Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 20
visir Laugardagur 5. október 1974. Kerfisbundin rannsókn d hitakerfum Akureyringa Vegna sprenginganna i kynditækjum Akureyringa undanfariö hefur veriö ákveö- iö að sérfróöir menn yfirfari allar kyndingar þar á staðnum meö þaö fyrir augum aö fyrir- byggja, aö slfkt endurtaki sig. Þótt orsök sprengingarinnar I Lönguhlið 20 sé ekki endan- lega sönnuö, þykir ástæöa til aö kanna hitakerfi Akur- eyringa, ef vera kynni, að fleiri kerfi en þegar hafa farið heföu augljósa galla, sem bæta mætti úr. —SH Ber sig vel í Hallar- garðinum Likiega eru flestir sammála um þaö aö Adonis setji svip á umhverfiö, þegar þeir rölta fram hjá Hallargarðinum, enda er styttan af Adonis óneitanlega mjög falleg. „Þetta er einn merkasti listaviöburður ársins”, varð Hafliða Jónssyni garðyrkju- stjóra að orði, þegar við röbbuðum við hann, en Adonis var sett upp um mánaðamótin júli og ágúst. Styttan stendur á horni Skothúsvegar og Frikirkju- vegar, norðaustan megin, og er þetta oftast kallað Hallar- garður, að minnsta kosti svona i daglegu máli manna. Adonis er eftir Bertel Thorvaldsen. —EA ,Þú skalt œtíð veita strœtó f organg' Nú á að fara að kenna ökumönnum enn eitt boðorðið: „Þú skalt ætið veita strætisvögn- unum forgang i um- ferðinni.” Ekki er vitað, hvenær þetta boðorð tekur gildi, en það hefur verið samþykkt i umferðar- nefnd og borgarráð sömuleiðis lýst sig meðmælt tillögunni. Nú á dómsmálaráðuneytið eftir að taka afstöðu til tillögunnar, en ef hún fær grænt ljós hjá ráðuneytinu heldur hún áfram i þingið. í tillögu umferðarnefndar er lagt til, ,,að ákvæðum umferð- arlaga verði breytt þannig, að almenningsvögnum, sem aka samkvæmt ákveðinni timaáætlun, verði veittur forgangur er þeir aka frá merktri biðstöð út i umferð á akbraut.” „Hið breytta lagaákvæði,” segir i tillögunni „nái til vega i þéttbýli og feli i sér skyldu öku- manns, sem þar er á ferð og nálgast biðstöð almennings- vagna, að draga úr hraða eða nema staðar, ef nauðsynlegt er, þannig að ökumaður almenningsvagnsins geti ekið frá biðstöðinni. Enda gefi hann greinilega til kynna þá ætlun sina og ökutækið sé sérstaklega merkt.” Og i niðurlagi tillögunnar segir: „Þetta leysir ökumenn almenningsvagnsins ei undan þeirri skyldu að sýna ýtrustu varúð við akstur frá biðstöð.” „Nokkur nágrannalanda okkar hafa haft þennan háttinn á nokkuð lengi. Fyrst var þetta reynt i V-Þýzkalandi og siðan i Danmörku og Sviþjóð,” sagði Eirikur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavikur i viðtali við Visi i gær. „Þetta er einfaldlega gert til þess að greiða fyrir akstri strætisvagnanna og auðvelda þeim að halda áætlun sinni,” hélt Eirikur áfram. „Ég hef t.d. horft á það sjálfur, að á mesta annatimanum tekur það iðulega allt að fimm minútur fyrir strætisvagn að komast af stað frá Hlemmi. Reglur eins og um er rætt mundu leysa þennan vanda. Það er rétt að undirstrika það,” sagði Eirikur að lokum, „að hér er ekki verið að gera breytingar með það i huga, hvað sé strætisvagnabilstjórum fyrir beztu, heldur farþegunum, sem aka með vögnunum. Það er raunverulega verið að veita þeim jafnrétti með þessari til- högun. Er ekki sjálfsagt, að strætisvagn með allt að áttatiu farþega fái tækifæri til að smeygja sér inn á götu fram fyrir röð þrjátiu smábila með aðeins einn i hverjum bil?” —ÞJM BÚINN AÐ SLÁTRA í 50 ÁR sagði hann að slátrað hefði verið 9000. ,,Ég er búinn að slátra i 50 ár,” sagði Guðmundur Þ. Magnússon i Sláturhúsi Hafnarfjarðar, þegar við litum við hjá honum i sláturhúsinu undir kvöld i