Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 28. aprfl 19GG
Framboðslisti
í Bolungarvík
Aðeins einn listi hefur verið
lagður fram til kosninga í Bol-
ungavík í maí.
Jónatan Einarsson, framkvæmda-
stjóri (S)
Guðmundur B. Jónsson, járn-
smíðameistari (S)
Guðmundur Magnússon, bóndi,
Hóli (F)
Elías Ó. Guðmundsson, sím-
stöðvarstjóri (A)
Ósk Ólafsdóttir húsfrú (S)
Ólafur Kristjánsson málara-
meistari (S)
Karvel Pálmason, kennari (ABL)
Sýslunefnd skipa:
Einar Guðfinnsson, kaupmaður
og Jónatan Einarsson, framkv.stj.
varamaður.
Framboðslisti
á Hólmavík
Lista Framsóknarmanna
Hólmavík skipa:
Bjarni Halldórsson, vélstjóri
Karl E. Loftsson, verzlunarm.
Hans Sigurðsson, verkamaður
Benedfkt Sæmundsson, bóndi
á
Hrólfur Guðmundsson, bifreiðastj.
Jóhann Guðmundsson, skipstjóri
Stefán Pálsson, bóndi
Guðlaugur Traustason, verzlunar-
maður
Björn Sigurðsson, bóndi
Gestur Pálsson, bóndi
Framboðslisti
í Hveragerði
Framboðslisti til hxeppsnefndar
kosninga í Hveragerði 22.5. 1966.
Borinn fram af FVamsóknarfé-
lagi Hveragerðislhrepps. Eftirtalið
fÓTk skipar listann:
Þorkell Guðbjartsson, forstöðum.
Þórður Snæbjörasson, garðyrkju
maður.
Ingibjartur Bjarnason, verkam.
Þórhallur Steinlþórsson, garðyrkju
maður.
Bjami Eyvindsson, trésmíðam.
Líney Kristinsdóttir, frú
Baldur Gunnarsson, garðyrkju-
maður.
Inga Wíum, frú
Þorsteinn Bjarnason, verkam.
Steinbjörn Jónsson, söðlasmiður
Fulltrúar til sýslunefndarkosn-
ingar:
Þórður Jóhannsson, kennari
Bjarni Eyvindsson, trésmíðam.
Framboðslist
ar í Ólafsvík
H-listinn
Tveir listar hafa komið fram
við kosningar í Ólafsvík. Eru það
listi Almennra borgara og listi
lýðræðissinnaðra kjósenda. Þess-
ir mcnn eru á lista almennra borg
ara í Ólafsvík, H-listanum.
Alexander Stefánsson, oddviti
Böðvar Bjarnason, bygginga-
meistari
Elinbergur Sveinsson, formaður
verkalýðsfélagsins
Tómas Guðmundsson, rafvirkja-
meistari
Sveinbjörn Þórðarson, verkam.
Vigfús Vigfússon, byggingam.
Leó Guðbrandsson, skrifstofum.,
Margeir Vagnsson, hafnsögumaður
Lúðvik Þórarinsson bakaram.
Hermann Hjartarson, skrifstofu-
stjóri
Lista lýðræðissinnaðra kjósenda
skipa:
Hjörtur Guðmundsson, matsmaður
Þorkell Jónsson, skrifstofustj.
Jón Steinn Halldórsson, skipstj.
Jafet Sigurðsson, gjaldkeri
Jón Björnsson, bifreiðastj.
Arngrímur Björnsson, læknir
Guðlaugur Wium, sjómaður
Þórður Vilhjálmsson, verkstjóri
Úlfar Víglundsson, bifreiðastj.
Emanúel Guðmundsson, verkam.
Framboðslisti í Nes-
hreppi utan Ennis
Listi Framsóknarflokksins í Nes
hreppi utan Ennis við sveitar-
stjórnakosningarnar 22. maí n. k.
Sævar Friðþjófsson, skipstjóri,
Rifi
Leifur Jónsson, skipstjóri, Rifi
Jón Skagfjörð, símvirkjaverk-
stjóri, Gufuskálum
Þorgeir Árnason, framkvæmda-
__ stjóri, Hellisandi
Ásgeir H. Sigurðsson, kaupfélags-
stjóri, Hellissandi
Smári Lúðviksson, húsasmiður,
Hellissandi
Friðjón Jónsson, sjómaður,
Hellissandi,
Friðgeir Þorkelsson, verzlunar-
maður, Hellisandi
Sigurjón Einarsson. verkamaður.
Hellissandi
Sumarliði Andrésson, vitavörður,
Hellissandi.
TÍMINW
BLÓMASÝNING
Á MOKKAKAFFI
FB—Reykjavík, þriðjudag.
