Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 06.09.1974, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 6. september 1974. Visir. Föstudagur 6. september 1974. Umsjón: Hallúr Símonarson íslandsmótið í körfuknattleik: Enginn tilkynnir þótttöku í mótið! Ekki er nema rétt mánuður þar til körfuknattleiksvertiðin hefst af fullum krafti — þ.e.a.s. ef ein- hver félög senda þá liö til keppni i vetur. Gylfi Kristjánsson, formaður mótanefndar KKl, sagöi, er við spjölluðum við hann i gær, að íþróttaþing um helgino tþróttaþing tþróttasambánds tslands veröur haldið I Reykjavik dagana 7. — 8. sept. n.k. I húsa- kynnum Slysavarnafélags Is- lands við Grandagarð og hefst kl. 2 e.h. laugardaginn 7. sept. öllum félögum sem tóku þátt i Is- landsmótinu i fyrra og nokkrum þar fyrir utan, hafi verið send bréf fyrir nokkrum vikum, og þau beöin um að tilkynna þá flokka sem þau ætluðu að senda i Is- landsmótið. ,,í bréfinu stóð að fresturinn væri til 10. september en nú.þegar kominn er 5. september og aðeins 5 dagar eftir, hefur ekkert félag tilkynnt þátttöku i íslands- mótinu. Við vitum um nokkur sem eru að senda svar i dag eða á morgun, en það er ákveðið mál, að þau félög, sem ekki senda þátt- tökutilkynningar fyrir lO.septem- ber, verða ekki með i vetur. Það á eftir að fá hús, raða niður leikjum og gera leikskrá, og það er ekki endaíaust hægt að biða Tugþrautarkeppnin byrjuð ó EM í Róm! Fridagur var á Evrópumeist- aramótinu I Róm i gær, en I dag verður tekið til við keppnina á ný og þá keppt I mörgum skemmti- legum greinum, Meðal annars hófst keppnin I morgun kl. sjö eftir islenzkum tima i tugþraut- inni. Þar er Stefán Hallgrimsson meðal keppenda og fyrsta greinin i tugþrautinni var 100 m hlaup. Klukkan átta hófst svo keppni i langstökki tugþrautarinnar — en kl. 9:30 keppnin i kúluvarpi þrautarinnar. Hástökkið hefst I. dag kl. 3:50 og siðasta greinin i dag i tugþrautinni, 400 metra hlaupið kl. 7:20. Keppt verður til úrslita I nokkrum greinum i dag — stangarstökki, kúluvarpi karla, kringlukasti kvenna, 200 metra hlaupi karla og 200 metra hlaupi kvenna. Auk þess verður for- keppni I sleggjukasti, hástökki kvenna, riðlakeppni i 100 m grindahlaupi kvenna 1500 metra hlaupi karla og 5000 metra hlaupi karla. SOLI 7 Siðasta opna golfkeppnin á Hvaleyrarvellinum I Hafnarfirði á þessu sumri — Ron Rico keppn- in — fer fram um næstu helgi. Þetta er 36 holu keppni og hefst hún á laugardaginn kl. 9 fyrir há- degi og siöan haldið áfram daginn eftir. Mikil þátttaka hefur venju- lega verið i þessari keppni Hafn- firðinga — oft hátt á annað hundrað manns — og má búast við að þannig verði það um þessa helgi, þvi fyrir utan að vera stórt opið mót, gefur það stig til lands- liös GSt, og verða þvi margir af beztu golfleikurum landsins meðal keppenda. Báðar þessar myndir eru teknar á golfvellinum á Hvaleyrarholti, en siðasta opna mótið þar á þessu sumri fer fram um næstu helgi.. Ljós- myndir MHH. eftir að félögin sendi inn til- kynningar um að þau ætli að vera með, enda er ekki nema rúmlega mánuður I fyrstu leikina” —klp— Norður-Kórea sœkir ó! Skipting verðiauna eftir fjórða keppnisdaginn á Asiuleikunum i Teheran var þannig — en I gær hafði verið lokið við að keppa i 67 greinum. G S B Japan 34 15 18 N-Kórea 13 8 5 Kina 7 18 8 íran 7 16 5 S-Kórea 5 4 8 Burma 122 Filippsey- 0 16 Thailand 0 14 Singapore 0 13 Indland 0 10 trak 0 0 4 tsrael 0 0 2 Pakistan 0 0 1 Mongólia 0 0 1 ÍBK til Júgó- slovíu 17. sept. — enn eru örfó sœti laus í hópferðina Keflvikingar halda til Evrópu- keppni meistaraliða I knattspyrn unni hinn 17. þessa mánaöar — og leika báða leiki sina i Júgóslviu við júgóslafnesku meistarana Hadjuk Split. Borgin Split er við Adriahafið — á einum fegursta og eftirsóttasta stað Júgóslaviu. IBK efnir til hópferðar i sam- bandi við leikina — hefur tekið flugvél á leigu hjá Sunnu i þvi sambandi. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir i feröina — og eftir- spurn mikil. Lagt verður af stað 17. september og komið heim aftur 30. september. Flugferðin, hótel og matur (morgun- og ein máltið að auki) kostar milli 32 — 33 þúsund á mann, svo hér er um kostakjör að ræða. Nánari upp- lýsingar um ferðina gefa Haf- steinn Guðmundsson, formaður IBK, og Zakarias Hjartarson, for- maður Sportmanna i Keflavik. West Ham kaupir Hinn nýi framkvæmdastjóri West Ham, John Lyall, keypti tvo nýja leikmenn nú I vikunni. Fyrst Billy Jennings frá 3. deildarliöinu Watford (borg I norðurjaðri Lundúna) fyrir 110 þúsund sterlingspund og siðan Keith Rob- son frá Newcastle fyrir 40 þúsund pund. Jennings er ungur leikmaður — var einn af markhæstu leikmönn- um 3. deildar á siðasta keppnis- timabili. West Ham sigraði i kapphlaupinu um leikmanninn — bauð mun betur en önnur félög t.d. Portsmouth, sem bauð Wat- ford 60 þúsund pund. Annar leik- maður, sem bar Jenningsnafn, lék eitt sinn með Watford áöur en Tottenham keypti hann — sá markvörðurinn, sem nú er talinn beztur á Bretlandseyjum, Pat Jennings. Landsliðsþjálfarinn Tony Knapp var eins og prestur að messa yfir söfnuði sinum þegar Bjarnleifur Ijósmyndari kom út á KR-völl I gærkvöldi, en þá var allur landsliðshópurinn á æfingu. A myndinni eru frá vinstri: GIsli Torfason, Þorsteinn Ólafsson, Atli Þór Héðinsson, Björn Lárusson, Matthias Hallgrimsson, Marteinn Geirsson, Guðgeir Leifsson, Magnús Guðmundsson, Jóhannes Eðvaidsson, Karl Hermannsson, Grétar Magnússon, Jón Pétursson,' Teitur Þórðarson, Asgeir Sigurvinsson og Ásgeir Eiiasson. Eirikur Þorsteinsson kom skömmu siðar en hann hafði verið á æfingu hjá Víking fyrr um kvöldið. Leikirnir eru of fáir og of margir dómaranna slakir! — Eru atriði af mörgum, sem að er í íslenzkri knattspyrnu, segir Jack Johnson, sem þjálfað hefur 1. deildar lið Akureyrar í sumar. „tslenzk knattspyrna hefur tekið miklum framförum að undanförnu, og með tilkomu erlendu þjálfaranna má greinilega sjá atvinnumannablæ á henni, enda æfa þau lið, sem þeir stjórna, nánast eins og atvinnumanna- liðin gera erlendis. Þessar framfarir má glögt sjá með þvi að horfa á islenzku dómarana. Þeir standa gjörsamlega I stað og hafa eng- um framförum tekið, enda æfa þeir sig ekkertog hafa engan hug á að fylgjast með. Ofan á þetta bætist, að þeir eru svo ósjálfstæðir i gjörðum sinum, að þeir dæma nær eingöngu eftir hrópum og köllum leikmanna. Ég er mjög óánægður með þá flesta, ef ekki alla, enda höfum við Akureyringar orðið verulega fyrir barðinu á þeim i sumar og stórtapað á þeim hvað eftir annað. Þessum mönnum er hægt að lýsa með einni setningu, sem knattspyrnu- unnendur skilja, eftir að hafa séð til þeirra i sumar..