Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. apríl 1966 TIMINN MINNING Séra Sveinbjörn Högnason fyrrverandi alþingismaöur Hinn fyrsta sumardag að morgni varð séra Sveinbjörn Högnason bráðkvaddur að heim- ili sínu. Mikill og góður drengur er skyndilega og övænt horfinn af sjónarsviðinu. Sérstæður atgervis maður, sem hóf sig yfir hvers- dagsleikann og gnæfði yfir um margt það, sem bezt má prýða. En 'hér er því lögmáli hlýtt, sem mælir svo fyrir, að eigi sé líf án dauða og enginn dauði án lífs. Vissulega er sá vinur hér kvaddur, sem fann til í stormum sinna tíða og lifði til fulls iífinu; sem gaf sig allan fram í þrótt- miklu starfi og jákvæðri af- stöðu til verkefna þeirra, sem boðið var að leysa. Hann hlýddi hjartans kalli og tók sér snemma stöðu í fremstu víglínu hvar- vetna á þeim stöðvum þar sem baráttan var háð fyrir betra heimi og bjartari. Allir þeir, sem stóðu höllum fæti og áttu erfitt uppdráttar höfðu samúð hans og reiðubúna hjálp, ef hann var nær og vissi af. Hverju góðu máli vann hann að með atorku og ótoil- ugum áhuga svo sem hann hafði tök á og til hans kasta kom. Séra Sveinbjörn Högnason var fæddur 6. apríl 1898 að Eystri- Sólheimum í Vestur-Skaftafells- sýslu. Foreldrar hans voru hjón in Högni Jónsson og Ragnhildur Sigurðardóttir hin mestu merkis- hjón og stóðu að þeim kunnar rót fastar skaftfellskar ættir. Séra Sveinbjörn naut skamma hríð foreldra sinna. Föður sinn rnissti hann er hann var 2ja ára en móður sína á 10. ári. Þá tók Eyjólfur Guðmundsson bóndi á Hvoli í Mýrdal litla frænda sinn til fósturs. Minntist sr. Svein- björn jafnan fóstra síns sem elskulegasta föður og unni hon- um heitt. Að Hvoli var hann öll sín æskuár og tók snemma þátt í venjulegum sveitastörfum. Ung ur hóf hann bóknám. Kom snemma í ljós þrek hans, harð fengi og námfýsi. Varð hann strax hinn ágætasti námsmaður. Að 'loknum prófum í Flenstoorgar- skóla gekk hann á Menntaskól- ann í Reykjavík. Las þar tvo bekki utan skóla og lauk stúd- entsprófi þaðan vorið 1918 með bezta vitnisburði. Innritaðist síð- an í guðfræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn. Fékk hann inni á Garði og var einn hinna síðustu íslenzku Garðstúdenta. Sérstak- lega lagði séra Sveinbjörn sig eftir Gamla testamentisfræðum og austurlenzkum tungumálum svo sem hebresku. Sótti námið sem fyrir tnjög fast og varð í fremstu röð stúdenta. En jafnframt gaf hann sér tíma til að sinna félags- málum og átti þar drjúgan hlut. Guðfræðinámi lauk hann með rniklu lofi. í Þýzkalandi dvaldist hann um hríð við framhaldsnám. Kunnugt er mér, að félagar séra Sveintojarnar við Háskólann álitu engum vafa bundið, að hann legði fyrir sig fræðimennsku og gerðist háskólakennari, þvflíkan töldu þeir lærdóm hans og hæfileika. Þóttust skólatoræður hans, þeir, sem honum voru nánastir, fullvel vita, að *eigi hefði einungis hug- ur hans ibneigzt til þeirrar áttar heldur og einnig vonir hans ver- ið bundnar við að öðlast slíkt starf áður langt liði. En örlög- in skipuðu því máli með öðrum hætti. Vart sáu vinir séra Svein- bjarnar honum bregða svo æðru- laust tók hann hlutskipti sínu. En eigi verður talið ofmælt þó að því sé haldið fram, að þar missti Háskóli okkar mikils. Að baki var nú hinn glæsileg- asti námsferill. Þá braut mörkuðu óvenjulegar námsgáfur, kost- gæfni og viljaþrek. Átti þó séra Sveinbjörn á skólaárum sínum við vanheilsu að stríða um skeið og lá þunga sjúkdómslegu. Síra Sveinbjörn var þannig frá bærlega vel búinn undir lífsstarf ið og fáir betur til prestsembætt is fallnir. Hófst nú strangur og umsvifa- mikill starfsdagur, sem hér verð ur þó eigi sögð saga af nema að örlitlu og ófullkomnu leyti. Árið 1926 var séra Svein- björn vígður til Laufáspresta- kalls