Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 6. september 1974. visir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjörn: Askriftargjald 600 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. lausasölu 35 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Erfið lækning Um þessar mundir er islenzka þjóðfélagið eins og áfengissjúklingur i þurrkvi. Hinar efnahags- legu björgunaraðgerðir stjórnvalda reyna mjög á þolrifin i mönnum. Og enn er ekki séð fyrir enda lækningarinnar, þvi að freistingarnar sækja hart að þeim aðilum, sem hafa aðstöðu til að spilla fyrir afturbatanum. Hinir erfiðu dagar læknisaðgerðanna eru rétt að byrja. Gengið hefur verið lækkað. Og sölu- skattur og bensinverð er um það bil að hækka. Ýmsar aðrar nauðsynlegar læknisaðgerðir biða fram yfir viðræður rikisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðsins um ástand sjúklingsins. Endurreisnin er sársaukafull, þegar þjóðin hefur lifað um efni fram og allir sjóðir orðnir tómir og stórskuldugir að auki. Þessi endurreisn kemur niður á lifskjörum hvers einasta ís- lendings. Þetta erfiða ástand á enn eftir að versna, áður en það byrjar að batna aftur. Lækningin er þungbær og á eftir að verða enn þungbærari. En hún er skárri kostur en stöðvun mikilvægra greina atvinnulifsins og viðtækt at- vinnuleysi, sem hvort tveggja var i uppsiglingu, þegar lækningin hófst. Það er betra að horfast i augu við sársaukafullan raunveruleikann en fljóta sofandi að feigðarósi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir þjóð- félagsins hafa misjafna aðstöðu til að bera byrðar lækningarinnar. Þess vegna hefur rikis- stjórnin ákveðið að létta láglaunafólki og lif- eyrisþegum þessar byrðar. Eru nú hafnar viðræður hennar við aðila vinnumarkaðsins um, hvernig þetta megi gerast. Vinnufriður er ennþá ótryggur, svo að enn er ekki hægt að spá, hvort lækningin tekst. En verði friður, má gera ráð fyrir, að ástandið fari fljót- lega að batna. Atvinnulifið fer þá fljótlega að styrkjast og lifskjörin byrja að batna á nýjan leik strax i kjölfarið. Þannig er unnt að kæfa kreppuna i fæðingunni, ef þjóðin hefur þol til að taka á sig timabundnar byrðar. En það er vissulega ekkert gamanmál fyrir fólk að sjá allt verðlag vöru og þjónustu hækka án þess að fá það bætt i auknum tekjum. Þess vegna mun reyna mjög á þolrif þjóðarinnar næstu vikur og mánuði. Efnahagssérfræðingar fyrrverandi og núverandi rikisstjórnar eru sammála um sjúk- dómsgreininguna og læknisráðin. Leiðtogar stjórnmálanna, hvar i flokki sem þeir standa, hafa áttað sig á ástandinu. Það sést bezt af þvi, að vinstri flokkarnir höfðu i sinum viðræðum um stjórnarmyndun fallizt á nokkurn veginn sömu læknisráð og nú er verið að beita. Við eigum þvi að sameinast um að láta lækninguna takast, þrátt fyrir allar freistingar. Með endurreisn efnahagslifsins leggjum við grundvöll að nýrri sókn til öryggis og auðlegðar i framtiðinni. Þótt efnahagslifið sé sjúkt um þessar mundir, er það að eðlisfari heilsugott. Það hefur áður komizt i hann krappan, en jafnan rétt við aftur, stundum á löngum tima og stundum á skömmum tima. I þetta sinn benda flest sólarmerki til þess, að batinn geti orðið skjótur. —JK Bretar eru byrjaðir kosningabaráttuna Bretar búa sig undir aðrar kosningar á sama árinu i tilraun sinni til þess að koma á styrkri I rikisstjórn, er gæti leitt land og þjóð yfir ein- hvern erfiðasta hjallann |i allri efnahagssögu I landsins. ’ Harold Wilson hefur | setið i forsæti minni- I hlutastjórnar Verka- mannaflokksins i hálft • ár eftir kosningarnar I siðasta vetur, en að þvi er hann sjálfur segir, ‘ hefur stjórnin staðið of I völtum fótum til þess að , fá i rauninni nokkru þýðingarmiklu til leiðar 1 komið. Menn eiga þess l von núna hvern daginn, að hann boði kosningar i október i von sinni um I að fá starfhæfan meiri- ihluta í neðri mál- stofunni, þar 'sem eru '635 þingmenn. Þrátt fyrir að ýmsum spurningum varðandi tengsl Bretlands við Efnahagsbanda- lagiö er enn ósvarað, þá munu Bretar fyrst og fremst lita i eigin barm varðandi þetta atriði i kosn- ingabaráttunni. Hafa þeir þungar áhyggjur af þvi, hvernig pundið i buddu þeirra rýrnar stöðugt, meðan verðlag á öllum nauð- synjum þýtur upp úr öllu valdi. Kjósendur eru þó ekkert ýkja hrifnir af þvi að þurfa að kjósa svona fljótt aftur og eru orðnir vondaufir um, að gamla flokka- kerfið og þessi vel kunnu andlit I stjórnmálaheiminum