Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Föstudagur 6. septeitlber 1974. —168. tbl. SÆKJAST EFTIR LÓÐUM í HÖFNUNUM - (ÞAR NÆST VALLARSJÓNVARPIÐ) „Afmunstnður úr eldhúsinu" - forsœtisráðherra heimsóttur — bls. 3 m Fyrstu nauðungar- uppboðin eftir gos — bls. 3 Fó 42 þús. krónur hver fyrir að sigra ísland! — og 15 þúsund fyrir hvert mark —ÍÞRÓTTIR— • Forester missir ekki veiði- heimild — sjá baksfðu • KEISARINN ER ÞJÓFUR — sjá bls. 5 MENGUN DREPUR FUGL Björn Jóhannesson og Ólafur Ásmundsson sýna okkur dauöa æöarfuglinn — Ljósm. Bj. Bj. Ljósa rákinn á sjónum, sem nær langleiöina út i Viðey. „Við finnum töluvert af dauðum æðarfugli hérna í fjörunni/ sérstaklega þó núna upp á síðkastið," segir ólafur Ásmundsson sem vinnur i Sundahöfn- inni við brotajárnið hjá Sindra, um leið og hann sýnir okkur dauðan æðar- fugl. Þeir vita ekki hvers lags óþverri er á fuglunum, en þennan fugl, sem þeir sýndu okkur, hirtu þeir i gær hálfdauðan, reyndu aö þvo honum og létu hann vera inni á kaffistofunni i nótt, en hann var dauður i morgun, þegar þeir komu til vinnu. Sindraverkamennirnir benda okkur á hvita rák á sjónum þarna skammt frá, en hún oær langleið- ina út i Viðey. „Ætli þetta sé ekki mengunin, sem drepur fugl- inn” segja þeir. Við ræddum við Hjálmar Bárðarson siglingamálastjóra. Honum var ekki kunnugt um málið, en ætlaði þegar aö láta rannsaka það. Þeirri rannsókn var ekki lokið.þegar blaöiö fór i prentun. —EVI— Bandaríkjamenn sem vinna hjó sömu stofnun, á sama stað, að sömu verkefnum: HITTUST FYRST í REYKJAVÍK í MORGUN „Þetta er I fyrsta sinn, sem viö hittumst, þótt viö vinnum hjá sömu stofnun hersins, á sömu slóöum og aö svipuöum verkefnum”, sagöi einn flug- mannanna á bandarisku segul- mælingavélinni, þá staddur um borö i rannsóknarskipinu „Wyman” I morgun. Hann var þá ásamt sam- starfsmönnum sinum úr flug- vélinni i kaffi um borð i skipinu, i óða önn við að heilsa skip- stjóranum og visindamannin- um, sem stjórnar skips- leiðangrinum, Stanley Worchel. Þeir skipsfélagar höfðu sömu sögu að segja. Þeir höfðu aldrei hitt flugmennina áður. Þó eru þessir tveir aðilar búnir að vinna að mælingum og rannsóknum við landið I nokkra daga. Kannski engin furða, þótt þeir hafi ekki hitzt fyrr. Sjómælinga- stofnun bandariska flotans er engin smásmiði heldur hefur hún mörg skip og fjölda flugvéla á sinum snærum, ásamt þúsundum starfsmanna um allan heim. Verkefni flugvélarinnar hér við land er fyrst og fremst segulmælingar, en meö könnun- um á segulsviöshreyfingum mun vera hægt að komast aö gagnlegri niðurstöðum en áður um landrek og hreyfingar jarð- skorpunnar. Svo hafa þeir gert sér það til dundurs inni á milli að finna sokkin skip. Hlutverk „Wyman”, hins 2500 tonna rannsóknarskips, er svipaðs eðlis. Það framkvæmir einnig mörg önnur sjávar- mælingaverkefni.Hér við Island verður það i tiu daga i viöbót, en siglir slöan til Bandarikjanna, þar sem þaö fer i klössun, sem tekur u.þ.b. eitt ár. 1 spjalli við Visi i morgun sagöi stjórnandi skipsins, visindamaöurinn Stanley Worchel, að islenzkir kollegar hans væru mjörg hrifnir af flugvélarinnar, og teldu sig hafa þessum mælingum skipsins og mikiö gagn af þeim. -ÓH Vinna allir viö þaö sama — en voru aö hittast i fyrsta sinn I Reykjavikurhöfn I morgun. Lengst tii vinstri er skipstjórinn á „Wyman”, þá visindamaöurinn Worchel og flugmennirnir þrir.' Þeir dvelja aö jafnaöi 10 tima i loftinu I einu. Ljósm. VIsis: GB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.