í dag var opnuð sýning á
Mokkakaffi við Skólavörðustíg.
Þar eru sýndar blómamyndir
úr þurrkuðum blómum, og hef
ur Sigríður Oddsdóttir búið
myndirnar til. Einig eru þarna
nokkrar blómamyndir málaðar
með oliulitum á silki, og að
lokum nokkrar litlar landslags
myndir málaðar með olíulitum.
Sigríður Oddsdóttir tjáði
blaðamönnum í dag. að hún
hefði byrjað á því að þurrka
blóm sér til skemmtunar fyrir
um það bil þrem árum, og síð-
an tekið upp á þvi að líma þau
á spjöld, sem siðan eru inn-
römmuð og sett undir gler. Að
allega hefur hún notað íslenzk-
ar jurtir, en einstaka erlendum
sumarblómum hefur verið skot
ið inn á milli til þess að auka
fjölbreytnina. Á hverju spjaldi
eru allt frá 10 til 15 mismun-
andi tegundir og er þeim
smekklega komið fyrir.
Allt frá því Sigríður var
barn hafði hún mikla ánægju
af blómum og byrjaði snemma
að mála og teikna blómamynd-
ir. Hún nam teikningu og máln
ingu hjá Vigdísi Kristjánsdótt
ur hluta úr tveim vetrum fyrir
alllöngu. Sýningin verður á
Mokka í tvær vikur.
ALSAMNINGAR
HAFNARFJARÐ-
AR SAMÞYKKTIR
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Á fundi bæjarstjómar Hafnar-
fjarðar í gær var rætt um hafnar-
og lóðarsamning bæjarins við ís
lenzka álfélagið h.f., og um bygg-
ingarleyfis- og gatnagerðargjald
það, sem fyrirtæki þetta skuli
greiða bænum. Fulltrúi Framsókn
armanna í bæjarstjórn, Jón Pálma
son, sat hjá við atkvæðagreiðslu
um hafnar- og lóðasamninginn og
gerði bókun, þar sem hann sagði
að samningurin myndi að vísu
styðja fjárhag bæjarins, en á hon
um væru mjög miklir gallar. Aft
ur á móti greiddi hann atkvæði
gegn samningnum um gatnagerð
ar- og byggingarleyfisgjöldin, þar
sem hann taldi gatnagerðargjaldið
alltof lágt, og í engu samræmi við
reglugerð bæjarins um slík gjöld.
Miklar umræður urðu um þetta
mál í bæjarstjórninni. Jón Pálma
son ræddi málið ítarlega. Benti
hann á, að nokkur fjárhagslegur
hagnaður fyrir bæinn fylgdi samn
ingi þessum, þar sem bærinn
mundi eignast höfnina á 25 árum.
og fengi þess að að auki allt að
12 milljónir króna á ári af fram-
leiðslugjaldi því, sem álfélagið
greiðir. Kæmi þetta sér vel fyrir
bæinn, sem eins og allir vissu,
væri skuldum vafinn og fjárhagur
hans mjög bágborinn. Væri hér
um að ræða álíka upphæð og tap
ið á Bæjarútgerðinni síðustu árin.
Jón sagði, að margir gallar
væru þó á samningnum. Það væri
I ___________________________
Aðalfundur Kaup-
'úannasamtakanna
Aðalfundur Kaupmannasamtaka
; íslands 1966 verður haldinn að
i Hótel Sögu í dag, fimmtudag og
hefst hann kl. 10.00 f.h. með ræðu
formanns samtakanna, Sigurðar
Magnússonar og skýrslu fram-
kvæmdastjóra, Knúts Bruun hdl.
um starfsemina á s.l. ári. Fundinn
sitja fulltrúar frá öllum sérgrein
arfélögum innan K.í.
Kl. 14.00 flytur viðskiptamála-
ráðherra. dr. Gylfi Þ Gíslason,
ræðu
í fundarlok kl. 17.00 sitja aðal-
fundarfulltrúar boð viðskiptamála
ráðherra i rácherrabústaðnum að
Tjarnargötu 32.
óforsvaranlegt, að lögsaga um
deilumál samningsaðila gæti far-
ið til erlendra dómstóla. Einnig
væri mjög vafasamt, að hægt væri
að nota mikið landsvæðið þarna
í kring til bygginga, ef ekki væru
sett hreinsiefni á fíúorgasúthlaup
ið.
