Tíminn - 16.04.1966, Qupperneq 11

Tíminn - 16.04.1966, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 16. aprfl 1966 TÍMINN V VERÐIR LAGANNA 39 ar líða. Hann er fljótur að læra að nota nýjar kaupsýslu- venjur í sína þágu, og einkum hefur þess gætt í sölu bfla með afborgunarskilmálum, sem nú tíðkast í flestum lönd- um. Ungur Englendingur, MelviHe að nafni, tók að stela bfl- um í stórum stfl, og það tók Alþjóðalögregluna og lög- reglulið sjö landa sextán mánuði að hafa hendur í hári hans. í ágúst 1958 var lýst eftir 27 ára gömlum Englendingi, Charles Melville, fæddum í Jórvík, að beiðni svissnesku lög- reglunnar. Hann hafði stolið Mercedes frá bílaleigu í Zurich. Fréttir bárust brátt af ferðum hans. í september stal hann öðrum Mercedes í Ghent og þrem dögum síðar þeim þriðja í Frankfurt. Aðferðin sem hann notaði var einföld. Hann tók bfla á leigu og seldi þá jafnharðan fyrir reiðufé. Til að vflla á sér heimildir notaði hann átta dulnefni og safn falsaðra ökuskirteina. Þótt búið væri að lýsa eftir honum, tókst honum að taka á leigu og koma í verð ellefu bílum í viðbót 1 Zurich, níu í ýmsum þýzkum borgum og tveim í Belgíu. Leikni hans var jafn ótrúleg og heppnin. Hvað eftir annað slapp hann fáum sekúndum áður en lögreglan kom á vettvang. Loksins var Melville handtekinn í París, en þá höfðu fjörutíu og tvö radíóskeyti um mál hans farið milli aðalstöðva Alþjóða- lögreglunnar og lögreglustjóranna í Zurich, Wiesbaden, París Róm, Brussel, Haag og London. Þorparar þessir hafa yndi af að reyna nýjar aðferðir til að féfletta almenning, en þar fyrir vanrækja þeir ekki gam- alreyndu brögðin sem gefið hafa af sér of fjár. Eitt slíkt, sem nú er mjög tíðkað á Filippseyjum, mun upprunnið í London og barst þaðan til Bandarikjanna. Nú kallast það „að tvöfalda eigur sínar.“ Þorparamir sem leggja þennan prett fyrir sig snúa sér oftast til heldra fólks, stórbraskara, samkvæmishetja eða valdagráðugra stjórnmálamanna. Kostirnir við að velja fórn- arlömbin úr þessum hópi liggja í augum uppi. í fyrsta lagi kýs fólk' af þessu tagi heldur að tapa stórfé en verða að athlægi fyrir trúgimi. f öðra lagi kæmi það upp um ágimd TOM TULLETT sína ef það kærði tjónið sem það verður fyrir. Þó ótrú- legt sé byggist bragðið á fyrirheiti um að tvöfalda pen- ingaeign manna í dularfullri vél. Þrír æfðir menn þurfa að vinna saman til að framkvæma svödn. Hvemig til tekst veltur mjög á tungulipurð þess sem lokkar fóraarlambið í gildrana með því að telja honum trú um að hann kunni aðferð til að græða stórfé með auðveldu móti. Aðalmaðurinn staðfestir þetta og kveðst hafa fundið upp rafmagnsvél sem geri nákvæmar eftirmyndir af peninga- seðlum með hjálp „leyniefna“. Láti fóraarlambið ekki enn sannfærast, krefst aðstoðarmaðurinn þess að snillingurinn sýni hvað hann getur. Þar með er verkið hafið. Að fómarlambinu ásjáandi tekur snillingurinn venjulega pappírsörk og sker af henni ræmu, nákvæmlega jafn breiða og eins peso seðil en tvöfalt lengri. Hann brýtur ræmuna vandlega saman í miðju, og breiðir svo úr henni á borð. Síðan tekur hann upp glas með „lejmivökva,“ lætur hann drjúpa í baðmull og bleytir allan pappírinn. Síðan tekur hann spánnýjan eins peso seðil, leggur hann á annan helm- ing pappírsræmunnar og brýtur hana svo saman utan um seðilinn. Svo tekur hann sívalan blýant, vefur samanbrotna pappírsræmuna með seðlinum innan í utan um hann og veltir vöndlinum eftir borðplötunni með trékubb í nokkrar mínútur Sýningunni lýkur með því að fórnarlambið fær að sjá eftir- mynd af seðlinum á skrifpappímum. Bófarnir segja honum að auðvitað sé eftirmyndin ekki fullkomin með þessu móti, til dæmis kemur fram spegilmynd á pappírnum. En þeir vildu aðeins sýna hverju leyniefnið gæti komið til leiðar, fram- leiðsla gallalausra seðla krefst auðvitað fullkomnari tækja. Fórnarlambið