Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 16
CÓÐ VEIÐI EYJABÁTA, EN FÓLKIÐ ER Á FCRUM HEIM SJ—Reykjavík, miðvikudag. i Vestmannaeyja með góðan afla og í dag komu allmargir bátar lil I hefur verið gífurlega mikil vinna NÝ MUNAÐARVARA GÞE—Reykjavík, miðvikudag. Sú mikla verðhækkun á fiski, sem kom til framkvæmda fyr- ir skemmstu, hefur sætt miklu umtali eins og nærri má geta, og að vonum eru flestar húsmæður sáróánægðar með hana. Tíminn ræddi í dag við fjórar reykvískar húsmæður, og leit- aði álits þeirra á þessari nýju ráðstöfun stjórnarvaldanua, og höfðu þær allar sömu sögu að segja eins og\sést á svörum beirra, er hér fara á eftir. Kemur harðast niður á barnafjölskyldum ÞÓRA ÞORLEIFSDÓTTIR: Hingað til hefur fiskur verið mjög ódýr, og verið aðalfæða nokkru ábótavant í sambandi við fisksöluna hér í bæ, og það er, að oft og tíðum vill það brenna við, að fisksalarnir eru nokkuð fljótir að flaka allan þann fisk seni þeir fá, en það munar náttúrlega gífurlega miklu á verði að fá hann heil- an, og geta þar að auki með- höndlað hann eftir vild. Dýrara en sumar kjöt- vörur SILJA KRISTJÁNSDÓTTIR: Mér finnst þetta óheyrilega háa fiskverð vera óréttmætur skattur á stórar barnafjölskyld ur. Fiskur hefur yfirleitt 'verið það ódýrasta, sem maður hefur getað fengið í soðið, en nú er svo komið, að ýsa fyrir sex manna fjölsklydu, þar af fjög- ur börn, kostar um það bil 60 krónur og er þar af leiðandi dýrara, en margt sem unnið er úr kjöti. Eins og ég sagði áðan kemur þetta mest niður á stórum barnafjölskyldum, en börn eru oft og einatt mjög sólgin í nýjan fisk. í vetur hefur það að vísu verið hrein- asta hátíð, ef maður hefur ver- ið svo heppinn, að næla í fisk- bita í soðið fyrir krakkana, en núna er þetta orðinn hreinasti lúxus, og ekki á hvers manns færi að veita sér. L Þóra hjá mörgum barnmörgum fjöl- skyldum. Þessi gífurlega verð- hækkun á honum kemur því harðast niður á þeim, þarna eru peningarnir teknir úr vasa fólks og látnir renna til út- gerðarmanna, sem flestir hverj ir lifa eins og kóngar, og í þessu er vitanlega ekkert rétt- læti. Annars er það helzt um fiskinn að segja, að varla hef- ur verið hægt að fá hann góð- an alla vertíðina og það er nokkuð, sem enginn getur ver- ið ánægður með, hér við beztu fiskimið heims. Og enn er eitt, sem mér finnst oft og tíðum margar fjölskyldur, þar sem fjárhagurinn er ekki beysinn, en fiskurinn hefur oft haldið líftórunni í slíkum fjölskyldum á erfiðum tímum. Það horfir stöðugt óvænlegar í dýrtíðar- málunum, og ekki get ég ímyndað mér, að þessi nýja ráðstöfun stjórnarvaldanna um hærra fiskverð sé nokkuð til að bæta úr skák í þeim efnum. Of hátf verð fyrir 3. og 4. flokks fisk ELÍN PÁLMADÓTTIR: Mér finnst þetta nýja fiskverð afar- hátt, en það væri sök sér, að greiða það, ef maður fengi þá almennilegt í soðið, en því hef- ur ekki verið að heilsa í lengri tíma. Þetta er yfirleitt þriðja og fjórða flokks fiskur sem á boðstólum er, stundum varia borðandi, og fyrir hann er alls ekki réttlátt að greiða þetta verð sem upp er sett. Annars hlýtur þessi verðhækkun á fiski að koma mjög illa niður á mörgum, og þá einkum og sér í lagi, þar sem margir eru í heimili. Silja Hólmfríður Ekki réttlátt a8 greiða fyr- ir fisk eins og lúxusfæðu HÓLMFRÍðUR JÓHANNES- DÓTTIR: Ég sé ekki annað, en ég verði að breyta gersamlega um búskaparhætti, eftir að þetta gífurlega fiskverð er kom ið til sögunnar. Fiskur er hvorki það góður né saðsam- ur matur, að réttlátt sé að greiða fyrir hann eins og nokk- urs konar lúxusfæðu, þegar maður getur fengið kjötmeti fyrir litlu hærra verð. Þessi hækkun á fiskverði kemur áreiðanlega verst út fyrir barn í frystihúsunum. Mikill hluti afl ans er ýsa, sem er mun seinnnmri en þorskur. Aðkomubátar hafa verið um tvo sólarhringa á veið uin og haft með sér ís og í morg un komu bátamir með 50, 60— 70 tonn að jafnaði. Vetrarvertíðin, sem nú er senm á enda, hefur í fleistu tilliti brugðizt. Tiltölule-ga lítið hefur fiskazt í nót og net, en aftur á móti hafa trollbátar fiskað vel, og má se-gja, að þeir hafi bjargað vertíðinni, þegar tillit er tekið til þess, að fyrir nokkrum árum voru engir Framhald á 0. 