Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 6. september 1974. visissm-- Matreiðir þú oft ' á þínu heimili? Þór Jóhannesson, verzlunar- maður: — Það kemur fyrir. Þá kokka ég bara það sem til er i -is- skápnum hverju sinni. Annars sér húsmóðirin um allt slikt. Jón Sigfússon, pakkhúsmaður: — Ég borða alltaf úti, þar sem ég hef ekki aðstöðu heima til að elda. Ég læt nú vera að það sé svo mjög dýrt að éta úti. Björgvin Filippusson, húsvörður: — Já, það ’geri ég. Ég er nú gam- all kokkur og grip þvi til pönn- unnar, þegar konan er lasin eða frá af öðrum orsökum. Þó finnst mér hálfskritið að vera að kokka þetta i einn mann, þegar maður áður eldaði i 30 munna. Ragnar Jónsson, skrifstofu- maður: — Það kemur fyrir. Maður mallar þá helzt það ein- faldasta, svo sem súpu eða fisk. Þetta gerir maður þó yfirleitt ekki, nema konan sé frá. Jóhann Þórarinsson, lögreglu- þjónn: — Nei, það geri ég aldrei. Ég hef manneskju heima til að sjá um slikt. Bragi Einarsson, garðyrkju- maður: — Það er nú alveg sér- stakur viðburöur, ef ég geri slikt. Á sunnudögum? Nei, sizt þá. Það má eiginlega segja, að ég kokki alls ekki á minu heimili. FALLEG VEGGMERKING „Það var Haildór Pétursson list- málari, sem hannaði þetta merki i tilefni 50 ára afmælis Rafmagnsveitu Reykjavikur i júní 1971’,’ sagtii Hersir Oddsson hjá Rafmagnsveicunni, en hús hennar i Ármúla 31 var meðal þeirra, sem fengu viður- kenningu fyrir fallegustu vegg- merkingar í Reykjavík fyrir stuttu. Hersir sagði, að með þvi að athuga merkið vel mætti sjá út úr þvi tvo stafi, R.R., sem standa fyrir Rafmagnsveitu Reykjavik- ur. Væru þeir mjög ánægðir með merkið og hefðu heyrt aðra hrósa þvi. Fyrirhugað er að koma þvi 'fyrir á fleiri stöðum, en merkið hefur verið á reikningum Rafmagnsveitunnar I 1-2 ár. Jón Armannsson, eigandi Buxnaklaufarinnar, sem er á tveim stöðum, við Bankastræti 11 og Laugaveg 48, fékk einnig viöurkenningu. Sagði hann okkur að viðurkenningin væri fyrir skiltin, sem hanga fyrir ofan innganga verzlananna. Hug- myndina að þeim átti Baldvin Halldórsson, sem rekur aug- lýsingastofuna Prisma, og sagði Jón, að skiltin væru mun liflegri en gengur og gerist með slik skilti. „Jú, ég er mjög ánægður Auglýsingastofan Prisma á heiðurinn af skilti Buxnaklaufarinnar eins og raunar veggmerkingu P. Stefánssonar. P. STEFÁNSSON HF. Adam og eplið þykir skemmtileg veggskreyting. ForstjóriP. Stefánssonar, Sigfús Sigfússon, var ánægður með að fá viðurkenninguna, ekki sfzt af þvf að það vekur athygli á þvi, að gömul hús verða falleg á ný, þegar þau eru gerð upp. með að hafa fengið þessa viöurkenningu og er þegar farinn að undirbúa veggskreytingu fyrir næsta ár. Það enum að gera að gera Laugaveginn að eins liflegri og skemmtilegri verzlunargötu og kostur er á”, sagði Jón. „Við erum auðvitað ákaflega ánægðir með allar viðurkenning- ar, hvort sem þær koma frá gestum eða þvi opinbera,” sagði Hafsteinn Vilhelmsson hótelstjóri Esju. Merkið sem hótelið fékk viður- kenningu fyrir er á hvitum gafli hússins með mjórri grænni rönd og er merkið uppi i horninu. Þar stendur Hótel Esja með upphleyptum ljósastöfum. Teiknistofa Gisla Halldórssonar, sem teiknaði hótelið, útbjó þetta I samráði við auglýsingastofu Gisla B. Björnssonar. Hefur það verið á húsinu siðan Esja opnaði árið 1970. „En það er eins og margir séu farnir að veita þvi at- hygli nú, eftir að það fékk viður- kenningu,” sagði Hafsteinn. „Fyrirtækið P. Stefánsson, Hverfisgötu 103, var ef svo má segja endurvakið fyrir ári, en það var stofnað árið 1908,” sagði Sigfús Sigfússon forstjóri. „Það er svo sannarlega ánægju- legt þegar vel tekst til með gömul hús eins og þetta, sem er frá árinu 1936.” Húsið hefur allt verið tekið i gegn og þar á meðal gaflinn, sem fékk viðurkenninguna. Vegg- merkingin er tekin beint upp úr bæklingi, sem auglýsingastofan Að loknum hríngakstrí sumarsins Steingrimur Sigurðsson skrif- kafla þess, þegar sólin skein dag ar: eftir dag. og landið var töfrum Sumarið er liðið. Það var slegið. Fólk tók sig upp og hélt eftirsjá að þvi, einkum fegursta út i buskann. Margir fóru „hringinn”. Það virtist bjóða upp á eitthvað nýstárlegt og ókunnuglegt. Vegurinn sjálfur olli fólki vonbrigðum, farkost- irnir biluðu eins og sundur- skotnir skriðdrekar i eyðimörk, en flestir hafa þó komizt leiöar sinnar, en oft eftir ærið erfiði. Vonandi hefur gleðin af þvi að skoða náttúrufegurðina vegið upp á móti óþægindunum af völdum „ljónanna á veginum”. Og ekki má gleyma útrásar- þörfinni, sem svo margir hafa fullnægt me> þvi að „fara hringinn” Hverju gamni fylgir nokkur alvara eins og predikun- argjarnir herma. Og nú meö haustinu byrjar sami hring- aksturinn og áður hjá fólki i daglegu lifi með viðeigandi töf- um og hindrunum á veginum. Ýmsum skakkaföllum, sem er um að gera að lifa af og æðrast ekki yfir eins og i erfiða hring- akstrinum i sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.