„Þeir hafa stór eyru en litil augu”. Þannig komst hinn danski þjálfari Akureyringa, Jack Johnson að orði, er undirritaður ræddi við hann á Akur- eyri um siðustu helgi. Og eins og glöggt má sjá hér að framan, var hann engu minna hrifinn af islenzku dómur- unúm en kollegar hans hjá öðrum lið- um hér. Johnson, sem rekur endurhæfinga- stöð fyrir fatlaða og fólk, sem vill halda sér i góöri likamsæfingu, i Odense i Danmörku, lék fjórum sinn- um i landsliði Dana og var um skeið hálf-atvinnumaður hjá skozka liðinu FC Dundee. Hér hefur hann dvalið siðan i vor og verið mjög vel liðinn af leikmönnum Akureyrar og öðrum, sem hafa kynnzt honum. — Hvernig hefur þér svó likað dvölin hér? „Mjög vel enda er ekki annað hægt, þegar maður er inn um svona vingjarnlegt fólk og hér á Akureyri. Strákarnir hafa lika staðið sig með sóma, æft vel og vandlega, en ekki fengið það út, sem þeir áttu skilið. Þeir leika betri knattspyrnu en tvö eða þrjú önnur lið i 1. deild, sem öll hafá fengið fleir stig en þau áttu skilið að fá miðað við getu og þá knatt- spyrnu, sem þau hafa sýnt. Það nær heldur ekki nokkurri átt, að lið eins og Akureyrarliðið skuli ekki fá að leika nema 17 eða 18 leiki yfir allt sumarið, og er brýn nauðsyn hjá ykkur að fjölga liðum i 1. deild eða breyta keppnisfyrirkomulaginu þannig, að liðin fái fleiri leiki. Leikmennirnir æfa 5 til 6 sinnum i viku frá þvi snemma vors og langt fram á haust, fyrir utan vetrar- æfingar, og eftir allt þetta erfiði fá þeir aðeins örfáa leiki til að spreyta sig á. Finnst mér þvi ekkert undarlegt, þótt leikmennirnir verði bæði leiðir og svekktir á þessu. Að minu mati var Akranesliðið tvi- Jack Johnson — ekki ánægður. mælalaust bezta liðið hér á landi i sumar, og skil ég ekki þá ráðstöfun landsliðsnefndar að velja ekki fleiri menn úr þvi liði i landsliðið. Þar er að finna tvo af beztu knattspyrnumönn- um landsins, Karl Þórðarson og Jón Alfreðsson, en auk þeirra skarar Jóhannes Eðvaldsson, Val, fram úr öðrum leikmönnum hér. Annars er margt annað en dómara- málin, sem þarf að koma i betri farveg i knattspyrnunni hér. Reglureru ekki nógu ákveðnar og þær brotnar á alla vegu, ef þær eru fyrir einhverjum. Af þessu leiðir óþarfa kærumál og alls konar vandræði fyrir lið og leikmenn, eins og fram hefur komið, og þannig mun þetta halda áfram ár eftir ár, ef ekkert er gert I málunum annað en biða og sjá hvað setur.” -ey- Fá 15 þúsund kr. fyrir hvert mark á móti íslandi! — íslenzki atvinnumaðurinn i Belgíu, Ásgeir Sigurvinsson, segir, að Belgarnir muni gera allt, sem þeir geta til að vinna nógu stóran sigur á sunnudaginn. Belgisku landsliðsmennirnir sem leika gegn íslandi á sunnu- daginn, fá sem svarar 42 þúsund krónum islenzkum á mann, ef þeir sigra I leiknum, og fyrir hvert mark sem þeir skora fær hver maður 15 þúsund krónur. Þetta kom fram I viðtali, sem við áttum við Asgeir Sigurvinsson, sem leikur með bclgiska liðinu Standard Liege, skömmu fyrir