Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 16
LANDHELGISBRJOTURINN FORESTER MISSTI EKKI VEIÐIHEIMILDINA — og veiðir enn hér við land. — „Braut ekki samkomulagið milli íslands og Bretlands," segir lögfrœðingur Landhelgisgœzlunnar Það vakti furðu þeirra, sem voru á sigl- ingu um Skagagrunn innan 50 milnanna sið- astliðinn laugardag, að sjá þar að veiðum brezka landhelgis- brjótinn Forester, Það er togarinn, sem Richard Taylor var tekinn á innan 12 miln- anna fyrir skömmu sið- an. Rannsóknarskipiö Bjarni Sæmundsson sá til Forester og heyröist til yfirmanna skipsins leita upplýsinga um það hjá næsta varðskipi, hvort land- helgisbrjóturinn væri enn með veiðiheimild hér við land eftir fyrrnefnt landhelgisbrot. Svar varðskipsmanna var: — Já. Visir sneri sér til lögfræðings landhelgisgæzlunnar Gísla Is- leifssonar, og spurði hann, hvort Forester skoðaðist ekki hafa brotið landhelgissamninginn og hvort hann ætti þá ekki um leið að missa veiðiheimildina. „Forester braut ekki sam- komulagið,” svaraði Gisli. „Forester framdi hreint land- helgisbrot og því mundi ég állta að hann þurfi ekki að strikast út af skrá. Samkvæmt samkomu- laginu er ekki talað um. að þeir sem fremja landhelgisbrot þurfi að hverfa af skrá, heldur þeir sem brjóta samkomulagið. For- ester fór inn fyrir 12 mllurnar, sem viðurkenndar eru af bæði Bretum og Vestur-Þjóðverjum og verður þvi að skoða afbrot frá þeim sjónarhóli og burtséð frá samningnum.” —ÞJM Þær kunna vel að meta það að hittast Islenzku flugkonurnar hjá Edith L. Denny. Að visu vantaöi tvær sem hafa réttindi, Astu Hallgrlmsdóttur en hún nálgast atvinnuréttindi, og Sunnu Sigurðardóttur. Edith hefur yfir 3 þúsund tlma, en hinar (frá h.) Jytta, atvinnuréttindi, Ingunn, sóló-próf, Hólmfriöur, sóló-próf, Margrét einkaflugmannspróf og Svanhvit lika og Edda, sóló-próf. „VILDI AÐ ÉG LÆRÐI AÐ LENDA - KOM EKKI TIL HUGAR AÐ ÉG GÆTI MEIRA" — Fékk flugréttindi 49 ára, er nú um sextugt — íslenzkar flugkonur 8 að tölu VISIR Föstudagur 6. september 1974. Útvarps stöðín „gerð upptœk" — segir yfirmaður tœknideildar Landssímans. —„Á eftir að fá tœkin mín aftur" segir útvarps- stjórinn „Það var einfalt mál að hafa uppi á leyniútvarpsstööinni, sem þið sögðuð frá I VIsi á mánudag. Nafn útvarpsstjórans kom fram I fréttinni og þar þekktum við aftur þann, er stjórnaði útsend- ingum leyniútvarpsstöðvarinnar, sem stöðvuð var I fyrra.” Þetta sagði yfirmaður tæknideildar Landssimans, Siguröur Þor- steinsson, I viðtali við VIsi i morg- un. „Við höfðum heimilisfangið og þurftum þvl engra miðana við. Fórum viö á staðinn I gærmorgun og geröum tækjaútbúnaö út- varpsstöðvarinnar upptækan,” sagði Sigurður ennfremur. „Ég var ekki heima, þegar þeir komu og hirtu tækin,” sagði Arnar Hákonarson, þegar Visir talaði við hann i morgun. „Það hefur ekki verið haft tal af mér, en ég hef þá trú, að ég eigi eftir að fá tækin mín aftur. Mér sýnist skorta öll sönnunargögn fyrir notkun tækjanna og þar af leið- andi heimild til að taka þau af mér.” Arnar, sem er um tvitugt og er til heimilis við Háaleitisbraut, starfar sem aðstoðarmaður hljómsveitarinnar EIK. Er, sem kallað er, rótari hljómsveitar- innar. „Ef til átaka kemur,” sagði hann, „á ég eftir aö draga fram undirskriftalistana, sem gengu i fyrrasumar. Þá skrifuðu nokkur þúsund manns undir áskorun til yfirvalda þess efnis, að rekstur útvarpsstöövar meö léttri tónlist yrði levföur.” Og Visir hefur fengið nasasjón af þeim áhuga, sem rikjandi er fyrir útvarpsrekstri af þessu tagi: Eftir að fréttin um útsend- ingar Arnars birtist I blaðinu á mánudag, voru stööugar upp- hringingar til blaðsins og spurt um rásina, sem stöðin næðist á. Lltið mun hafa verið um útsend- ingar stöðvarinnar I vikunni. —ÞJM Þaö er vægast sagt afar sjald- gæft, að kvenmenn, sem komnir eru yfir fertugt, skelli sér út I það að læra að fljúga. En það gerði hún Edith L. Denny frá Toronto i Kanada. 