Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 6. september 1974. 3 LAÐAR AÐ Merki Rafmagnsveitunnar. sem fékk verölaun. Þaö er sama hvort viöurkenning kemur frá gestum eöa þvi opinbera þeir kunna aö meta hvort tveggja á Hótel Esju. Prisma gerði vegna bilasýning- arinnar i fyrra. Eru það hvltir stafir á dökkbláum grunni með nöfnum bflategundanna, sem P. Stefánsson selur, og siðan er nafn fyrirtækisins með svörtum stöfum á hvitum grunni: Einnig fékk fyrirtækið viðurkenningu fyr-ir merkið framan á húsinu, en Leylandverksmiðjurnar hafa samræmt merki i þeim löndum, þar sem bilar þeirra eru seldir. „Merkið okkar er Adamsnafnið og epli, og við erum auðvitað mjög ánægðir með viðurkenning- arskjalið, sem við fengum frá Fegrunarnefnd Reykjavikur,” sagði Grétar Franklinsson, eig- andi tizkuverzlunarinnar Adams Laugavegi 47. Grétar sagðl, að þeir hefðu fengið viðurkenningú i fyrra fyrir gluggaútstillingar og að það hlyti að vera aðalatriðið að hafa samræmingu á útliti búðar- innar i heild, enda væri það þá til þess að laða fólk til þess að lita inn. Það var auglýsingastofa Kristinar, sem hannaði nafnið og merkið, en Arkó réð útliti hússins, litavali og uppsetningu. Fulltrúar Félags islenzkra teiknara, Hilmar Sigurðsson, Sigurður örn Brynjólfsson og Guöjón Eggertsson völdu vegg- merkingarnar. —EVI— Fyrstu nauð- ungarupp- boðin eftir gos Mikill fjöldi nauöungarupp- boöa á húseignum I Vestmanna- eyjum vekur athygli lesenda Lögbirtingablaösins nr. 64. „Þær eru aöeins til vitnis um þaö, aöi starfsemi skrifstofu minnar sé aö færast I eölilegt horf eftir það rask, sem varö viö gosiö,” sagöi bæjarfógetinn i Vestmannaeyjum, þegar Vlsir haföi tal af honum i morgun. „Þetta eru fyrstu auglýs- ingarnar um nauöungaruppboö, sem birtast eftir gos,” sagöi bæjarfógetinn ennfremur. „Raunverulega safn mála, sem embættiö hefur loks getaö snúiö sér aö.” Og þegar auglýsingarnar eru lesnar má sjá, aö þetta eru mis- jafnlega gömul mál og misjafn- lega stórar fjárupphæöir I veöi, eins og gengur. Allt eru þaö heil hús, sem eiga aö fara undir hamarinn. Viö- lagasjóöur hefur hinsvegar tekið aö sér aö greiöa þau skuldabréf, sem hvfldu á hús- um, sem fóru undir hraun. —ÞJM Þau Erna Finnsdóttir og Geir Hallgrlmsson á heimili slnu viö Dyngjuveg 6. „Ég er afmunstraður ór eldhúsinu" Geir Hallgrímsson og Erna Finnsdóttir heimsótt „Maður kemst eigin- lega ekki hjá því að taka þátt í stjórnmálum á vissan hátt, þó að ég per- sónulega vildi ekki vera í þeim", segir Erna Finns- dóttir, kona Geirs Hall- grímssonar forsætisráð- herra, er við röbbuðum við hjónin á heimili þeirra við Ðyngjuveg 6. Þau eiga 4 börn, Hallgrim sem nemur lögfræði, Kristinu bókasafnsfræðing, Finn, sem lærir viðskiptafræði og Aslaugu menntaskólanema, og svo eiga þau 2 barnabörn. „Ég hef ekkert unnið utan heimilis, enda hefur.verið nóg að gera, en ég gæti hugsað mér, að ef ég færi að vinna, myndi ég vilja starfa á bókasafni eða aö fara að læra bókasafnsfræði”, segir Erna, en hún og Geir áttu 30 ára stúdentsafmæli i vor. Þau Geir og Erna fara mikið i leikhús og á tónleika, en finnst bezt að vera heima. Geir les gjarnan spennandi leynilög- reglusögur t.d. eftir Agöthu Christie, svona til þess að hvfla sig á stjórnmálaskýrslum. Þau eru ekki mikið fyrir iþróttir þó að Geir fái sér sundsprett við og við, en Erna segist fá nóga leik- fimi við húsverkin og við að reyta arfa i garðinum og hlaupa á eftir sláttuvélinni. En báðum þykir gaman að renna fyrir lax. Geir grillar stundum á svöl- unum og segist vera afbragðs- góður við það. „En ég er af- munstraður úr eldhúsinu, konan min segir, að ég sé allt of lengi að vaska upp, en þaö er auð- vitað af þvi að ég er svona vandvirkur”, segir Geir. Honum finnst bezt litið steikt nautasteik en Ernu finnst bezt soðin ýsa með hörðu smjöri. Ekki þarf þó að elda sinn hvern réttinn svo að báöum liki, svo framarlega sem Erna fær sina steik vel steikta. —EVI— Menn sœkio í Höfnum í lóðir — út af Keflavíkursjónvarpinu segja sumir, í gamni og alvöru Talsverö eftirspurn viröist nú vera orðin eftir ibúöarhúsnæöi I Höfnum enda eru lóöir þar mjög ódýrar, aö sögn hreppstjórans, Hinriks ivarssonar. Sumir hafa þó sagt, aö þaö sé amerlska sjón- varpiö sem heillar menn til þess aö flytja sig yfir. „Þaö hefur verið sagt svona bæði I gamni og alvöru”, sagði Hinrik. „Einn kom hingað til min um daginn og sagði: „Nú verð ég bara að kaupa mér jörð hérna og fá mér litsjónvarp”. En staö- reyndin er sú, að við sjáum Kefla- vlkursjónvarpið miklu betur en áður. Við sjáum það alveg sér- lega vel núna eftir breytinguna. Það voru öðru hverju draugar á Lawton í fangelsi Tommy Lawton, einn af fræg- ustu knattspyrnumönnum Eng- lands gegnum árin, en hann lék 23 landsieiki á tlmabilinu 1939 til 1949, var i gær fangelsaður i Nottingham fyrir aö hafa svikiö út 20 sterlingspund. Fangelsis- dómurinn hljóöaöi upp á átta daga. TOMMY Lawton, sem geröi garðinn frægan hjá Chelsea, og er enn af mörgum Englendingum talinn bezti miöherji, sem nokkru sinni hefur leikiö I enskri knatt- spyrnu hefur átt i miklum erfiö- leikum undanfarin ár. t réttinum i Nottingham I gær kom fram, aö hinn 54 ára Lawton heföi 27 sinn- um komið fyrir rétt á siöasta ári. skerminum áður, en nú eru þeir alveg horfnir.” En ekki vildi Hinrik segja að þetta væri eingöngu ástæðan fyrir þvi, að fólk væri farið að sækja I Hafnir. Hann kvaöst vita til þess, að þó nokkrir hefðu sótt um lóðir, en framkvæmdir væru aðeins hafnar á tveimur lóðum. Fyrir utan ódýrar lóðir, er ágætis frystihús á staðnum, mikiö söltunarhús, og þá hefur verið keyptur togari, sem leggst aö visu að i Keflavik, en fiskurinn er fluttur. Þá er flugvöllurinn i nánd, en menn I hreppnum hafa viss réttindi varðandi vinnu þar. —EA \\ ^ ít v/ f. mm : SPARAR P. STEFANSSON HF.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.