Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Föstudagur 6. september 1974. SIC3GI SIXPEÍNJSARI G643 A D1082 V AD4 ♦ A97 *AK6 *K5 K108 V 763 G10632 ♦ K8 7 + D108532 * A97 V G952 ♦ D54 + G94 Á EM ungra bridgespilara i Kaupmannahöfn á dögunum sýndi belgiska sveitin mikla framför frá mótinu i Deflt 1972 — þá varð hún siðust. Meðal annars vann Belgia England 17-3 i Höfn, og þá átti van de Steene gott varnarspil, sem gaf verðskuldaða sveiflu. Belginn var i vestur og spilaöi út tlgulþristi i þremur gröndum suðurs. : * 7 Austur átti siaginn á tigul- kóng og spilaði tiguláttu. Suöur tók á drottningu og svinaöi hjartadrottningu blinds. Það gekk og litlum spaöa var spilað frá blindum og nlan látin heima. Van de Steene fékk á gosann og spilaði tigli. Suður átti nú sjö háslagi — þurfti tvo til við- bótar á annan hvorn hálitinn. Meö þvi að taka spaðaás er spilið einfalt, en suður óttaðist, að vestur ætti spaða- kóng með tveimur frispilunum i tigli. Suður spilaði þvi fyrst hjartaás „tilaðlitaá stöðuna” og vestur setti kónginn i á augabragði. Suður féll á bragðinu — svínaði hjartaniu fagnandi, en varð ekki vel af gleði sinni. Vestur fékk slag- inn á hjartatiu og tók siðan tigulslagi sina. Einn niður. Eins og suður spilaði verð- skuldaði Bretland að tapa. Það var einfalt að ná talningu á vestur með þvi að spila tveimur efstu i laufi og spaðaás, áður en hjartað var hreyft. Raoul Sanguinetti varð ný- lega argentiskur meistari i sjöunda sinn — hlaut 12.5 vinninga af 16.1 öðru sæti varð Jorge Smetan með 12 vinninga. Hér er sigurskák hans gegn Garcia Palermo á mótinu. Smetan hafði hvitt og átti leik. Reykjavik Kópavogur. Dagvakt:kl. 08.00— 17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst i heimilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Ilafnarfjörður — Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla ‘ upplýsingar i lögreglu- varðstofunni simi 51166. A láugardögum og helgidögum' eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Kvöld-, nætur og helgidagavarzla apótekanna vikuna 6. september til 12. september er I Háaleitis Apóteki og Vesturbæjarapóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt' annast eitt vörzluna á sunnu- dögum, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá ki. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apótek. Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugardaga til kl. 2. JSunnudaga milii kl. 1 og 3. Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100 sjúkrabifreið simi 51336. Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreiö: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51336. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er I Heilsuverndar- stöðinni I júli og ágúst alla virka daga nema laugardaga kl. 9-12 fh. Rafmagn: í Reykjavik og Kópa- vogi I sima 18230. í Hafnarfirði I sima 51336. Hitaveitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Símabiianir simi 05. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Vegna mikillar eftirspurnar og sérstakra óska hefur verið ákveð- ið að bæta við enn einni Kaup- mannahafnarferð 25. september n.k. Nánari upplýsingar gefur Ferðaskrifstofan Orval simi 26900. Sjálfstæöisfélögin I Reykjavik. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins 14. — 20. október n.k. Akveöið hefur verið að stjórn- málaskóli Sjálfstæðisflokksins verði haldinn frá 14. — 20. október n.k. Meginþættir námsskrár verða sem hér segir: 1. Þjálfun I ræðumennsku, fundarsköp o.fl. 2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja. 2. Framkoma I sjónvarpi (upptaka o.fl.). 4. Söfnun, flokkun og varö- veizla heimilda. 5. Helztu atriði Islenzkrar stjórnskipunar. 6. Islenzk stjórnmálasaga. 7. Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins. 8. Stjórnmálabaráttan og stefnumörkun. 9. Utanrikismál. 10. Markmið og rekstur sveitarfélaga. 11. Verkalýðsmál. 12. Kynnisferðir o.þ.h. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir, frá kl. 9:00 —18:00, með matar- og kaffi- hléum. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnir að láta Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, skólastjóra stjórn- málaskólans (simi 17100) vita sem fyrst. Þátttöku I skólahald- inu verður að takmarka við 30 manns. Þátttökugjald hefur verið ákveðið kr. 1.000,— Kvennadeild Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra Hin árlega kaffisala deildarinnar veröur nk. sunnudag 8. sept. I Sig- túni við Suöurlandsbraut 26. kl. 14. Þær konur sem vilja gefa kökur eöa annað meðlæti, eru vinsamlegast beðnar að koma þvi i Sigtún fyrir hádegi sama dag. Stjórnin. Ferðafélagsferðir. Föstudagskvöld 6/9. kl. 20. 1. Þórsmörk, (vikudvalir enn mögulegar) 2. Landmannalaugar—Jökulgil, 3. Berjaferð á Snæfellsnes. Ferðafélag Islands, öldugötu 3, Sfmar: 19533 — 11798. Frá Guðspekifélaginu Fyrirlestur kl. 9 i kvöld: „Maður framtiðarinnar”. Hjálpræðisherinn Föstudag og laugardag, 6. og 7. sept. Blómasöludagur Hjálpræðishers- ins. Styrkið starfið. Kaupið blóm. Kvennadeild styrktarfé- lags lamaðra og fatl- aðra. Hin árlega kaffisala deildarinn- ar verður sunnudaginn 8. septem- ber I Sigtúni, Suðurlandsbraut 26, kl. 14. Þær konur, sem vilja gefa kökur eða annað meðlæti, eru vinsamlegast beðnar að koma þvi I Sigtún sama dag f.h. Stjórnin. í dag 6. september verða gefin saman i hjónaband I Kópavogs- kirkju Sigurborg Guðmundsdótt- ir, Tunguvegi 66 og Kolbeinn Gislason, Aratúni 9. TVÍinningarkort Flugbjörgunar- sveitarinnar fást á eftirtöldum stöðum. Sigurður M. Þorsteinsson, Goð- heimum 22, simi 32060. Sigurður Waage Laugarásvegi 73, simi 34527, Stefán Bjarnason, Hajðar- garði 54, simi 37392. Magnús Þórarinsson, Álfheimum 48j,simi 37407. Húsgagnaverzlun’Guð- mundar Skeifunni 15, simi 82898 og Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar. Minningarkort Félags ein- stæðra foreldra fást I bókabúð Blöndals, Vestur- veri, I skrifstofunni, Traöarkots- sundi 6, i Bókabúð Olivers, Hafnarfirði og hjá stjórnarmönn- um FEF: Jóhönnu s. 14017, Þóru s. 15072, Bergþóru s. 71009, Haf- steini s. 42741, Páli s. 81510, Ingi- björgu s. 27441 og Margréti s. 42724. o □AG | D □ J =0 > * o DAG I — I é t ’7V’'// A i A Á i //■ ////'' a WR y'/'R n w M: E a 4 ■yr- R & 'ý/ ///■'/,“'ív, S m ám. R vi' R 20. Dh6! — gxh5 21. Bxe4 — dxe4 22. e6 — f6 23. Rg3 — Hf7 24. exf7+ — Kxf7 25. Bxf6 — Bxf6 26. Hfl og svartur gaf Spurt og svarað í útvarpinu í kvöld ki 19.35 Getur karlmað- ur orðið kven- réttindakona Nú er nýr stjórnandi tekinn við þættinum Spurt og svarað i útvarpinu. Það er Svala Valdi- marsdóttir, sem vinnur hjá dag- skrárdeiid útvarpsins. Hingað til hefur þessi þáttur eingöngu verið I sumardag- skránni, en nú stendur jafnvel til að halda honum áfram i vetur og flytja hann þá aftar á kvöldið. I kvöld er meðal annars spurt um veiðireglur og leyfi i sam- bandi við lax- og silungsveiði. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri mun fræða hlustendur nokkuð um þau mál. Eins er fjallað um þroska- þjálfun og þann skóla, sem nú er starfandi fyrir þroskaþjálfara. Það er Björn Gestsson for- stöðumaður, sem leitað er til til að • fá upplýsingar um þann liö. Einn spyr hvenær skipta eigi rababararótum á haustin, og forstöðumaður grasagarösins i Laugardal fræðir hlustendur um það. Þá spyr karlmaður að þvi, hvort hann geti gengið I kven- réttindasamband Islands, og þó það sé Ijótt að segja frá þvi svona fyrirfram, þá getur hann það. —JB UTVARP FÖSTUDAGUR 6. september 14.30 Siðdegissagan: „Smið- urinn mikli" eftir Krist- mann Guðmundsson Höf- undur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Sjónvarp í kvöld: Kapp med forsjá kl. 21.15 Hleypa for stjóranum ekki inn Kapp með forsjá ætti að verða allspennandi augnbarningur i kvöld. Þar kynnumst við fyrst verksmiðju, þar sem verka- mennirnir eru fullir óánægju og hafa lagt niður vinnu án þess þó að vera i opinberu verkfalli. Svo sýður upp úr hjá fram- kvæmdastjóranum, er verka- mennirnir loka hliðinu að verk- smiöjunni eitt sinn og neita að hleypa honum eitt né neitt. Þá er hringt á lögregluna, en hún á I vök að verjast, þar sem hún verður aö gæta fyllsta hlut- leysis. Nú hitnar þó fyrst i kolunum og tekið er að grýta bil for- stjórans. Nú er viðlagasveitin ómissandi komin á vettvang, og viö fáum að kynnast þvi, hvernig tekst að leysa deiluna á farsælan hátt. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.