æfingu hjá islenzka landsiiðinu á KR-veilinum i gærkvöldi, en Ás- geir var mættur þar tveim tím- um eftir að hann kom út úr flug- vélinni frá meginlandinu. „Þeir ætla sér að gera stóra hluti hérna á sunnudaginn, og tala um að ná sér I mikla peninga. Það hljóti að vera létt verk gegn áhugamönnum langt uppi á norðurhjara veraldar. Samt sitja enn i þeim leikirnir gegn Islandi I undankeppni heimsmeistarakeppninnar, þar sem þeim tókst ekki aö vinna meira en 4:0 eöa samtals 8:0 i tveim leikjum á heimavelli. Þetta sviður þeim sártenda segjast þeir hafa misst af þvi að komast i lokakeppninni i Vestur-Þýzka- land á leikjunum við Island. Þeir tala nú um að skora ekki færri en tiu mörk i leiknum á Stan Bowles á sölulista Stan Bowles, hinn skapmikli innherji hjá Lundúnaliðinu Queens Park Rangers, var i gær settur á sölulista hjá félaginu samkvæmt eigin ósk. QPR hefur sett upp 250 þúsund sterlingpund fyrir hann. Bowles sagði. „Það var af einkaástæðum, að ég fór fram á að verða settur á sölulista, og framkvæmdastjóri QPR, Gordon Jago, varð við þeirri bón minni”. Bowies, sem er 25 ára, lék með enska landsliðinu I vor, en hvarf eftir að hafa verið tekinn út af i einum leiknum. Mætti ekki i næsta leik gegn Skotum og var settur i leikbann með enska landsliöinu fyrir vikið. Hann hóf feril sinn hjá Manch. City, en vegna óreglu, einkum ,þó i sam- bandi við veðmáiastarfsemi, hvarf hann frá þvi félagi. Siðar sló hann I gegn með Carlisle og QPR keypti hann frá þvi félagi fyrir 115 þúsund sterlingspund, þrátt fyrir vafasama fortið leik- mannsins. sunnudaginn, minnugir úrslit- anna i undankeppninni. Liðið, sem þeir senda hingað, er mjög gott lið — þó ekki það sterkasta, enda a.m.k. þrir fastamenn i lið- inu meiddir, þar á meðal Lambert, sem er einn þeirra bezti maður. Um islenzka liðið veit ég litið, en ég held að það sé nokkuð gott. Ég hef ekki spilað með nema örfáum mönnum i liðinu fyrr, en ég vona að það komi ekki að sök og að okkur vegni vel i leiknum á sunnudaginn.” Ásgeir sagði okkur þær fréttir af sjálfum sér, að hann væri búinn að leika fjóra leiki i deildinni með Standard Liege, og væri hann orðinn fastur maður i liðinu, og léki sem tengiliöur. Hann sagði, að þeim heföi ekki vegnað vel i byrjuninni — þeir væru komnir með 3 stig út úr þessum fjórum leikjum, en næsti leikur þeirra væri við efsta liðið i deildinni, Racing White, á miðvikudagskvöldið. Ekki sagðist hann hafa skorað nema eitt mark i þessum þremur leikjum, og hefði það verið i þeim fyrsta, en það hefði jafnframt verið fyrsta mark Standard i 1. deildinni i ár. -klp- Badminton Vetrarstarf Badmintondeildar Vals hefst um miðjan september. Æfingatimar verða leigðir út þriðjudags og miövikudagskvöld, 10.og ll. seDt kl. 8.30-10 á skrif- stofu Vals. Þeir, sem hófðu velli á leigu i fyrra og vilja halda þeim áfram, þurfa að gera skil áofan- greindum timum, annars verða vellirnir leigðir öðrum. Stjórnin. Ásgeir Sigurvinsson var mættur á æfingu hjá landsliðinu tveim timum eftir að hann kom frá Belgiu og öslaði pollana á KR-vellinum ásamt hinum strákunum langt fram á kvöld. Ljósmynd Bj. Bj. ■ í B i O M M 1 0 í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.