en skömmu síðar varð laust Breiðatoólsstaðarprestakall í Fljóts hlíð. Sótti hann um það, var kjörinn og tók við því emtoætti í fetorúar 1927. Gegndi hann því þar til fyrir fáum árum, að hann sagði því lausu og sonur hans séra Sváfnir tók við. Þegar í stað átti séra Svein- björn miklum vinsældum að fagna. Sóknarbörnum sínum batzt hann þeim vináttuböndum, sem aldrei slaknaði á. Varð séra Sveinbjörn brátt nafhtogaður ræðuskörungur og öll prestsþjónusta lék honum í hendi. Uppfræðsla barna var hon- um hjartans mál. Fermingarbörn hans elskuðu hann og minnast hans með þökk og virðingu. Komu þar fram hinir frábæru kennara- hæfileikar hans og unun hans að umgangast og fylgjast með þroska unglinganna. Hið mikla traust, sem héraðsbú ar fengu á honum ieiddi að sjálf- sögðu til þess, að á hann hlóðust imargvísleg trúnaðarstiörf, fyrst innan héraðs og síðan utan. Tók séra Sveinbjörn nú að vinna að félagsmálum og lands- málum yfirleitt. Varð einn af forystumönnum Framsóknarflokks ins og vann alla tíð þeim flokki og málefnum hans allt það braut argengi, sem hann mátti. Barátta sú, sem hann þar háði var eigi síður gagnmerk en preststörfin Fyrst og fremst áttu bændastéttin og búnaðarmálin hug hans svo og kirkjunnar- og menntamál. Komst hann snemma í fremstu röð þeirra, sem létu þessi málefni til sín taka. Árin 1931—1933 situr séra Svein björn á Alþingi sem 2. þm. Rang æinga. Hann náði kjöri þingrofs- árið svokallaða Var þá eldur mik ill uppi í íslenzkum stjórnmálum. Sótti hann mál sitt af kappi og einstakri vígfimi svo sem ætið síð an. Átti þessi hildarleikur vel við hinn vopndjarfa mann. Árið 1935 var löggjöf sett um afurðasölumál bænda. Hafði and- staðan gegn henni verið sterk og harðsnúin. Bæði sókn og vörn með afbrigðum hvöss. enda for- vígismenn beggja aðila harð- skeyttir bardagamenn. Þáttur sr. Sveintojarnar í undirbúningi og framgangi þessarar umbótalög- gjafar, sem braut í blað, var hinn glæsilegasti en jafnframt þrek- raun hin mesta. Á þessum hólmi kom hinn víg- reifi og hraðmælski málafylgju- maður fram í fullum herklæðum og vopnaður vel. Er saga af þess- ari orrahríð bæði mikil og merk. Árin 1937—1942 var séra Svein björn á þingi sem 1. þ. m. Rang- æinga. Vorið 1942 höfðu andstæðingar Framsóknarflokksins komið fram breytingu á kjördæmaskipun, sem Framsóknarflokkurinn var and- stæð og barðist gegn. Nú kaus séra Sveinbjörn að víkja úr sínu gamla kjördæmi og hasla sér völl í fæðingarhéraði sínu, Vestur- Skaftafellssýslu, þar sem tvísýna var hvað mest og bardaginn hlaut að verða harðastur. Svo sem að líkum lætur var slíkt val honum toezt að skapi. Þarna átti hann kappi að etja við héraðshöfðingja þeirra Skaftfellinga og sýslumann, Gísla Sveinsson. Eftir margar og frægar orrust- ur bar séra Sveinbjörn sigurorð af hólmi, og var þingmaður Vestur- Skaftfellinga til ársins 1946. Þá lét hann af þingmannsstarfi en varð árin 1956—1959 þingmaður Rangæinga að nýju, en gaf ekki kost á sér lengur. Á þingi reyndist séra Svein- björn svo sem vænta mátti hinn bezti liðskostur. Þar nutu sín til hlýtar mælska hans og einstök málafylgja. í harðri andstöðu léku honum sverðin mörg í hendi og vopnfimari voru fáir eða engir, þegar fastast var að honum sótt. Auðvitað gat stundum sviðið nokk uð undan höggum, sem hann greiddi. Sjálfur kveinkaði hann sér ekki við spjótalögum andstæð inga, enda sjaldan lagi á hann komið. Hinn aðsópsmikli skylm- ingamaður og höggglaði gat einn- ig verið glettinn án græsku og gamansamur. Andstæðingarnir vissu þó, sem vildu, að undir víga- stakki hans bjó hjarta heitt af manngæzku og drengskap. Því var svo jafnan. er orrustu lauk, að sárin greru og vinátta tekin upp að nýju, svo sem ekkert hefði í skorizt. Þannig