verður uppveðrað við þessa hreinskilni, og fyll ist löngun til að sjá undratækið starfa, en það er geymt í myrkraherbergi. í þeirri vistarveru er gráðugi fiskurinn látinn bíta ræki- lega á agnið. Haldin er fyrir hann önnur sýning, og nú er ekki farið að neinu með asa. Tækin eru einföld, skær ljós til að blinda fórnarlambið, rautt Ijós með aðeins litla glætu og sjálft „töfratækið,“ sém lætur peninga tvöfaldast. Slókkt er á skæru ljósunum og rauða Ijósið prófað, en aðstoðar- maðurinn setur viftu í gang fyrir framan nýopnað karbólsýru- glas. Stækur þefur „leynivökvans“ fyllir herbergið. Kveikt DANSAÐ ADRAUMUM L kapituli. Gillian Forster stanzaði á leið sinni yfir stóru flötina frá híbýl- um hjúkrunarkvennanna að aðal- dyrunum og horfði á umhverfið sem henni var orðið svo kært. , Veðraðir múrsteinsveggir gamla hússins með burstunum og smárúðóttu gluggunum glitruðu í júnísólinni. Torfumar voru smar- agðsgrænar og líktust flaueli, mosa vaxnir skilveggirnir voru þaktir blómum, fíngerðum bláklukkum og angandi fjólum og rósum. Smellir í krokketkúlum og óm- ur af mannamáli og hlátrasköll- um barst frá grasflötinni bak við stóra húsið þar sem afturbata sjúklingar -kemmtu sér við leik meðan þröstur söng í blómstrandi eplatré. Á milli trjánna sást glampa í ána sem bugðaðist yfir landareign Fagurvalla í átt að Sól vangi, sem lá þar skammt frá. Jinn fannst friðurinn himnesk- ur og hún dró djúpt andann. þakk lát fyrir að mega vinna og finna til ánægju í slíku umhverfi — alls- endis óvitandi þess. að grannur líkami hennar i ljósrauðum. mynstruðum kjól með hvíta svuntu og stífaðan kappa á gullbrúnu hár HERMINA BLACK inu gerði sitt til að auka fegurð umhverfisins. En þegar klukkan sló minntist hún þess, að nú var enginn tími til drauma og hún hraðaði sér af stað. Jill hafði mikinn áhuga á sögu og sú staðreynd að þetta undur- fagra, forna höfðingjasetur, sem nú var notað í svo góðum til- gangi væri ekki lengur eitt af hinum virðulegu heimilum Eng- lands, fyllti hana söknuði. í stríðinu hefði „Höllin“, eins og hún var enn kölluð í nágranna- þorpinu við ána, verið notuð sem heimili fyrir hermenn á batavegi, síðan hafði hún staðið auð um langt skeið unz eigandinn, sem hafði ekki lengur efni á að búa þar, hafði neyðst til að selja þetta heimili forfeðra sinna vegna hinn- ar þungu skattabyrði. Læknafélag nokkurt hafði keypt húsið og stofn að þar sjúkrahús og lækninga- stofu, þar sem einkum var fengizt við fótaaðgerðir. Jill hafði komiðv frá stóra kennslusjúkrahúsir.u í London þar sem hún hafði stundað nám. hún hafði verið treg til að skipta um umhverfi. en örvæntir.f'arfull og ákveðin > að lækna sjálfa sig af hjartasorginni, sem var farin að gera vinnuna óþolandi. Henni var farið að þykja jafn vænt um hjúkrunarstarfið hér og í sjúkra- húsinu, því að hún var fædd hjúkr unarkona en enn ekki tilbúin, og vinnan var meira en hálft líf hennar. Þannig hafði hún smám saman fundið hugarfré þrátt fyr- ir allt sálarstríðið í fyrstu. Guði sé lof að hún hafði haft kjark í sér til að snúa baki við því öllu! sagði hún við sjálfa sig núna, þegar hún hljóp upp tröpp- urnar og gekk inn í skuggsælt og svalt anddyrið. Hún sneri ti, vinstri og barði á lokaðar dyr. Viðkunnaleg rödd kallaði snögg- lega „kom inn“ og í næstu andrá stóð Jill frammi fyrir hinni elsk- uðu, en stöku sinnum ógurlegu yf- irhjúkrunarkonu. Ann Travers sat og hnyklaði brúnir yfir skýrslunni sem hún var að fara yfir, en svipur henn- ar mildaðist um leið og hún leit upp. — Ó! Systir Forster. — Systir Anderson sagði mér, að þér vilduð tala við mig áður en ég færi á vakt, frú,“ sagði Jill og var dá'ítið kvíðafuli yfir að hafa verið kölluð á skrifstofu yfirhjúkrunE',konunnar Hún hafði hreina samvizku — en það var annast þessi auðveldu vanaverk, sem hún þarfnast núna. SkeUon læknis hefði