Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 5. október 1974. 3 Ný véla- samstœða í Kassa. gerðinni: Eyðir jafnmiklu rafmagni og ísafjarðarkaupstaður Ein stærsta vélasam- stæða, sem einkafyrir- tæki hefur sett i gang hér á landi, var form- lega tekin i notkun í gærdag. Vélasamstæðu þessa keypti Kassagerð Reykjavikur nýlega til landsins og var kaup- verð hennar uppsettrar um 100 milljónir króna. Forstjóri Kassageröarinnar, Agnar Kristjánsson, sýnir fréttamönnum likan af húsa- skipan verksmiðjunnar. Ljósm. BG. Vélar þessar eru til fram- leiöslu á bylgjupappa, sem notaðurer i alla þá pappakassa, sem framleiddir erui landinu. Þetta hefur verið einn aðal- þátturinn i framleiðslu fyrir- tækisins, siðan gamla bylgju- pappavélin var tekin i notkun árið 1944. Vél sú er þvi komin til ára sinna, orðin 30 ára gömul og þegar i notkun 24 tima á sólar- hring mestan hluta vikunnar. Hún hafði ekki orðið undan eftirspurninni og þvi var afráðið að kaupa hina nýju vélasam- stæðu. Nýja samstæðan eykur heldur betur afköstin, þvi hún afkastar þvi sama á 18 timum og hin gerði allan sólarhringinn i heila- viku. Stjórn Kassagerðarinnar gerir þvi ráð fyrir að nýja samstæðan ætti að nægja næstu 30 árin. Gamla vélin verður tekin úr notkun og þar með verður starfsmönnum fækkað um 10-15 manns, en stjórn fyrir- tækisins sagði, að sú fækkun yrði smám saman og eingöngu um lausráðið fólk að ræða. Nýja vélin gefur nýja mögu- leika i framleiðslunni, nú verður hægt að framleiða tvöfaldan bylgjupappa og eins getur samstæðan framleitt breiðari pappa en áður. Auk bylgju- pappavélarinnar sjálfrar er i Nýja bylgjupappavélin er 70 metra löng og afkastar þvi sama á 17 klukkustundum og sú gamla gcröi á 24 timum i heila viku. Ljósm. BG. samstæðunni vél er sker, brýtur og limir pappann, svo notand- inn á ekki annað eftir en að loka kassanum, þegar viðkomandi vara er komin i hann. Til gamans má geta þess aö nýja samstæðan notar jafnmikið rafmagn og tsafjarðarkaup- staður. Auk þess að framleiða fyrir islenzkan markað flytur Kassa- gerðin út bylgjupappa tii Færeyja og Grænlands og aðra framleiðslu bæði til Belgiu, Skotlands og Frakklands. —JB Keyptu sand- dœluskip „FISCHER LIKAR EKKI SKÁKÍÞRÓTTIN Nýtt sanddæluskip er væntan- legt til landsins fljótlega. Fjórir islenzkir aöilar hafa aö undan- förnu athugað möguleikana á að kaupa slikt skip til landsins og var það visst skip i Noregi, sem haft var í huga. Kaupin voru endanlega ákveðin i gær, en ekki hefur enn verið fullsamið um verkefni skipsins, né vitað hvenær norski aðilinn afhendir það hinum Islenzku kaupendum. Islenzku kaupendurnir hafa stofnað hluta- félag um rekstur skipsins og ber það nafnið Sandskip h.f. Kaup- Ef allt gengur að óskum ætti að vera risin heilsugæziustöð og læknamiðstöð i Arbænum á næsta ári. En nákvæmlega hvenær á næsta ári er ekki vitað, þar sem nýlega hefur verið gengið frá kaupsamningum á húsnæði fyrir miðstöðina. Hún verður til húsa að Hraunbæ 102 D og E, og féllst borgarráð á samninginn fyrir sitt leyti i september. Er þarna um aö ræða endurnir eru þeir Knútur Bruun, Páll G. Olafsson, Kristinn Sigur- jónsson og Jóhann Kristjónsson. Skipið, sem keypt hefur verið, er 299 brúttórúmlestir og ný- endurbyggt úr flutningaskipi, semvarðfyrir óhappi. Skipið var smiðað i Þýzkalandi upphaflega, var svo keypt til Danmerkur og siðan til Noregs. Eins og áður segir er litið annað ákveðið i sambandi við skipið en það, að það verður keypt. Ekki er vitað á hvaða grundvelli það mun starfa, hvenær það kemur til landsins eða hvað það mun heita. —JB eina hæð, sem er um 500 fermetra stór, ásamt tilheyrandi bila- stæðum. 