Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 6. september 1974. 7 Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir EKKI AÐEINS BAR ..heldur líka skópur sem,fer litið fyrir í einu horninu Pulsur og vin minna aðeins hvort á annað á einn hátt. Þessa skal notiö i réttu umhverfi. Það virðist vera alveg sama á hvaða hátt pulsur eru eldaðar heima, þær eru alltaf betri i pulsuvagninum. Og sömu sögu er að segja um drykk, það er eins og hann sé öðruvisi á bragðið og mun ljúffengari við barinn. Læknar geta lika bent okkur á, að bar sé aldeilis ekki smiöaður á hagkvæman hátt, og engan veginn hannaður með tilliti til þess að fólki liði vel likamlega. Það geta lika verið orð að sönnu, en andlega séð þá passar hann okkur ágætlega. Hvort sem það er gott fyrir mann eða ekki, sitjum við samt sem áður eða stöndum, við bar- inn, og ef til vill kemur stemmn- ingin i og með út af þvi, að fólk er ekki i of miklum stellingum. Kannski ætti ekki að reyna að flytja barinn úr sinu venjulega umhverfi og inn á heimilin. Fólk kæmist kannski ekki ,,i stuð” eins og unglingarnir segja, viö að drekka við barinn heima hjá sér. En við ætlum nú samt sem áður að kynna bar, sem gæti hentað hvar sem væri á heimili. Ef barinn er fylltur, áður en veizlan hefst, ætti ekki að vera þörf á að vera meira á þönum frá eldhúsi og stofu. Það er staður fyrir hvern hlut i barn- um. Flöskurnar geta bæði verið á hlið og staðið uppréttar, og tvær neðstu hillurnar passa undir kassa með gosi eða sóda- vatni. A einni hillunni eru glösin, á annarri hristari og sitrónupressa, og i skúffum eða grindum væri hægt að geyma annað sem tilheyrir. Það þarf heldur ekki endilega að vera veizla til þess að opna barinn, þvi að mjög auðvelt er að komast i hann til þess að fá sér einn drykk. Ef til vill fellur mörgum það illa að hafa bar inni hjá sér. Þess vegna er þessi hér á sið- unni með hjólum undir, og þegar búið er að loka honum, tekur hann ekki mikið rúm og litur ekki út fyrir að vera bar frekar en venjulegur skápur. Auðvitað má búa hann til úr öllu mögulegu efni, hann þarf ekki að vera málaður eins og þessi á myndinni, sem er rauður að ofan en að öðru leyti svartur og hvitur. Hvort hægt væri að flytja pulsuvagn inn til sin á sama hátt og fá þá þetta ekta bragð af pulsunum, sem við erum að sækjast eftir, þvi látum við ósvarað. —EVl Æáðhorra- °stólar tíl ráðstöfunar strax Nú er einstakt tækifæri til að tryggja sér hina eftirsóttu ráðherrastóla, sem svo margir hafa dáðst að. Einstök gjöf fyrir fólk með framtíðardrauma. MFAtf 15 j ■mfm MltLAAMUr JtCUFAl/B HUSGAGIMAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Simi 82898 OPIÐ I DAG KL 9 — 12 OG I - 10 e.h. Opið laugardag kl. 9 - Engin sparikort Engin afsláttarkort 12 Kaupgarður m Smiöjuvegi 9 Kópavogi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.