gær. Enn var unnið af fullum krafti enda stendur sláturtið sem hæst. Þær höfðu það likaáorði, nokkrar starfsstúlkurnar, að þær væru alveg orðnar ruglaðar eftir daginn. Mikið er keypt af skrokkum og jafnmikið af slátri, sagði Guðmundur okkur, sem nú er orðinn 74 ára gamall og er enn i fullu fjöri i starfi sinu. Hann sagði, að nú þegar væri hann búinn að fá á milli 6 og 7 þúsund skrokka, en llklega yrði slátrað um 10 þúsund i ár. 1 fyrra Guðmundur sagði, að stærstu skrokkarnir kostuðu nú um 4 þúsund krónur. Sumir hafa viljað halda þvi fram, að ódýr- ara væri að fá slátrið þar, og stafar það þá af þvi, að fólk kemur i sláturhúsið, en ekkert er keyrt út. —EA ,,Við förum eftir íslenzkum reglum" — segir forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins „Það er nú einu sinni þannig, að við tslendingar höfum okkar ákveðnu reglur til að fara eftir varðandi Ijósaútbúnað ökutækja og þeir í Ameriku sinar reglur. Og ef um fyrirmyndir hefur verið að ræða, þá höfum viö miklu fremur sótt þær til Evrópulandanna,” sagði Guðni Karlsson, forstöðu- maður Bifreiðaeftirlits rikisins. Var hann þá að ræða um athuga- semdir, sem komu fram i viðtali við flutningabilstjóra i Visi I gær. Flutningabilstjórinn var stöðv- aður á leið sinni á flutningabiln- um 1 fyrradag og fluttur til Bifreiðaeftirlitsins, þar sem honum var skipað að fjarlægja þrjú ljós af fimm á þaki stýris- hússins. „Þessi bilstjóri, sem þið áttuð viðtal við, hafði áður fengið tilmælium aðfjarlægja þessi ljós, en ekki sinnt þeim,” sagði Guöni. „Fyrirmæli til lögreglunnar um að stöðva bilinn, þegar hann var á leiðinni til Reykjavíkur, komu frá bifreiðaeftirlitsmanni á Selfossi, en þessi bill er skráður I umdæmi hans. Menn verða að skilja það, að Bifreiðaeftirlitið er ekki sá aðili, sem setur reglurnar, heldur er sá aðili, sem á að framfylgja þeim,” hélt Guðni áfram. „I 6. gr. reglu- gerðarinnar er sagt, hvaða ljós eiga að vera á bifreiðum, en i 7. gr. er svo greint frá þvi, hvaða ljós megi vera að auki. Við litum svo á, að fleiri ljós en þar eru nefnd megi ekki nota. Oll önnur ljós eru bönnuð. Breiddarljósin eiga að loga áfram, en hin að hverfa.” Aðspurður um hvort hann teldi horfur á þvl, að lög og reglur um ljósaútbúnað á bifreiðum eigi eftir að breytast og aukaljósin að hljóta náð I augum yfirvalda hér- lendis, sagðiGuðni: „Auðvitað á maður ekki að þvertaka fyrir neitt, en mér sýnast ekki vera likur á að það verði á næstunni.” Aukaljósin þrjú, sem standa á milli breiddarljósanna, eru á GMC-flutningabilum og einnig Ford-bifreiðunum, en báðar gerð- irnar koma frá Ameriku, þar sem I mörgum rikjum er skylt að nota þau ljós. Eins og fram kom I frétt Visis I gær varðandi þetta mál, hafa þeim óskum innflytj- endanna, að bilarnir komi hingað til lands án þessara ljósa, ekki verið sinnt og innflytjendurnir sjálfir þess vegna þurft að taka þau úr sambandi. Einstaka bil- stjórar hafa svo tengt þau að nýju, en að sögn Guðna eru þeir sárafáir og hafa þeir flestir strax orðið við þeim tilmælum eftir- litsins að aftengja þau á ný. —ÞJM Níunda skókin í bið Niunda skák þeirra Karpovs og Korchnois fór I bið I gær- kvöldi. og verður hún tefld áfram á morgun. Karpov er yfir i þessu einvigi sem og flestum ætti vlst að vera kunnugt, hefur hlotið tvo vinninga gegn engum. Biðskákir eru ekki taldar með. Þegar skákin fór i bið áttu skákmennirnir öll sin peð og þrjá sterkari menn, sem kom i veg fyrir öll stórátök og I sjöunda skipti i einviginu tala sérfræðingar um likur á jafn- tefli á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.