skyldi ævinlega pólitískum átökum ijúka. Engan I mun séra Sveintojörn því hafa átt ovini og sattur var hann við guð og menn. Þá vil ég geta þriðja höfuðþátt- ar í lífsstarfi Séra Sveinbjarnar. Strax er hann settist að á hinu sögufræga höfuðbóli, Breiðaból- stað, gerðist hann stórtækur og framsækinn bóndi. Hóf bygging ar á staðnum og jarðabætur í stórum stíl. Varð hann brátt einn umsvifamesti bóndi á Suðurlandi. Þar kom fram sem á öðrum svið um drengskapur hans, hagsýni, viljafesta og skörungstoragð.Og víst er um það að hugsun hans var ætíð sú, að bóndans stétt væri og ætti sú að vera, að fyrir öðr- um færi um prýði, þjóðlega hætti og rausn því skyldi líka að henni búið svo sem slíku marki hæfði. Um aðsækni að þessu marki ber öll afstaða hans og starf í félags málum bænda órækastan vott. Hver ein grein hinna þriggja höfuðstarfa séra Sveinbjarnar, sem ég hefi nefnt. sýna glögglega hví líkur afburðamaður til líkama og sálar hann var. Mætti hér minnast orða Haralds konungs harðráða, þau er hann mælti um eitt mesta glæsimenni í íslenzkri klerkastétt, að vel hefði sá mátt af skaplyndi sínu og öllu atgervi gera hvert heldur væri Víkinga höfðingi, konungur eðnr biskup. Svipað hefði víst mátt segja um séra Sveintojöm Hann gekk heill að hverju starfi og hlífði sér hvergL Því hlaut svo að fara, að þrekið cnt- ist ekki til efri ára. Slflcur eldleg ur kraftur eyðist fyrr og að von um. Heilsan brást að nokkru hin síðari ár. Sjálfur hélt hann þvf fram jafnan, að eldri menn en sextugir ættu að vægja sér f störfum, létta af sér böggum og færa þá yfir á herðar yngri manna. Þeirra væri framtíðin. Þessu fylgdi hann sjálfur eftir. Eins og ég hefi fyrr vikið að fékk séra Sveinbjöm mörg önn ur störf á hendur af stærri og minni gerð. Minnzt skal nokkurra: í hreppsnefnd og skólanefnd Fljóts tolíðar var hann um áratugi, stjóm Kaupfélags Rangæinga, bygginga nefnd Skógaskóla, milliþinga- nefndum um kirkjumál, bún- aðarmál o. fl. Landstoankahefnd. Að sjálfsögðu varð hann formaður mjólkursiölunefndar og síðar Mjólkursamsölunnar. Þá var hann í stjórn Mjólkurbús Flóa manna og formaður hennar síð- ustu árin. Þriðjudaginn síðasta á liðnum vetri var aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna haldinn að Flúðum að iðstöddu fjölmenni af Suðurlandi. Þennan fund sat séra Sveinbjöm flutti ítarlega og fróðlega skýrslu um störf búsins liðið ár af sínum alkunna myndarskap. Svaraði fyr- irspumum skýrt og óhikandi eg lék á als oddL Um kvöldið bar hann fram tillögu um að veita 100.000.00 framlag í sjóð Egils •heitins Thorarensens, síns gamla og góða vinar og samherja. Skyldi þannig styrkja menningarmátefni Sunnlendinga. Mælti séra Svein bjöm fagurlega fyrir tillögu sinni og var hún samþykkt nær sam- hljóða. Þessi var hans síðasta gerð í félagsmálastarfi og lauk því eins og hann hóf það. Vakandi í vel- ferðarmálum fólksins, hugsandi um þau og starfandi að þeim með óskertum áhuga tll hinztu stundar. Séra Sveinbjörn kvæntist hinn 12. júní 1926 eftirlifandi konu sinni Þórtiildi Þorsteinsdóttur út- vegstoónda í Laufási í Vestmanna- eyjum Jónssonar, merkri konu og mikilhæfri. Eignuðust þau 4 börn, einn son og 3 dætur, öll upp- komin og hafa stofnað eigin heim ili. Hið traustasta manndómsfólk. Það býr harmur í huga okkar hinna mörgu vina, samstarfsmanna og samherja séra Sveinbjarnar Högnasonar er við kveðjum hann hinztu kveðju og berum fram þakkir okkar fyrir öll hans stört í þágu héraðs og alþjóðar og alla vináttu hans í okkar garð, fyrr og síð. Við Sunnlendingar þökkum þá giftu að hafa fengið að njóta hinna miklu hæfileika hans og starfskrafta um 40 ára skeið. Þíng menn Framsóknarflokksins og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.