Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 1
VÍSIR 64. árg. — Laugardagur 5. október 1974 — 193. tbl. ,Þú skalt œtíð veita strœtó forgang' i r. - -. •: — baksíða ■■■■■■■■■■■■■■■ Svissneskur auðmaður með bridge- kappa síno hingað — bridgeþóttur ó bls. 9 Grillsteikin um helgina — INNsíða ó bls. 7 Sinfónían fékk óskabyrjun — Menningarmól ó bls. 7 Hann er að koma aftur ó sinn stað eftir „ferðalag" — baksíða „Hvað myndirðu gera, ef Almanna- varnir gœfu merki um yfirvofandi hœttu?" — sjó Vísir spyr bls. 2 Ríkið fœr 400 kr. af einni venju- legri bók — sjó bls. 2 Hœkkar um 50 milljónir M 1% ■ Jf mI#Jí ■ fb#f Ml ■ iH i — þegar heimsmark- i Dœiammsamm i Horfur eru á að það verði 50-55 miltjónum hærra í kassanum hjá Hafnarfjarðarbæ á þessu ári heldur en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarins i upphafi ársins. Þessi aukning stafar af þvi, aö ál hefur hækkaö i veröi aö undan- förnu, en Hafnarfjarðarbær fær ákveðna prósentu af framleiðslu- gjaldi álsins í Straumsvik. A fjár- hagsáætlun bæjarins var gert ráð fyrir 21 milljón króna af fram- leiöslugjaldinu, en samkvæmt nýrri áætlun fjármálaráðuneytis- ins getur þetta gjald fariö upp-i 76,4 milljónir. Útsýnarferðina stranda? — Ljósm Ekki hefur verið tekin afstaöa til þess, hvernig þessari fjár- magnsaukningu verður variö, aö sögn Guöbjörns ólafssonar, bæjarritara i Hafnarfiröi, en búiö var aö draga úr útgjöldum áætluöum samkvæmt fjárhags- áætlun ársins, svo vafalaust er nóg viö þetta að gera. Samkvæmt upplýsingum Ragnars S. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra álverk- smiðjunnar, er álveröiö nú 39 sent fyrir hvert enskt pund, og öll framleiðsla verksmiöjunnar seld. —SH AUKAHÝRA í POKA- HORNI SIGÖLDU- MANNA Þeir hafa liklega hoppað hæð sina af kæti, starfsmennirnir við Sig- ölduvirkjun, þegar þeir fréttu að launapokinn mundi þyngjast um tuttugu þúsund krónur nú i byrjun mánaðarins. Um mánaöamótin septem- ber-október var gerö starfsáætlun um framkvæmdir viö virkjunina. Gáfu yfirmenn öllum starfs- mönnum Energo projekt loforð um tuttugu þúsund króna launa- uppbót, ef áætlunin stæðist. 1 lok september kom i ljós hvað unnizt hafði, og tilkynnti Ivan Berger framkvæmdastjóri E.P. forráöa- mönnum, að þótt sumir hlutar áætlunarinnar hefðu ekki staðizt, hefðu aðrir fariö fram úr áætlun. Þar með sagði hann að starfs- menn fengu þessar tuttugu þúsund krónur greiddar jafn- skjótt og gengið hefði verið frá málunum. Þá fengum við þær upplýsingar hjá Pétri Péturssyni, einum yfirmannanna, að i lok þessa mánaðar yrðu flestir Júgó- slavanna, aðrir en tæknimenn og yfirmenn, sendir heim. —JH HVER FÆR UTSYNARFERÐINA? Og enn kynnum við unga Reykjavikur- stúlku fyrir lesendum. Stúlkan á myndinni hér að ofan heitir Birna Ölafsdóttir og er 20 ára. Hún tók stúdentspróf frá Verzlunarskólanum i vor og hefur verið i loftinu siðan. Hún starfar sem flugfreyja og er einkum i ferðum til Norðurlandanna, en einnig nokkuð hér inn- anlands. ,,Nei, ég hef ekki tekið mér neitt sumarfri,” svaraði Birna þegar við fórum að yfirheyra hana. Og hún vildi ekki fallast á að sifelldar flugferðir á milli landa með stuttri viðdvöl á hverjum stað, gætu talizt til skemmtiferða. ,,Að visu fær starfsfólk flugfélaganna afslátt af ferðum, en mér hefur samt ekki tekizt ennþá að leggja nóg til hliðar til að geta farið eina ferð út fyrir landsteinana sem farþegi,” sagði Birna. En við viljum minna hana á það, að i samkeppninni á vegum Visis, sem hún er orðin þátttakandi i, eru verðlaunin lúxusferð með ferðaskrif- stofunni Útsýn til Spánar eða Itaiu að eigin vali. Þegar við höfum birt allar myndirnar af stúlkunum, sem taka þátt i keppninni, verður lesendum blaðsins gefinn kostur á að greiða atkvæði um það, hverja þeirra við eigum að verðlauna með Utsýnarferðinni. Ferðaskrifstofan býður vel: Eins og fyrr er frá sagt má viðkomandi stúlka velja á milli ferðar til Gullnu strandarinnar á ítaliu eða Costa del Sol á Spáni. Og það þarf ekki að væsa um stúlkuna þar, þvi hún getur valið sér dvalarstað á hóteli eða I Ibúð þar að eigin geðþótta. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.