séu fær um að leysa þann alvarlega vanda, sem að þjóðinni steðjar. Þetta verða fimmtu kosningarn. ar, sem Wilson heyr sem leiðtogi Verkamannaflokksins, þær fjórðu, þar sem Edward Heath fer fyrir Ihaldsflokknum, og þriðju, sem Frjálslyndi flokk- urinn teflir Jeremy Thorpe fram fyrir skjöldu. — Enginn þeirra vekur nú lengur neinn sérstakan eldmóð hjá kjósendum sinum og þaðan af siður nokkurt ofur- traust. Kjósendur i Bretlandi eru farnir að efast um, að hin gamalkunnu andlit úr stjórnmálaheiminum séu fær um að leysa vandann og leiða þjóð og Iand út úr efna- hagsön gþveitinu — Hér eru Ieið- togar flokkanna þriggja: Til vinstri Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins og nú- verandi forsætisráðherra. — Að neðan Jeremy Thorpe, for- maður Frjálslynda flokksins, sem jók mjög fylgi sitt I síðustu kosningu — Til hægri er Edward Heath, leiðtogi thaldsmanna og fyrrum forsætisráðherra. Illlllllllll En ,þó mörgum kjósandanum finnist hann hafi heyrt þetta allt saman tuggið upp áðúr gera samt sem áður flestir sér grein fyrir þvi, að kosningarnar að þessu sinni gætu haft hinar af- drifarikustu afleiðingar fyrir framtið tveggja flokka kerfisins og jafnvel fyrir þingræði lands- ins. Verðbólgan, sem flæðir yfir Bretlandseyjar, er ekkert sérein- kenni Bretlands, eins og við Islendingar ættum að kannast mæta vel við. Jafnvel iðnaðar- risar á borð við Bandarikin, Japan og Ástraliu hafa fengið að kenna á henni. En efnahagsvand- ræði Bretlands sýnast að þessu sinni alvarlegri en fólk hefur þar þurft að horfa fram á i mörg ár. Það virðist nánast sama til hverrar áttar er horft. Alls staðar má sjá hættumerkin um að efna- hagskeppan eigi eftir að versna til muna, ef verðbólguskrúfan verður ekki stöðvuð. — Vegna hækkandi verðlags á oliu og erfiðrar afkomu hefur lifskjörum almennings hrakað mjög i Bret- landi. Þegar menn i komandi kosn- ingum horfa yfir efnahag sinn blasir m.a. viö: 18% hækkun á al- mennu verðlagi, halli á viðskipta- jöfnuði við útlönd um 4.000 milljónir sterlingspunda á þessu ári, tala atvinnulausra farin að nálgast iskyggilega milljónina, viðskiptatraust út á við nánast i núlli, verðbréfamarkaðurinn hruninn meira en hann gerði i kreppunni miklu upp úr 1930, og fjárfestingaráætlanir stórra fyrirtækja komnar flestar I öng- þveiti. Þegar svona árar er eðlilegt, að menn leggi eyrun við boðskap öfgaaflanna jafnt frá hægri sem vinstri. Sumir vinstri leiðtogarnir krefjast endurskipulagningar á hinu kapitaliska þjóðfélagi, sem „arðrænir” verkamanninn, en á meöan bjóða róttækir hægri menn fram þjónustu sina til að aðstoða stjórnvöld gegn verkföllum með þvi að styðja verkfallsbrot. Stjórn Verkamannaflokksins og stuðningsmenn hennar kalla það móðursýki, hvernig efnahags- ástandi landsins hefur verið lýst. Halda þeir þvi fram að fjölmiðl- ar séu hlutdrægir i lýsingum sinum og máli hlutina alltof dökkum litum. Wilson forsætisráðherra, Michael Foot atvinnumálaráð herra og Denis Healey fjármála- ráðherra segja, að Bretland geti auðveldlega rétt við og öðlazt stöðugt efnahagslegt jafnvægi með þvi að halda hugarró sinni og flana ekki að neinu. Þeir benda á, að þegar á árinu 1976 fari olian að streyma úr Norðursjó inn á Bretlands- strendur, sem muni gera meira en borga upp skuldirnar, sem hlaðast núna á þessum erfiðleika- timum. Wilson er bjartsýnn á, að Verkamannaflokkurinn muni fara létt með að vinna þessar kosningar vegna þess, sem hann fékk áorkað á stjórnartimanum. Þá á hann við, að bundinn var endi á verkfall námamanna, sem olli miklum skaða á efnahag landsmanna. Og siðan hefur haldizt nokkurn veginn friður á vinnumarkaðnum, ellilifeyrir hefur verið hækkaður, bætt stéttarfélagslöggjöfin og teknar upp niðurgreiðslur á matvörum til að halda verðlagi niðri. 1 stjórnarandstöðunni heldur Ihaldsflokkurinn þvi fram, að Wilson vilji efna til kosninganna núna vegna þess að efnahags- ástandið muni verða enn alvar- legra á næsta ári, og að hann ætti engan möguleika á sigri i kosn- ingum eftir haustið. Þeir lýsa Verkamannaflokkn- um sem algerlega á valdi vinstri aflanna i verkalýðshreyfingunni og að hann reyni ekkert til að hamla gegn misnotkun verkfalla og þess afls, sem verkalýðs- hreyfingin ræður yfir. Kosningabaráttan þykir vera i rauninni hafin — svona óopinber- lega — og ber þar hæst svimandi verðbólguna og ráð við henni. Umsjón: G.P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.