49 ára náði hún sér I réttindi og nú er hún um sextugt. „Maðurinn minn keypti sér flugvél. Hann vildi, að ég kynni að lenda henni, ef liða skyldi yfir hann eða eitthvað kæmi fyrir. Honum datt ekki I hug, að ég gæti gert meira en það. En það fór á annan veg, þvi ég lærði að lenda og hélt svo áfram”. Þetta sagði Edith meðal annars, þegar hún bauð flugkonum i Reykjavik á sinn fund I gær. Ekki er nú beinlínis hægt að segja, að þær séu marg- ar, en hvað um þaö, 8 eru þær, og einhverjar verða að byrja. Edith ferðast mjög mikið ásamt manni sinum. Hann er háttsettur I skátahreyfingunni. Þau komu hingað einmitt til þess að vera við skátaráð- stefnuna, en fara aftur I fyrra- málið. Og hvert sem hún kemur segist hún reyna að safna saman flugkonum hvers staðar. „Mér finnst óskaplega gaman að þessu, enda likar mér ekki jafn vel að tala um nokkurn hlut eins og flugvélar”, segir hún. „Ég á sjálf tveggja hreyfla flugvél og maðurinnn minn aöra, þvl að hann flýgur lika. Ég flý mjög mikið og hlakka til að koma heim til þess að fljúga. Ég hefði kannski skellt mér I loftið núna, ef ekki væri þetta hvasst.” Edith er komin ;neð yfir þrjú þúsund tlma, sem þykir mjög mikiö meðal flugmanna. En hefurhenni aldrei komið til hug- ar að sækja um vinnu? „Nei, mér hefur aldrei dottið það I hug. Ég vil fljúga svo mikið og fljúga svo margt, að það ætti ekki við mig. Enda er ekkert vist, að þeir litu við mér”, segir hún og hlær. „En I Kanada er ein kona orðin flug- stjóri.” Edith á þrjú börn og nokkur barnabörn, og það er áreiðan- lega ekkert amalegt að eiga fljúgandi ömmu. Atta konur I Reykjavik hafa réttindi til þess að fljúga, að vlsu eru þær komnar misjafn- lega langt. Aðeins ein hefur at- vinnuréttindi. Að þessum átta undanskildum, eru svo þrjár að læra. Edith hefur sannarlega komið mörgu góðu til leiðar með því að safna saman flugkonum á hverjum stað. 1 Finnlandi eru þær til dæmis mjög margar, en flestar höfðu ekki sézt áður en hún kallaði þær saman. „Kannski við stofnum bara klúbb,” sögðu þær íslenzku lika I gær.... —EA Gamli maðurinn var fjötraður: Beðið eftir niðurstöðum krufningar Rannsóknarlögreglan vinnur enn að rannsókn á dularfullum dauða 74 ára gamals manns á Vestur- götunni i fyrrakvöld. Krufning hefur enn ekki farið fram og getur rann- sóknarlögreglan lítið sagt um málið fyrr en niður- stöður hennar liggja fyr- ir. Eins og sagt var frá I VIsi I gær var maöurinn bundinn og voru tveir gestir hans, kona og karl, settir I gæzluvarðhald. Karlmaðurinn er enn I haldi, en konunni hefur verið sleppt. Drykkjuskapur var á staön- um, þegar lögreglan kom þangað. Þegar viðstöddum varð ljóst aö ekki var allt með felldu um ’ liðan gamla mannsins, skáru þeir á handfjötrana. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn látinn og band- spottar enn um úlnliði hans. t frétt Visis I gær var mis- hermt, að maðurinn, sem lézt, hafi starfað hjá sorphreinsun borgarinnar. Hinn látni lifði á ellilifeyri sinum, og aö sögn ættingja hans, var hann viö beztu heilsu og hafði ekki fundiö fyrir æðakölkun eða hjartasjúk- dómum. Konan, sem var I ibúð gamla mannsins. bjó heldur ekki hjá honum heldur I næsta húsi þarna á Vesturgötunni. —JB— ASf OG RIKIS- STJÓRNIN A FUNDI Fyrsti fundur rikisstjórnar- innar með viðræðunefnd Alþýðusambands tslands hófst i morgun klukkan tiu. Var búizt við, að ályktun ASt og formanna sérsambanda, sem svo mjög hefur verið I fréttum að undan- förnu, hafi verið fyrsta mál á dagskrá. Þessum fyrsta fundi rikis- stjórnarinnar með leiðtogum verkalýöshreyfingarinnar var ekki lokið, þegar Vísir fór I prentun, og má öruggt telja, að enn fleiri fundir fylgi I kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum Clafs Hannibalssonar, sem varð fyrir svörum á skrifstofu ASI I morgun, hefur enn ekki orðið vart neinna viðbragða hjá verkalýðsfélögunum við ályktun ASt og áskorunum til þeirra um að segja upp samningum. „Alyktunin er tæpast komin til þeirra allra ennþá og því vart við þvi að búast, að undirtekta verði vart fyrr en upp úr helginni,” sagði Ölafur. -ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.