Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 05.10.1974, Blaðsíða 16
16 Vlsir. Laugardagur S. október 1974. | í DAG | I KVÖLP | I DAG | í KVÖLD | í DAG Sjónvarp kl. 21.20: Eitthvað úr villta vestrinu... Yuma heitir bandarisk kúrekamynd sem sjónvarpið sýnir I kvöld. Myndin er næst- siðasti liðurinn á dagskránni, en siðast á dagskránni að þessu sinni er „Rokk” hittir „Barokk": sjónvarpsupptaka frá tónleikum i Mú'nchen, sem haldnir voru I sambandi við „Prix jeunesse” keppnina 1974. En nóg um það. Yuma gerist i smábæ í Arizona um 1870. Þar hefur gengið á ýmsu, en ekki batnar það þegar nýr lögreglu- stjóri kemur i bæinn. Leikstjóri er Ted Post, en með aðalhlutverk fara Clint Walker, Barry Sullivan, Edgar Buchanan og Kathryn Hays Myndin hefst klukkan 21.20 og stendur til klukkan 22,30. —EA Útvarp kl. 15.45: ÞINGMENN FJALLA UM UMFERÐINA Nú liður að því að umferðar- þáttur Arna Þórs Eymunds- sonar, A ferðinni, hverfi af dag- skránni, en siðasti þátturinn verður 19. október. Við ræddum við Árna og spurðum hann þá m.a. hvort nokkuð væri ákveðið um umferðina á vetrardagskránni. Hann sagði að svo væri ekki og enn ætti eftir að skoða þau mál til hlitar. I siðasta þætti fengum við að heyra álit nokkurra þingmanna á umferðarmálum okkar og öryggi varðandi umferðina. Margt athyglisvert kom þar fram og Arni sagði, að þeir virtust hafa hugleitt þessi mál talsvert, hvað sem yrði svo á þingi i vetur. I þættinum i dag vecða tveir alþingismenn, Ellert Schram frá Sjálfstæðisflokknum, en ekki var ákveðið hver yrði frá Alþýðubandalaginu. —EA Hér sjáum viö Clint Walker og Edgar Buchanan I hlutverkum sinum I Yuma. Sjónvarp kl. 20.50: Það eru komnir gestir — aftur Ómar Valdimarsson er nú aftur tilbúinn að taka á móti gestum i sjónvarpssal, en flestir muna þann þátt siðan i fyrravetur, er þau Elin Pálmadóttir og Ómar sáu um þáttinn til skiptis. Það eru komnir gestir heitir þátturinn annars, og hefst hann klukkan 20,50 í kvöld. Þáttur þessi veröur að öllum líkindum hálfsmánaðarlega á dagskrá sjónvarpsins í vetur. Elin Pálmadóttir hefur nú dregiö sig f hlé, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það, hver sér um þáttinn á móti Ómari. 1 kvöld fær ómar til sin kunna gesti úr poppheiminum, það eru þeir Björgvin Halldórsson, Sigurjón Sighvatsson og Rúnar Júliusson. 1 kvöld fær Ómar til sin kunna gesti úr poppheiminum, það eru þeir Björgvin Halldórsson, Sigurjón Sighvatsson og Rúnar Júliusson. Við efum það ekki, að þeir hafi allir frá einhverju fróðlegu og skemmtilegu að segja, en hvaö það verður, heyrum við bara þegar þar að kemur.... —EA Sjónvarp kl. 20.25: Styttist í að Upton kveðji aðeins fjórir þœttir eftir Það styttist I að þeir ágætu félagar i sjónvarpsþættinum Læknir á lausum kili kveðji okkur. Að þættinum i kvöld mcðtöldum eru nefnilega ekki nema fjórir þættir eftir. Þátturinn sem við sjáum i kvöld heitir Brandarakarlinn, og eftir þvi sem við komumst næst, ætti að vera hægt að hlæja svolitið á meðan á honum stendur. Upton hefur haft ákaflega mikinn áhuga á þvi að verða skurðlæknir, en hann fellur á mikilvægu prófi, sem hann verður að þreyta til þess. Þá er ekki um annað að ræða en fara aftur i heimilislækn- ingarnar, sem hann hefur stundað. Um vikutima fær hann inni á hóteli og býr þar. Á þessu sama hóteli býr maður, sem er sifellt aö segja brandara með miklum hávaða og látum. Er hér kominn fyrrnefndur „brandara- karl”. Brandarakarlinn tekur Upton alveg fyrir, býr til brandara um hann, og vesalings Upton reynir að gera sitt bezta til þess að verjast og segja brandara á móti. En honum er flest lagnara en aö segja brandara og á þvi erfitt með að bjarga sér út úr þessu. Hann er að nálgast það að verða taugaveiklaður, þegar tveir vinir hans koma honum til hjálpar.. —EA t kvöld heimsækja Ómar þeir Björgvin Halldórsson, Rúnar Júliusson og Sigurjón Sighvats- UTVARP Laugardagur 5.október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Haraldur Jóhannsson heldur áfram lestri þýðing- ar sinnar á sögunni „Emil og leynilögreglustrákun- um” eftir Erich Kastner (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Dóra Ingvadóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.20 Einsöngur Luigi Alva syngur nokkur lög við und- irleik Nýju Sinfóniuhljóm- sveitarinnar i Lundúnum: Iller Patacini stjórnar. 13.35 Ferð um Fljótsdalshér- aðBöðvar Guðmundsson fer hringferð um Löginn i fylgd Kristjáns Ingólfssonar. Les- ari: Þorleifur Hauksson. 15.00 Miðdegistönleikar. 15.45 A feröinni Okumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 Horft um öxl og fram á við. GIsli Helgason fjallar um útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar komandi. 17.30 Söngvár I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spánarkvöld a. Þórhild- ur Þorsteinsdóttir spjallar um land og þjóð. b. Lesið úr Don Quixote eftir Cervantes og ljóð eftir spánska höf- unda. Einnig flutt tónlist frá Spáni. 21.15 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 6.október 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Sinfóníu- hljómsveit norska útvarpsins leikur: Oivind Bergh stj. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.