Eftir miklar umræður var geng
ið til atkvæða, að viðhöfðu nafna
kalli. Fyrst var greitt atkvæði um
hafnar- og lóðarsamninginn. Jón
Pálmason lagði fram eftirfarandi
bóku: — Eg tel, að samningurinn
muni styðja fjárhag bæjarins á
Framhald á bls. 15
EINÞÁTTUNGAR
I UNDARBÆ
Á sunnudaginn, 1. maí frumsýn
ir Þjóðleikhúsið tvo einþáttunga
í Lindarbæ, og verður frumsýning
in kl. 4 e.h.
Fyrra leikritið er hinn þekkti
einþáttungur ,,Ferðin til skugg-
anna grænu“ eftir danska skáldið
Finn Methling. Þetta er ljoðrænt
og fagurt verk, sem hefur hlotið
mjög góða dóma í heimalandi
skáldsins og í mörg ár verið á
sýningarskrá Konunglega leikhúss
ins i Kaupmannahöfn. Aðeins eitt
hlutverk er í leiknum, og hefur
þetta sérstæða hlutverk jafnan ver
ið túlkað af úrvals leikkonum.
Framhald á bls. 15
Birgi Engilberts
3
Á VÍÐAVANGI
„Sköpunarverk borg-
aranna".
Vísir birtir í gær ávarp Birgis
ísl. Gunnarssonar á borgara-
fundi íhaldsins í Sigtúni í fyrra
dag undir þessari fyrirsógn yf-
ir þvera síðu: „Reykjavík er
fyrst og fremst sköpunarverk
borgaranna.“ Þetta er ágæt fyr
irsögn og hittir satt að segia
alveg í mark, svo að varla' er
til betri lýsing á eymdarsljórn
íhaldsins á höfuðborginni í
fjóra áratugi. Skýrustu ein-
kenni Reykjavíkur eru odnmitt
þau, að hún er myndarlega
byggð og viða fegurð af hálfu
borgaranna sjálfra, en hlutur
borgaryfirvalda liggur eftir.
Þjónustuframkvæmdir borgar-
stjórnenda, svo sem götur, skól
ari leikvellir, barnaheimiii og
sjúkrahús, eru langt á eft.ir
byggimgum borgaranna sjálfra,
þótt í öðrum höfuðborgum sé
það föst venja, að þær séu á
undan eða komi samhliða íbúða
byggingum nýrra hverfa. Að
þessu leyti er það rétt, að borg
in er siköpunarverk borgaranna
en ekki borgarstjórnenda. Þeir
eru og hafa verið dragbitarair
í borginni.
Heimahverfið er tákn-
rænt.
Heima- og Vogahverfið er
táknrænt um þetta. Þetta er
eitt nýjasta og myndarlegasta
hverfi borgarinnar, mjög veg-
lega byggt af hálfu borgaranna
sjálfra, stór og myndarleg há-
hýsi og falleg einbýlishús.
Heima- og Vogahverfið hefur
risið á síðustu fimmtám árum,
og þar búa nú um 9 þúsund
manns. En þetta hverfi er nær
algerlega skapað af borgurun
um en eflcki borgarstjórnendum,
því að þar vantar enn allar göt
ur, sem eru hið versta svað,
nema ein gata, sem er malbik
uð. Þar er einn barnaleikvóll
ur og einn yfirfullur skóli.
Byggingar og athafnir borgar
anna í hverfínu eru hinar mynd
arlegustu og sýna snyrti-
mennsku, dugnað og manndóm,
en hlutur borgarstjórnarinnar
við þjónustuframkvæmdlrnar,
er nær alveg eftir. Orð Birgis
ísleifs hitta því í mark, borgar
arnir hafa leyst sitt hlutverk
myndarlega af hendi, en íhalds
stjórnendurnir brugðizt. Þetta
er sú staðreynd, sem borgararn
ir verða að hafa í huga, er þeir
ganga að kjörborði. Það eru
ill örlög dugandi borgurum að
kjósa yfir sig ónýta stjórnend
ur, og í því efni eiga líka við
orð Birgis ísleifs í ræðunni
góðu: „Borgin verður hvorki
betri né verri en borgararnir
sjálfir vilja að hún verði.“ Mik
ilvægast í því efni er að kjósa
borginni nýta stjórnendur en
efeki dragbíta, sem eru á eftir
borgurunum sjálfum með það,
sem þeir eiga að standa fyrir.
„Fundur borgar-
stjóra"
Frásögn Morgunblaðsins af
fundum þeim, sem íhaldið efn
ir nú til í borginni, undirstrik
ar í gær enn betur en áður þá
„lýðræðislegu nýbreytni". sem
blaðið lýsti fagurlegast í fyrra
dag og kenndi við fundi þessa.
Forsíðufyrirsögn Morgunblaðs
ins í gær er þessi: „Fundur
borgarstjóra fyrir íbúa Hlíða-
Holta- og Norðurmýrarhverfls".
Framhald á bls. 15
/