14. OK I RANGA KT-Reykjavík, miðvikudag. Um kl. 1 gærdag ók ölvaður maður bifreið út af uppfyllingu við brúna á Eystri-Rangá og lenti bifreiðin úti í ánni. Bifreiðin, sem hér um ræðir var af Landrover gerð og var hún frá bílaleigunni Fal. Henni var ekið út af uppfyllingunni vest an megin árinnar og stórskemmd ist hún, er hún lenti í ánni. Öku maðurinn slapp hins vegar lítið meiddur, en var fluttur til lækn is og síðan til Reykjavíkur í sjúkrabíl. KÖRFUBOLTI í KVÖLD Síðustu leikir íslandsmótsins i körfuknattleik fara fram að Há- logalandi í kvöld, fimmtudag, og hefst keppnin kl. 7.15. Fyrst leika ÍR og KR í m. fl. kvenna. Það er eini leikurinn í þessum flokki og er því jafn- framt úrslitaleikur. Síðan leika ÍKF og KFR í 1. deild. KFR hefur tvö stig en ÍKF ekkert, svo ÍKF verður að vinna þennan leik, vilji þeir hald ast í 1. deild. Síðasti leikur mótsins verður milli hinna gömlu keppinauta ÍR og KR í fyrstu deild. Þessi leik ur hefur reyndar ekkert að segja um úrslitin, því KR hefur þegar tryggt sér örugga forystu í mót- inu. Það má samt búast við Framhald a 14. síðu. FERDAHANDBOK FYRIR ÚTLENDINGA KDMIN ÚT f VILJA NÝTT LAUNAKERFII FB—Reykjavík, miðvikudag. Ferðahandbækur s. f. liafa nú sent frá sér bókina ICELAND, a Traveller's Guide, handbók fyrir erlenda ferðamenn, sem vilja koma hingað til lands og kynnast FJOLMENNT SLYSA VARNAÞING FR-Reykj avík, miðvi-kudag. Á morgun, fimmtudag, verður Landsþing Slysavarnafélags ís- lands se-tt. Hefst það með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni kl. 14, þar sem dr. Jakob Jónsson sókn arprestur Hallgrímssóknar prédik ar. Að lokinni guðsþjónustu hefst þingsetningin í Slysavarnahúsinu. 150 fulltrúar hafa boðað þátttöku sína í þinginu. i öllu sem bezt. Bókina hefur Peter ! Kidson, Pétur Karlsson, skrifað og ! samið á ensku. Ritstjórar og útgef | endur eru Örlygur Hálfdanarson I og Örn Marinósson. Teikningar eru i eftir Gísla B. Björnsson og Ragn í ar Lárusson, og Teiknistofa Gísla i B. Björnssonar hefur séð um \ káputeikningu, útlit og kort. Kort af miðhálendinu hefur. Sigurjón Rist gert. Bókinni fylgir Shell- vegakort, og auk þess eru bæði kortið og bókin í þægilegri plast möppu. Þegar litið er yfir éfnisyfirlit bókarinnar sóst, að hún er mjög yfirgripsmikil, og efnið er fjöl- breytt. Fyrst er inngangur og þá tafla, sem breytir lengdar- og þyngdareiningum úr mílurn í metra o. s. frv. og sömuleiðis Farenheit í Celsíus. Sagt er frá s-ögu landsins í stuttu máli, og Framhald a 14 síðu EJ—Reykjavík, miðvikudag. Sambandsstj.fundur Málm- og skipasmiðasambands íslands var haldinn s. 1. sunnudag, 24. apríl, að Ölfusborgum í Ölfusi. Þar var m. a. lögð fram skýrsla norsks hagfræðiráðunautar um notkun ákvæðisvinnu í islenzk um málmiðnaði, og var mál þetta mikið rætt. Kom fram á fundinum áhugi fyrir því, að tekið yrði upp nýtt launakerfi í málmiðnaðinum, en máimiðn aðarmenn eru nær eingöngu á fastumsömdum vikulaunum. Munu ýmis kerfi, önnur en bein ákvæðisvinna, koma til greina í þessu sambandi. Formaður sambandsjns, Snorri Jónsson, flutti skýrslu um störf þess frá þvi að síðasti sambandsstjórnarfundur var haldinn, ræddi samninga am bandsfélaganna á s 1. ári og árangur þeirra. Fram kom, áð sambandið het ur fengið fulla aðild að Atþjóða sambandi málmiðnaðarmanna (IMF) í Genf, en slík sambönd á hinum Norðurlöndunum eru einnig í IMF. Einnig kom fram, að MSÍ hef ur fengið loforð fyrir að mega senda einn mann til náms i vinnuhagræðingarmálum á kostnað þess opinbera skv. heildaráætlun um þau mál. Skýrt var frá því að stofnuð hafa verið, fyrir tilstuðlan sam bandsins, nokkur félög málm iðnaðarmanna og að undirbúin væri stofnun fleiri félaga. í október s. I. kom hingað til lands á vegum Málm- og skipa smiðasambands íslands og at- vinnurekenda í málmiðhaði norskur hagræðiráðunautur frá Norsk Produktivitetsinstituít, A Hernes ,til að kanna skil- yrði fyrir notkun ákvæðisvinnu í íslenzlkum málmiðnaði. Ofan nefndir aðilar fengu þennan sér fræðing fyrir milligöngu Iðnað armálastofnunar íslands. Að loknum rannsóknum sínum hér skilaði hr. A. Hernes ítarlegri skýrslu um þær. Skýrslan og niðurstöður hennar voru rædd ar á sambandsstjórnarfundin- um. — Á fundinum kom fram áhugi fyrir því, að te-kin yrðu upp ný launakerfi í málmiðnað inum, en málmiðnaðarmenn eru nær eingöngu á fast um- sömdu-m vikulaunum. Að lokum voru rædd viðhorf til núgildandi kjarasamninga og samþykkt samhljóða að leggja til við sambandsfélögin, að þau segðu upp, með til- skildum fyrirvara, samningum sínum við atvinnurekendur, en samningar félaganna gilda til 1. okt. n. k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.