Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Laugardagur 5. október 1974. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP Hver vill h móður min Fyrir þá, er búa viðs fjarri, getur verið erfitt að gera sér grein fyrir hve óskapleg þau cru, bágindi fólks, eins og ibúa Bangladesh, þarsem tugir þúsunda hafa misst allt sitt 1 flóðum. — Þessi mynd, sem send hefur verið víða um lönd, er lilraun fréttaljósniyndarans til að færa Ibúum á alisnægtasvæðum heim sanninn um, hvað þarna er á seyði. Bibia Khatum, sextán ára gömul stúlka frá Bangladesh, reynir að bægja flugunum frá deyjandi móður sinni. Þær misstu allt sitt f flóðunum og hafast við á járnbrautarpalli I Dacca. Tvi- eða þrívegis I viku fá þær eitthvað i svanginn frá hjálparstofnunum, en sú hjálp barst of seint. Næringarskorturinn hefur heltekið móðurina og framhaldið fyrirsjáanlegt. Danir mót- mœltu EBÍ Þúsundir Kaupmannahafnar- búa fylktu sér I mótmælagöngu, sein fór frá Ráðhústorgi að stjórnarráðinu i Kristjáns- borgarhöll. — Þeir kröfðust annarrar þjóða ra tkvæða- greiðslu um aðildina að Efna- hagsbandalagi Evrópu. — Það er af sem áður var, þegar meiri- hluti Dana greiddi atkvæði meö aði|d að EBE. Inn skal hann fara Tja, hvað skal gera, þegar hvergi er bilastæði að fá? — Þeir hjá stærstu verzlun Dublinar urðu að beita smálagni til þess að koma þessum sýningargrip inn fyrir til að vera réttu megin við búðargluggan n (eða röngu megin, eftir þvi hvorum megin þú steiidur). — italska tizkan var þarna til sýnis, og þeim fannst viðeigandi að liafa Ford Granada Ghia fólksbil með. Abstrakt- list sýnd í /l/loskvu Frá Moskvu bárust þær fréttir að mikil aðsókn hefði oröið að listsýningu abstrakt- listamanna, sem þeir efndu til úti I Ismailovskygarðinum á dögunum. — Þessi mynd var tekin við það tækifæri, og er þarna einn málaranna að útskýra verk sitt fyrir gestunum. Áður höfðu þessir listamenn gert tilraun til sýningar á verkum sinum undir opnum himni, en þá komu óeinkennis- klæddir menn og ruddu öllu um koll með jarðýtum, eins og lesendur kannast við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.