1 þessari læknamiðstöð verður svo heimilislæknaþjónusta ásamt fleiru. Sem stendur er unnið að teikningum á innréttingum á hæðinni, en þeim er ekki lokið og ekki hefur verið ákveðið hvenær hafizt verður handa við framkvæmdir. —EA (Fréttaskeyti Rcuters) Sovézki stórmeistarinn, Anatoli Karpov, sem um þessar mundir teflir einvigi við landa sinn, Viktor Korchnoi, um réttinn til að skora á heimsmeistarann, heldur þvi fram, að Bobby Fischer liki ekki skákiþróttin. í eina viðtalinu, sem hann hefur veitt, siðan áskorendaeinvigið hófst i Moskvu i siðasta mánuði, sagði Karpov við fréttaritara Reuters, að hann héldi, að heims- meistarinn bandariski mundi ekki verja titilinn. Eins og lesendur muna af fréttum, þá tilkynnti Fischer alheimsskáksambandinu (FIDE) I júni, að hann segði sig úr sam bandinu vegna ágreinings um vinningagjöf i væntanlegu heimsmeistaraeinvigi næsta ár. En hann hefur þó frest til 1. febrúar til að ákveða, hvort hann ætlar að verja titilinn. „Fischer hefur ekki teflt i rúm tvö ár og hagar sér niJna með þeim hætti að það er augljóst, að hann vill ekki tefla,” sagði hinn 23 ára gamali Karpov. „Hann áfellist alla nema sjálfan sig, hann virðir ekki rétt stórmeistaranna, áskorendanna eða FIDE. Sá einn, sem ekki likar skákiþróttin, mundi haga sér eins og hann gerir”. Fischer, sem varð heims- meistari 1972, eftir að hafa sigrað Spassky i Reykjavikureinviginu, gerði kröfur til þess, að i framtið- inni yrði tefldur ótakmarkaður fjöldi skáka i einvigjum um heimsmeistaratitilinn, en sá yrði úrskurðaður sigurvegari sem fyrr ynni 10 skákir. — En hann vildi um leið, að áskorandinn yrði aö vinna heimsmeistarann aö minnsta kosti 10-8 til að hreppa titilinn. FIDE hafnaði þessum kröfum, en kunngerði á ólympiumótinu i skák, sem fram fór i Nice á þessu ári, að i stað 6 vinninga úr hámark 24 skákum yrði fyrir- komulaginu breytt i 10 vinninga úr hámark 36, sem þyrfti til að vinna heimsmeistaratitilinn i einvigi. Karpov segist ekki munu sam- þykkja að tefla ótakmarkaðan fjölda skáka við Fischer, ef hann sigri Koschnoi. „Það mundi leiða af sér, að sá sigraði, sem væri betur á sig likamlega kominn. Það einvigi gæti enzt meira en fjóra mánuði, og hverjum mundi endast áhuginn á svo löngu einvigi?” Hann lýsir jafnframt yfir van- þóknun sinni á breytingum þeim, sem FIDE lét gera, og segir, að þær brjóti i bága við reglur FIDE sjálfs. Karpov sem nú hefur tveggja vinninga forskot gegn hinum 43 ára gamla Korchnoi, þykir eðli- lega liklegri þeirra tveggja til að hreppa vinningana fimm, sem þarf til sigurs i einviginu. Hann segist telja heimsmeistaraeinvigi milli sin og Fischers mundu verða áhugaverðara en Fischer- Korchnoi-hildi. „Einvigi milli min og Fischers mundi meira spennandi, þvi að Fischer hefur þegar unnið alla hina svonefndu miðaldra stór- meistara, nema Korchnoi. sem hefur tapað fyrir sumum hinna”, segir hann, og bætir við: „Ég held, að ég eigi góða möguleika á að vinna hvaða stórmeistara sem vera skal i dag." Karpov segir, að verði hann heimsmeistari með þvi annað- hvort að sigra Fischer. eða ef Fischer neitar að verja titilinn. #/ — segir Karpov í viðtali við Reuter þá muni hann ekki fylgja fordæmi Bandarikjamannsins með að tefla ekki i mótum. A hverju sem veltur ætlar hann sér að taka þátt i meistaramóti Sovétrikjanna i desember næst- komandi. Og eins segist hann ætla að tefla i fimm manna keppni i Júgóslaviu i marz á næsta ári. Um einvigið við Korchnoi segir Karpov, að hann hafi upphaflega búizt við þvi að þurfa að tefla allar 24 einvigisskákirnar. og átt enga von þess að hafa tvo vinninga gegn engum eftir aðeins átta skákir. En hann bætir við: „Ég held þó ekki, að þessu sé lokið. Við verðum að tefla til enda. Fyrir einvigið voru minir möguleikar meiri. og núna eru þeir enn meiri, en við skulum biða og sjá til." Hann segist ánægður með tafl- mennsku sina til þessa. og fannst skákirnar sæmilega vel tefldar og án fingurbrjóta. Ekki hafði hann búizt við þvi, að Korchnoi brygði . fyrir sig hinni áhættusömu „Petroffs- vörn”, eins og hann gerði i 6. skákinni. Henni tapaði eldri keppandinn á tima. „Ég fann alla leiki þeirrar skákar við borðið”. bætir Karpov við. „Korchnoi hefur sagt. að hann sé mér betri i byrjunum. en það hefur hann ekki sýnt hér.” segir hann. Karpov. sem hefur bæði verið kallaður „Fischer Sovétrikj- anna" og hinn „Nýi Capablanca" (I höfuðið á kúbanska heims- meistaranum. Jose Capablanca). var spurður. hvort hann vildi heldur láta kalla sig. „Ekkert nema Karpov", svaraði hann. ÁRBÆRINN FÆR HEILSUMIÐSTÖÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.