Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 13
FLMMTUDAGUR 28. apríl 1996 TÍMINN 13 Félag tingra Framsóknarmanna í Reykjavík og Framherji, samtök laonþega, icman Framsóknarfiokksins halda sameiginlegan AÐ HÓTEL SÖGU Á HÁTÍÐISDEGI VERKALÝÐSINS 1966 -fagnað Ræðumaður kvöldsins verður Óðinn Rögnvaldsson, varaformaður Hins ísl. prentarafélags. óptrosöngvara rnir GoSmundur GuSjónssen og Slgurveig HjaltesteS syngja vlð undirleik Skúla HalitSórs- senar, tónskálds. Karl GuSmundsson, leikarl, flytur nýjan, bráðskemmtilegan •ftirhermuþátt. Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar lelkur fyrlr dansi, til klukkan 2 eftir miSnætti. ASgöngumiðapantanir I skrifstofu Framsóknarflokkslns, Tjarnargötu 26, simar 16066 og 19613. . 1 ÓÐINN RÖGNVALDSSON Sigurveig Guðmundur Karl Skúli Reykvíkingar! Fjölmenniö á þennan glæsilega 1. maí-fagnað! GREIN HERMÓÐS Framhald af bls. 9. stórar? Báðar þessar virkjanir hafa þó starfað 'á annan áratug og fullnægt að mestu orkuþörf við- skiptamanna sinna við góða fjár hagsafkomu og hefur aldrei heyrzt að forráðamenn þessara stofnana hafi lýst áhyggjum sínum yfir stærð þeirra. Miklu fremur má telja það víst, að það hefði verið talinn hinn allra arðbærasta fjár- festing, að byggja þessr virkjan- ir til muna stærri, ef því hefði verið við komið. Ekki mundi heldur nokkur hag- fræðingur treysta sér til, að ráð- leggja uppbyggingu fyrirtækja, á hvaða sviði sem er, sem ekki gætu svarað eðlilegri vaxtarþörf um nokkurra ára skeið, án nýrra fram kvæmda. Liggur það ekki \ aug- um uppi að verðbólga á fslandi er staðreynd, þótt Nordal virðist ekki vilja við þetta kannast í út- reikningum sínum um alúmíngróð ann af hinni föstu og óhreyfan- legu raforkusölu til erlenda auð liringsins um áratuga skeið. Ligg- ur það ekki einnig ljós fyrir, að svissneski hringurinn, er samið verður við hann, muni hrifsa til sín svo að segja alla raforku Þjórs árvirkjunar, mikinn hluta ársins. þangað til umfangsmiklum og mjög kostnaðarsömum vatns miðlunarframkv. er lokið, án nokk urrar fjárhagslegrar þátttöku hins erlenda auðfélags? Skiptir þetta máske ekki máli í augum Nor- dals? Mörgum finnst næsta furðu legt að æðsta embættismanni rík- isins I fjárhagsmálum — sjálfum frystihússtjóra íslenzkra peninga- mála — Jóhannesi Nordal, skuli til viðbótar hinu yfirþyrmandi bankavaldi sínu vera fengin eins konar lykilaðstaða til umráða og ráðstöfunar á dýrmætustu auðlind um landsins — vatnsorkunni — sem nú á að gera fala á alþjóð- legum markaðstorgum fyrir fáeina, svissneska, skítuga skildinga, sam- kvæmt hinni nýju Nordalsútgáfu af efnahags-hagfræði fslands. Er ekki slíkt vald í einni og sömu hendi bæði óheilbrigt og óskiljanlegt? En þar sem Nordal seðlabanka- stjóri hefur nú verið krýndur kó rónu hins íslenzka efnahagsiífs á tvennum vígstöðvum, væri þá til of mikils mælzt af honum, sem for manni landsvirkjunarstjórnar, að hann segði þjóð sinni sem sann- ast og réttast frá öllum grund- vallaratriðum þýðingarmestu virkj unarmála samkvæmt fslenzkum sjónarmiðum og hagsmunum. Hermóður Guðmundsson. Jörð Vil kaupa eða leigja jörð á Suðvesturlandi. Má vera húsalítil. Upplýsingar í síma 3 12 54, Reykjavík. Frá stjórn Sambands íslenzkra barnakennara 19. fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara verður haldið í Melaskólanum í Reykjavík dagana 3. — 5. júní n.k. Aðalmál þingsins verða: Endurskoðun skólalöggjafarinnar. Launamál. Stjórnin. LOKAÐ Afgreiðslur fyrirtækja félagsmanna vorra verða lokaðar í dag, fimmtudaginn 28. apríl kl. 1—3 vegna jarðarfarar frú Elly Salomonsson. Félag Efnalaugaeigenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.