunum stendur timbursalan ekki aðeins tæpt, heldur ber lika mikið á skorti á öðrum vörum, eins og hreinlætistækjum og vegg- flisum. „Þetta er mjög erfið vara á þessum timum. Við fáum ekki samþykkta vixla hér fyrir kaupum og tollarnir eru háir. Ofan á allt bætist svo geymslu- fjárákvæðið. En fólkið sækir gifurlega i þessar vörur og þvi er langt frá þvi, að við höfum undan”. —JB Leitaði að vitnum SLEGINN BYLMINGS- HÖGG MILLI FÓTANNA Rannsóknarlögreglan i Reykjavik leitar nú að vitnum að slagsmálum sem urðu i Veitingahús- inu Borgartúni 32 á laugardagskvöld. Þá lenti Arabi I ryskingum við íslending. Nokkrir menn fóru til þess að skilja slagsmálamennina. Einn þeirra lenti þá i höndunum á félögum Arab ns. Tveir þeirra héldu honum, meðan hann náöi sjálfur taki á þeim þriðja. Vissi hann þá ekki fyrr til en sá sló hann bylmingshögg milli fótanna Við það bólgnaði pungurinn, og verður maðurinn að liggja i rúminu i þrjár vikur. Hann hefur bent á Arabann, er sló hann, en sá neitar sakargiftum. Nokkur vitni hafa verið yfirheyrð, en ekkert þeirra hefur getað skýrt fullkom- lega frá atburðum, eða staðfest frásögn mannsins. Að sögn Arabans sem ákærður er, stóð hann viö næsta borð og talaði við tvær konur, þegar átökin áttu sér stað. Og vist er aö konurnár voru við næsta borð við þá Araba sem þarna dvöldu um kvöldið. Þessar tvær konur eru beðnar að gefa sig fram viö rannsóknar- lögregluna, til þess að hægara verði að fá botn I málið. —óH Þetta Ijúfa sumar Hann er ungur að árum þessi, — og hans fyrsta sumar í þessari veröld féll honum vel í geð eins og öðrum. Veðrið lék við þennan laglega kálf eins og fleiri, og landið lagði honum og hans kyni til hina beztu toppa til að narta í. Engin furða þótt hann haf i talsvert braggazt þessa sumarmánuði, sem nú eru senn á enda runnir. (Ljósmynd Björgvin Pálsson). ■ ■ ■ I !■■■■■■■■■■■ Skátapils og buxur á einu og sama þinginu — ísland frum- herji í samvinnu kynjanna innan skáta- hreyfingarinnar 1 fyrsta skipti verður nú haldin sameiginleg Evrópuráð- stefna skáta, þar sem bæði koma drengja- og kvenskátar. Þessar ráðstefnur hafa verið aðskildar hingað til eftir kynjum, enda hefur ekki nema um heimingur lándanna einhverja teljandi samvinnu milli kven- og drengjaskáta- bandalaga. Ráðstefna þessi verður haldin hér á landi 1.-6. september, þannig að Island er fyrsta landið.sem heldur sameiginlega ráöstefnu. Island var einnig fyrst að taka upp sameiginlegt bandalag fyrir drengi og stúlkur, en samvinnan hefur verið i 30 ár. Er það meöal annars ástæðan til þess, að þessi 'fyrsta sameiginlega Evrópu- ráðstefna er haldin hér á landi. Ráðstefnu þessa munu sækja um 200 erlendir þátttakendur frá 20 löndum I Evrópu, auk fulltrúa héðan frá íslandi. Meginviðfangsefni ráðstefn- unnar verður annars vegar: Hvernig getur skátastarfið bezt komið til móts við aðkallandi þarfir unglinga I Evrópu?” og hins vegar: „Sameiginleg menntun og samstarf kynj- anna”. Þá verður einnig fjallað um skátastörf I Austur-Evrópu, skátastörf meðal afbrigðilegra hópa, uppbyggingu skátastarfs I nýjum bæjarhverfum og sambandið milli landanna I Evrópu. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum. —EA .*.*.W.*.*.*, !■■■■■■ Tollvöru- geymslan Það skal tekið fram i sambandi við frétt i blaðinu I gær um 700 þúsund króna bilkaupasvik, að Tollvörugey mslan hf. á engan hiut að máli þessu. Helgi Hjálmsson, hjá ToIIvöru- geymslunni hf., sagði, að vegna þess að I fréttinni stæði, að bilarn- ir hefðu verið fengnir út úr „toll- vörugeymslu”, vildi hann taka fram, að sitt fyrirtæki hefði aldrei hýst bila þessa, né haft nein af- skipti af málinu. Sagði Helgi, að hér væri um að ræða vörugeymsl- ur skipafélaganna. —ÖH Rifu til grunna, endurbyggðu ó tœpum mánuði Líklega fagna margir bil- stjórar þvi að geta aftur fariö að kaupa pylsu, kók og Visis- blað I Nesti i Fossvogi og þurfa þá ekki annað en skrúfa niður rúðuna til að fá fallegt bros og góöa fyrirgreiðslu. Gamla Nestiö, það elzta á landinu, var rifiö til grunna fyrir mánuði siðan, en iðnaðarmenn hófu að byggja að nýju eftir teikningum Jóns Kaldals, byggingafræðings. Hefur það nú verið stækkað um helming og hægt að af- greiða 4 bila i einu, I stað tveggja áður. Myndin er af eigendum Nestis i gærdag, ásamt nokkr- um starfsstúlkum þess. Guð- finnur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri og Erla B. Axeisdóttir til vinstri, en iengst til hægri er Sonja B. Helgason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.