Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 5
Vfsir. Föstudagur 6. september 1974. I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORG Umsjón Guðmundur Pétursson Ætla loksins að leysa vanda flóttafólks Leiðtogar tyrknesku f^ú si^.ast.gær£vöidi sakaði og grisku þjoðarhlut- hafa myrt að minnsta kosti 130 anna á Kýpur hittast griskættaða Kýpurbúa. „Keisarinn er þjófur!7 — hrópaði múgurinn í Addis Ababa, og útvarpið kallar hann orðið kóng. — Byltingaröflin saka Haile Selassie um að hafa dregið sér fé. Her Eþíópíu, sem ráðið hefur lögum og lofum í landinu síðustu mánuðina, hefur nú loks mannað sig upp í að vega að keisaran- um, Heile Selassie. Hefur þessi 82 ára gamli þjóð- höfðingi verið sakaður um að hafa varið almannafé f eigin þágu. Eftir að byltingaröflin tóku til við að svipta keisarann öllum raunverulegum völdum i febrúar siðastliðnum, hefur mönnum þótt aðeins vera spurning um tlma, hvenær þau teldu sig nógu trygg i sessi til að láta til skarar skriða gegn keisaranum. Fréttaskýrendur hafa álengdar fylgzt með þvi, hvernig smám saman hefur verið veitzt að keis- aranum, rétt eins og til aö kanna undirtektir almennings og ganga úr skugga um, hversu vinsæll keisarinn væri i rauninni. En það var fyrst I gær, að út- Ljónið af Júda situr enn i há- sætinu en er rúið völdum og er nú sakað um að hafa dregið sér af almannafé. Móðgaði Luns Joseph Luns, framkvæmda- stjóri NATO, sakaði f gær Henk Vredeling, varnarmála- ráðherra Hollands, um að hafa spillt áliti Hollands innan bandalagsins með blaðavið- tali, þar sem Vredeling drótt- aði persónulega að Luns. Skrifaði Luns hollenzka ráð- herranum bréf, og hefur hluti þess kvisazt út, eins og t.d. þetta: „Mér er það gersam- lega huliö, hvernig hægt er að halda þvl fram, að þér hafið ekki ætlað að vera særandi, þegar þér völduð mér þessi ruddalegu og meiðandi orð.” Hollenzka timaritið, Vrij, haföi eftir Vredeling, að honum fyndist Luns „hræði- legt hugarfar. Mér gremst hann óumræðilega.” — Ef hann þvælist fyrir mér aftur, þá mun ég sparka i beint á milli markstanganna.” Dr. Joseph Luns gegndi um skeið embætti varnarmála- ráðherra Hollands. loks i dag til viðræðna um vanda þeirra 200 þúsunda, sem bardagar siðasta mánaðar létu eftir heimilislaus. Viðræðufundi þessum haföi veriö frestað fyrr I vikunni, meðan aðilar voru önnum kafnir við að saka hvor annan um hin hryllilegustu fjöldamorð og ódæðisverk. Að flestra mati verður næsta litið gert til að létta á ákomu þessara 200 þúsund flóttamanna eyjarinnar, fyrr en þessir aðilar hafa komið sér saman um hvernig að skuli farið. Tyrkir og Grikkir á Kýpur eru þó naumast til viðræðna eftir að fundizt hafa fjöldagrafir með likum i tugatali — aö minnsta kosti tvær með tyrkneskum fórnardýrum,, og Grikkir halda fram að fundizt hafi aðrar tvær með grlskum fórnarlömbum. Þunglyndi sœkir að Richard Nixon Vinir Richards Nixons, fyrrverandi forseta, segja, að hann sé orðinn „hræði- lega þunglyndur", þar sem hann hefst við á heimili sínu i San Clemente í Kaliforníu. Washington Post hermir það upp á vini Nixons, að hann sé niðurdreginn og honum hætti orðið til að vera viðutan. „Hann er hræðilega þunglynd- ur, enda ærnar ástæður til þung- lyndis,” hefur Lou Cannon, fréttamaður Washington Posts, eftir ónafngreindum vini for- setans fyrrverandi. Annar vinur var sagður lýsa Nixon, sem utan við sig og fjar- huga, og bætti þvi við, að honum væri ómögulegt að bera fram nafn Watergatesaksóknarans, Leon Jaworski. Nixon hefur haldið sig i San Clemente, siðan hann sagði af sér 9. ágúst. — Post heldur þvi fram, að dætur Nixons leggi að honum að flytja til New York, meðan vinur hans Bebe Robozo leggi til, að hann fari til Key Biscayne i Flórida en þar á Nixon annað hús. varp Eþiópiu og sjónvarp kölluðu hann „kóng” en ekki keisara, en það var i fréttafrásögnum af „hneykslinu”. Nefnd byltingarmanna segir, að keisarinn hafi rakað að sér 15 milljónum Eþiópiudala (825 milljónir kr.) af tekjum brugg- verksmiðju sem stofnuð var i landinu fyrir 50 árum, en þá var hann krónprins Teferi Makonnen. — A hann að hafa leyft byggingu verksmiðjunnar og með þeim skilyrðum, sem gerðu honum kleift að draga sér fé úr verk- smiðjunni að eigin vild. — Brugg- verksmiðjan hefur nú verið þjóð- nýtt. I útvarpi Eþiópiu var talað um eyðslu kóngsins, meðan þegnar landsins væru að farast úr hungri. Fyrr I vikunni fóru nokkur þúsund manna múgur um götur Addis Ababa og hrópaði: „Hengið keisarann!.... Keisarinn er þjófur!” Maður myrtur á 27 mínútna fresti í ársskýrslu FBI — al- rikislögreglunnar i Bandarikjunum — kemur fram, að alvar- legum afbrotum fjölgaði um 6% i fyrra. — Þar i landi er einhver myrtur á 27 minútna fresti. Fórnarlömb morðingja voru 19.510 á árinu 1973, en voru 18.550 árið áður. — Tveir af hverjum þrem morðingjum notuðu byssu. Skýrsla FBI kom út i dag, og kemur þar fram, að fleira kven- fólk var viðriðið alvarleg afbrot á þessu siðasta ári en verið hefur hingað til. Þannig fjölgaði t.d. um 10% konum, sem teknar voru fyrir vopnað rán. Þessi 6% aukning kemur nú á árinu eftir að glæpum hafði fækkað um 4% i Bandarikjunum 1972. — Höfðu margir fyllzt bjart- sýni á, að baráttan gegn glæpa- öldunni ætlaði að færa þjóðfélag- inu sigur. FBI segir, að mestöll fjölgunin eigi sér stað I útborgum og dreif- býli. Aukningin hafi aðeins verið 1% i stórborgum, en 9% i útborg- um og til sveita. A BIFHJOLI YFIR GLJUFUR Evel Kievel heitir niótorhjóiakappi I Bandarikjunum, sem auögazt hefur á sýningum á fimi sinni á bifhjólum. Hann lét ný- lega hafa sig út i veðmál um, að hann gæti stokkið á bifhjóli slnu fyrir gjúfur Snakafljóts skammt frá Tviburafossum. — Hann ætlar að gera tilraunina á sunnud. og beita eldflaug til aö skjóta sér og hjólinu á loft, en lenda i fallhlif. — Myndin er tekin af skot- pallinum i smiðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.