útskrifað hana fyrir löngu, en hann vildi endilega láta hana vera undir eftirliti ungfrú Culley-Ord fram á síðustu stundu þar sem hann veit, að hún mun ekki fara eftir fyrirskipunum eft- ir að hún fer frá okkur — unz hún verður að koma aftur í rann- sókn og þá verður að byrja aftur á byrjuninni. Ungfrú Culley-Ord var aðal geislalæknir stofnunar- innar. Það var ekki eðli Jill að gagn- ryna sjúklingana, hversu erfiðir sem þeir voru. — Ég vona að hún muni halda áfram að vera samvinnuþýð, sagði hún. — Halda áfram? yfirhjúkrunar- konan lyfti brúnum. — Ég *erð að segja, að ég er mjög anægð yfir leikninni og þolinmæðinni sem þú hefur sýnt þessari mjög svo erfiðu hefðarfrú! — Þakka yður fyrir, frú. Jiil roðnaði af gleði. — Þú munt sennilega parfnast mikillar þolinmæði og vissuiesa allrar þinnar leikni til að fas* við næsta sjúkling þinn, sagði yfir- hjúkrunarkonan rólega. — ICg ef- ast ekki um að hún sé afar upp- stökk persóna — eins og allir l’sta menn. Og þegar hún mætti áhusa- sömu tilliti Jill: — Ég er að tala um hina frægu ballettdansmær Söndru St. Just — Sandra St. Just! Jill gat ekkl gert að sér að hrópa. — Já barnið mitt. Hún er vænt anleg á morgun. Ég veit ekki hvort þú hefur lesið um paa. en hún lenti i slysi meðan hún var í sýningarferð um Bandaríkin fyr- ir sex mánuðum. aldrei að vita! Sjúklingarnir, eink um þeir sem voru fremur erfið- ir eins og sá sem hún var að annast núna, höfðu það fyrir sið að kvarta yfir hjúkrunarkonunum, og þó svo hægt væri að reiða sig á réttlæti yfirhjúkrunarkonunnar, varð að taka allar umkvartanir til athugunar. — Já. Ég þarf að tala við þig Fáðu þér sæti, Systir. — Yfirhjúkrunarkonan benti á stól, sem stóð við hliðina á skrif- borðinu. Jill hlýddi og gerði sér það full- komlega ljóst, að þó gluggatjöld- in sem voru hálf dregin fyrir vörpuðu skugga á andlit yfirboð- ara hennar, þá skini ljósið óhindr- að á andlit hennar sjálfrar og glúrnu augun andspænis henni mundu ekki láta minnsta drátt á andliti hennar fara fram hjá sér, Ungfrú Travers var lagleg kona og þó hún væri um fertugt, var líkami hennar eins og ungrar stúlku. Hár hennar sem hafði verið gullið, var þegar áð verða silfurlitað og þrátt fyrir kröftug- ar strokur burstans bylgjaðist það eðlilega undir kappanum sem hún hnýtti undir hökuna og bar ásamt einföldum, gráum búningi með stífuðum. hvítum kraga og upp- slögum. Brún augu hennar voru í eðli sínu góðleg og brosmild, þó þau ættu það til að verða hörð sem stál. þegar hún reiddist. En hún var auðsjáanlega ekki reið núna. — Ég ætla að leysa þig frá nú- verandi sjúklingi þínum, Systir. sagði hún — Frú Chaldei fer heim i næstu viku bannig að nún verðui f.vrir engum óþægindum vegna breytinganna og það er hrein og bein eyðsla, að láta þig Kjörorðið er Einungis úrvais vörur. Póstsendum. ELFUR Laugavegi 38. Snorrabraut 38. Otvarpið Laugardagur 16. aprfl. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristín Anna Þórarinsdóttir kynnir lögin. 14.30 f vikulokin, þáttur undir stjórn Jónasar Jónassonar 16.00 Veðurfregn- ir. 16.05 Þetta vil ég heyra. Jakob R. Möller stud jur. velur sér hljómplötur. 17 00 Fréttir. Á nótum æskunnar. Jón Þór Hannesson og Pétur Stein- grímsson kynna létt iög. 17. 35 Tómstundaþáttur barna og unglinga. Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarpssaga barnannaá „Tamar og Tóta“ eftir Berit Brænne. Sigurður Gunnarsson kennari les eigin þýðingu. (9) 18.35 Söngvar í léttu.n tón 18. 45 Tilkynningar. 19.20 Veður- fregnir 19.30 Fréttir 20 00 Ein söngur. Richard Tucker syngur aríur úr óperum eftir Verdi. 20.20 Leikrit: „Mannskemmda- skólinn" gamanleikur eftir B. Sheridan. Þýð.: Árni Guðnason. Leikstjón: Benedikt Árnason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22 10 Danslög. 24.00 Dagskrár lok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.